Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 ✝ Halldór ÞórGrönvold fæddist í Reykja- vík 8. mars 1954 og ólst þar upp. Hann lést á Land- spítalanum þann 18. nóvember 2020 eftir stutt veikindi, 66 ára að aldri. Foreldrar hans voru Kveldúlfur Grönvold, f. 12. mars 1901 á Siglufirði, d. 24. apríl 1962, og Emilía Oddbjörg Grönvold, f. 1. apríl 1912 í Litlu-Skógum í Stafholts- tungum, d. 1. apríl 1996. Halldór átti einn bróður: Karl Gústaf Grönvold, f. 28. október 1941 í Reykjavík. Eiginkona Halldórs var Greta Baldursdóttir, fyrrver- andi hæstaréttardómari, f. 30. mars 1954. Foreldrar hennar voru Baldur Guðmundsson, f. 11. apríl 1929 í Reykjavík, d. 21. mars 2016, og Anna Björg Ósk Jónsdóttir, f. 3. desember 1928 á Hafnarnesi í Fáskrúðs- firði, d. 27. mars 2012. Halldór og Greta gengu í hjónaband 8. janúar 1982. Börn þeirra eru: 1) Eva, f. 16. apríl 1979, gift Björgvini Inga Ólafssyni, f. 9. júní 1978. íslenska vinnumarkaðsmódels- ins. Hann sat í stjórn Vinnu- málastofnunar frá 1996 og beitti sér í fræðslumálum inn- an verkalýðshreyfingarinnar, einkum starfsmenntamálum, og var fulltrúi ASÍ í starfs- menntasjóði og síðar í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins. Halldór átti sæti í sam- ráðsnefnd aðila vinnumark- aðarins hjá EFTA og voru Evrópumál honum hugleikin. Hann tók virkan þátt í samn- ingum á Evrópuvísu um fjöl- skylduvænni vinnustaði og breytingu á vinnutímatilskip- uninni. Halldór tók virkan þátt í breytingum á fæðingarorlofs- löggjöfinni sem náðust árið 2000, þar á meðal rétti feðra til töku fæðingarorlofs. Á síð- ustu árum beitti Halldór sér sérstaklega gegn misnotkun á erlendu vinnuafli og tók þátt í gerð kjarasamninga og laga- setningar um málefni erlends vinnuafls. Jafnframt beitti hann sér fyrir aðgerðum til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði. Útför Halldórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 7. des- ember 2020, kl. 13. Vegna að- stæðna geta aðeins nánir að- standendur og vinir verið viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/ Ezc9enwZ3PY Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Börn þeirra eru Benedikt, f. 1. maí 2007, Baldur, f. 9. október 2011, og Hildur María, f. 5. september 2019. 2) Arnar, f. 27. febr- úar 1991. Halldór lauk námi í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands og meist- aranámi í vinnumarkaðsfræðum við Uni- versity of Warwick á Englandi. Halldór helgaði verkalýðs- hreyfingunni alla starfsævi sína eftir að hann lauk námi. Fyrst starfaði hann sem skrif- stofustjóri hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, en fluttist til ASÍ árið 1993 sem skrifstofustjóri. Frá 2001 var hann aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ og deild- arstjóri félags- og vinnumark- aðsdeildar. Jafnframt hélt Halldór utan um störf mið- stjórnar ASÍ frá því hann kom til starfa. Samhliða störfum sínum fyrir ASÍ kenndi Hall- dór vinnumarkaðsfræði við Háskóla Íslands. Halldór vann alla tíð öt- ullega að réttindum launafólks og var mjög mótandi í þróun Ekki óraði mig fyrir því síðast- liðið sumar að hrausti, sterki og, að ég hélt, ósigrandi pabbi minn ætti eftir að yfirgefa okkur áður en aðventuna bæri að garði. Og ekki grunaði mig þá að hann ætti eftir að verða svo veikur að hans einstaki styrkur og þrek nægðu ekki til að ráða niðurlögum vá- gestsins sem bankaði upp á hjá okkur í ágústmánuði. Pabbi minn var snjall, dugleg- ur, greiðvikinn og ósérhlífinn. Hann var réttsýnn og fylginn sér, og jafnaðarmaður af lífi og sál sem helgaði starfsævi sína bar- áttunni fyrir bættum hag hinna vinnandi stétta. Hann lét til sín taka í opinberri umræðu og ég fylltist stolti yfir því hvernig hann léði þeim rödd sem enga hafa. En pabbi minn lét ekki við það sitja að taka þátt í umræðunni heldur lét hann verkin tala. Þannig vakti það athygli og undrun fyrir rúm- um 40 árum þegar hann tók að sér, samhliða ritgerðarskrifum í háskólanum, að gæta litlu dóttur sinnar svo nýbökuð móðirin kæmist til vinnu. Slík sjálfskipuð og ólaunuð feðraorlof voru fá- heyrð á þeim tíma, en hann pabbi átti reyndar eftir að taka þátt í að breyta því mörgum árum síðar. Svo rölti hann með mig í kerru í vinnuna til mömmu til að gefa mér að drekka. Þannig var pabbi minn. Mikill fjölskyldumaður sem sinnti föð- urhlutverkinu af alúð. Hann sýndi skólagöngu og tómstundum okkar systkina, og síðar barna- barnanna, mikinn áhuga og mætti til að mynda nánast und- antekningarlaust á íþróttakapp- leiki hjá okkur öllum í hinum ýmsu íþróttum, hvert á land sem var. Þrátt fyrir að hann hafi ekki haft mjög hátt í stúkunni þá var gott að vita af honum þar og finna fyrir stuðningi hans. Pabbi var allra besta fyrir- mynd sem hægt er að hugsa sér og með verkum sínum innrætti hann okkur metnað, auðmýkt og náungakærleik. Hann bar virð- ingu fyrir öllum, átti ekki óvini og var svo vel liðinn af samferðar- mönnum sínum að eftir var tekið. Undanfarin ár áttu afabörnin hug hans allan og hann sá ekki sólina fyrir þeim. Afi Dóri átti sérstakt vinasamband við afa- strákana sína, Benedikt og Bald- ur, og þótt litla Hildur María hafi ekki verði nema rétt tæplega eins árs þegar hann fór inn á spítalann þá hafði hún fyrir löngu heillað afa upp úr skónum og hann sat og stóð eftir hennar hentisemi. En nú sjáum við á eftir sterka og trausta klettinum sem við reiddum okkur svo mikið á. Elsku besta pabba mínum sem fór allt of fljótt og næstum fyrirvaralaust frá okkur. Söknuðurinn er nánast óbærilegur og það er mér lífsins ómögulegt að útskýra fyrir litlu strákunum mínum, hans stærstu aðdáendum, hvernig það megi vera að afi þeirra og vinur sé far- inn frá okkur og komi ekki aftur. Ég kveð með orðum afastráks- ins Benedikts sem bárust mér í skilaboðum þegar við mamma og Arnar fylgdum elsku pabba síð- asta spölinn: „Mamma, þú verður að lofa mér að segja afa hversu mikið ég elska hann og hversu mikið mér þykir vænt um hann og hversu þakklátur ég er að hafa fengið hann sem afa, því hann er besti afi í heimi.“ Hvíldu í friði elsku pabbi minn. Þín, Eva. Fallinn er frá yndislegi mágur okkar Halldór eða Dóri hennar Gretu eins og við kölluðum hann þar sem sjaldnast var annað þeirra nefnt nema hitt nafnið kæmi með því þau hjónin voru af- ar samrýnd og miklir vinir. Dóri kom við á Borgarspítalan- um til að fara í blóðprufu á leið sinni til vinnu í lok ágúst en átti því miður ekki afturkvæmt úr þeirri heimsókn. Hann greindist með bráðahvítblæði og það felldi hann á innan við þremur mánuð- um. Dóri var ávallt kletturinn í fjölskyldunni, rólegur, yfirvegað- ur, hlýr og kom fram af virðingu við allt fólk. Barnavinur mikill og þegar við stórfjölskyldan fórum í árlegt frí okkar til Ítalíu var eng- inn með áhyggjur af börnunum því þau voru jú að leika við Dóra sinn og væru okkar börn ekki til staðar þá komu bara önnur börn til skrafs og ráðagerða enda staf- aði einstök hlýja af Dóra. Dóri var ætíð bóngóður og hann var mjög verklaginn og hafði yndi af alls konar smíða- vinnu. Eru æði mörg heimili í fjöl- skyldunni sem hann mætti inn á með bakpokann sinn, klyfjaður græjum, til að setja upp ljós og myndir og þess vegna skella parketi á gólf fyrir okkur. Aldrei neitt mál hjá Dóra. Þegar þau hjón keyptu sér sumarbústað með sínum bestu vinum þá var nú Dóri í essinu sínu því það þurfti að laga pall, smíða, græja og gera. Dóri var verka- lýðsmaður og óþreytandi að berj- ast fyrir réttindum verkafólks og munum við ekki eftir 1. maí öðru- vísi en hann hafi verið úti á landi að flytja ræður eða þá í kröfu- göngu. Dóttir hans Eva var ekki há í loftinu þegar hún sat á há- hesti á pabba sínum í kröfugöngu. Um leið og við kveðjum ynd- islega mág okkar sendum við elsku Gretu, Evu, Arnari og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Jenný Anna, Ingibjörg Jóna, Guðlaug Björk, Ingunn, Guðmundur, Hilma Ösp og Steinunn. „Það er ósköp tómlegt hér við hliðina á mér,“ voru síðustu skila- boð mín ásamt baráttukveðjum til vinnufélaga míns og vinar Halldórs Grönvold á andlátsdegi hans þann 18. nóvember sl. Skömmu eftir að hann hóf störf hjá Iðju – félagi verksmiðjufólks í Reykjavík hóf ég störf sem lög- maður félagsins og nokkrum ár- um eftir að hann flutti sig yfir til ASÍ gekk ég til liðs við þann góða hóp sem þar vann. Þar völdumst við saman með skrifstofur hlið við hlið með kaffistofuna beint fyrir framan okkur. Þeirri skipan héld- um við þrátt fyrir flutninga og ýmsar tilfæringar næstu áratug- ina og vörðumst staðfastlega öll- um kröfum um aðskilnað, stutt í kaffi, stutt í spjall og fátt sem fram hjá fór. Ég held að við höf- um notið ágætlega þekkingar og reynslu hvor annars, að minnsta kosti gátum við svarað hvor fyrir annan um flest það sem að störf- um okkar laut og viðkom úrlausn- arefnum kjarasamninga og vinnuréttar. Nú ef ekki, þá var auðvelt að taka stutt hlé í samtali, kíkja í gættina og tékka sig af. Það var einnig einkar gott að tak- ast á við flókin og erfið verkefni með Halldóri og þar skipti mestu máli að hann hafði skýra sýn um hvert hlutverk hann hefði í störf- um fyrir málstað launafólks og innan hreyfingarinnar, gat skipst á skoðunum um markmið og leið- ir og leyft sér að vera ósammála en alltaf þannig að engum duldist hvaða hagsmuni hann var að verja. Hann vissi að á vinnumark- aði lýkur engri deilu, erfiðri eða léttri, fyrr en henni lýkur – með samningum. Annað er ekki í boði og þá stendur fólk upp frá borð- um og leggur ágreininginn aftur fyrir sig. Á þeim áratugum sem við unnum saman skildumst við aldrei ósáttir og það er ekki lítils virði þegar litið er til baka. Í störfum mínum var Halldór mér því afskaplega mikilvægur ráð- gjafi, félagi og vinur með sinn hafsjó af fróðleik, léttu lund, lausnamiðuðu hugsun og óbilandi áhuga á málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar og íslensks vinnumarkaðar. Eftir hartnær 40 ára samstarf er því margra góðra stunda að minnast úr leik og starfi sem of langt er að telja. Þar falla í einn farveg minningar úr ferðalögum innanlands og utan, úr löngum samningalotum og stundum löngum rökræðum um landsins gagn og nauðsynjar. Halldór var að mörgu leyti dulur um sitt einkalíf en engum duldist hversu náin þau Greta voru og yndislegt að fá að fylgjast með þeim í gegnum árin og þeirri alúð og fegurð sem þau lögðu í sam- band sitt. Ég votta henni, börnum þeirra, barnabörnum og ættingj- um mína innilegustu samúð. Þeirra missir er mikill. Nú skilur leiðir. Hafðu þökk kæri vinur, ég kveð þig með djúpri virðingu og söknuði. Magnús M. Norðdahl. Halldór Grönvold borðaði ekki skötu. Þess í stað sá hann stað- fastlega til þess að þegar yngri kynslóðin hafði kyngt hinum skyldubundna smakkbita á ári hverju var okkur öllum tryggð pítsa, og það helst í öruggri fjar- lægð frá kæstum kræsingum. Þegar við svo urðum eldri og þóttumst stórkarlaleg vera farin að hafa smekk fyrir þessu ramm- íslenska góðgæti þá kímdi Dóri bara, borðaði sitt rúgbrauð og rófustöppu og beindi góðlátlegum augum til okkar með svip sem kannski gaf til kynna að hann vissi eitthvað sem við ekki gerð- um. Það er einmitt sá svipur, og þá sérstaklega hin lúmska glettni einstaklega hlýrra augna, sem er og verður það sem ég sé þegar ég hugsa til Dóra. Ég þekkti Dóra sem einstakan mann sem öll börn drógust að, sem grínaðist lúmskt og brosti oft og sem virtist aldrei tapa yfirvegun sinni og ró. Göfug störf í þágu íslensks verkalýðs voru nokkuð sem ég heyrði af síð- ar meir en þó aldrei frá honum sjálfum enda lét hann ekki hátt af átökum og afrekum á þeim vett- vangi. Þegar ég fór svo sjálf síðar meir að máta mig við ólíkar hag- fræðikenningar og stjórnmála- hugmyndir hlustaði Dóri meira en hann talaði og spurði áleitinna spurninga sem fengu mig til að staldra við og hugsa málið aftur. Þannig skildi hann mikið eftir án þess nokkurn tíma að þurfa að hafa hátt um það. Þannig var hann einstakur. Minning Dóra mun lifa í ótal gleðistundum sem einkenna upp- vaxtarárin öll. Hann var fyrir- mynd samkenndar og náunga- kærleika sem hann veitti af sér öllum þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast honum. Það er skrýtið að hugsa til hátíðanna handan við hornið án Dóra með okkur til að brosa yfir skötunni, sofa yfir skaupinu eða halda heita pottinum heitum alla páskana. Skarð hans verður ekki fyllt en við minnumst hans með gleði og þakklæti, og kannski jafnvel pítsu á Þorláksmessu. Mínar kærustu samúðarkveðjur til ykkar Greta, Eva, Arnar og fjölskylda. Lilja Dögg Jónsdóttir. Missir og söknuður. Þessi orð hafa leitað á okkur að undanförnu þegar við syrgjum Halldór Grön- vold sem var tekinn frá okkur allt of snemma. Hann sem hafði svo mikið að lifa fyrir, hann sem hafði svo mikið að gefa öðrum, hann sem var svo vandaður og traust- ur. Hann sem hefur staðið okkur svo nærri svo lengi og á svo þægi- legan hátt. Fyrstu kynnin voru fyrir um fjörutíu árum. Við bjuggum í sama húsinu við Hraunbæ og hann tók af skarið þegar átti að mála, við gætum vel gert það sjálf, sem við gerðum og þar með hófust tengslin. Með okkur tókst einlæg vinátta og samgangur í húsinu varð líkari því sem ein fjöl- skylda væri. Við komum úr ólík- um áttum, höfðum ólíkan bak- grunn og stunduðum ólík störf en sameinuðumst í gleði og vináttu. Oft var kátt á hjalla í Hraunbæn- um og börnin okkar erfðu vin- skapinn. Árin liðu og við fluttum úr Hraunbænum en tengslin héld- ust. Saman allar verslunar- mannahelgar í tjaldútilegum hér og þar. Saman á þorrablótum í einhverjum bústaðnum. Saman í páskabústað alltaf. Saman marg- ar aðrar helgar á hverju ári í bú- stöðum. Saman í smurbrauði og ákavítissnafsi á aðventunni. Sam- an í skötunni á Þorláksmessu. Saman í öllum viðburðum í fjöl- skyldunum. Saman öll gamlárs- kvöld. Saman í ferðalögum innan- lands og erlendis. Greta og Dóri, Magga og Ómar, Hildur og Jón Baldvin. Saman flestum stundum í vinskap, trausti og gleði. Börnin þekktu ekki annað og annað kom aldrei til greina hjá þeim. Líklega var það skrifað í skýin að við færum alla leið – keyptum saman bústað á Flúðum. Við vor- um búin að vera í sama bústaðn- um þar mjög oft og urðum hálf- umkomulaus þegar hann var ekki lengur í boði. Drógumst eins og í leiðslu að Ásabyggðinni og fest- um kaup á bústað sem varð „óðal- ið okkar“. Þar höfum við í fjögur ár bætt fjölmörgum stundum í dýrmætt safn samverustunda. Nýr kafli hófst í sögu sem við höfðum væntingar um að yrði löng og sameiginleg. Í óðalinu höfum við notið þess að vera en líklega ekkert okkar eins mikið og Dóri. Þar fékk hann útrás fyrir enn eina hæfileikana sem hann bjó yfir en hafði fengið fá tæki- færi til að þroska. Dóri hefði allt eins getað lagt smíðar fyrir sig. Hann var ekki aðeins laginn með tommustokk, hamar, nagla og sög heldur með afbrigðum útsjónar- samur, vandvirkur, nákvæmur og með næmt auga fyrir fegurð í vönduðu verki. Millimetri til eða frá var slæm skekkja í hans aug- um. Svo var það potturinn að loknu góðu dagsverki – Dóri oftar en ekki í honum fram á nótt! Dóri var ekki maður sem fór mikið fyrir. Hann var ljúfmennið sem lætur verkin tala en miklast ekki af þeim sjálfur. Við sem stóð- um honum nærri kynntumst líka vel umhyggju hans, elsku og hjálpsemi í erfiðleikum annarra. Hann var barnagæla, börnin sog- uðust að honum og ekki bara vegna þess að hann fór með þeim í pítsu þegar við hin hámuðum í okkur skötu á Þorláksmessu- kvöldi – Dóri var ekki skötumað- ur! Minningar um Halldór Grön- vold hafa fyllt huga okkar að und- anförnu. Fallegar minningar um góðan dreng og sannan vin. Jón Baldvin, Svanhildur (Hildur), Ómar og Margrét (Magga). Við Jana kynntumst Dóra fyrst í Menntaskólanum í Hamra- hlíð þar sem hann var litríkur marxisti og bóhem og áberandi í skólalífinu, virkilega klár strákur sem oftar en ekki ræddi mismun- andi sjónarmið við kennara. Síðar lágu leiðir okkar Dóra saman á vettvangi Alþýðusambandsins þegar ég hóf störf þar og Dóri var að vinna hjá Iðju, félagi verk- smiðjufólks. Nokkru síðar hóf Dóri svo störf hjá ASÍ og þar unnum við saman í rúm 15 ár, góður félagi að öllu leyti. Dóri var eldhugi í störfum sín- um hjá ASÍ og hafði mikinn fé- lagslegan áhuga. Hann var þar að auki mjög fróður um sögu og þró- un hreyfingarinnar og tengsl hennar við stjórnmálin. Mér er minnisstætt þegar við Dóri fórum einu sinni með Benedikt Davíðs- syni forseta ASÍ í heimsókn til ritstjóra Morgunblaðsins, þeirra Matthíasar og Styrmis. Þarna vorum við stráklingarnir innan um þessa stóru menn sem ræddu söguna og baráttuaðferðir fyrr á tímum. Það leið ekki á löngu áður en Dóri blandaði sér í umræðuna og auðvitað af mikilli þekkingu. Ég man að hann ræddi um ræðu Bjarna Benediktssonar á Varðar- fundi sem hafði skipt miklu máli á sínum tíma. Þar að auki var rætt um júnísamkomulag og fleira og ég sá að þessir eldri menn horfðu með aðdáun á þennan unga mann sem var svo vel að sér í þeirra áhugamálum og sýndi svona mik- inn skilning á sögunni. Svona var Dóri, það voru fáir sem stóðust honum snúning hvað varðaði þekkingu á sögu verka- lýðshreyfingarinnar, þróun henn- ar og möguleikum og hann átti alltaf auðvelt með að tengja sam- an sögu og stöðuna í nútímanum. Með honum er horfinn afburða- starfsmaður og eldhugi sem skil- ur eftir sig stórt skarð. Við Jana vottum Gretu, Evu, Arnari og að- standendum okkar dýpstu sam- úð. Ari Skúlason. Ég hef aldrei kynnst annarri eins vinnuelju eins og hjá Hall- dóri Grönvold félaga mínum. Hann helgaði sig baráttu launa- fólks fyrir betra lífi og varði allri starfsævinni innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann setti bar- áttuna ofar eigin frama, alltaf með nýjar hugmyndir, alltaf til í samstarf, alltaf harður þegar kom að því að tala fyrir bættum rétt- indum. Launafólk á honum að þakka baráttu fyrir lögum um keðjuábyrgð, um kennitöluflakk, um ný og bætt lög um starfskjör, baráttuna gegn mansali, um vinnustaðaeftirlit og um fæðing- arorlof beggja foreldra, svo fátt eitt sé nefnt. Hann skildi mikil- vægi þess að halda til haga sögu launafólks og sögu baráttunnar af því að hann vissi að sú saga mætti aldrei gleymast. Þegar ég var kjörin forseti ASÍ var hann boðinn og búinn að veita mér alla þá hjálp sem ég þurfti, þröngvaði ekki hjálpinni upp á mig og reyndi aldrei að segja mér fyrir verkum en var til staðar og ég naut leiðsagnar hans í hví- vetna. Alltaf hafði hann tíma og alltaf var hugsunin skýr og mark- viss. Aldrei nokkurn tímann varð ég vör við að hann setti mig niður vegna kynferðis eða aldurs enda var hann maður sem bæði skildi mikilvægi jafnréttis og endurnýj- unar ásamt hinni sögulegu arf- leifð. Hann var hrygglengja og hann var traust. Stundum kom hann á skrifstof- una á morgnana og hafði „aðeins verið að hugsa málið í gærkveldi“. Það boðaði alltaf góðar hugmynd- ir og nýja hugsun. Í fordómum mínum varð ég alltaf jafn hrifin af því að „miðaldra maður“ hefði til að bera þessa fersku nálgun. Þegar hugmynd kviknaði um að við myndum sýna félögum okkar í Palestínu samstöðu með ferð þangað og eftirfylgni þá sökkti hann sér í verkefnið af alúð og eldmóði og lét sig meira að segja hafa það að skrá sig á Face- book til að komast í samband við þá sem við vildum ná tengingu við. Hann vissi sem var að verka- lýðsbaráttan er alþjóðleg og stuðningur við þá sem höllum fæti standa skilgreinir okkur sem samfélag og hreyfingu, hvort sem það er innanlands eða utan. Eftir fráfall Halldórs hefur ein minning sótt sérstaklega á mig og það er þegar ég sat við hlið hans í flugvél á leið utan vegna vinnu og var að lesa bókina Gráskinnu eftir Arngrím Vídalín. Þar kemur fyrir setningin: „En Jóhannes var aldrei kallaður Grönvold. Það fæddist enginn með slíkt nafn; maður aflaði sér þess.“ Halldór Grönvold aflaði sér sannanlega nafnsins og hafði mjög gaman af Halldór Þór Grönvold

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.