Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ístjórnarsátt-mála rík-isstjórn-
arinnar sagði að
fjármagns-
tekjuskattur yrði
hækkaður í 22%,
úr 20%, í upphafi kjör-
tímabils „í því markmiði að
gera skattkerfið réttlátara
óháð uppruna tekna. Sam-
hliða verður skattstofn fjár-
magnstekjuskatts tekinn til
endurskoðunar.“ Staðið var
við skattahækkunarhluta
þessarar yfirlýsingar en hitt,
sem átti að gerast samhliða,
hefur beðið síðan. Nú hefur
fjármálaráðherra kynnt að
úr því verði bætt og er það
fagnaðarefni. Mikilvægt er
að ríkisstjórnir standi við
yfirlýsingar sínar og fyrir-
heit gagnvart fólki og fyrir-
tækjum í landinu enda gera
þessir aðilar ráð fyrir því,
jafnvel þó að stundum verði
misbrestur á eða tafir á efnd-
um. Í þessu tilfelli eins og
öðrum gildir þó að betra er
seint en aldrei. Mikið betra.
Í því frumvarpi sem nú
liggur fyrir þinginu og lýtur
að breytingu á lögum um
tekjuskatt og fjármagns-
tekjuskatt er ákvæði þar sem
kveðið er á um að þeir sem
selji sumarhús sem þeir hafi
átt í fimm ár hið minnsta,
geti selt þau án þess að skatt-
skylda myndist, líkt og um
íbúðarhúsnæði væri að ræða,
með ákveðnum skilyrðum um
stærðarmörk. Um leið slepp-
ur fólk við skerðingu á tekju-
tengdum bótum úr almanna-
tryggingum þegar sumarhús
er selt. Þetta er mikið hags-
munamál, einkum fyrir fjölda
eldra fólks sem átt hefur
sumarhús lengi en vill nú eða
beinlínis þarf að selja það
vegna breyttra aðstæðna.
Hingað til hefur það lent í
skattgreiðslum og skerð-
ingum en með þessari laga-
breytingu hverfur sú skatt-
skylda og verður það að
teljast réttlætismál, töluvert
jafnvel, eins og sést af því að
í greinargerð með frumvarp-
inu segir að ríkið muni vegna
þessa missa tekjur á bilinu
600-700 milljónir króna á ári.
Í frumvarpinu er einnig
gert ráð fyrir að frítekju-
mark vaxtatekna tvöfaldist,
fari úr 150.000 krónum í
300.000 krónur og að það nái
einnig til arðstekna og sölu-
hagnaðar skráðra félaga.
Þetta skiptir einnig máli,
léttir skattgreiðslur almenn-
ings auk þess að stuðla að
fjárfestingum. Í grein í
Morgunblaðinu á
laugardag benti
fjármálaráðherra
á að með þessu
yrði „auðveldara
að ávaxta sparifé
með fjölbreyttari
hætti og á sama tíma er
stuðlað að mikilvægri við-
spyrnu fyrir efnahagslífið.
Með þátttöku almennings á
markaði fá íslensk fyrirtæki
vind í seglin og geta ráðið og
haldið starfsfólki. Ávinning-
urinn er allra.“
Í greinargerð frumvarps-
ins segir að áætlað sé að
tekjur ríkissjóðs minnki ár-
lega um 770 milljónir króna
við þessa breytingu. Með
áhrifum af öðrum breyt-
ingum sem lagðar eru til í
þessu frumvarpi segir í
greinargerðinni að gert sé
ráð fyrir því að heild-
arlækkun tekna ríkissjóðs
verði um 1,5-1,8 milljarðar
króna á ári.
Þessi lækkun er kærkomin
en hana verður vitaskuld að
skoða með hliðsjón af áhrif-
um þeirrar hækkunar fjár-
magnstekjuskattsins sem
gerð var í upphafi kjör-
tímabils. Í því frumvarpi sem
lagt var fram fyrir þremur
árum og hækkaði skattinn úr
20% í 22% kom fram að áhrif-
in af hækkuninni á tekjur
ríkissjóðs væru áætluð 1,6
milljarðar króna árið 2018 en
2,6 milljarðar króna árlega
eftir það.
Þegar horft er til þessara
talna er ljóst að þær breyt-
ingar sem nú eru lagðar til,
þó að jákvæðar séu, duga
ekki til að vega upp þau nei-
kvæðu áhrif sem skatta-
hækkunin árið 2017 hafði á
skattgreiðendur. Þetta þarf
ekki að koma á óvart. Skatt-
greiðendur draga yfirleitt
stutta stráið í samskiptum
sínum við hið opinbera, sveit-
arfélögin ekki síður en ríkið.
Umsvif hins opinbera hafa
tilhneigingu til að fara vax-
andi, þar með talinn fjöldi
opinberra starfa og skatt-
byrðin að sjálfsögðu sömu-
leiðis. Lækkun skatta geng-
ur almennt hægt fyrir sig og
kemur oftast í smáum skref-
um ef hún næst fram á annað
borð, en skattahækkanir lúta
öðrum lögmálum. Þær eru
gjarnan framkvæmdar án
tafar og án nauðsynlegs hófs.
Um leið og þessu skrefi er
fagnað skiptir máli að hafa
þetta í huga. Það ætti þingið
að gera þegar það fjallar um
málið. Það er svigrúm til að
ganga enn lengra.
Ríkið hyggst lækka
skatta, en skatt-
greiðendur eiga
meira inni}
Skref í rétta átt
Þ
ú sérð auglýsingu um drauma-
starfið þitt í blaðinu. Starfið sem
þú ert búin að búa þig undir í mörg
ár. Staða dómara við Landsrétt!
Þú sækir um og ert alveg viss um
að þú verðir metin hæfust í starfið því þú þekk-
ir til allra sem gætu sótt um og engin af þeim
uppfyllir hæfniskröfur á sama hátt og þú. Allt
gengur vel þangað til þú kemst að því að einn af
umsækjendunum er þegar dómari við Lands-
rétt.
Skrítið, hugsar þú. Af hverju er einhver sem
er þegar með dómarastöðu að sækja um starf-
ið? Þú áttar þig fljótlega á því að viðkomandi
dómari er mun hæfari en þú, aðallega út af
reynslu sinni af dómarastörfum við Landsrétt,
og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg. Dómarinn
fær „nýju“ stöðuna.
En þá losnar önnur staða, þessi sem dómarinn fór úr til
þess að fara í „nýju“ stöðuna? Eða hvað? Er þetta ekki
bara sama staðan sem er laus þegar allt kemur til alls?
Það eina sem kom út úr síðasta umsóknarferli var að það
var enginn hæfari en sitjandi dómari. Draumastarfið er
samt enn laust og þú sækir aftur um, en hvað gerist þá.
Annar sitjandi dómari sækir um og aftur eru niðurstöð-
urnar fyrirsjáanlegar. Og svo framvegis.
Við þekkjum öll Landsréttarmálið. Fjórir dómarar voru
skipaðir með geðþótta. Dómsmálaráðherra gat ekki rök-
stutt að þeir fjórir dómarar hefðu verið hæfastir til þess að
gegna þeirri stöðu. Þrátt fyrir þetta tóku dómararnir stöð-
unum og unnu sér inn reynslu sem landsréttardómarar.
Sú reynsla gerði þá síðan hæfari en umsækj-
endur í nýjar stöður við Landsrétt síðar.
Við skulum leggja þennan farsa til hliðar, að
sitjandi dómarar sækist eftir því að setjast í
auða stólinn til þess að hljóta einhvers konar
lögfræðilega réttlætingu á ólöglegu skipuninni
sem þeir fengu. Ef skipun þeirra var ólögleg
þá er reynsla þeirra einnig ólöglega fengin.
Þetta er hvítþvottur sem enginn á að falla fyr-
ir. Ef dómararnir hefðu strax sagt af sér og
komið sem umsækjendur um nýjar stöður án
ólöglegar reynslu, þá væri þetta ekki vanda-
mál.
Vandamálið snýst nú um dómgreind. Hér er
um að ræða dómara sem leggja sjálfir mat á
eigið hæfi. Þessir dómarar vita að skipun
þeirra var ólögleg en sitja samt sem fastast.
Óbreyttir borgarar þurfa svo að mæta fyrir
þessa dómara og treysta á dómgreind þessara dómara til
þess að leysa mál sín. Þremur dómaranna finnst í fína lagi
að fá smá hvítþvott en einn er enn í leyfi. Kannski af því að
það er ekki búið að finna nægilega vel lyktandi hvítþvott
enda var sá dómari metinn síst hæfur af þeim sem skipt
var út, það tekur líklega aðeins lengri tíma að gera hann
nægilega hæfan til þess að vera örugglega hæfari en allir
aðrir umsækjendur.
Eiga almennir borgarar ekki að geta treyst því að fólkið
með bestu dómgreindina sitji í dómarasætinu? Hæfasta
fólkið? bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Tveggja stóla tal
Höfundur er þingmaður Pírata
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
félagi. Þannig að það er mjög mik-
ilvægt að kortleggja mjög
nákvæmlega hversu algengt þetta er
og hversu mikil byrði þetta er á sam-
félagið,“ segir Arnar.
Fyrri rannsóknir á faraldsfræði
langvinns nýrnasjúkdóms hafa bent
til þess að heildaralgengi sjúkdóms-
ins sé á bilinu 10 – 16%. Algengið fer
hækkandi með vaxandi aldri. Arnar
segir að það sé vafasamt að skil-
greina væga skerðingu á nýrna-
starfsemi sem langvinnan nýrna-
sjúkdóm hjá eldra fólki.
„Vegna þess að það verður
ákveðin hnignun í nýrnastarfsem-
inni með hækkandi aldri. Það sem
fyrri rannsóknir hafa heldur ekki
tekið tillit til er að til þess að stað-
festa að um langvinnan nýrna-
sjúkdóm sé að ræða þá verður þú að
staðfesta að það sé sannarlega um
að ræða langvinnt ástand. Þú verður
að vera með skerðingu á nýrna-
starfsemi í þrjá mánuði eða lengur,“
segir Arnar og heldur áfram:
„Til þess þarftu að minnsta
kosti tvær mælingar. Fyrri rann-
sóknir hafa bara notað eina mæl-
ingu. Við vildum sem sagt meta al-
gengi langvinns nýrnasjúkdóms með
því að taka tillit til annars vegar ald-
urstengdrar hnignunar á nýrum og
líka að maður taki tillit til þess að
það sé um langvinnt ástand að ræða,
að það séu að minnsta kosti til tvær
mælingar fyrir hvern einstakling
með þriggja mánaða millibili.“
Í umræddri rannsókn rannsök-
uðu Arnar og samstarfsfólk hans
tvær milljónir kreatínínmælinga
sem voru gerðar á árunum 2008 –
2016 hjá fullorðnum Íslendingum.
Þá náðu þau í upplýsingar um aldur,
kyn, allar skráðar sjúkdómsgrein-
ingar viðkomandi og fleira. Út frá
gögnunum gátu þau svo metið al-
gengi langvinns nýrnasjúkdóms á
tímabilinu. Þá kom í ljós að aldurs-
staðlað algengi, þ.e. algengi þar sem
leiðrétt er fyrir mismunandi aldurs-
dreifingu í mismunandi þýðum, var
ekki nema 6%.
„Þetta sýnir að ef þú staðfestir
að sannarlega sé um langvinnt
ástand sé að ræða með tveimur mæl-
ingum þá er algengið sennilega mun
lægra heldur en fyrri rannsóknir
hafa sýnt. Við tókum þá líka tillit til
þess að um aldurstengda hnignun
væri að ræða og þá var algengið enn
þá lægra eða 3,6%,“ segir Arnar.
Með rannsókninni staðfestu
rannsakendur að fyrri rannsóknir
hafi ofmetið algengið, að sögn Arn-
ars.
„Næstu rannsóknir þurfa líka
að taka tillit til þess að um langvinnt
ástand sé að ræða. Fleiri rannsóknir
þurfa þá líka að taka með í reikning-
inn aldurstengda breytingu, hvert
algengið er þá. Það virðist skipta
gríðarlega miklu máli hvernig þú
skilgreinir þetta.“
Rannsóknin var einn liður í
doktorsverkefni Arnars um sjúk-
dóminn. Næst sér hann fyrir sér að
meta nýgengi og áhættuþætti og að
lokum afdrif þeirra sem eru með
langvinnan nýrnasjúkdóm.
Algengi langvinns
sjúkdóms ofmetið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bráðamóttaka Arnar segir að það virðist skipta gríðarlega miklu máli
hvernig langvinnur nýrnasjúkdómur sé skilgreindur í rannsóknum.
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ný íslensk rannsókn á al-gengi langvinns nýrna-sjúkdóms er sögð tíma-mótarannsókn sem gæti
átt eftir að kollvarpa núverandi skil-
greiningu á sjúkdómnum. Tvær
milljónir kreatínínmælinga úr full-
orðnum Íslendingum voru greindar í
rannsókninni. Rannsóknin var birt í
vísindaritinu Kidney International.
Á meðal þess sem rannsóknin
leiddi í ljós er að algengi langvinns
nýrnasjúkdóms hefur verið ofmetið í
fyrri rannsóknum þar sem ekki hef-
ur verið staðfest að um viðvarandi
skerðingu á nýrnastarfsemi sé að
ræða og að ekki hafi verið tekið
nægjanlegt tillit til aldurstengdra
breytinga á nýrnastarfsemi. Því hef-
ur samfélagsleg byrði sjúkdómsins
verið ofmetin.
Langvinnur nýrnasjúkdómur
er regnhlífarhugtak yfir marg-
víslega langvinna nýrnasjúkdóma og
einkennist af skerðingu á nýrna-
starfsemi eða öðrum teiknum um
nýrnaskemmdir í þrjá mánuði eða
lengur. „Þegar við metum nýrna-
starfsemi metum við það út frá því
sem kallast gaukulsíunarhraði. Í
nýrunum eru gauklar sem sía blóðið
og búa til þvag. Við reynum að áætla
hversu vel nýrun gera þetta. Til þess
mælum við efni í blóði sem heitir
kreatínín og út frá því þá reiknum
við þennan gaukulsíunarhraða og þá
getum við séð hvernig starfsemi
nýrnanna er, hvort hún sé skert eða
eðlileg,“ útskýrir Arnar Jan Jóns-
son, læknir og doktorsnemi við Há-
skóla Íslands. Hann fór fyrir rann-
sókninni undir handleiðslu Ólafs
Skúla Indriðasonar nýrnalæknis og
Runólfs Pálssonar, nýrnalæknis og
prófessors.
Mikilvæg kortlagning
Langvinnur nýrnasjúkdómur
getur leitt til lokastigs nýrnabilunar
sem getur þýtt að fólk þurfi á blóð-
skilunarmeðferð að halda. Hún er
bæði íþyngjandi fyrir þann sem á
henni þarf að halda og kostn-
aðarsöm fyrir samfélagið.
„Þetta er líka mjög stór áhættu-
þáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma
sem er náttúrulega ein af algeng-
ustu dánarorsökum í okkar sam-