Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fossar í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindar-
fjarðará í Árneshreppi á Ströndum eru
meðal fossa og fossasvæða sem lagt er til
að verði friðuð og bætt inn á framkvæmda-
áætlun náttúruminjaskrár. Þetta kemur
fram í samantekt Náttúfræðistofnunar, en
stofnuninni ber lögum samkvæmt að velja
svæði á áætlunina til verndar náttúrufyrir-
bærum ýmiss konar.
Fram kemur í samantekt um viðbótar-
tillögur fyrir fossa að fjölmargir fossar séu
á náttúruminjaskrá og nokkrir hafi þegar
verið friðlýstir. Við val á fossum var stuðst
við fjölrit Náttúruverndarráðs, Fossar á
Íslandi, þar sem tekin eru saman drög að
fossaskrá og fossarnir flokkaðir í þrjá
flokka eftir verndargildi.
Yfirvofandi ógn
Alls eru 22 fossar í efsta flokki í skránni
og ættu skilyrðislaust að njóta verndar
samkvæmt skilgreiningu og 30 í öðrum
flokki, en þá væri æskilegt að friða, segir í
samantektinni. Nú eru 15 af 22 fossum í
efsta flokki friðaðir. Einn af þeim sem ekki
njóta sérstakrar verndar er innan fyrir-
hugaðs hálendisþjóðgarðs, en það er foss
innst í Stakkholtsgjá á Goðalandi.
Lagt er til að fossar á þeim svæðum sem
eftir standa verði friðaðir en það eru
Tröllafoss, Glymur, Hengifoss og Litlanes-
foss, Kvernufoss, Seljalandsfoss og
Gljúfrabúi. Lagt er til að sjö fossar á fjór-
um svæðum úr öðrum flokki verði friðaðir
en það eru Kolufossar, fossar í Vatnsdalsá,
Stuðlafoss á Jökuldal, Aldeyjarfoss, Ing-
vararfoss og Hrafnabjargafoss í Skjálf-
andafljóti og Skeifárfoss á Tjörnesi.
Þá er lagt til að fossar á tveimur svæðum
sem ekki eru í fyrrnefndri fossaskrá verði
friðaðir, en það eru fossar í Rjúkanda,
Hvalá og Eyvindarfjarðará og Fossabrekk-
ur í Rangárbotnum. Fram kemur í skýrsl-
unni að við val á fossum sem ekki eru í efsta
flokki var m.a. horft til landfræðilegrar
dreifingar og yfirvofandi ógnar.
Gljúfur og gil innan marka
Við afmörkun svæða umhverfis fossa var
miðað við 200 metra jaðarsvæði, ýmist út
frá miðlínu ánna eða frá bökkum þeirra þar
sem árnar eru vatnsmiklar og breiðar.
Leitast var við að gljúfur og gilbarmar sem
mynda umgjörð og landslagsheild fossanna
væru innan skilgreindra marka og að aðrir
fossar í grennd við aðalfossinn féllu innan
friðlýsingarmarka, enda væru þeir hluti af
landslagsheildinni.
Á Náttúrufræðistofnun Íslands er unnið
að skráningu jarðminja, þar á meðal fossa.
Í framhaldi af tillögum sem nú hafa verið
lagðar fram og þegar skráning fossa verður
komin vel á veg, verður hægt að fara í kerf-
isbundið mat á verndargildi og verndar-
stöðu einstakra fossa, segir í samantekt-
inni. Með slíku mati verður hægt að leggja
fram ítarlegri tillögur um vernd fossa með
hliðsjón af lögum um náttúruvernd þar sem
skoðuð verði jarðfræði fossa, landmótun,
dreifing þeirra um landið, ógnir, mikilfeng-
leiki, sérstaða og almenn fegurðarsjón-
armið.
Í skýrslunni er rakið að Náttúrufræði-
stofnun hafi í apríl 2018 lagt fram tillögur
að 112 svæðum sem valin voru til verndar
vistgerðum, fuglum og jarðminjum. Í júlí
2018 óskaði umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytið eftir því að stofnunin skoðaði
hvort rétt væri að bæta við nokkrum til-
lögum á B-hluta náttúruminjaskrár og þá
sérstaklega verndarsvæðum fyrir fossa og
hella, selalátur, víðerni og heitar og kaldar
lindir.
Aðgengilegt í kortasjá
Tillögur fyrir þessi náttúrufyrirbæri
voru lagðar fram til ráðuneytisins í maí
2019. Þær voru rýndar í ráðuneytinu og
bornar saman við upprunalegu tillögurnar
með tilliti til forsendna og verklags við skil-
greiningu viðmiða, forgangsröðunar og
vals á svæðum og einnig framsetningar og
innihalds umfjöllunar. Niðurstaða ráðu-
neytisins í janúar í ár var að tólf tillögur um
verndarsvæði fossa yrðu unnar áfram fyrir
framkvæmdaáætlun.
Óskað var eftir því að stofnunin ynni
staðreyndasíður fyrir ný svæði þar sem
fram kæmi lýsing á svæðum, þeim náttúru-
verðmætum sem í þeim felast, aðsteðjandi
ógnum og hugsanlegum aðgerðum til
verndar þar sem það ætti við. Jafnframt
yrði gerð tillaga að landfræðilegri afmörk-
un nýrra svæða sem yrði aðgengileg í
kortasjá stofnunarinnar og eru nýju til-
lögusvæðin nú aðgengileg í kortasjá nátt-
úruminjaskrár (natturuminjaskra.ni.is).
Staðreyndasíður greina frá hverju svæði
fyrir sig, forsendum fyrir vali, aðsteðjandi
ógnum og mögulegum aðgerðum til vernd-
ar.
Tillögur NÍ fara væntanlega til með-
ferðar í umhverfisráðuneyti og Umhverf-
isstofnun.
Morgunblaðið/RAX Ljósmynd/Sunna Björk Ragnarsdóttir/Náttúrufræðistofnun Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fossar á tólf svæðum fái aukna vernd
Tillaga um nokkra fossa í Árneshreppi Glymur, Kvernufoss, Gljúfrabúi og Kolufossar á listanum
Morgunblaðið/RAX
Drynjandi Einn margra fossa í Hvalá í Árneshreppi.
Aldeyjarfoss Skeifárfoss á Tjörnesi Hengifoss