Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Rúnar Kárason, leikmaður Ribe- Esbjerg, hefur verið valinn leik- maður nóvembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Rúnar skoraði 23 mörk í þremur leikjum í mánuðinum, auk þess að gefa níu stoðsendingar fyrir sam- herja sína. Ribe-Esbjerg er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni með 9 stig eftir 15 leiki. Þrátt fyrir að lið- inu hafi ekki gengið nægilega vel á tímabilinu hefur Rúnar spilað afar vel. Rúnar er í 3.-4. sæti yfir marka- hæstu leikmenn deildarinnar með 77 mörk Rúnar leikmað- ur mánaðarins Morgunblaðið/Hari Flug Rúnar Kárason er á miklu flugi í dönsku úrvalsdeildinni. Noregur gerði sér lítið fyrir og vann 42:23-sigur á Þýskalandi á Evrópumóti kvenna í handbolta í Danmörku á laugardag. Noregur er með fullt hús stiga í D-riðli eftir tvær umferðir. Nora Mørk fór á kostum hjá norska liðinu og skoraði 12 mörk. Camilla Herrem bætti við sjö. Xenia Smits og Emily Bolk skoruðu fjögur hvor fyrir Þýska- land. Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið. Noregur mætir Rúmeníu í loka- leik liðsins í riðlinum í kvöld klukk- an 19:30. Stýrði Noregi til stórsigurs Ljósmynd/EHF Öflug Nora Mørk skoraði 12 mörk fyrir norska liðið í stórsigri. ÍTALÍA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við ítalska stórliðið AC Mil- an um helgina. Guðný, sem er tvítug að árum, kemur til félagsins frá Val þar sem hún hefur leikið frá árinu 2019 en hún varð Íslandsmeistari með liðinu sum- arið 2019. Miðvörðurinn hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna undanfarin ár, en þegar hún var sex ára gömul þurftu foreldrar hennar hálfpartinn að múta henni til þess að mæta á fyrstu knattspyrnuæfing- arnar á Hornafirði. Hún hefur blómstrað í íþróttinni síðan og á að baki 83 leiki í efstu deild með FH og Val þar sem hún hefur skorað sex mörk. „Ég er fyrst og fremst ánægð að vera búin að skrifa undir hjá AC Mil- an og það er gott að vera búin að koma þessu frá,“ sagði Guðný í sam- tali við Morgunblaðið en kvennalið AC Milan var stofnað í júlí 2018. „Mér leist virkilega vel á þá upp- byggingu sem átt hefur sér stað hjá félaginu að undanförnu. Deildin er alltaf að stækka og hlutirnir hafa gerst ansi hratt á Ítalíu síðustu ár. Mér fannst þetta vera gott skref fyrir mig á þessum tímapunkti þar sem ég er sjálf að stíga mín fyrstu skref á at- vinnumannaferlinum og ég held að það muni henta mér vel að spila í þessari deild. Ég var mjög hrifin af hugmyndum þjálfarans Maurizio Ganz um það sem hann vill gera með liðið og hvern- ig hann sér hlutina fyrir sér í kom- andi framtíð. Ég ræddi líka við Berg- lindi Björgu [Þorvaldsdóttur] um tíma hennar hjá félaginu og hún hafði ekkert nema gott um þetta að segja. Ég vissi því að hverju ég gekk þegar ég skrifað undir,“ bætti Guðný við. Fær reynslu í Napólí Guðný mun leika með Napólí í ítölsku A-deildinni á láni á keppn- istímabilinu og snúa aftur til AC Mil- an í maí á næsta ári. „Planið var alltaf að ég myndi fara til Napólí um leið og ég væri búin að skrifa undir í Mílanó. Það eru níu um- ferðir búnar á tímabilinu og allt liðið hefur verið að spila mjög vel. Varn- arleikurinn hefur verið mjög þéttur og liðið hefur aðeins fengið á sig fjög- ur mörk til þessa, fæst allra liða. Það er því lítið tilefni fyrir þjálfarann að fara að hreyfa mikið við liðinu á með- an hlutirnir hafa gengið svona vel. Það hentar því vel að ég fari til Na- pólí og klári tímabilið þar. Það er ým- islegt sem ég þarf að koma mér inn í, eins og tungumálið sem dæmi. Fót- boltinn hérna er öðruvísi en fótbolt- inn heima á Íslandi og þetta er því frábært tækifæri til þess að öðlast reynslu. Ég vonast auðvitað til þess að fá spiltíma með liðinu en ég geri mér líka grein fyrir því að ég er ekki að fara að labba beint inn í byrj- unarliðið.“ Napólí hefur ekki gengið sem skyldi það sem af er tímabils en liðið er með 1 stig í tólfta og neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu níu umferð- irnar. „Ég horfði á leik liðsins gegn Ju- ventus um helgina og þær voru miklu betri í fyrri hálfleik. Þær komust yfir en Juventus voru sterkari undir rest- ina og unnu 2:1-sigur. Það er samt hellingur spunnið í þetta Napólí-lið þótt staða þeirra í deildinni sé erfið. Þær spila taktískan fótbolta sem mér líst mjög vel á en úrslitin hafa ekki verið að detta með þeim sem gerist oft þegar lið byrja að ströggla aðeins. Það er mikilvægur leikur um næstu helgi gegn Hellas Verona og sá leikur gæti skipt sköpum í baráttunni um sæti í deildinni. Það væri því mjög gaman að fá tækifæri í þeim leik en það er að sjálfsögðu undir þjálf- aranum komið.“ Stefnir á stöðugleika Guðný er nýkomin aftur til Napólí eftir að hafa tekið þátt í lokaleikjum íslenska kvennalandsliðsins gegn Sló- vakíu og Ungverjalandi í und- ankeppni EM. „Ég hef í raun ekki fengið mikinn tíma til að koma mér eitthvað sér- staklega fyrir. Ég fór fyrst til Mílanó, svo til Napólí, svo í landsliðsverkefni og er nú komin aftur til Napólí. Það er allt lokað hérna nema mat- vörðubúðir og apótek þannig að það er lítið hægt að gera. Ítalirnir eru að vonast til þess að geta opnað ein- hverjar verslanir á næstu dögum en eins og staðan er í dag er bara grímu- skylda hér og hálfgert útgöngubann í gildi. Ég er búin að vera að mæta á æf- ingar á hverjum degi sem er alveg smá viðbrigði frá því sem maður er vanur heima, það er að segja að geta bara einbeitt sér að fótboltanum. Ég hef lítið getað skoðað borgina en það kemur vonandi með tíð og tíma.“ Kvennalandsliðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM á dögunum eftir sig- ur gegn Ungverjalandi í Búdapest og vonast Guðný til þess að vera í hópn- um sem fer til Englands sumarið 2022. „Framtíðarplanið hefur alltaf verið að gera sig gildandi í landsliðinu og fá hlutverk í liðinu. Ég var samt sem áð- ur ekki að skrifa undir hjá AC Milan til þess að reyna að auka möguleika mína með landsliðinu. Ég þarf að spila vel með mínu félagsliði, ef ég vil gera mig gildandi í landsliðinu, og þegar allt kemur til alls snýst þetta fyrst og fremst um að standa sig vel á knattspyrnuvellinum. Það eru tvö ár í lokamótið og ef ég ætla mér að vera í hópnum sem fer á lokamótið þarf ég að ná upp stöð- ugleika á Ítalíu. Kannski hentar það mér ágætlega að fá eitt auka ár til þess að koma mér inn í hlutina hérna, með EM til hliðsjónar.“ Þá vonast miðvörðurinn til þess að komast heim til Íslands yfir hátíð- irnar eftir annasamar vikur. „Eitt af mínum markmiðum var að komast í atvinnumennsku, það tókst, og nú taka bara við önnur og stærri markmið. Eftir næstu helgi kemur rúmlega mánaðar hlé og ég vonast til þess að komast heim yfir jólin. Ég þarf að taka í kringum þrjú flug frá Napólí til Íslands og þetta verður eitthvert púsluspil en það verður gott að geta eytt jólunum á Íslandi eftir viðburðaríkar síðustu vikur.“ Frá Sindra á Hornafirði til stórliðs AC Milan  Guðný Árnadóttir skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning á Ítalíu Morgunblaðið/Eggert Vörn Guðný Árnadóttir lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland gegn Noregi í vináttulandsleik í janúar 2018. Guðný Árnadóttir » Fæddist 4. ágúst 2000. » Uppalin hjá Sindra á Horna- firði en gekk til liðs við FH árið 2013. » Gekk til liðs við Val eftir tímabilið 2018 og varð Íslands- meistari með liðinu árið 2019. » Á að baki 8 A-landsleiki og 48 landsleiki fyrir yngri lands- lið Íslands. England Burnley – Everton....................................1:1  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley.  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá Everton. Tottenham – Arsenal ...............................2:0  Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á bekknum hjá Arsenal. Manchester City – Fulham ......................2:0 West Ham – Manchester United.............1:3 Chelsea – Leeds ........................................3:1 WBA – Crystal Palace ..............................1:5 Sheffield United – Leicester ....................1:2 Liverpool – Wolves ...................................4:0 Staðan: Tottenham 11 7 3 1 23:9 24 Liverpool 11 7 3 1 26:17 24 Chelsea 11 6 4 1 25:11 22 Leicester 11 7 0 4 21:15 21 Manch.Utd 10 6 1 3 19:17 19 Manch.City 10 5 3 2 17:11 18 West Ham 11 5 2 4 18:14 17 Southampton 10 5 2 3 19:16 17 Everton 11 5 2 4 20:18 17 Wolves 11 5 2 4 11:15 17 Crystal Palace 11 5 1 5 17:16 16 Aston Villa 9 5 0 4 20:13 15 Newcastle 10 4 2 4 12:15 14 Leeds 11 4 2 5 16:20 14 Arsenal 11 4 1 6 10:14 13 Brighton 10 2 4 4 14:16 10 Fulham 11 2 1 8 11:21 7 Burnley 10 1 3 6 5:18 6 WBA 11 1 3 7 8:23 6 Sheffield Utd 11 0 1 10 5:18 1 B-deild: Millwall – Derby .......................................0:1  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu hjá Millwall. C-deild: Fleetwood – Blackpool ............................0:1 Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Blackpool. Noregur Bodö/Glimt – Stabæk ..............................5:2  Alfons Sampsted lék allan leikinn hjá Bodö/Glimt. Brann – Sarpsborg...................................1:1  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn hjá Brann. Strömgodset – Haugesund......................2:2  Valdimar Þór Ingimundarson spilaði fyrstu 71 mínútuna hjá Strömsgodset og Ari Leifsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. Sandefjord – Viking.................................2:2  Viðar Ari Jónsson kom inn á sem vara- maður á 66. mínútu hjá Sandefjord og Emil Pálsson á 81. mínútu.  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn með Viking en Axel Óskar Andrésson var allan tímann á bekknum. Molde – Aalesund .....................................2:1  Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Aalesund. Vålerenga – Arna-Björnar......................4:0  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga, skoraði og varð norsk- ur meistari. B-deild: HamKam – Lilleström .............................1:1  Tryggvi Hrafn Haraldsson lék allan tím- ann hjá Lilleström og skoraði. Arnór Smárason og Björn Bergmann Sigurðar- son voru ekki í leikmannahópnum. Svíþjóð Malmö – Östersund ..................................4:0  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn hjá Malmö. Norrköping – Helsingborg .....................3:4  Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan með Norrköping og lagði upp mark. Frakkland Le Havre – Lyon .......................................1:3  Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn með Le Havre.  Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 70 mínúturnar með Lyon. Ítalía Inter Mílanó – Bologna............................3:1  Andri Fannar Baldursson var allan tím- ann á varamannabekk Bologna. C-deild: Ravenna – Padova....................................1:3  Emil Hallfreðsson kom inn á sem vara- maður á 72. mínútu hjá Padova Danmörk Vejle – Midtjylland ...................................0:2  Mikael Anderson lék fyrstu 89 mínút- urnar með Midtjylland. B-deild: Fremad Amager – Viborg.......................1:1 Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leik- inn með Viborg. Pólland Jagiellonia – Warta Poznan ....................4:3  Böðvar Böðvarsson kom inn á sem vara- maður á 63. mínútu hjá Jagiellonia. Grikkland PAOK – Asteras Tripolis.........................2:0 Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Rússland CSKA Moskva – Khimki ..........................2:2  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn hjá CSKA Moskvu og Arnór Sig- urðarson var allan tímann á bekknum. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.