Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA 7 BÍLASALAN ELDING •s 4455 & 4328 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Tegund Ár Ekinn /erð þ.km.þús. BMW52SÍ '83 80 850 CtierokæLaredo 56 96 1.650 ChemletBlazer 71 200 DatsunDiesel280 '82 211 220 FordBroncoll '86 48 1.250 LadaStation '87 53 270 FordEsœrt '82 64 300 FordEscortLX '84 65 300 í 1 S 90 500 HondaCivicCRX '88 18 950 Honda-Sedan 87 38 640 HondaPreludeEX '86 42 850 LadaSamara '87 42 240 LadaStation '87 53 270 M.Benz280SE 83 108 1.200 M.Benz380SEL 81 170 1.650 MMCGalantGLS ‘85 98 570 MMCGal.Supsal 82 60 350 Mazda323 86 72 450 Mazda626 83 90 350 Mazda929L 79 150 100 NissanSunny4x4 88 43 820 Paugeot205 87 55 470 Saab900GL '80 93 240 Saab900GLS '82 80 350 ScaniaUO 73 250 1.000 SubaruStation 83 77 370 ToyotaCromdie. '83 200 400 ToyotaDoublecab '89 7 1.650 ToyotaTercel 83 75 400 ToyotaTercel 86 63 650 Willy’s '62 180 ATH! Opnum á Skeiði 7 á iaugardag Komið á staöinn og skoðið úrvalið hjáokkur. Höfum hugsanlega kaupendur aö eftirtöldum bílum: Ford Bronco II '84-’86 Volvo 245 82-’85 Toyota Landcruiser ’83-’85 Toyofa Hilux ’84-’87 Toyofa Tercel '88 BÍLASALAN ELDING ■53“ 4455 & 4328 ísafjörður: Hjálpað til við sláttinn ÞESSAR ungu meyjar voru í útreiðartúr í góða veðr- inu um dajginn og tylltu sér á grasblettinn við olíu- tankana hér á Isafirði. Hestarnir undu því vel og lögðu sitt af mörkum við túnsláttinn á komandi sumri. Stúlkurnar heita Bára og Rósa. Suðureyri: Kögurás segir starfsfólki upp KÖGURÁS h.f. hefur sent starfsfólki sínu upp- sagnarbréf vegna óvissuþátta ■ hráefnisöflun og fjármál- um. Alls starfa um 30 manns í fyrirtækinu og 11 smábátar landa þar afla sínum. í samtali við Sveinbjörn Jónsson framkvæmastjóra Köguráss h.f. segir hann að fyrirtækið hafi orðið að senda starfsfólki uppsagnar- bréf vegna óvissuþátta í hrá- efnisöflun og fjármálum. „Það stendur fyrir dyrum fjárhagsleg endurskipulagn- ing hjá okkur. Það eru þessir tveir þættir sem þarf að hafa í huga, annarsvegar að styrkja fjárhagsstöðu fyrir- tækisins og hinsvegar að tryggja hráefnisöflun. Þctta þarf að haldast í hendur. Ég er að vona að það séu leiðir til lausnar, en það þarf að ganga hratt fyrir sig ef það á að takast. Það hafa komið upp hugmyndir varð- andi hráefnisöflunina, að sameina fyrirtækin, Kögurás og Stekk h.f. en þær hug- myndir hafa ekki verið rædd- ar sérstaklega. Þetta vor er alveg búið að fara með okkur. Aflinn hef- ur verið tregur undafarið og vinnsla verið samkvæmt því. Þá er að skella á smábáta- bann og ekki batnar ástandið við það. Ég er ekki í nokkrum vafa á því, að ef þetta fyrirtæki hefur trygga hráefnisöflun, á það að hafa alla burði til að geta borið sig. Ekki vantar vinnsluað- stöðuna." sagði Sveinbjörn Jónsson að lokum. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu er 238 m2 atvinnu- húsnæði á góðum stað í bænum. Hentar fyrir margs konar starfsemi. Upplýsingar í S 4566. MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 97 - 400 ÍSAFIRÐI Frá Menntaskólanum á ísafirði Innritun nýrra nemenda skólaárið 1990 - 91 stendur nú yfir. Boðið er upp á eftirtalið nám: Almennt bóknám, sem síðan leiðir til stúdentsprófs eftir 4 ár af eðlisfræðibraut, mála- og samfé- lagsbraut, náttúrufræðibraut eða tónlistarbraut. Skíðaval, til stúdentsprófs, ætlað efnilegu skíð- afólki, er ekki sérstök braut en tengist yfirleitt bóknámsbrautum. V iðskiptabraut, 2ja ára, áframhald til stúdentsprófs er á hagfræðabraut. Tæknibraut, til stúdentsprófs. Heilsugæslubraut, 2ja ára, áframhald á náttúrufræðibraut. Hússtjórnarbraut, ein eða tvær annir. Skipstjórnarbraut, eitt ár, 1. stig, 200 tonna réttindi. Vélstjórnarbraut, ein önn, l.stig (vélavörður, 300 hestafla réttindi). 2. stig eftir þrjár annir til viðbótar. Grunndeild rafiðna, eitt ár, ósamningsbundið nám. Rafeindavirkjun, eitt ár í framhaldi af grunndeild. Grunndeild málmiðna, eitt ár, ósamningsbundið nám. Aðrar iðngreinar, samningsbund- ið nám: Almennar bóklegar greinar eru alltaf kenndar og bóklegar fag- greinar eftir því sem við verður komið. Tækniteiknun, væntanlega fimm anna nám. Fornám framhaldsskóla, eins vetrar nám. Öldungadeildarnám á bók- námsbrautum og viðskiptabraut. Allar umsóknir væntanlegra ný- nema um skólavist skal senda til skrifstofu Menntaskólans á ísafirði, pósthólf 97, 400 ísafirði, fyrir 10. júní n.k. Umsóknareyðublöð fást þar og í grunnskólum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.