Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Akureyrarbær kynnti í gær tillögur
að breytingum á miðbæjarskipulagi.
Svæðið sem breytingarnar ná til af-
markast við Glerárgötu, Hofsbót og
Skipagötu, en þar eru nú fyrir bíla-
stæði að stærstum hluta.
Helstu leiðarljós núverandi skipu-
lags eru sögð óbreytt. Markmiðið er
að nýta betur opið landrými á milli
Skipagötu og Glerárgötu með nýjum
húsaröðum, stækka þannig miðbæ-
inn og bæta tengingu við höfnina og
menningarhúsið Hof með rúmgóðum
austur-vestur-gönguásum, segir í til-
kynningu frá bænum.
Hefja uppbyggingu sem fyrst
Tillögurnar byggjast á niðurstöð-
um þverpólitísks stýrihóps með
fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn.
Stefnt er að því að hefja uppbygg-
ingu sem allra fyrst, en skipulagsráð
samþykkti í fyrra að gera breytingar
á deiliskipulaginu sem tók gildi 2014.
Samkvæmt þeim breytingartillög-
um sem nú liggja fyrir verður Gler-
árgata áfram 2+2 vegur í núverandi
legu, en gert er ráð fyrir þrengingu á
einum stað með gönguþverun. Þar
sem ekki er gert ráð fyrir færslu
Glerárgötu minnka lóðir og bygging-
arreitir við Skipagötu og Hofsbót.
Lagt er til að hluti Skipagötu verði
einstefna til suðurs og að sama gildi
um Hofsbót frá Skipagötu að
Strandgötu. Þá er gert ráð fyrir nýj-
um og afmörkuðum hjólastíg eftir
Skipagötu sem og reiðhjólastæðum
og -skýlum fyrir almenning í mið-
bænum, auk þess sem kvöð er sett
um reiðhjólageymslur í öllum nýjum
byggingum innan svæðisins.
Lifandi starfsemi á jarðhæð
Loks er gerð krafa um að á jarð-
hæð nýrra bygginga sem snúa að
Skipagötu, Hofsbót og austur-vest-
ur-gönguásum verði lifandi starf-
semi, svo sem verslanir, veitinga-
staðir, þjónusta og menningar-
starfsemi sem stuðli að fjölbreyttu
miðbæjarlífi.
Hilda Jana Gísladóttir, formaður
stýrihópsins, vonast til að vinnan
verði til þess að uppbygging í mið-
bænum geti hafist sem fyrst. Það sé
löngu tímabært.
„Hlutverk stýrihópsins var að
leita leiða til þess að gera breytingar
á gildandi deiliskipulagi þannig að
meirihluti bæjarstjórnar gæti sam-
þykkt að vinna samkvæmt því. Það
er sannarlega fagnaðarefni að það
hafi tekist og að grunnhugmynda-
fræði skipulagsins byggi enn á vinnu
sem kaupmenn í bænum hófu undir
merkjum „Akureyri í öndvegi“ og
vinningstillögu úr hugmyndasam-
keppni sem haldin var árið 2005,“
segir Hilda Jana í tilkynningunni.
Tillögurnar voru kynntar á
streymisfundi á facebooksíðu Akur-
eyrarbæjar í gær. Upptaka er að-
gengileg á vef bæjarins, auk nánari
upplýsinga um miðbæjarskipulagið.
Tillögurnar voru hannaðar af Koll-
gátu arkitektúr, Landslagi og Eflu.
Teikningar/Akureyrarbær
Akureyri Svona gæti svæðið litið út á milli Glerárgötu og Skipagötu, nái tillögur að miðbæjarskipulagi í gegn.
S
tra
n
d
g
a
ta
S
trandgata
K
a
u
p
va
n
g
ss
tr
æ
ti
Glerárgata
Glerárgata
Skipagata
Hofsbót
Hof
Tillögur að breyttum
miðbæ Akureyrar
Byggingar á bílastæðunum milli Glerárgötu og Skipagötu
Miðbær Horft eftir Glerárgötu til norðurs og upp Kaupvangsstrætið. Á
þessum reit núna eru bílastæði. Undir byggingunum verða bílakjallarar.
Héraðsdómur Suðurlands hefur gert
karlmanni að greiða rúmlega 15
milljónir í bætur til hjóna sem
keyptu af honum fasteign í Blá-
skógabyggð árið 2017. Er ástæðan
sú að mikil mygla fannst í húsnæðinu
þegar fólkið ætlaði að fara í endur-
bætur, en í dóminum kemur fram að
seljandanum hafi átt að vera ljóst að
óeðlilega mikill raki væri í hluta
hússins.
Hafi hann þannig ekki getað verið
grandalaus um þá galla sem fyrir-
fundust, en ekkert var getið um þá í
söluyfiriti eða við sölu húsnæðisins.
Segir í dóminum að þar sem seljand-
inn hafi ekki getað talist grandalaus
um gallana hafi honum borið að láta
stefnendur vita um tilvist þeirra, eða
að minnsta kosti að ástæða væri til
að skoða mögulegan raka í gólfi. Í
söluyfirliti eignarinnar var ekki get-
ið um að neitt væri að henni.
Með söluyfirlitinu fylgdi einnig
yfirlýsing seljanda um ástand fast-
eignarinnar og kom þar heldur ekk-
ert fram um galla, heldur þvert á
móti var þar tekið fram að ekki væri
vitað um neinn sveppagróður,
myglu, raka eða annað sem betur
mætti fara. Þá er tekið fram að dren
hafi verið endurnýjað árið 2013.
Kaupendurnir sögðu að við skoðun
hefðu þeir verið upplýstir um smá-
vægilegan leka frá eldhúsvaski, en
gert hefði verið við hann.
Greiðir 15 milljónir í
bætur vegna myglu
Óeðlilega mikill raki í hluta hússins
Hér koma við sögu þekktir Íslendingar,
alþjóðlegir leiðtogar, frumbyggjar og
baráttufólk um víða veröld.
SKEMMTISÖGUR SEM KOMA Á ÓVART
Ólafur Ragnar Grímsson rifjar upp
atburði og persónur í stíl smásögunnar
og beitir bæði skarpskyggni og kímni
við frásögnina.
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
HEIMAVÍK EHF til sölu
Vegna aldurs eigenda er Heimavík ehf til sölu.
Mikil tækifæri
Yfir 40 ára viðskiptasamband við Taiwan og Kína
Viðskiptasamband við Danmörku
Möguleiki á að bæta við vörutegundum
Erum sterk í dag í silunga- og laxanetum, auk grásleppuneta o.fl.
Hentar mjög vel sem viðbót við annan rekstur
Eigendur eru tilbúnir að aðstoða nýja eigendur
Lagerstaða mjög góð fyrir næsta ár
Upplýsingar veitir:
Árni Björn Birgisson, endurskoðandi, s. 848 3040.
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN