Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 24.11.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Rithöfundurinn Jan Morris er lát- in, 94 ára að aldri. Hún var þekkt fyrir vinsæl sagnfræðirit, sem þóttu við alþýðuskap, og vandaðar og persónulegar ferðabækur en hún var meðal allra virtustu ferða- sagnahöfunda síðustu áratuga. Jan Morris fæddist í Wales og bjó þar alla sína tíð. Fyrstu bæk- urnar skrifaði hún undir skírnar- nafni sínu, James, og var þá faðir fimm barna, en árið 1972 gekkst hún undir kynleiðréttingarferli og breytti nafninu í Jan. Sem James Morris var hún eini blaðamað- urinn í fyrsta leiðangrinum sem náði á topp Everest-fjalls árið 1953, þegar Edmund Hillary og Tenzing Norgay komust á tindinn. Við skrásetningu sína á leiðangr- inum fór Morris tvo þriðju hluta leiðarinnar með þeim. Og fræg frétt hennar um að fyrstu menn- irnir hafi náð tindi Everest birtist á forsíðu The Times 2. júní þar ár, sama dag og Elísabet II var krýnd drottning Breta. Morris er annars einkum minnst fyrir þriggja binda verk, Pax Britannica, sem kom út á ár- unum 1968-72 og fjallar um breska heimsveldið, og fyrir bæk- ur sem hún skrifaði um ýmsar merkisborgir og þykja fjalla um sögu þeirra og gildi á lifandi og áhugaverðan hátt. Hún skrifaði til að mynda bækur um Oxford, Fen- eyjar, Trieste, New York og Hong Kong. Dáð Jan Morris var meðal fremstu ferðasagnahöfunda síðustu áratuga. Ferðasagna- höfundurinn Jan Morris látin Bandarísku dægurtónlistar- verðlaunin The American Music Awards voru afhent í Los Angeles á sunnudagskvöldið og hrepptu margar skærustu dægurstjörnur samtímans þar verðlaun. Þrátt fyr- ir að aðstandendur hátíðarinnar gættu að sóttvörnum og fjarlægð milli gesta og tónlistarfólks var engu að síður nokkur fjöldi fólks í salnum og margar stjarnanna sem tilnefndar voru komu fram á svið- inu. Aðrir listamenn birtust á skjá, og á sjónvarpsskjám þeirra sem fylgdust með að heiman, í senum sem voru kvikmyndaðar fyrirfram. Helstu verðlaunin, listamaður ársins, féllu Taylor Swift í skaut. Hún var einnig valin eftirlætis kvenkyns listamaðurinn og átti myndband ársins. Swift hefur þar með hlotið fleiri AMA-verðlaun en nokkur annar tónlistarmaður, 32 alls. Doja Cat var valinn besti „nýi“ tónlistarmaðurinn, samstarf ársins áttu Dan + Shay með Justin Bieber, „10.000 Hours“. Bieber var einnig valinn besti karlkyns listamaðurinn og Dan + Shay besti kántrídúett- inn. Besta poppsveitin var valin BST og Juice WRLD og Nicki Minaj bestu rappararnir. Popp Dua Lipa flutti „Don’t Start Now“, sem var valið besta popplagið. Á borði Jennifer Lopez og hinn kólumbíski Maluma fluttu saman lag. AFP Bestur Justin Bieber tróð upp með hópi lipurra dansara. Hann var valinn besti karlkyns tónlistarmaðurinn. Tilnefnd Megan Thee Stallion var tilnefnd til þrennra verðlauna – en hlaut engin. Systkinin Hin vinsæla unga söngkona Billie Eilish kom fram ásamt bróður sínum, lagahöfundinum Finneas. Hún hlaut ekki verðlaun. Swift hlaut flest verðlaun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.