Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 07.06.1990, Blaðsíða 13
BÆJARINS BESTA 13 Eitt stærsta halið sem þeir fengu á gamla Bessanum. Líklega um 50 tonn. um allir ætlað það. fcjartan bróðir minn hætti. Reyndar fór hann aftur í smá tíma en gafst upp. HaiVi gat ekki verið á sjó.- Þórður gamli hætti og eins Jóhann Alex- andersson. Ég ætlaðí að hætta líka en örlögin réðu því að ég fór síðan aftur á sjóinn í maí sama ár. Þá fór ég á Kofrann sem vélstjóri. Það var óhugnaleg tilfinn- ing að fara aftur út á sjó. Ég var alveg með það brennt í mér og það hefur verið það alla tíð síðan að stjórnborðs- halla á skipum hef ég aldrei getað þolað. Svanurinn fór á stjórnborðshliðina og ég var lengi þannig á Kofranum að ég þoldi ekki þegar skipið valt í stjór. Tilfinningin er svona rík í manni. Mér hefur reyndar aldrei liðið vel á sjó eftir þetta slys og það er furðulegt að ég skuli hafa verið svona lengi á sjó. Ég er síðan á Kofranum allt þar til gamli Bessinn kom til landsins, þá fer ég yfir á hann og er á honum í 16 ár eða þangað til að hon- um var skipt út fyrir nýja Bessann. Þá ákvað ég að hætta. Og líkar miklu betur í landi en úti á sjó. Ég sé mik- ið eftir þeim árum sem ég er búinn að eyða úti á sjó. Ég hef aldrei verið úti á sjó vegna þess að ég hafi haft gaman af því. Eg hef gert það vegna teknanna. Síðan festist maður í þessu. Kerfið bauð sjómönn- um ekki upp á það að hætta. Sjómenn voru fangar í sínum skipsrúmum. Það var erfitt að fara í land og láta tekjurn- ar allavega minnka um 50% og þurfa borga alla skattana eftir á. í dag er þetta orðið miklu frjálsara. Menn eiga miklu auðveldara með að skipta um starf. Lúxus að vera í landi En var ekki erfitt að koma í land? Nei, alls ekki. Það reikn- uðu allir með því að ég færi á sjóinn strax aftur en ég hef ekki gert það og ég hef ekki fundið fyrir þeirri löngun. Það er lúxus að vera í landi. í dag starfa ég sem vélstjóri hjá Frosta. Ég mæti í vinn- una kl. 6 á morgnana og vinn til kl. 19. Ég missi ekki svefn þó að það sé bræla og mér er alveg sama hvað gengur á í veðrinu. Það er miklu meiri regla á manni. Togaravinnan er sáldrep- andi og ég hef aldrei getað skilið þá menn sem eru á frystitogurunum. Félagslífið um borð í skipunum er alveg búið. Menn eru hættir að spila og tala saman. I dag glápa menn bara á vídeó þannig að það er ekki mikið að sjá eftir. Fárviðri í Norðursjó Komnir heilir í höfn. Þessi mynd var tekin af skipbrotsmönnunum sex af Svani ÍS skömmu eftir að varðskipið Þór kom með þá til ísafjarðar. Frá vinstri, Örnólfur Grétar Hálfdánarsson, skip- stjóri, Brynjólfur Bjarnasson, stýrimaður, Þórður Sigurðsson, matsveinn, Jón Ragnarsson, vélstjóri, Jóhann Alexandersson, 2. vélstjóri og Kjartan Ragnarsson, háseti. Ljósm. Morgunblaðið, Leó Jóhannsson. AUGLÝSING UM BREYTINGU Á AFGREIÐSLUTÍMA FRÁ 1. JÚNÍ 1990 VERÐUR BANKINN OPINN MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ KL. 91s TIL 16°° SÍÐDEGISAFGREIÐSLA Á FIMMTUDÖGUM FELLUR NIÐUR. ISLANDSBANKI ÍSAFIRÐI Komst þú einhvern tímann í hann krappann eftir slysið á Svaninum? Ekki get ég sagt það. Reyndar lentum við í mjög slæmu veðri í Norðursjónum á Bessanum. Við fengum á okkur brotsjó. Þetta veður skall á eins og hendi væri veifað og tafði okkur um heila tólf tíma. Þetta var í sama veðrinu og einn Foss- inn fórst. Við vorum á leið- inni til Þýskalands í siglingu eftir að hafa kjaftfyllt skipið í Reynisdýpinu. Ég man að ég sat í sex tíma aftur í vél eftir að veðrið skall á. Alltaf leið mér best niður J vélar- rúmi þegar vont var veður. Þetta var versta veðrið sem ég lenti í, á Bessanum. Þetta var eins og í suðupotti. Á þessum slóðum er einn stærsti skipakirkjugarður í heimi. Ég get alveg viðurkennt það að ég var svolítið smeyk- ur þó svo að það hafi ekki háð mér beint. Með þessum orðum látum við loki þessu spjalli við þennan hægláta, rauðhærða vélstjóra sem sagt hefur skil- ið við sjómennskuna eftir 30 ár. Mann sem hefur reynt það sem allir sjómenn vonast eftir að þurfa aldrei að reyna. Mann sem er farinn að snúa sér að áhugamálum sínum af fullum krafti og á mikið eftir miðað við lífs- kraftinn í honum. Hann er búinn að skila sínu hlutverki á sjónum og reynir í dag að gera allt sem í hans valdi stendur til að beina syni sín- um frá því að fara á sjóinn. Hann er búinn að missa marga vini sína í hafið. Hann hefur verið heppinn sjálfur og vill því sínum aðeins það besta. Við þökkum Jóni fyrir spjallið. Þakkir Hjartans þakkirfœri ég börnum, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum, frœndfólki og vinum sem glöddu mig á 75 ára afmœli mínu þann 24. maí síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. BjörgA. Jónsdóttir Hlíðarenda

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.