Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 20
TIL FERMINGARG JAFA! £ ÚTVARPSVEKJARAR VASADISKÓ. ☆ HÁRBLÁSARAR £ RAKVÉLAR _____ /###/ PAKKI + PAPPIR + KORT = straumur SILFURGOTU 5 - ISAFIRO Patreksfjörður: ísafjarðarflugvöllur: Maður á sjö- tugsaldri lést - eftir árekstur Lokaður fyrir allri umferð í tíu daga 40 tonna báts og 6 tonna trillu SEXTÍU og sjö ára gam- all Patreksfiröingur lést er sex tonna trilla hans lenti í árekstri við 40 tonna bát, El- esus frá Tálknafirði í mynni Patreksfjarðar um klukkan sex á þriðjudagsmorgun. Tildrög slyssins voru enn óljós er blaðið fór í prentun en gott veður var, bjart og lyngt er bátarnir rákust sam- an um tvær sjómílur norður af Blakksnesi. Trillan sökk rétt eftir áreksturinn, en skipverjar á Elesusi náðu manninum um borð í bát sinn. Hann var þá látinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, en sneri aftir er Ijóst var að maðurinn væri látinn. Maður frá rannsóknar- nefnd sjóslysa vann að rann- sókninni með lögreglu og enn er ekki vitað hvenær sjó- próf fara fram. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. UM miðjan ágúst næst- komandi verður ísa- fjarðarflugvöllur lokaður fyrir allri umferð í 10 daga. Astæða lokunarinnar er sú að þá verður ráðist í það verk að leggja bundið slitlag á all- an völlinn. Að sögn Guðbjörns Charlessonar umdæmis- stjóra Flugmálastjórnar er gert ráð fyrir að efnistaka hefjist um miðjan júní. í júlí færi síðan fram efnisvinnsla og lagningin svo upp úr 10. ágúst. Verður þá flugvöllur- inn lokaður í 10 daga og þurfa því farþegar með Flug- Hvað skyldu þessir andfuglar vera að skoða? í sumarblíðunni: Endur skoða reikningana SUMARIÐ er komið og sólin skín dag eftir dag. í hitanum er fólk á gangi með ís og sólgleraugu á stuttbuxunum. Það veit ekkert hvað það á að gera við tímann. Sumir eru alveg klárir hvað við tímann skal gera. íbúar á Stór Reykjavíkursvæðinu fara margir niður að tjörn með alla reikningana sína til að láta endur skoða þá. Síðan daginn eftir koma þeir aftur til að láta endur taka þá. Já þeir eru skrítnir þama fyrir sunnan. leiðum að fara til Þingeyrar til þess að komast til Reykja- víkur. Þeir farþegar sem fara með Flugfélaginu Ernir fljúga aftur á móti frá Suður- eyri. Guðbjörn kvað þessa lok- un vera frekar stutta miðað við það sem annars staðar þekktist en þó gerði hann ráð fyrir að einhverjar óá- nægjuraddir myndu heyrast. „Það er ekki hægt að komast hjá því að fólk verði óánægt en þessi lokun er ekki stór í 30 ára sögu flugvallarins. Það eru liðin 30 ár í október n.k. frá því að völlurinn var opnaður" sagði Guðbjörn. Guðbjörn vildi koma á framfæri leiðréttingu á frétt í blaðinu sem birtist fyrir stuttu þar sem sagði að mal- bika ætti ísafjarðarflugvöll í sumar. Hið rétta væri að leggja ætti bundið slitlag, samskonar og lagt er á vegi hér í nágrenningu en ekki malbika. Hvort efnið sem notað verður er eitt víst að lagning slitlagsins mun bæta öryggi vallarins til muna og engin hætta verður þá fyrir hendi að völlurinn lokist vegna aurbleytu eins og gerst hefur undanfarin vor. ísafjörður: Ólafur Þór ráðinn lands- liðsþjálfari í sundi s OLAFUR Þór Gunn- laugsson. þjálfari sund- deildar Vestra hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í sundi til 1. september n.k. eftir að Conrad Cawley, landsliðsþjálfari sagði upp störfum frá og með síðast- liðnum þriðjudegi. Fyrsta verkefni Ólafs með landsliðið verður að fara með það í æfinga- og keppn- isferð til Canet í Frakklandi en þar mun sundfólkið m.a. taka þátt í alþjóðlegu móti. Hópurinn hélt utan í dag fimmtudag og kemur til baka 21. júní. Atta sundmenn fara til Frakklands og er Helga Sigurðardóttir úr Vestra þar á meðal.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.