Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Gunnhildur Arna Gunnars-dóttir setur um margt nýviðmið í ævisagnaskrifumí bókinni Berskjaldaður,
sem er saga Einars Þórs Jónssonar.
Stíllinn er knappur en efnisríkur,
hver setning meitluð og kaflarnir
jafnan stuttir, sem gerir bókina
þægilega yfir-
lestrar.
Andstæður
mætast, lífsbar-
áttan er hörð,
móðurmissirinn
sár og hugmyndir
ungs manns um
lífið og tilveruna
eru einatt aðrar
en gilda sem við-
mið í litlu sjávarþorpi vestur á fjörð-
um. Sonurinn er að mati föðurins
„fullkomlega á skjön við samfélagið
sem hefur alið hann“, eins og segir í
bókinni. „Tvítugur, týndur og þráir
að losna frá Bolungarvík.“
Einar Þór fer og flytur á aðrar
slóðir úti í heimi. Kemur svo til baka
í heimsókn og finnur þá blendin við-
brögð samfélagsins í Víkinni, þegar
upplýst er um samkynhneigð hans.
Togstreitan verður einnig milli Ein-
ars og föður hans, enda þótt margir
standi með sínum manni í gegnum
þykkt og þunnt.
Svo tekur við baráttan við HIV;
veiruna sem skók heimsbyggðina
fyrir 30-35 árum. Sársauki, ótti, ör-
vænting. Veiran varð alnæmi og
banamein margra. Lyfin koma loks-
ins eða þegar hillir undir heimferð í
hnattreisu Einars og Stigs Arnes
Vadentofts, eiginmanns hans. Dauð-
vona menn hafa þá eytt öllu spari-
fénu í því skyni að búa til góðar
minningar á fyrirsjáanlegum loka-
kafla lífsins, sem reynist svo aðeins
verða millispil. Lyfin lengja lífið.
Eftirminnilegt fólk sem setur svip
sinn á samfélagið og berst fyrir
breytingum. „Við förum fram á
skilning í samfélaginu,“ segir á bls.
211. Frásögn af fallegu sambandi
Einars við dóttur sína – og lífs-
reynslu hennar – hreyfir við lesend-
um og þegar segir frá bróðurnum
Ásgeiri, sem féll fyrir eigin hendi.
Límið í lífinu og sögunni allri er svo
hjónaband þeirra Einars og Stigs.
Ástin er ósvikin út í gegn, eins og
segir frá í góðri bók sem snertir les-
endur og hefur boðskap.
Morgunblaðið/Golli
Höfundurinn Rýnir hrósar bók
Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur
um lífshlaup Einars Þórs Jónssonar.
Ævisaga
Berskjaldaður bbbbm
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur.
Bjartur gefur út. 381 bls.innb.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Ástin er ósvikin
Áður óbirt skrif J.R.R. Tolkien um
Miðgarð verða gefin út hjá Harper-
Collins-útgáfunni í júní á næsta ári.
Þar er meðal annars fjallað um
ódauðleika og endurholdgun álfa,
landafræði konungsríkisins Gon-
dor, skepnurnar sem byggja Núme-
nor og hugleiðingar um hvort álfar,
hobbitar eða jafnvel konur í hópi
dverga geti safnað skeggi. Þetta
kemur fram í frétt á vef breska
dagblaðsins The Guardian.
HarperCollins-útgáfan hefur síð-
asta áratuginn gefur út nokkrar áð-
ur óbirtar bækur Tolkien, sem lést
1973. Að sögn Chris Smith, fulltrúa
útgáfustjóra hjá HarperCollins,
kom fyrsta Miðgarðs-saga Tolkien
út 1937, en hann
skrifaði um
heiminn þar til
ári áður en hann
lést. Að mati
Smith veitir nýja
útgáfan les-
endum eintaka
sýn inn í skáld-
sagnarheim Tol-
kien. Ritstjóri út-
gáfunnar er Carl
F Hostetter, sem er mikill Tolkien-
fræðingur og vann náið með Chri-
stopher Tolkien, yngsta syni
skáldsins, sem hélt utan um útgáfu
verka föður síns þar til hann lést 95
ára að aldri í janúar.
Áður óbirt skrif Tolkien
um Miðgarð væntanleg
J.R.R.
Tolkien
Sigrún Eldjárn fékk Íslensku bók-
menntaverðlaunin fyrir bókina
Silfurlykilinn, sem kom út fyrir
tveimur áruum. Bókin segir frá
Sumarliða og Sóldísi, sem búa með
foreldrum sínum í gömlum stætó í
heimi þar sem sú tækni sem við
þekkjum í dag er gagnslaus eftir
óskilgreint allsherjarhrun. Ári síðar
kom framhaldið Koparlykillinn og
fyrir stuttu Gullfossinn.
Bækurnar um Sóldísi og Sumar-
liða eru býsna ævintýrakenndar, en
samt ekki – Sigrún er í raun að lýsa
heimi sem gæti orðið til ef við gáum
ekki að okkur. Hún tekur undir það
að það sé ákveðinn viðvörunartónn í
bókunum en segist þó alls ekki vera
með neinar prédikanir eða dóms-
dagsspár. „Mig langaði að prófa að
gera sögu þar sem símarnir og tölv-
urnar eru ekki að þvælast alltaf fyrir
okkur og þá var annaðhvort að fara
langt aftur í tímann nú eða þá inn í
framtíðina og ég valdi það.“
– Í bókunum fléttar þú saman
raunveruleika og ævintýri á
skemmtilegan hátt. Það er kúnst að
skrifa fyrir börn.
„Já, það er auðvitað heilmikil
kúnst að skrifa fyrir börn. Þau eru
kröfuhörð og lesa ekki bók ef hún er
leiðinleg. En ég hef alltaf tekið þann
pólinn í hæðina að vera ekkert mjög
mikið að pæla í því fyrir hvern ég er
að skrifa. Ég bara legg af stað og
reyni að búa til spennandi og
skemmtileg ævintýri. Sennilega er
ég aðallega að skrifa fyrir sjálfa mig
og mitt innra barn.“
Húmor og léttleiki
– Bækurnar eru allar ævintýra-
legar á sinn hátt en í Gullfossinum
bætir enn í ævintýrið án þess ég vilji
segja of mikið.
„Í þriðju bókinni safnast saman
ýmsir þræðir og allar helstu persón-
ur fyrri bókanna gegna þar sínu
hlutverki. Þar fyrir utan bætast nýj-
ar við sem tengjast hinum fyrri í
gegnum tíma og rúm. Allar bæk-
urnar þrjár mynda eina samhang-
andi heild og ég get því ekki notað
frasann um „sjálfstætt framhald“,
það þarf eiginlega að lesa þær allar í
réttri röð. En fyrri bækurnar eru til
í búðunum svo enginn þarf að ör-
vænta! Mér er mikið í mun að halda
góðum húmor og léttleika þótt
kannski sé verið að fjalla um hættur
og vonda kalla.“
– Þú nefnir það að þú hafir viljað
skrifa bók þar sem símar og tölvur
séu ekki að þvælast fyrir. Mér
fannst einmitt forvitnilegt hvernig
það birtist í bókunum að öll okkar
þekking, sem okkur finnst náttúr-
lega yfirburðaþekking, sé fallvaltari
en okkur grunar. Já, og svo er alltaf
gaman að bókum sem hylla bækur.
„Það er ágætt að minna krakka og
reyndar fullorðna líka á að þessi
yfirburðatækni er kannski ekki eilíf.
Hvað vitum við um það? Við höfum
auðvitað núna síðustu mánuði verið
að upplifa ástand sem hefur sett
strik í nánast allt daglegt líf og hver
veit hvað gerist næst. Að þessu
sögðu þá vil ég alls ekki hræða les-
endur mína of mikið eða valda nein-
um áhyggjum. Sagan endar líka á
því að gefa okkur von um að bjartir
tímar blasi við. Við verðum sko
aldrei á flæðiskeri stödd á meðan við
eigum fullt af bókum.“
– Ójá, bækur gera allt betra. Og á
þeim nótum, ertu með á hreinu hvað
bækurnar verða margar?
„Það verða ekki fleiri bækur í
þessari seríu. Það kemur alltaf að
því að maður skilar fólkinu af sér og
snýr sér að einhverju öðru, nýjum
persónum, ferskum furðuheimi,
öðruvísi stemningu. Það er einmitt
það sem er svo skemmtilegt og það
ætti auðvitað enginn að vera að
skrifa barnabækur sem ekki þykir
það skemmtilegt.“ arnim@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sögulok Gullfossinn er síðasta bókin í þríleik Sigrúnar Eldjárn um börnin Sóldísi og Sumarliða.
Heilmikil kúnst að
skrifa fyrir börn
Sigrún Eldjárn segist skrifa fyrir sjálfa sig og sitt innra barn
Ráðherrar fornminja, ferðamála og
menningar í Egyptalandi buðu
fjölda gesta í kynningu við rústa-
borgina Saqqara í eyðimörkinni rétt
utan við Kaíró, við þrepapíramídann
fræga. Ekki er nema mánuður síðan
fornleifafræðingar sem kanna minj-
ar þar undir sandinum fundu 53 kist-
ur með múmíum í og vakti það mikla
athygli. En nú bætti sami hópur um
betur og kynnt var að hann hefði
fundið yfir eitt hundrað innsiglaðar
og fagurlega skreyttar kistur, sem
grafarræningjar hefðu aldrei fundið,
og voru því múmíur í öllum og fjöldi
fagurra og merkra gripa. „Forn-
leifafundur ársins 2020“ sögðu ráð-
herrar og fræðimenn einum rómi.
Kisturnar fundust í þrennum
grafgöngum á 12 metra dýpi og
munu múmíurnar vera af hátt-
settum embættismönnum frá því
fyrir um 2.100 til 2.500 árum.
Yfir 100 múmíur fundust
AFP
Merkisfundur Við fjölmenna kynningu á fornleifafundinum var ein kistan
opnuð og röntgenmynd tekin fyrir gesti af múmíunni sem var í henni.