Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 2
BÆJARINS BESTA
ísafjörður:
Sjálfstætt framboð samein
ast Sjálfstæðisflokknum
bakið frá í lista mönnum.
Ertu orðinn sáttur við þá?
„Ég trúi því að menn
gangi til þessa leiks af fullum
heilindum, með það fyrir
augum að sameina krafta
sína.“
En ertu sáttur?
„Ja, í samningum Iætur
alltaf hver af sínu og ég trúi
að þetta muni ganga upp og
þá er ég sáttur“ sagði Olafur
Helgi Kjartansson.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins mun hafa verið gert
ráð fyrir því í samkomulag-
inu að Haraldur L. Haralds-
son gegni áfram störfum
bæjarstjóra sem ópólitískur
bæjarstjóri. Kristján Jóa-
kimsson mun því taka sæti í
bæjarstjórn og hefur þá
Sjálfstæðisflokkurinn hrein-
an meirihluta og bæjarstjóra
með fullt málfrelsi á fundum
sem ætti að skapa þessum
tveimur sameinuðu öflum
góðan starfsfrið.
„Ég fagna því að þetta
samkomulag hafi tekist og ég
veit að það verður okkar
bæjarfélagi og Sjálfstæðis-
flokknum til heilla“ sagði
Haraldur L. Haraldsson í
samtali við BB í gærmorgun.
En hvað finnst honum um
þá stöðu sem komin er upp
framhald af bls. 1
þar sem hann er einungis ó-
pólitískur bœjarstjóri en ekki
pólitískur eins og í listinn
hafði að einu aðalbaráttu-
máli sínu?
„Þegar maður gengur að
samkomulagi við einhvern
verður maður náttúrulega að
reyna að semja. Þarna er
kominn einn bæjarmála-
flokkur sem stendur á bak
við sinn bæjarstjóra og að
því leyti tel ég stöðuna vera
öðruvísi en áður en það er
alveg ljóst að það er erfitt að
ná öllu fram í svona samn-
ingaviðræðum."
Átt þú von á því að það
verði auðveldara fyrir þig að
vinna að þínum málum núna
eftir þessa sameiningu?
„Já, ég tel að sú stefna
sem maður hefur verið að
reyna að fylgja varðandi
fjármál kaupstaðarins verði
auðveldari í meðförum
núna“ sagði Haraldur.
„Við Olafur Helgi rædd-
um saman á þriðjudags-
morguninn og síðan frétti ég
ekki neitt fyrr en í morgun
(miðvikudag) er ég heyrði
um þennan samruna í út-
varpinu. Þá fékk ég einnig
þau skilaboð að Ólafur Helgi
hefði hringt heim til mín kl.
21,30 um kvöldið með þau
skilaboð að allt væri orðið
klárt og að skrifað yrði undir
samkomulagið í fyrramálið
(miðvikudag). Stuttu síðar
hringdi Ólafur Helgi í mig og
sagði mér frá hvað hefði
gerst" sagði Ingibjörg Á-
gústsdóttir oddviti Alþýðu-
flokks er blaðið bar undir
hana sameiningarmál Sjálf-
stæðs framboðs og Sjálfstæð-
isflokks en Alþýðuflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkur
voru með sinn málefnasamn-
ing á loka stigi.
„Mér finnst Ólafur Helgi
ekki hafa komið hreint fram.
Hlutirnir breytast ekki svona
á einu kvöldi. Það er komið
fram það sem við sögðum í
Skutli. Þeir voru að blekkja
kjósendur með því að bjóða
fram í tvennu lagi. Það voru
margir búnir að nefna þetta
við mig en ég vildi bara ekki
trúa því.
Við gengum til þessara
meirihlutaviðræðna af full-
um heilindum og við töldum
að það sama væri upp á ten-
ingnum hjá þeim allavega
sögðu þeir það oft. Mér
finnst að þeir hafi farið á bak
við okkur“ sagði Ingibjörg
Ágústsdóttir.
V
Úr penna Jó Jó...
ísafjörður:
Mikil ölvun
og læti
MIKIL ölvun og óspekt-
ir voru á götum bæjar-
ins aðfararnótt sunnudagsins
þrátt fyrir að enginn dans-
Ieikur hefði verið haldinn.
Eins og áður var ungt fólk í
miklum meirihluta þeirra
sem voru með óspektir og
gistu tveir menn fanga-
geymslur lögreglunnar um
nóttina.
Til slagsmála kom á milli
unglinganna og nokkurra
skipverja af grænlenskum
togara sem var í ísafjarðar-
höfn. Þeim slagsmálum lauk
með því að nokkrir skipverj-
anna þurftu á sðstoð læknis
eftir átökin. Þessa sömu nótt
var einn tekinn grunaður um
ölvun við akstur.
Á föstudaginn var öku-
maður vélhjóls sviptur öku-
leyfi til bráðabirgða vegna
glannaaksturs um bæinn.
Tilraun var gerð til að elta
manninn en var fljóthætt þar
sem hann sinnti ekki stöðv-
unarmerkjum lögreglunnar.
Ökumaður hjólsins var ekki
með réttindi til að aka vél-
hjóli en hafði almenn öku-
réttindi sem hann var sviptur
um til bráðabirgða eins og
áður sagði.
Brotist var inn í billjard-
stofuna Gosa um helgina.
Þar var um að ræða ungan
pilt sem slapp á hlaupum en
náðist síðan. Stúlka sem beið
eftir honum fyrir utan Gosa
náðist hins vegar á staðnum.
Ekki er vitað hversu miklu
var stolið en skemmdir voru
óverulegar fyrir utan þann
glugga sem pilturinn fór inn
um. Það mun vera orðinn
mánaðarlegur viðburður að
brotist sé inn f Gosa og
hyggjast eigendurnir nú gera
ráðstafanir sem duga eiga til
að enginn komist þar inn
óboðinn að næturlagi.
ísafjörður:
Vatnsslaður í
Holtahverfí
FYRIR alls ekki löngu,
fór fram mikill vatnsslag-
ur á milli efri og neðri íbúa
inn í Firði. Þar var hópur
krakka að skvetta á hvort
annað. Blaðamaður BB
frétti að slagnum og mætti á
staðinn til að ná þessum at-
burði á filmu. Þar voru allar
skúringafötur Holtahverfis í
notkun ásamt öðrum ílátum
sem krakkarnir fundu sér til
halds og trausts.
Víst er að foreldrar krakk-
ana hafa ekki fagnað þessari
uppákomu. Þrátt fyrir það
var ekkert slegið af og
skvettumar slettust um allt
og á alla. Eins og sjá má á
myndinni ríkir mikil
stemming við lækinn og átti
ljósmyndari blaðsins fótum
sínum fjör að launa, því
nokkrar fötur voru á leiðinni
til hans.