Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínverska geimferðastofnunin til- kynnti í gær að könnunarfar hennar, Chang’e 5, sem safnaði tunglgrýti og jarðvegssýnum í síðustu viku, hefði náð að tengjast eldflauginni sem á að flytja sýnin heim til jarðar, en bæði för voru þá á sporbraut um tunglið. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar ná að framkvæma slíka aðgerð, en þeir hafa tekið stórstígum framförum í könnun geimsins á undanförnum ár- um, ekki síst með tunglferðaáætlun sinni, sem heitir Chang’e í höfuðið á gyðju tunglsins í kínverskri goða- fræði. Þeir stefna þó enn lengra, og má segja að leiðangurinn nú hafi ein- ungis verið áfangastaður í kapphlaupi stórveldanna og fleiri um að senda fyrsta manninn á yfirborð Mars. Fyrstu sýnin í fjörutíu ár Könnunarfarið og eldflaugin sem tengdust í gær eiga nú fyrir höndum um tíu daga ferðalag, en gert er ráð fyrir því að farið lendi aftur á jörðinni, með sýnin sem tekin voru á tunglinu, í kringum 17. desember. Gangi allt að óskum munu Kínverj- ar komast í útvalinn hóp þjóða, sem hafa náð að sækja grjót frá tunglinu, en einungis Bandaríkjamenn og Rúss- ar hafa náð þeim árangri áður. Þá verður þetta í fyrsta sinn í rúm fjöru- tíu ár sem sýni fást af tunglinu, en sov- éska könnunarfarið Luna 24 gerði það síðast árið 1976. Mikill ávinningur er talinn af jarð- vegssöfnun Kínverja nú, því að jarð- vegur tunglsins er ekki einsleitur, frekar en hann er á jörðu niðri, og því er talið að sýnin geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til og myndaðist, sem og upplýsingar um mögulega eldgosavirkni þar einhvern tímann í fyrndinni, en engin virk eld- fjöll eru nú á tunglinu. Það er þó ekki bara vísindalegur ávinningur af sýnasöfnuninni, heldur hafa Kínverjar ásamt öðrum stórveld- um heimsins sýnt því aukinn áhuga á undanförnum árum að nýta þær auð- lindir og góðmálma sem fyrirfinnast á tunglinu, en þar er að finna ýmiss konar efni, sem eru af skornum skammti hér á jörðu. Mun Chang’e 5- könnunarfarið því einnig hafa tekið litrófsmyndir af yfirborði tunglsins, sem geta aðstoðað Kínverja við að greina hvar slíka málma er að finna. Yfirlýsing til umheimsins Þá má einnig lesa út úr leiðangr- inum öfluga yfirlýsingu til umheims- ins um fyrirætlanir Kínverja í geimn- um á komandi árum. Þeir hafa varið miklu fjármagni í geimferðaáætlun sína og hafa þannig saxað jafnt og þétt á það mikla forskot sem Banda- ríkjamenn og Rússar byggðu upp á árum kalda stríðsins. Þátttaka í geim- rannsóknum er því nokkurs konar tákn um stöðu Kínverja sem vaxandi risaveldis og um stöðu þeirra sem leiðtoga í þróun tækni. Hugur Kínverja hefur raunar stað- ið til þess allt frá því Sovétmenn sendu Spútník á loft árið 1957, en þá hét Maó Zedong, leiðtogi Kína, því að Kínverjar myndu einnig halda út í geiminn. Það markmið náðist þó ekki fyrr en árið 1970. Kínverjar sendu svo fyrsta mann- inn út í geim árið 2003, þegar Yang Liwei fór á sporbaug og fór þar 14 sinnum umhverfis jörðina meðan á 21 tíma geimferðalagi hans stóð. Kínverjum var ekki boðið að taka þátt í Alþjóðlegu geimstöðinni, en þeir hyggjast reisa sína eigin og á hún að taka til starfa árið 2022. Líkt og fyrr sagði vilja Kínverjar senda mann til tunglsins, en einungis Bandaríkjamenn hafa náð þeim ár- angri áður. Er nú stefnt að því að fyrsti Kínverjinn stígi fæti á tungið fyrir árið 2029. Um svipað leyti stefna Kínverjar að því að sækja jarðvegssýni til Mars með ómönnuðum könnunarförum og þar á eftir er stefnt að því að senda mann til Mars. Þar eru þeir þó ekki einir um hituna, en bæði Rússar og Bandaríkjamenn, sem og fyrirtækið SpaceX, hafa gert slíka ferð að yfir- lýstu markmiði sínu. Hitt er þó víst, að Kínverjar eru komnir af fullum krafti í geimferðakapphlaupið. AFP Tunglið Chang’e 5-könnunarfarið reisti kínverska fánann við hún á yf- irborði tunglsins skömmu áður en það tókst á loft og hélt í heimferð sína. Kínverjar í útvalinn hóp  Chang’e 5 á leiðinni aftur til jarðar  Kemur með fyrstu jarðvegssýnin frá tunglinu frá 1976  Leiðangurinn til marks um stórstígar framfarir Kínverja Þrýstiafl við skot: 10.631 kN Kínverjar fara til tunglsins Heimildir: Spaceflightnow/Forbes/NASA Nýjasta geimferðastöð Kína 4 ræsi- eldflaugar Farmur: Chang’e 5 könnunar- farið 23. nóvember Lending á jörðu: 57 m et ra r 57 m et ra r Takmark: Könnunarfarið sneri aftur til jarðar 3. desember Upphaf leiðangurs: 1. desember Farið lenti á tunglinu: Um miðjan desember Aðal- eldflaug Gangan langa 5 600 km Peking K Í N A Suður-Kína haf HAINAN RÚSSLAND MONGÓLÍA INDLAND 384.400 km TungliðJörðin Wenchang-eldflaugastöð Að safna 2 kg af grjóti og jarð- vegi til þess að læra um: Upphaf Myndun Jarðhræringar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Moncef Slaoui, sem fer fyrir verkefni um bóluefnaþróun í Bandaríkjunum vonast til þess að Lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna muni samþykkja notkun bóluefnis í vikunni. Ríki Bandaríkj- anna eru þegar í startholunum að hefja bólusetningarferlið. Væntingar eru til þess að daglegt líf verði með eðlilegum hætti að nýju í vor að sögn Slaoui. Fregnir af bóluefninu koma í skugga þess að faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í landinu. Á degi hverj- um falla um 2.000 manns frá af völd- um sjúkdómsins. Slaoui á von á því að lyfjaeftirlitið muni samþykkja bæði bóluefnið frá Pfizer og Moderna. Verða þau tekin fyrir hvort í sínu lagi á fundi lyfjaeft- irlitsins. Á fimmtudag verður bólu- efnið frá Pfizer til umræðu en þann 17. desember verður fundað um bólu- efnið frá Moderna. „Fyrsta sending bóluefnisins mun koma daginn eftir að samþykki liggur fyrir,“ segir Slao- ui. Líkt og víðast hvar annars staðar fara fyrstu skammtarnir til heilbrigð- isstarfsmanna. Eru þeir sagðir vera um milljón manns. Samhliða býðst hópi um þriggja milljóna eldri borg- ara sem dvelja á dvalarheimilum bóluefnið. Í framhaldinu verður það svo í höndum hvers og eins ríkis fyrir sig að ákveða forgangsröðun. „Við gætum verið að horfa upp á það að al- menningur geti hafið eðlilegt líf í apríl eða maí á næsta ári,“ segir Slaoui. Um 14,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af Covid-19 og hafa rúmlega 281.200 látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Líf með eðlileg- um hætti í vor  Lyfjaeftirlitið fundar í vikunni AFP Eftirvænting Moncef Slaoui hefur væntingar um samþykki í vikunni. Nokkur framgangur er í samninga- viðræðum á milli Breta og Evrópu- sambandsins vegna útgöngu Breta úr sambandinu. Samkvæmt frétt The Guardian virðist sem höggvið hafi verið á hnút í helsta deilumálinu sem sneri að fiskveiðiréttindum Evrópusam- bandsins í breskri lögsögu. Er nið- urstaðan sögð sú að fiskveiðiskip úr löndum Evrópusambandsins geti áfram veitt innan breskrar lögsögu en þau munu svo smátt og smátt minnka veiðar sínar á næstu fimm til sjö árum. Seint í gærkvöldi var enn fundað. Var rætt um kröfu ESB um að Bretar undirgengjust laga- umhverfi um umhverfisvernd, fé- lagsleg réttindi og starfsmanna- rétt. Öðrum kosti sæta tollum á breskan útflutning. BRETLAND AFP ESB Michel Barnier fer fyrir samn- inganefnd ESB í viðræðunum. Fiskveiðiskip ESB geti áfram veitt Sú hefð að gæða sér á vínberjum á Puerta del Sol- torgi á miðnætti á gamlárskvöld í Madrid hefur ver- ið bönnuð af borgaryfirvöld- um. Vínberja- fögnuðurinn hef- ur alla jafna laðað marga að og því vildu yfirvöld ekki taka neina áhættu vegna Covid-19-faraldursins. Raunar hafa allir viðburðir á gaml- árskvöld verið bannaðir í borginni. Þá hafa verið settar fjöldatakmark- anir á jólamarkaði í desember. Spánn er meðal þeirra landa ESB sem orðið hafa verst úti vegna veiru- faraldursins. Um 46 þúsund hafa fallið þar í landi. SPÁNN Banna hefðbundið vínberjaát í Madrid Vínber Borða þarf vínberin heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.