Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 11
BÆJARINS BESTA 11 þessum tíma. Nú, við förum frá bryggj- unni hér í Súðavík kl. 20,30 um kvöldið þann 28. janúar, í blankandi logni og skafandi heiðbirtu og keyrum hér vestur með hlíðinni, út af Ófærunni. Ákveðið var að fara vestur fyrir vegna þess að Örnólfur hafði frétt af fiskeríi norðvestur af Deild- inni. í róðrinum á undan höfðum við verið út af Aðal- víkinni og lítið fiskað. Yfirleitt svaf l.vélstjóri á útstíminu og stóð svo landstímið með stýrimannin- um en ég vakti á leiðinni út að Ófæru en var svo ræstur um kl. 3,30 til að leggja. Byrjað var að draga aftur um kl. 5 og var þá komið smá snjófjúk en ágætis veður. Klukkan 7 um morguninn var síðan komin stormspá og upp úr því fór að vinda stöðugt en það gekk samt vel að draga. Um hádegisbilið erum við svo endanlega búnir að draga og þá er komið for- áttuveður. Þá erum við staddir um 30 mílur norð- vestur af Deildinni. Það er byrjað að keyra í land með veðrið á bakborðskinnung. Við keyrum á hægri ferð og erum alltaf að slá af vegna sjógangs. Þrír skipverjar voru bakborðsmegin að fylgjast með brotsjóum. Þeir voru búnir að kalla tvisvar BROT og vorum við búnir að snúa bátnum tvisvar und- an og komnir á stefnuna aft- ur þegar þeir kalla BROT. Og í þeim orðum töluðum skellur aldan á skipinu. Eins og að vera í rólu Þetta var eins og að vera í rólu. Höggið var svo gífur- legt að skipið kastaðist. tbl. — Fimmtudagur 30. jan. 1969. — 53. árg. Svanur frá Súðavík fórst út af ísafjarðardjúpi Björgunarbátur fannst eftir þriggja tíma leit KJ-Reykjavík, miðvikudag. Um hálf þrjú í dag hey varðskip, sem var statt fyrir Vestfjörðum, veikt nc arkall á neyðarbylgjunni, kallaði þegar út, til að spj ast fyrir um hver sent ha neyðarkallið. Kom í ljós, það voru skipverjar á S1 IS 240 frá Súðavík, sem ser þetta veika neyðarkall litla gúmmíbátaneyðartalsl en Svanur var þá sokk 15—18 mílur út af D< fyrir opnu ísafjarðardji Höfðu skipverjar komist gúmmíbátinn eftir að Sva sökk, og fann Sólrún frá 1 ungavík bátinn skömmu ir klukkan sex, en skipvei voru síðan teknir um boi varðskip. Svanur ÍS 240 var gerður út Súðavík, en báturinn er rúm hundrað lesta sbáibátur, byg; í Brandenburg í Austur—Þj landi árið 1060. Ekki er l.ióst hivað olli bv Úrklippa úr Morgunblaðinu fímmtudaginn 30. janúar 1969, þar sem segir frá því er Svanur IS 240. fórst. Manni fannst það fyrst fara upp á við og síðan niður aft- ur. Báturinn fór alveg á syngjandi kaf. Þeir sem voru bakborðsmegin hentust allir yfir á stjórnborða. Ég gleymi þeirri stund aldrei. Eg tók ekki strax við mér en hugs- aði að svona hefðu þeir nú allir farið þessir bátar, á landleið. Við ætluðum síðan að reyna að keyra bátinn upp en þá var dautt á vél- inni. Sennilega hefur sjór komist inn um loftinntök og kæft á vélinni. Það var ekki viðlit að reyna fara niður í vél svo að við fórum að búa okkur undir það að fara í björgunarbátanna. Báturinn rétti sig aldrei af og sökk á tíu mínútum. Það var geysilega erfitt að komast út. Jóhann Alexand- ersson komst upp á stýris- húsið, bakborðsmegin og náði að sparka lokinu af tré- kistu sem björgunarbáturinn vaf geymdur í. Þú getur í- myndað þér hversu erfitt þetta var fyrir hann því að skipið liggur á hliðinni. Taldi bara fimm menn Þegar þetta gerist er klukkan 14.45. Menn byrja að tínast upp og Jóhann stekkur fljótlega um borð í björgunarbátinn. Grétar réttir mér síðan talstöðina og ég sendi út neyðarkall. Ég Jón á heimili sínu. 1 baksýn er málverk af gamla Bessanum en á honum starfaði hann í 16. ár.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.