Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 ✝ Áskell BjarniFannberg fæddist í Reykja- vík 11. febrúar 1953. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Unnur Þyri Guðlaugsdóttir, f. 9.7. 1930, d. 16.9. 2010, og Eyþór Fannberg, f. 5.6. 1928, d. 20.8. 1999. Seinni eiginmaður Unn- ar var Hörður Ragnarsson, f. 14.8. 1928, d. 4.12. 2001. Systkini Áskels eru: 1) Sal- óme Herdís, f. 24.2. 1951, 2) Kristjana Ólöf, f. 27.7. 1956, maki Gestur Helgason, og 3) Eyþór, f. 24.10. 1964, d. 24.1. 2015, maki Anna Þórunn Björnsdóttir. Áskell var kvæntur Þóru Kristjönu Einarsdóttur, f. 13.11. 1955. Foreldrar hennar eru Valdís Björk og Þórunn Margrét. Fyrir átti Áskell Ás- laugu Dögg Martin, f. 22.8. 1974, maki Pétur Hreiðar Sigurjónsson. Börn þeirra eru Freydís Ósk og Anton Logi. Áskell ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum í Vesturbænum í Reykjavík og í góðu atlæti með föðurafa og ömmu. Áskell gekk í Haga- skóla og eyddi sumrum í sveit á Bárustöðum í Borgarfirði. Áskell stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, fór á sjó á sumrin á Ísleifi IV og stundaði veiðar í Norðursjó. Hann var á samningi hjá Sveini Jónssyni og lauk meistaraprófi í útvarps- virkjun. Síðar starfaði hann í tölvudeild Skagfjörðs og svo í GSS. Þá lá leiðin til Rarik þar sem hann starfaði í upp- lýsingatæknideildinni. . Útför Áskels fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. desember 2020, og hefst at- höfnin klukkan 13. Streymi er á: https://youtu.be/Zi2oGBb-etU Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat voru Margrét Guðrún Kristjáns- dóttir, f. 3.6. 1931, d. 5.5. 2019 og Einar Jón Jónsson, f. 28.6. 1923, d. 19.11. 1997. Áskell og Þóra bjuggu í Hafn- arfirði. Þau hófu búskap í Köldu- kinn og fljótlega byggðu þau sér hús í Klaust- urhvammi þar sem þau bjuggu allt þar til á þessu ári þegar þau fluttu á Norð- urbakkann. Börn þeirra eru: 1) Unnur Björk, f. 9.10.1976, maki Matthew Peter Abrachinsky, 2) Eyþór Ingi, f. 15.4. 1982, maki Agnieszka Kolowrocka. Dætur þeirra eru Kría María og Klara Ýr, 3) Einar Már, f. 22.10. 1983, maki Helga Rún Gunnarsdóttir. Dætur þeirra Elsku pabbi, við trúum því ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Síðustu daga höfum við rifjað upp ótalmargar minning- ar sem við áttum saman og rauði þráðurinn í þeim er hversu góða nærveru þú hafðir, hress og glaður, og alltaf tilbú- inn til að gera hvað sem er fyr- ir okkur öll. Það var alltaf frábært hve vel þú fylgdir okkur á íþrótta- mót og hafðir svo gaman af því, hvort sem það var í fótbolta, handbolta, skíðum eða sigling- um. Þú sjálfur varst auðvitað svo mikið í íþróttum og hafðir mikinn áhuga alla tíð, hvort sem það var að fara í veiðitúra, spila golf eða sigla með góðum félögum í siglingaklúbbnum Þyt. Það eru margar útilegurnar sem við höfum farið í saman. Þú hafðir brennandi áhuga á að ferðast um landið og oft var farið á breyttu fjallajeppunum um hálendið í góðum fé- lagsskap, hvort sem var á sumri eða vetri. Útilegan á Vestfjörðum í fyrrasumar var ógleymanleg, enda við að koma þar í fyrsta skipti og þú hafðir sérstaka ánægju af að sýna okkur heimaslóðir afa þíns og ömmu. Einnig varst þú alltaf til í að koma með í allskyns ferðir - heimsmeistaramótið í Rúss- landi, fótboltaleiki á Ítalíu og Englandi, formúlukeppni í Bandaríkjunum - að ótöldum öllum utanlandsferðunum sem við fjölskyldan fórum í. Ferðin til Danmerkur í fyrra þar sem afastelpurnar fengu að fara í Lególand og þú rifjaðir upp gamla tíma síðan þú varst á veiðum í Norðursjónum var ómetanleg. Þú sagðir okkur svo skemmtilegar sögur frá því að þú varst lítill í bústaðarferðum með afa þínum og ömmu í Lækjarbotnum og eigum við sjálf skemmtilegar minningar um bústaðarferðir til afa og ömmu í Grímsnesinu, þannig að þegar hugmyndin kom upp um að við myndum byggja saman bústað þá vorum við meira en lítið til í það. Skóflustungan að bústaðnum okkar í Ásskógum var tekin á sextugsafmælinu þínu og síðustu árin vorum við mikið saman að byggja, og sá tími er okkur mjög dýrmætur. Þú kunnir öll handtökin og naust þess að kenna okkur. Við munum halda áfram að njóta þess að vera í bústaðnum sem við byggðum öll saman. Þér þótti svo vænt um afa- stelpurnar og þær nutu þess að vera hjá þér, og sérstaklega fannst þeim skemmtilegt þegar þær náðu að plata afa á tram- pólínið. Elsku pabbi, missirinn er mikill en við munum halda í þær mörgu, góðu minningar sem við eigum um þig. Góða ferð, við munum sakna þín. Takk fyrir allt. Einar, Eyþór og Unnur. Við kveðjum Áskel mág okk- ar og svila með söknuði. Áskell var lífsglaður húmoristi, sem hafði yndi af samveru fjölskyld- unnar. Við áttum margar góðar stundir saman bæði í bústaðn- um í Hraunborgum, hjá mömmu og pabba eða á ferða- lögum innan lands sem og utan landsteinanna með fjölskyldum okkar. Þegar við komum frá Dan- mörku úr námi voru Áskell og Þóra flutt inn í fallega húsið sitt í Klausturhvammi sem þau höfðu með dugnaði byggt frá grunni. Áskell var laghentur og duglegur við húsbygginguna þó svo tengdamóðir hans væri stundum með óþarfa aðfinnslur, eða ábendingar eins og hún kallaði það. Það var gaman að fylgjast með þeirra fallega sambandi en hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða hana og hún hann ekki síður. Þegar við vorum með börnin ung var oft glatt á hjalla í bú- staðnum hjá mömmu og pabba þar sem við komum oft saman systkinin með maka og börn. Þá var ýmislegt brallað; grillað læri, teflt og spilað, farið í golf eða mínígolf, dyttað að eða gróðursett. Þá var Áskell í ess- inu sínu, hress og kátur og oft sá hann um að vera yfirgrillari. Minnisstæð er fyrsta ferð okkar saman með krakkana litla til Majorka. Síðar kom svo jeppadellan og þá var þeyst á fjöll í tíma og ótíma, farið inn í Þórsmörk, Fjallabak eða upp á jökla. Eftirminnileg er ferð þar sem við vorum tvíbíla, báðir bílar með fjölskyldurnar innan- borðs og komið var að Kalda- klofskvísl ansi ógurlegri. Yfir fóru báðir bílar og í minning- unni var ferðin góð og allt fór vel. Á jólum vorum við vön að hittast á jóladag, njóta sam- vista og borða hangikjöt með uppstúi, grænum og rauðkáli. Það voru yndislegar samveru- stundir sem við fjölskyldan geymum í hjarta okkar. Fyrir nokkrum árum fóru Áskell og Þóra að byggja bú- stað í Grímsnesi. Áskell var þar aðalmaðurinn og naut þess að spá og spekúlera hvernig best væri að hafa hlutina. Hann naut þar dyggrar aðstoðar kjarnafjölskyldunnar en í sam- einingu byggðu þau fallegan griðastað. Við kíktum á þau einn góðviðrisdag í sumar og áttum góða stund saman. Fyrir rúmu ári greindist Ás- kell með sinn illvíga sjúkdóm. Þrátt fyrir að vera á sjúkrahúsi og nýlega greindur með sjúk- dóminn tók hann ekki annað í mál en Þóra færi í hina árlegu kvenna-jólaljósaferð til Glas- gow. Þegar heim var komið var tekið til við að undirbúa breyt- ingar en þau Þóra ákváðu að selja húsið og fluttu í gullfal- lega íbúð við Norðurbakka í Hafnarfirði. Áskell tók áföllun- um með ótrúlegu æðruleysi og vildi aldrei neitt væl og stund- aði vinnuna af sömu elju og fyrr, svo lengi sem heilsan leyfði. Við vorum svo bjartsýn að halda að við gætum hist í des- ember þegar covid-bylgjan færi að róast og Áskell kominn heim af spítalanum, en sú varð því miður ekki raunin. Elsku Þóra, Unnur, Matti, Eyþór, Agga, Einar Már, Helga, Áslaug og litlu afastelp- urnar, ykkar missir er mikill, minningin lifir í hjarta okkar og hugur okkar er hjá ykkur. Hvíl í friði elsku vinur. Sigrún og Gunnar. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum vin okkar og vinnufélaga, Áskel Fannberg. Meðal samstarfsmanna hjá RA- RIK gekk hann undir nafninu Ási, en hann hóf störf á tölvu- deild RARIK í október 1998 og hefur verið einn af máttarstólp- um í umsjón og rekstri tölvu- kerfis fyrirtækisins síðan. Hann var alltaf til staðar og alltaf tilbúinn til að hjálpa hverjum þeim sem þurfti að- stoð. Ef einhver vandamál komu upp varðandi tölvubúnað eða tölvukerfi var leitað til hans. Og vegna þess hvað hann var einstaklega opinn og að hann kom alltaf eins fram við alla var vinsælt að leita til hans, jafnvel þótt vandamálið væri ekki endilega á hans sér- sviði. Ási var með meistararétt- indi í rafeindavirkjun og tölvu- salurinn var hans ríki, en þangað fengu aðeins útvaldir að koma. Og hann var í essinu sínu þegar verið var að upp- færa búnað í vélasalnum, eða ef glíma þurfti við bilanir eða árásir á kerfið. Þá var hann eins og lítill strákur í leikfanga- búð og fyrirtækið naut góðs af hinum mikla og brennandi áhuga hans á þeim verkefnum sem hann var að fást við. Og þó honum fyndist skemmtilegra að fást við vélbúnaðinn og geta þannig handfjatlað hlutina, þá var hann jafn áhugasamur um hugbúnað og sýndarveruleika og var mjög tilbúinn til að fræða áhugasama um þá ver- öld. Það skipti Ása engu máli hvar á landinu verkefnin voru, hann gerði það sem til þurfti, fór þangað sem fara þurfti og var þá ekki að velta fyrir sér hvaða tími sólarhringsins var. En Ási var ekki bara áhuga- samur um vinnuna, hann var einnig mikil félagsvera og tók virkan þátt í félaglífi okkar starfsmanna RARIK og setti sinn svip á það. Einnig átti hann sér fleiri áhugamál sem skipuðu stóran sess í lífi hans og hafði gaman af að ræða þau við samstarfsfélagana. Sigling- arnar og starfsemi siglinga- klúbbsins í Hafnarfirði, sem var honum mikið hjartans mál, komu oft til umræðu. Eins var með bygginguna á sumarbú- staðnum í Grímsnesi á nýliðn- um árum. Ási var alltaf tilbúinn til að ræða áhugamál sín og verkefni og eigum við eftir að sakna slíkra gæðastunda. Þeg- ar hann veiktist tók hann því eins og hverju öðru verkefni, með jákvæðum huga og barðist eins og hetja, en varð því miður undir í þeirri miklu glímu. Við sem eftir sitjum syrgjum góðan vin og einstakan vinnufélaga. Það verður langt þangað til hægt verður að venja sig af þeirri hugsun sem hefur inn- prentast í hugann á liðnum ár- um, þegar eitthvað bjátar á í tölvumálum og mikilvægt er að fá lagfært, sama hvenær sólar- hringsins er, sem er: Ég hringi í Ása. Minningin um góðan dreng mun hins vegar lengi lifa. Ég vil fyrir mína hönd og annarra samstarfsfélaga á RA- RIK til fjölda ára þakka fyrir hans miklu vináttu, trúnað og traust sem hann sýndi starfi sínu og öllum vinnufélögum og þá alúð og fagmennsku sem hann sýndi í öllum sínum verk- um. Ási var okkur öllum mjög kær. Þóru og fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Áskels Fannbergs. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá RARIK, Tryggvi Þór Haraldsson. Áskell Bjarni Fannberg Páll Pétursson var skemmtilegur maður sem gott var að vinna fyrir. Hann var hreinn og beinn svo menn vissu hvar þeir höfðu hann og fyrir það var hann virtur eins og margt annað. Hann hafði þann magnaða hæfi- leika að geta sest niður með penna í hönd og ritað grein í blað eða minningargrein án þess að leiðrétta eða breyta því sem hann hóf að skrifa. Hann var líka þægilegur í umgengni og hlust- aði á fólk sem fékk oftast við- brögð hratt og örugglega. Páll hafði skoðanir og lá ekki á þeim og Páll talaði íslensku við fólk, ekkert rósamál. Hann notaði orð sem notuð voru í sveitinni, orð sem hann ólst upp við og aldrei voru sögð til að meiða eða særa en kannski ekki „nútímaleg“. Hann talaði oft um sveitina fyrir norðan þar sem hann var kóngur í ríki sínu, þekkti hverja þúfu og hvern mann enda voru ekki margar göngurnar sem hann missti af. Páll var glaðsinna og hafði gaman af því að segja sögur en líka að hlusta á aðra. Páll gat líka tekið rökum þótt það væri stundum löng leið að því að sannfæra hann. En ekki alltaf. Eitt sinn þurfti að skipa hóp til að taka út nektardansstaði borg- arinnar, m.a. með það að mark- miði að þá mætti e.t.v. banna og vildi Páll að ég færi fyrir þeim hópi. Einn morguninn er ég geng inn til Maríu ritara þá sitja þau þar, Páll og María, og Páll segir „Gunnar þú ferð ekki á þessa nektarstaði, María segir ekki hægt setja fjölskyldumann í þetta.“ Svipnum á honum gleymi ég aldrei enda ljóst að hann skemmti sér vel yfir ákveðni rit- arans. Hann sagði líka skemmti- lega frá og stundum með mikilli stríðni. Í rútuferð um ónefndan dal sagði hann frá mönnum og búskap, hverjir bjuggu vel og hverjir ekki. Fljótlega áttuðum við okkur á því að góðu búmenn- irnir voru framsóknarmenn en hinir ekki. Hann var líka vinur sem gott var að tala við og Páll sýndi mér mikið traust. Hann veiktist á þessum tíma og er lagður inn á sjúkrahús og fer í aðgerð. Ekki kom til greina að fara í leyfi eða segja af sér þótt einhverjir hefðu kosið það heldur fórum við Sig- rún í það að hjálpa honum að fjarstýra öllu af sjúkrahúsinu og hefja kosningabaráttuna. Páll var heppinn að kynnast Sigrúnu og eins ólík og þau voru á marg- an hátt þá voru þau samt svo lík. Ákveðin, hreinskiptin og börðust saman í gegnum þykkt og þunnt fyrir hugsjónum sínum, ekki síst jafnréttismálum. Ég á góðar minningar um Pál og það sem hann gerð fyrir land og þjóð, hans hugsjónir og bar- áttumál sneru ekki síst að vel- ferð landsmanna. Hann var húmoristi og hagyrðingur góður, hann var umbótasinni en um leið íhaldssamur, skildi vel nauðsyn framþróunar en líka mikilvægi þess að halda í traust og góð gildi og hefðir. Páll gaf mér eitt sinni ráð eftir eitthvert glappa- skotið sem ég hugsa oft um. „Gunnar, þegar deginum er lokið og við förum að sofa þá skiptir mestu að hafa gert fleira rétt en rangt því við munum alltaf gera einhver mistök.“ Traustur og góður maður er horfinn með Páli en verk hans lifa hann sem og minningin um gæði hans og dugnað. Sigrúnu Páll Pétursson ✝ Páll Péturssonbóndi, fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra, fædd- ist 17. mars 1937. Hann lést á 23. nóv- ember 2020. Páll var jarðsunginn 5. desember 2020. og fjölskyldunni allri sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Gunnar Bragi. „Drífðu þig nú að borða drengur, við náum ekki nema ör- fáum bæjum ef þú ert svona lengi.“ Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, var að reka á eftir mér þar sem ég sat í eldhúsinu að Höllustöðum fyrir tæpum 10 ár- um og rétt nýbyrjaður að bragða á nýbökuðum pönnukökum með rjóma. Páll var staðinn upp og vildi að við næðum sem fyrst að heimsækja óákveðna kjósendur sem við og gerðum. Það væri ástæðulaust að dvelja lengi við á Höllustöðum, er standa á fallegu bæjarstæði og tilkomumiklu. Húnvetningnum Páli Péturs- syni var falið vandasamt hlut- verk, að vera fulltrúi síns héraðs, þar sem stjórnmál voru af mörg- um, sem þá byggðu landið, talin vera viðfangsefni yfirburða- manna. Þar gilti að hafa tilfinn- ingu fyrir flóknum pólitískum línum og geta greint með sér- stakri gáfu sem ekki væri öllum gefin. Páli var falið að taka við móðurbróður sínum, Birni á Löngumýri, merkum og eftir- tektarverðum stjórnmálamanni á Alþingi í áratugi. Páll var 37 ára er hann tók sæti á Alþingi að loknum kosningunum 1974. Hann hafði tekið að sér ýmis fé- lagsmálastörf í héraðinu fljót- lega eftir að hafa hafið búskap 1957. Hann var strax kosinn í stjórn Félags ungra framsókn- armanna í Austur-Húnavatns- sýslu og varð svo formaður þess félags. Þá átti hann sæti í stjórn kjördæmissambands framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra og miðstjórn flokksins. Páli voru frá upphafi byggða- mál hugleikin, lagði hann sig fram við að jafna rétt lands- manna til atvinnuuppbyggingar og styrkja trú fólks á dreifbýlinu og möguleikum til lífsbjargar. Páli var það hugleikið að ungt og duglegt fólki hefði tækifæri til að stofna framtíðarheimili í héraði og styrkja með því íslenskan landbúnað. Af mörgum fram- faramálum sem Páll beitti sér fyrir má nefna bætta símaþjón- ustu á landsbyggðinni en hann hafði sjálfur búið við mikið ör- yggisleysi í sinni heimasveit af þeim ástæðum. Páli voru falin mörg vandasöm og mikilvæg verkefni á tíma hans á Alþingi. Hann starfaði mikið á norrænum vettvangi, hann var m.a. forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Páll var formaður þingflokks framsóknarmanna frá 1980 til 1994. Páll var félagsmálaráð- herra árin 1995 til ársins 2003. Sem félagsmálaráðherra kom Páll mörgu til leiðar og meðal annars því að stigið var risastórt skref hér á landi í átt að jafnrétti kynjanna og að aukinni velferð íslenskra barna með fæðingaror- lofslöggjöfinni. Svo framsækin þóttu þessi lög fyrir 20 árum að lönd víðs vegar um heiminn hafa litið til þeirra sem fyrirmyndar fyrir jafnréttissamfélag sem læt- ur sig hag fjölskyldna varða. Það var vel við hæfi að ég mælti fyrir nokkrum dögum fyrir frumvarpi að endurskoðaðri fæðingaror- lofslöggjöf sem bætir enn frekar á þann góða grunn sem Páll heitinn Pétursson lagði fyrir samfélag okkar. Ég vil senda Sigrúnu og fjöl- skyldu Páls innilegar samúðar- kveðjur og um leið þakka Páli fyrir framsækin störf í þágu lands og þjóðar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamála- ráðherra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir, frændi og vinur, SALMAN TAMIMI frá Palestínu, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar síðastliðinn fimmtudag. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Útför hefur þegar farið fram. Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir María Björg Tamimi Hallur Ingólfsson Rakel Dögg Tamimi Daníel Wirkner Nadia Tamimi Jón Baldur Valdimarsson Yousef Tamimi Linda Ósk Árnadóttir Nazima Kristín Tamimi Bjarki Óðinsson Bilal Fathi Kolgríma Gestsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.