Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Flæðarmálið við Gróttu með sínu fjöl-
breytta lífríki, í fjarska Snæfellsjökull
á sífelldu undanhaldi og fjallahringur
sem birta og veðrátta gefa sífellt nýj-
an svip. Í þessu umhverfi verður
starfsemi og aðalsýning Náttúru-
minjasafns Íslands sem á dögunum
var ákveðið að vera skuli á Seltjarn-
arnesi. Nærri Nesstofu, utarlega á
Nesinu, er 1.360 fermetra bygging
sem þar hefur staðið fokheld frá 2007
og var upphaflega hönnuð og reist
fyrir lækningaminjasafn. Áform um
slíkt fóru út um þúfur og því þurfti að
finna húsinu hlutverk við hæfi, sem
nú er fundið.
Nánd við náttúru, friðlýst svæði
og menningarminjar
„Staðsetningin er mjög eftirsókn-
arverð fyrir náttúrufræðisafn,“ segir
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður
Náttúruminjasafns Íslands. Á Nesinu
verði starfsemi í nánd við náttúru,
friðlýst svæði og merkar menning-
arminjar, en þó innan seilingar frá
þjónustukjarna og þéttbýli höfuð-
borgarsvæðis. Nálægð við náttúruna,
fjöruna, hafið og Bakkatjörn býður
einnig upp á ómælda möguleika til
útikennslu á vegum safnsins.
„Safnhúsið sjálft er glæsilegt
mannvirki og mun stórbæta öll svið
starfseminnar. Það má segja að ný-
mælin felist í byltingu á aðstöðu til að
sinna helstu grunnþáttum starfsem-
innar; söfnun, rannsóknum, skrán-
ingu, varðveislu og miðlun sem er
þungamiðjan. Það er einnig kostur að
framkvæmdir við að laga húsið að
þörfum Náttúruminjasafnsins eiga
ekki að taka nema um tvö ár og þang-
að eigum við að geta flutt á fyrri hluta
árs 2023,“ segir Hilmar.
Efnistök sýningarinnar liggja ekki
fyrir en Hilmar telur sennilegt að
hafið og lífríki þess verði þar áherslu-
mál. Tiltekur þar umfjöllun um fjör-
una og sjávarlífríkið, þar með talið
loftslagsbreytingar og afleiðingar
þeirra fyrir lífríki og strandmenn-
ingu. Í því sambandi sé meðal annars
verið að spá í sjóbúr og lifandi sjáv-
arverur, þörunga, smádýr og fiska.
„Annað þema gæti tengst Nesstofu
og tengslum milli náttúrufræða og
læknavísinda. Þriðja áhugaverða
þemað er sambúð manns og náttúru,
en svæðið hefur verið mikið rann-
sakað og þarna eru mjög athygl-
isverðar forn- og mannvistarleifar,
sumar hverjar að því er virðist frá því
fyrir eiginlegt landnám.“
Nauðsynlegt er, að mati Hilmars,
að uppi sé sýning þar sem brugðið sé
ljósi með vandaðri og áhugaverðri
miðlun á stórbrotna og gjöfula nátt-
úru landsins.
Náttúrulæsi skortir
„Miðlunin hefur það að markmiði
að efla skilning okkar á undrum, furð-
um og gangverki náttúrunnar og gera
okkur betur í stakk búin að njóta nátt-
úrunnar og umgangast hana á sjálf-
bæran hátt. Þetta er sérstaklega mik-
ilvægt nú á tímum hnattrænna
umhverfisbreytinga. Við höfum nú
þegar dæmi um ósjálfbæra umgengni
við náttúruna hér á landi og þá eru
vísbendingar, meðal annars í PISA-
könnunum, um ónógt náttúrulæsi
meðal grunnskólanema,“ segir Hilm-
ar og bætir við að í þessu efni hafi
Náttúruminjasafn Íslands, sem rann-
sókna- og fræðslustofnun, skyldum að
gegna. Auk miðlunarstarfs sé sinnt
verkefnum á sviði skráningar og varð-
veislu og rannsóknir stundaðar eink-
um á sviði líffræðilegrar fjölbreytni,
náttúrusögu fyrri tíma og mannvist-
fræði. Einnig sinnir safnið marg-
víslegu útgáfustarfi.
Svipur náttúru sífellt nýr
Náttúruminjasafn Íslands verður flutt á Seltjarnarnes Eftirsóknarverð
staðsetning nærri Gróttu Efla skilning okkar á undrum, furðum og gangverki
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Seltjarnarnes Náttúruminjasafnið verður í húsinu fremst á myndinni sem hefur staðið fokhelt í áraraðir. Aftar og
til hægri er Nesstofa, bústaður fyrsta landlæknisins, reist á árunum 1761-1767 og er eitt elsta húsið á Íslandi.
Fræðsla Betur í stakk búin að njóta náttúru og umgangast á sjálfbæran
hátt, segir Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Á vegum Náttúruminjasafns Ís-
lands er uppi í Perlunni sýningin
Vatnið í náttúru Íslands. Sú var
opnuð 1. desember 2018, dag-
inn þegar þess var minnst að
öld var frá því Ísland varð frjálst
og fullvalda ríki. Sýningin hefur
mælst mjög vel fyrir og er vin-
sæl. Hefur fengið erlend hönn-
unarverðlaun fyrir nýsköpun og
margmiðlunartækni, verið til-
nefnd til Íslensku safnaverð-
launanna og þá var slegið að-
sóknarmet á fyrsta heila
starfsárinu, 2019, þegar nær
200 þúsund gestir heimsóttu
sýninguna. Stærstur hluti
þeirra voru erlendir ferðamenn
en Íslendingar, einkum barna-
fjölskyldur og skólabörn, töldu
um 40 þúsund manns.
Á sýningunni eru tækifæri til
þess að upplifa, sjá og skynja
hvernig vatnið er óendanleg
uppspretta og undirstaða alls í
lífríkinu. Þá er veðráttu og
ýmsu sem henni tengist gerð
góð skil.
„Skólarnir hafa verið duglegir
við að nýta sér þjónustu safn-
kennaranna sem taka á móti
hópum í skipulögðum heim-
sóknum. Kennararnir hafa einn-
ig boðið upp á fjölskyldu-
viðburði um helgar, en okkar
góða starf í Perlunni verður fyr-
irmynd þess hvernig starfa skal
á Nesinu, þegar að því kemur,“
segir Hilmar J. Malmquist.
Fyrirmynd
í Perlunni
SÝNING UM VATNIÐ
Safnkennsla Þúsundir barna kynn-
ast lífríkinu á sýningunni um vatnið.
Múrbrjótur Landssamtakanna
Þroskahjálpar var afhentur á alþjóð-
legum degi fatlaðs fólks 3. desember
sl. Athöfnin fór fram í streymi frá
Grand hóteli. Að þessu sinni fengu
tveir aðilar viðurkenninguna; vef-
tímaritið Flóra og Landssamband
ungmennafélaga, LUF.
Þroskahjálp hefur veitt við-
urkenningu á þessum degi frá árinu
1993 og Múrbrjótinn frá 1999. Við-
urkenningin er veitt þeim sem að
mati samtakanna hafa brotið niður
múra í réttindamálum og viðhorfum
til fatlaðs fólks, þannig að það fái
tækifæri til að vera fullgildir þátt-
takendur í samfélaginu.
Veftímaritið Flóra fær Múrbrjót-
inn fyrir að skapa vettvang þar sem
reynsluheimur fatlaðra kvenna fær
umfjöllun og honum lyft í femínískri
umræðu, eins og segir í tilkynningu.
LUF fær viðurkenninguna vegna
framlags í þágu margbreytileikans
og jafnra tækifæra fyrir ungt fólk.
Viku eftir stofnun ungmennaráðs
Þroskahjálpar var því boðin aðild að
LUF, svo dæmi sé tekið.
Múrbrjótar Geir Finnsson og Tinna Isebarn frá LUF og Steinunn Ólína Haf-
liðadóttir og Berglind Brá Jóhannsdóttir frá Flóru með viðurkenningarnar.
Flóra og LUF fengu
Múrbrjótinn í ár