Bæjarins besta - 13.02.1991, Blaðsíða 12
12
BÆJARINSBESIA
Ísafjörður:
Oddur sigraði
á fyrsta skvass
mótinu
FYRSTA skvassmótið
sem haldið hefur verið á
Vestfjörðum fór fram í Stúd-
íó Dan fyrir stuttu. Mikil
þátttaka var í mótinu og
keppni mikil og spennandi.
Sigurvegari í þessu fyrsta
skvassmóti varð Oddur Jóns-
son frá ísafirði. í öðru sæti
varð Einar Halldórsson og
þriðji Egill Sigmundsson. I
framhaldi af keppninni og
þeim mikla áhuga sem orð-
inn er á þessari íþrótt hefur
Stúdíó Dan ákveðið að hafa
skvasssalinn opinn á sunnu-
dögum frá kl. 10-13 og verð-
ur þá keppt í skvassi fyrir lít-
ið gjald. Dómari í mótinu
var Jökull Jörgensen sem
mun vera einn að betri
skvassleikurum landsins.
Daginn fyrir mótið fór
fram í Stúdíó Dan kennsla í
skvassi sem Jökull sá um og
var námskeiðið fullsetið.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN
Á ÍSAFIRÐI
Krabbameinsleit
Krabbameinsleit verður framvegis á
Heilsugæslustöðinni á ísafirði annan
hvern mánudag kl. 15-16 frá og með
18. febrúar.
Tímapantanir í síma 4500.
/
Isafjarðarkaupstaður
Forstöðumaður
gæsluvallar
Starf forstöðumanns gæsluvallar við
Túngötu er laust til umsóknar. Æskilegt er
að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður,
Helena í s. 3986 kl. 13-16 virka daga og í
síma 4164 heima.
Eyrarskjól
Frá 1. mars er 100% starf laust á yngri
dagheimilisdeild. Frá 1. apríl er 50% starf
laust á yngri dagheimilisdeild. Einnig er
100 % starf laust á eldri dagheimilisdeild frá
sama tíma.
Æskilegt er að umsækjendur séu eigi yngri
en 25 ára, þó ekki skilyrði. Upplýsingar gef-
ur forstöðumaður í síma 3685.
* ' /'
Áætlað er að halda fleiri
námskeið á næstunni og
verða þau auglýst sfðar.
-s.
ísafjörður:
Elding með
Veröld
Bílasalan eld-
ING Skeiði 7, ísafirði
hefur tekið við söluumboði
fyrir Ferðamiðstöðina Ver-
öld. Hjá Eldingu liggja
frammi sölubæklingar og
allar upplýsingar um þær
ferðir sem í boði eru.
í fréttatilkynningu frá
Ferðamiðstöðinni Veröld
segir m.a. að vegna mjög
hagstæðra samninga geti
fyrirtækið boðið farþegum
sínum upp á frábæra þjón-
ustu á lagmarksverði. Fyr-
irtækið býður m.a. upp á
sólarlandaferðir, viðskipta-
ferðir, ferðir á vörusýning-
ar, skíðaferðir, sumarhús á
suður írlandi, sumarhús í
Þýskalandi, Austurríki og
Sviss auk ýmissa sérferða.
Ísafjörður:
Ljótt er það...
s
ASÍÐASTLIÐNU sumri gekk bæjarsjóður ísafjarðar fyrir átaki til fegrunar á kaup-
staðnum. Meðal þess sem var gert og er bæjarfélaginu til sóma, var að tyrfa ýmis opin
svæði og laga til. Tók bærinn nokkrum stakkaskiptum að þessu verki loknu þótt ýmsu sé enn
ólokið.
Meðal þeirra svæða sem tyrfð voru var opið svæði niður við Sundstræti, til hliðar við fisk-
vinnslufyrirtækið ísver. Pað svæði hafði verið heldur óhrjálegt á að líta undanfarin ár en
varö hið fallegasta að verki loknu. Nú er svo komið að svæðið lítur jafnvel enn verr út og er
þar um að kenna starfsmönnum bæjarins. Þeir hafa nánast eyðilagt þessi svæði með því að
aka stórvirkum vinnuvélum yfir viðkvæman grasblett, til þess eins að geta ekið snjó, sem
lítið hefur verið af í vetur, í sjóinn. Hægt hefði verið að aka snjónum aðeins neðar í sjóinn
en ekki að skemma. Já, Ijótt er það...