Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 16
16 BÆJARINS BESTA í------------------------------------------------------------------ AFLAFRÉTTIR Bíldudalur: Sölvi Bjarnason landaði 54 tonnum á mánudag, mest grálúðu. Hann er í Reykja- vík með bilað spil og verður þar líklega næstu tíu daga. Afli smábáta í síðustu viku var sem hér segir: Bryndís 2,7 t, Breiðfirðingur 2 t. Ýmir 7,7 t, Nónborg 10,2 t, Lási 2,3 t, Elesus 2,7 t, af kola úr einum róðri, Katrín 100 kg. Patreksfjörður: Látravík var með um 70 tonn, mest ufsi. Afli smábáta í síðustu viku var sem hér segir: Þröstur 5,7 t, Bensi 4,7 t, Ævar 3,8 t, Smári 4,9 t, Sæbjörg 4,7 t, Örninn 1,6 t. Einn bátur er á dragnót, Eg- ill og var hann með 3,7 tonn. Suðureyri: Afli handfærabáta í síð- ustu viku var sem hér segir: Kristján Ibsen 1,2 t, Sóley 1,3 t, Muggur 1,5 t, Tvistur 1,7 t, Hrefna 1,5 t, Percy 700 kg. Berti G ÍS 727 600 kg. Sigurörn 480 kg. Ásta 540 kg. Elín Þorbjarnardóttir landaði 107 íonnum af blönduðum afla í síðustu viku og var að landa á milli 70-80 tonnum af grálúðu á þriðjudaginn þegar við hringdum. Sigurvon var að koma úr sínum öðrum túr af stórlúðuveiðum og var með rúmlega 4 tonn. Ingimar Magnússon var með 2 tonn, Þórólfur 943 kg og Sigurður Þorgilsson 1 tonn. Flateyri: Gyllir landaði 33 tonnum af grálúðu, þann 28 maí. Afli handfærabáta var sem hér segir: Hafrún 7,1 t, Magnús 4,8 t, Þórunn 2,5 t, Hildur Ara 2 t, Magnús Guðmunds- son 9,3 t, Guðni 2,5 t, Már 570 kg. og Sigurbjörg Helga- dóttir 1,7 tonn. ísafjörður: Guðbjörg landaði 160 tonnum af grálúðu og setti í þrjá gáma. Guðbjartur var með 98 tonn af blönduðum afla og er á veiðum. Orri fór í sinn fyrsta rækjutúr og leggur upp aflanum hjá Frosta í Súðavík. Guðný er enn í slipp og verður þar eitt- hvað áfram. Páll Pálsson landaði á mánudaginn 115 tonnum, mest grálúðu. Sett var í þrjá gáma. Hólmavík: Hólmadrangur landaði 290 tonnum af grálúðu og kola þann 25 maí og er á veiðum. Sigurbjörg var með 4 tonn úr þremur róðrum. Súðavík: Bessi landaði 29 maí 112 tonnum af blönduðum afla og kom aftur úr veiðiferð í byrjun vikunnar með 160 tonn af grálúðu. Haffari er enn við bryggju með bilað spil. Bolungarvík: Verið var að landa úr Dagrúnu, en giskað var á 110 tonn, mest grálúðu. Júpiter landaði á föstudag- inn um 70 tonnum af úthafs rækju. Heiðrún er biluð og er verið að bíða eftir vara- hlutum. Línubátar eru allir hættir. Færabátar eru komn- ir í bann, og það hefur verið frekar tregt hjá flestum þeirra. Tálknafjörður: Tálknfirðingur landaði 135 tonnum, mest ufsi en ýsa, þorskur og karfi í bland. ísafjörður: „Þar er stntt í kirkjugarðinn“ segir Jens Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ FLESTIR Vestfirðingar kannast eflaust við Jens á Kaldalóni, fréttaritarann fræga úr Djúpinu. En hann fluttist til Isafjarðar síðasta sumar og tók við bóndabýl- inu, Kirkjubæ í Skutulsfirði. Þar býr Jens ásamt konu sinni. Blaðamaður BB hitti Jens að máli niður við veg þar sem hann var að lagfæra girðinguna eftir veturinn og spurði hann frétta. „Jú við hjónin fluttum hingað síðasta sumar. Hest- arnir og kýrnar voru teknar með, en farga varð fénu. Þá er ég með tíu hesta og dálítið að kúm og einhverjar hænur. Síðan keypti ég átján ær og er með þær svona rétt til að hafa í matinn. Jörðin er í Jens Guðmundsson. eyði og verður það eflaust um ókomin ár. Það vill eng- inn kaupa jarðir í dag. Þegar maður er komin á þennan aldur er betra að vera nær allri þjónustu. Það skapar meira öryggi. Eins eigum við börr. hér á ísafirði og getum heimsótt þau. Það er líka stutt í kirkjugarðinn, hann er hérna rétt hjá mér, segir Jens og brosir út í ann- að. Það má segja að þessi flutningur hingað á Kirkju- bæ sé næsta skrefið að friðar- garðinum. Maður verður að sætta sig við þetta hvort sem manni líkar það betur eða verr. Það eru margir bæir komnir í eyði inn í Djúpi en landið á ég ennþá. Ég er með ágætis land hérna á Kirkjubæ. Það nær langt inn fyrir og svo er smá skiki upp með miðjum dal. Það verður mikill heyskapur í sumar, mér sýnist það á öllu. Sumarið leggst mjög vel í mig. Eins og þú sérð er girðing- in öll sundur og þarf að gera við hana til að hægt sé að hafa hestana hér. Hún hefur komið illa undan vetr- inum eins og víðsvegar ann- arstaðar. En þetta gengur bara ágætlega hérna. Ærnar eru allar bornar og mófugl- arnir farnir að verpa. Það er komið sumar.“ sagði Jens Guðmundsson Bóndi á Kirkjubæ að lokum. SMÁ AUGLÝSINGAR Hitakútur Til sölu er 2m2 hitaveitukút- ur ásamt mælum og ýmsum fittings. Upplýsingar gefur Björn í 0 4560ádaginn. Sveit Tíu ára strákur óskar eftir að komast í sveit þar sem eru kýr. Upplýsingar í 0 7362. Hjólaskautar Til sölu eru hjólaskautar nr. 36. Upplýsingar í 0 4562 á kvöldin. Reiðhjól Óska eftir reiðhjóli fyrir 7 árastelpu. Upplýsingar í 0 7409 á kvöldin. Barnapössun Vantar pössun fyrir þriggja og fimm ára systur í Hnífsdal. Uppl. í 0 3562. Sófaborð o.fl. Til sölu er vel með farið Pal- isander sófaborð og horn- borð í stíl. Uppl. í 0 3360. Dagmamma Hef leyfi og góða aðstöðu. Upplýsingar í 0 4724. Vatnsrúmsdýna Til sölu er vatnsrúmsdýna með hitara. Stærð 1,80 x2,10. Uppl. í 0 3702. Suzuki Til sölu er Suzukí TS 50 XK, árgerð 1986. Uppl. gefur Guðmundur í 0 3312. Daihatsu Charade Til sölu er Daihatsu Char- ade, árg. ’80. Lítið ekinn. Uppl. í 0 7863 eftir kl. 20. íbúð óskast Vantar til leigu ódýra íbúð eða herbergi með aðgang að eldhúsi. Upplýsingar gefur Rakel í 0 3762 eftir kl. 17. Volvo F 610 Til sölu er Volvo F 610 vörubifreið, 4.9 tonn, ár- gerð 1980. Upplýsingar gef- ur Finnbogi Bernódusson í 0 7478 og 7379. Einbýlishús Til sölu er einbýlishús að Fagraholti 12, ísafirði. Upp- lýsingar veita Guðrún Hall- dórsdóttir í 0 3100 og Árni Sigurðsson í 91-612542. Skrifborð o.fl. Óska eftir að kaupa notað skrifborð og stól. Má vera gamalt. Uppl. í 0 4436. íbúð til sölu Til sölu er 2ja herbergja 59 nríbúð að Sundstræti 29, efri hæð. Góð kjör. Lán fylgja. Uppl. í 0 4428. Ibúð vantar Búbba vantar litla ódýra íbúð í ca. 1 ár. Upplýs- ingar veitir Dísa í 0 4560 (vs.)eðaí3794(hs.)

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.