Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 10
Viðfalið: BÆJARINS BESTA 10 - segir Jón Ragnarsson vélstjóri, einn sexmenninganna sem björguðust af Svani ÍS 240 miðvikudaginn 29. janúar 1969 s IMORGUNBLAÐINU fimmtudaginn 30. janúar 1969 segir meðal annars frá því að Svan- ur ÍS 240,frá Súðavík, rúmlega 100 lesta stálbátur, byggður í Brandenburg árið 1960 hafi farist út af Isafjarðardjúpi. Orðrétt segir í blaðinu: Um klukkan þrjú í dag (miðvikudaginn 29.janúar) heyrði varðskip, sem var statt úti fyrir Vestfjörðum, veikt neyðarkall á neyðar- bylgjunni, og kallaði þegar út, til að spyrjast um hver sent hefði neyðarkallið. Kom í Ijós, að það voru skipverjar á Svan ÍS 240 frá Súðavík, sem sendu þetta veika neyðarkall um litla gúmmíbátancyðartalstöð, en Svanur var þá sokkinn 15-18 mílur út af Deild fyrir opnu ísa- fjarðardjúpi. Höfðu skipverjar komist í gúmmíbátinn eftir að Svanur sökk, og fann Sólrún frá Bolungarvík bátinn skömmu fyrir klukkan sex, en skipverjar voru síðan teknir um borð í varðskip. Skipverjarnir í þessum örlagaríka róðri voru sex. Það voru þeir Örnólfur Grétar Hálfdán- arson, skipstjórí, Brynjólfur Bjarnason, stýrimaður, Þórður Sigurðsson, matsveinn, Jóhann Alexandersson, annar vélstjóri, Kjartan Ragnarsson, háseti og bróðir hans Jón Ragnarsson, vélstjóri. Skipstjórar í Bolungarvík, sem leituðu að Svaninum sögðust í samtali við Morgun- blaðið bera mikið lof á skipverja þann sem var með talstöðina í gúmmíbátnum, fyrir leikni hans og kunnáttu eins og komist var að orði. Skipverjinn sem hér um ræðir er Jón Ragnarsson, vélstjóri. Jón er 46 ára, fimm barna faðir, kvæntur Ásthildi Torfadóttur Bjarnasonar sem lengi bjó í Vallarborg við Túngötuna á ísafirði. Jón er fjórði elsti níu systkyna, barna þeirra hjóna Ragnars Helgasonar, hirðskálds þeirra Súðvíkinga og Pálínu Þorsteinsdóttur frá Hlíð í Álftafirði. Jón hefur stundað sjó- mennsku í 30 ár, frá sextán ára aldri til ársins 1989 en þá hætti hann fyrir fullt og allt að eigin sögn. Það er Jón Ragnarsson sem ætlar að rifja upp með lesendum blaðsins, árin þrjátíu sem hann hefur eytt á sjónum og alltaf séð eftir og slysið sem hann Jenti í fyrir 21 ári síðan. Við byrjum á því að spyrja Jón um aðdragandann að því að hann tók þá ákvörðun að leggja sjómennsku fyrir sig? Auðvelt að komast á sjó Það kom eiginlega ekkert annað til greina en að fara á sjó. Ég byrjaði að vinna í fiski en allir sem maður þekkti unnu annað hvort í fiski eða stunduðu sjóinn. Það var eiginlega ævintýra- mennskan og tekjurnar sem réðu því að sjómennskan varð fyrir valinu. Faðir minn stundaði sjómennsku með sínum búskap og það hefur eflaust haft sitt að segja. Það var ekkert um annað að velja en frystihúsið eða sjó- inn. Það var mjög auðvelt að fá pláss á bát á þessum tíma. Uppistaðan í áhöfnunum voru ungir strákar. Mitt fyrsta pláss var á Sæfara frá Súðavík undir skipstjórn Guðmundar heitins Gísla- sonar, sem fórst með Guð- björginni fyrir nokkrum árum. Á Sæfaranum sem stundaði línuveiðar var ég eina vertíð og fór síðan sem vélstjóri yfir á Trausta ÍS og var það tvær vertíðir. Við vorum á línu yfir vetrartím- ann og á trolli og humarveið- um yfir sumartímann. Gaman á síldinni Árið 1964 fer ég síðan á síld á Draupni frá Súganda- firði. Það var skemmtilegur tími. Það var voðalega spennandi fyrir unga stráka að fara á síld. Tekjurnar voru góðar og svo var mikil stemmning á löndunarstöð- unum. Það var mikið sukkað á síldinni, sérstaklega á Siglufirði, Seyðisfirði og Norðfirði. Af þessum stöð- um fannst manni alltaf best að koma á Norðfjörð og það var vegna þess að þar var svo áberandi bragur á bæjarlíf- inu. Á Seyðisfirði var allt vað- andi í drullu og menn gengu um samkvæmt þvf. Þar var einnig mikið af Nojurum sem manni var lítið um. Aft- ur á móti fannst manni það vera eins og að koma heim til sín að koma á Norðfjörð. Eftir síldarvertíðina fer ég í Vélskólann um haustið og kem síðan aftur til Súðavíkur vorið 1965. Fljótlega eftir komuna þangað ræð ég mig sem 2. vélstjóra og síðan sem 1. vélstjóra á Svaninn. Þá var Þórir Hinríksson skipstjóri á Svaninum og var allt þar til hann fór erlendis að vinna á vegum Samein- uðu þjóðanna. Við skip- stjórninni á Svaninum tekur síðan Örnólfur Grétar Hálf- dánarson og hann er með skipið allt þar til það sekkur 29. janúar 1969. Brot, brot... Þennan örlagaríka dag sem Svanurinn fórst vorum við á línuveiðum. Hér var yf- irleitt farið frá bryggju um kl. 20,30 og siglt út að Rit en þar söfnuðust bátarnir sam- an sem ætluðu austur fyrir eða þá að Ófærunni ef bát- arnir ætluðu vestur fyrir. Stýrimaðurinn okkar, Þórður Oddsson, hafði verið veikur í nokkra daga en hafði boðað sig um borð þetta kvöld. Skömmu fyrir brottför komu boð frá hon- um um að hann væri orðinn veikur aftur, því fór afleys- ingastýrimaðurinn Brynjólf- ur Bjarnason, nú skipverji á Júlíusi Geirmundssyni. Brynjólfur var ekki nema 16 ára gamall og var ráðinn fyrsti stýrimaður. Nú er ég ekki að deila á Brynjólf en þú getur ímyndað þér hversu litlar kröfur voru gerðar á

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.