Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  288. tölublað  108. árgangur  17 dagartil jóla Jóladagatalið er á jolamjolk.is UNDIRRITAÐI SAMNING VIÐ AC MILAN EFTIRSÓKNAR- VERÐ STAÐSETNING LAGÐI DRÖGIN AÐ SÖGUNNI ÞRETTÁN ÁRA NÁTTÚRUMINJASAFNIÐ 11 KRISTÍN BJÖRG 29ÍSLANDSMEISTARI 26 svo dæmi séu nefnd. „Ef við tökum dæmi um kennslustofu, þá væri hægt að bólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukku- tíma. Ef við gef- um okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólu- Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert því að vanbúnaði að bólusetja fleiri tugþúsundir manna fyrir kórónuveirunni daglega. Heilsugæslustöðvar höfuðborgar- svæðisins eru í startholunum vegna komandi bólusetningar. Búið er að ræða við öll sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu og eru ýmsar út- færslur ræddar. Til greina kemur að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut setja á einum degi þar,“ segir Óskar. Hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetninganna. Viðamest verður framkvæmdin á höfuðborgarsvæð- inu. „Í einhverjum tilfellum þarf að fara inn á heimili, t.d. fyrir fatlaða eða inn á hjúkrunarheimili,“ segir Óskar. Hann segir að unnið sé með sveit- arfélögunum að því að finna stað- setningar fyrir bólusetningu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Meðal annars hefur komið upp sú hugmynd í Reykjavík að nota svipaða útfærslu og í kosningum, en í stað kjörklefa verði boðið upp á bólusetningu. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Bretar byrja á morgun Í Bretlandi er ekkert því að van- búnaði að hefja bólusetningu. Um helgina fóru fram víðtækir flutning- ar á bóluefni Pfizer og BioNTECH. Notast var við frystigáma til að flytja efnið. Búist er við því að bólusetn- ingar heilbrigðisstarfsmanna þar í landi hefjist á morgun. Geta bólusett tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson  Ýmsar útfærslur verið ræddar við bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu  Gætu bólusett 200 manns á dag í einni kennslustofu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Hari Kennslustofa Til greina kemur að nota kennslustofur við bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu. MBóluefni gegn veirunni »4 Alls konar fínerí mátti finna á jólamarkaðinum á Hjartatorgi í miðborg Reykjavíkur um helgina. Sitthvað matarkyns var þar á boðstólum, sem og listmunir og jólavörur. Stemningin var létt og skemmtileg og auðvitað mættu jólasveinar á svæðið og léku á als oddi. Markaðir með jóla- varning eru haldnir í flestum byggðum landsins og alltaf finnast leiðir til slíks, þótt sóttvarnir geri málin stundum snúin í framkvæmd. Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Jólasveinarnir mættu á markaðinn í miðjum faraldri Atvinnuleysi virðist ekki vera að aukast jafn hratt nú og á fyrri mán- uðum, samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þær benda til þess að umsóknir um atvinnuleys- isbætur hafi verið færri en í októ- bermánuði. Fregnir af endurráðningum eru þegar farnar að berast en 66 starfs- menn bílaleigunnar Hertz verða endurráðnir, að sögn Sigfúsar Bjarna Sigfússonar, forstjóra fyrir- tækisins. Þeim hafði verið sagt upp í septembermánuði. Vegna algjörs tekjufalls í kjölfar þess að kór- ónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla neyddist fyrirtækið til að ráðast í hópuppsagnir og var nær öllum starfsmönnum sagt upp. Sig- fús telur bjartari tíma fram undan og segir að mikil bjartsýni sé á markaðnum. Fréttir af bóluefni hafi haft jákvæð áhrif á markaðinn. „Það er ljós við enda ganganna,“ segir Sigfús sem telur þó erfitt að spá fyrir um það hvenær ferða- menn fari aftur að láta sjá sig hér- lendis. »6 Endurráða á sjöunda tug starfsmanna skilgreiningu sjúkdómsins. Arnar Jan Jónsson, læknir og doktorsnemi við Háskóla Íslands, stóð að rann- sókninni undir handleiðslu Ólafs Skúla Indriðasonar nýrnalæknis og Runólfs Pálssonar nýrnalæknis og prófessors. Arnar segir mikilvægt að kort- leggja algengið mjög nákvæmlega og það hversu mikil byrði sjúkdómurinn sé fyrir samfélagið. Fyrri rannsóknir á faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms hafa bent til þess að heildaralgengi sjúkdóms- ins sé á bilinu 10 – 16%. Algengið fer hækkandi með vaxandi aldri. Arnar segir að það sé vafasamt að skil- greina væga skerðingu á nýrna- starfsemi sem langvinnan nýrna- sjúkdóm hjá eldra fólki. Arnar og samstarfsfólk hans rann- sökuðu tvær milljónir kreatínínmæl- inga sem voru gerðar á árunum 2008 – 2016 hjá fullorðnum Íslendingum. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tvær milljónir kreatíninmælinga hjá fullorðnum Íslendingum voru rann- sakaðar í nýrri íslenskri rannsókn sem Landspítali segir tímamóta- rannsókn. Rannsóknin bendir til þess að algengi langvinns nýrna- sjúkdóms sé mun lægra en fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á. Rann- sóknin gæti kollvarpað núverandi Þá náðu þau í upplýsingar um aldur, kyn, allar skráðar sjúkdómsgrein- ingar viðkomandi og fleira. Út frá gögnunum gátu þau svo metið al- gengi langvinns nýrnasjúkdóms á tímabilinu. Þá kom í ljós að aldurs- staðlað algengi, þ.e. algengi þar sem leiðrétt er fyrir mismunandi aldurs- dreifingu í mismunandi þýðum, var ekki nema 6%. Þegar gert var ráð fyrir aldurstengdri hnignun var al- gengið ekki nema 3,6%. »14 Rannsökuðu tvær milljónir mælinga  Íslensk tímamótarannsókn  Algengi langvinns sjúkdóms var áður ofmetið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.