Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 EIN STÓR FJÖLSKYLDA Hver einasti meðlimur Colgate-fjölskyldunnar finnur tannbursta, tannkrem og aðrar tannhirðu- vörur við sitt hæfi.Velkomin í fjölskylduna! tækisins í notkun hjá rösklega 300 vinnustöðum á Íslandi auk um 50 fyrirtækja erlendis. Með hugbún- aðinum EnviroMaster geta stjórn- endur haft góða yfirsýn yfir helstu umhverfis- og samfélagsbreytur í samræmi við viðurkennda staðla al- þjóðastofnana og kauphalla. Er hugbúnaðurinn tengdur við öll helstu kerfi og safnar gögnum með sjálfvirkum hætti. Jón Ágúst segir lausn Klappa m.a. hafa þann kost að viðmiðin eru þau sömu hjá öllum notendum og hægt að vakta fram- lag atvinnulífsins við að ná þeim alþjóðlegu markmiðum sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að stefna að. „Með hugbúnaði Klappa lærir at- vinnulífið tungumál sem gerir okk- ur kleift að skilja hvert annað. Við erum komin út úr sílóunum sem Excel hefur haldið okkur í þar sem við unnum með umhverfismálin hvert fyrir sig án samtals við um- hverfið. Nú getum við öll hjálpast að því við erum komin með mögu- leikann á að vinna saman að því mikilvæga verkefni að draga úr só- un og losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið er gríðarlega stórt og að- kallandi og þarfnast sameiginlegs átaks okkar allra,“ útskýrir Jón Ágúst og minnir á að ef fram held- ur sem horfir muni Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir marga tugi og jafnvel hundruð milljarða króna á komandi árum og áratug- um og frekar en að minnka hafi sót- spor þjóðarinnar farið stækkandi. „Þessi útgjöld munu með einum eða öðrum hætti leggjast á íslensk- an almenning og fyrirtæki og væri sterkari leikur að nota peningana frekar til að ráðast í framsækin verkefni til að draga t.d. úr losun gróðurhúsalofttegunda.“ Umhverfisbókhald gæti orðið skylda Jón Ágúst bendir á að fyrirtæki hafi margvíslegan ávinning af því að huga vandlega að umhverfisbók- haldinu og nefnir hann sem dæmi að græna hagkerfið fari ört stækk- andi og að félög sem láta umhverf- is- og samfélagsmálin mæta af- gangi geti vænt þess að dyr sem áður stóðu þeim opnar muni lokast og viðskiptavinir leita annað. Er það t.d. æ algengara í útboðum af ýmsu tagi að þátttakendur geti sýnt fram á ábyrga umhverfis- stefnu og í viðskiptum á milli fyr- irtækja vegur æ þyngra að að- fangakeðjan sé sannanlega eins umhverfisvæn og kostur er. Ávinningurinn er líka margvís- legur og minnir Jón Ágúst á nýlegt grænt skuldabréfaútboð Íslands- banka sem vakti mikla lukku meðal innlendra og erlendra fjárfesta og ætti að leiða til hagstæðari lána- kjara fyrir græn verkefni af ýmsu tagi. „Það er nú þegar hluti af þjón- ustufarmboði stóru endurskoðunar- stofanna að votta samfélagsleg áhrif reksturs félaga og það ætti ekki að koma á óvart ef öll félög verða á endanum skyldug til að skila inn umhverfisbókhaldi rétt eins og ársreikningi.“ „Þarfnast sameiginlegs átaks“ AFP Heild Starfsmaður verslunar raðar í hillurnar. Jón Ágúst segir að margt smátt geri eitt stórt og með því að minnka umhverfisáhrif sín jafnt og þétt geti fyrirtæki haft mikil áhrif. Þá haldist umhverfismál og hagræðing í hendur.  Forstjóri Klappa segir mega vænta útgjalda upp á tugi og hundruð milljarða króna vegna kaupa á losunarheimildum  Skárra væri að nota peningana til að ráðast í framsækin verkefni BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Umhverfismál vega æ þyngra í rekstri fyrirtækja og færist í vöxt að félög haldi sérstakt bókhald utan um eigin umhverfis- og samfélags- áhrif. Stjórnendur eru með þessu að svara kalli bæði neytenda og stjórnvalda en dr. Jón Ágúst Þor- steinsson segir að umhverfismál séu líka rekstrarmál: „Þau fyrirtæki sem við höfum starfað með hafa náð að spara háar fjárhæðir þegar þau hafa tekið um- hverfismálin föstum tökum. Með því t.d. að flokka sorp og draga úr úr- gangi eða með því að skipta yfir í farartæki sem nota græna orku eru félögin að spara beinharða peninga.“ Jón Ágúst er forstjóri hugbún- aðarfyrirtækisins Klappa sem þróar stafræna innviði fyrir umhverfis- og samfélagsmál. Þessir innviðir auð- velda fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum að fá góða yfirsýn yfir eigin umhverfisáhrif og vinna með markvissum hætti að aukinni sjálfbærni. Klappir efna til málþings á miðvikudag þar sem fjallað verður um hvað fyrirtæki geta gert til að leggja sitt af mörkum í umhverfis- og loftslagsmálum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Nasdaq og Origo og munu fulltrúar frá Ölgerð- inni, Arion Banka, ÞG Verki, Eim- skipi og Össuri gefa innsýn í aðgerð- ir fyrirtækjanna á þessu sviði. Dýrt að gera engar breytingar Klappir hófu starfsemi árið 2014 og er umhverfisbókhaldskerfi fyrir- Jón Ágúst Þorsteinsson Alitalia tilkynnti fyrir helgi að frá og með 8. desember muni ítalska flugfélagið bjóða upp á beint flug milli Rómar og New York þar sem allir farþegar gangast undir kór- ónuveiruskimun áður en farið er í loftið. Þurfa farþegar ýmist að framvísa niðurstöðum kórónuveiru- prófs sem ekki er meira en 48 stunda gamalt, eða láta skima eftir veirunni á flugvellinum. Reuters greinir frá að þegar farþegarnir snúa aftur til Ítalíu gangist þeir undir veiruskimun öðru sinni og ef þeir reynast ósmitaðir þurfa þeir ekki að sæta 14 daga sóttkví eins og gildir annars um þá sem ferðast til Ítalíu. Þá hyggst KLM skima farþega sem ferðast frá Amsterdam til Atl- anta. Þurfa farþegarnir að gangast undir kórónuveirupróf allt að fimm dögum fyrir flug og svo aftur skömmu fyrir flugið, og í þriðja sinn eftir lendingu í Bandaríkjun- um. Við komuna aftur til Amst- erdam eru farþegarnir prófaðir í fjórða skiptið og ef ekkert smit greinist þurfa þeir ekki að sæta fimm daga sóttkví í Hollandi. Fyrir tæpum tveimur vikum kynnti bandaríska flugfélagið Delta til sögunnar svipað skimunarverk- efni fyrir farþega á leið milli Atl- anta og Rómar sem hefja mun göngu sína 19. desember. Að því gefnu að engin veira greinist hjá farþegum þurfa þeir ekki að sæta sóttkví við komuna til Ítalíu. Eru farþegar skimaðir allt að 72 tímum fyrir flugið, aftur á flugvellinum í Atlanta og svo í þriðja skiptið eftir lendingu í Róm. Á heimleiðinni gangast þeir undir skimun í fjórða sinn. ai@mbl.is AFP Lausn Úrræðið kallar á umstang en þýðir að farþegar sleppa við sóttkví. Gera tilraunir með skimun farþega  KLM, Alitalia og Delta með valkost sem á að liðka fyrir flugi milli Evrópu og BNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.