Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Svartur/ Dark Ash Walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. 5th wheel í palli. VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate 2500 Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission. 6 manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 Ford F-350 XLT 6-manna Litur: Carbon Black/ Walnut að innan. 2020 GMC Denali, magn- aðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.190.000 m.vsk 2020 GMC Denali Ultimate 3500 ATH. ekki „verð frá“ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Rúmlega 3.000 dauðsföll í Bandaríkj- unum í fyrradag voru rakin til kór- ónuveirunnar. Er það mesta mann- tjón af völdum veirunnar hvar í landi sem er á sólarhring, frá í apríl. Í Bretlandi hægði á efnahagsbata í október en hann nam 0,4% í mán- uðinum. Búist er við að samdrátt- urinn mælist meiri í nóvember. Kanadamenn hafa tekið sér stöðu við hlið Breta og heimilað notkun Pfizer-BioNTech-bóluefnisins gegn kórónuveirunni. Talið er að Banda- ríkjamenn færist nær leyfisveitingu fyrir bóluefni eftir fund sérfræð- ingahóps Matvæla- og lyfjaeftirlits- ins (FDA) sem ráðgerður var í gær. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, sagði að leyfi fyrir notkun efnisins yrði væntanlega veitt eftir helgi. Samkvæmt bókhaldi fréttaveit- unnar AFP hefur kórónuveiran kostað að minnsta kosti 1.570.398 manns lífið frá því hennar varð fyrst vart í Kína, í desember fyrir ári. Verst hafa Bandaríkin orðið úti með 289.450 dauðsföll, í öðru sæti er Brasilía með 178.995, Indland með 141.772 og Mexíkó með 111,655. Alls hafa 68,9 milljónir manna sýkst af veirunni. Biðlistar lengjast Sjúklingar sem beðið hafa eitt ár eða lengur eftir venjulegri sjúkra- húsaþjónustu séu nú 100 sinnum fleiri en áður en kórónufaraldurinn fór af stað, samkvæmt gögnum breska heilbrigðiskerfisins. Líklegt er að dauðsföllum af völd- um veirunnar fjölgi á næstu vikum í Þýskalandi vegna aukins slagkrafts veirunnar í landinu og fjölgunar sýk- inga, að sögn forstjóra Robert Koch- stofnunarinnar. „Staðan er mjög al- varleg og hefur versnað síðustu vik- una. Við erum enn að sjá fjölgun sýkinga,“ sagði hann í gær. Fjölgun í Thüringen, Brandenburg og Sax- landi-Anhalt væri áhyggjuefni. Þjóð- verjum hefur hingað til miðað betur í stríðinu gegn kórónuveirunni en á hefur hallað að undanförnu og voru til að mynda tilkynnt 440 dauðsföll á einum sólarhring í gær. Alls hafa 20.372 manns týnt lífi til vírussins í Þýskalandi. Ekkert lát er á aflýsingu stórra íþróttaviðburða. Alþjóðafrjáls- íþróttasambandið frestaði í gær HM innanhúss, sem ráðgert var í Nanjing í Kína í mars nk., fram í mars 2023. Sæfarendur komast hvergi Um 400.000 sæfarendur með út- runna kjarasamninga eru strand á höfum úti þar sem ekki er hægt að koma þeim til síns heima af völdum kórónuveirunnar, segir Alþjóðasigl- ingamálastofnunin (IMO). Sumir þessara hafa starfað úti á sjó og ekki komið í land í rúmt hálft annað ár, eða miklu lengur en 11 mánaða há- mark sem er á óslitnum starfstíma á sjó. „Því miður höfum við horft upp á mannréttindi sæfarenda, fiskimanna og annarra starfsstétta á sjó stefnt í háska í kreppunni. Þetta er klárt mannréttindamál og hefur lagst þungt á viðkomandi,“ sagði fram- kvæmdastjóri IMO í gær. Þá eru hundruð þúsunda sæfarenda föst heima fyrir og komast ekki til skips og geta því ekki séð fjölskyldum sín- um farborða. Tvö af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna, Delta Airlines og United Airlines, hafa sett rúmlega eitt þúsund manns á bannlista fyrir að virða ekki reglur um notkun and- litsgrímna í flugi. Metfjöldi látinna í Bandaríkjunum  Líklegt er að dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar fjölgi á næstu vikum í Þýskalandi vegna aukins slagkrafts veirunnar  Kanadamenn hafa heimilað notkun Pfizer-BioNTech-bóluefnisins AFP Bóluefnið Forstjórar flutningaflugfélaga skýrðu samgöngunefnd Bandaríkjaþings frá því í gær hvernig þeir sæju fyrir sér fjöldadreifingu bóluefna. Á myndinni heldur Wesley Wheeler frá United Parcel Service á lyfjaglasi. Talið er að þrír hvalir sem til sást undan Mexíkóströndum tilheyri áð- ur óþekktri hvalategund. Rannsókn- armenn fundu hvalina þegar þeir voru að fylgjast með ferðum nefju- hvala skammt frá San Benito-eyjum í nýliðnum nóvember, um 500 km sunnan landamæra Bandaríkjanna. Jay Barlow, sjávardýralíffræð- ingur við Scripps-hafrannsókna- stofnunina í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sagði við BBC að þeir hefðu ekki áttað sig á fundinum fyrr en við skoðun ljósmynda af hvölunum nokkrum dögum seinna. Bíða vísindamennirnir niðurstöðu DNA-greiningar sjávarsýnishorna sem gætu varðveitt skinnfrumur sem staðfest gætu hvort um nýja hvalategund sé að ræða. Sé svo yrði þetta 24. þekkta tegund nefjuhvala. Rannsóknarhópurinn hélt út á sjó til að reyna að finna út hvaða teg- und hvala það væri sem gefið hafði frá sér áður óþekkt hljóð, er fram komu á hljóðupptökum úr fyrri leið- angri að San Benito-eyjum. Náðust myndir og myndbandsupptökur af hvölunum óþekktu og með neðansjávarmíkrófónum náðust upptökur af hljóðmerkjum hvalanna. Vísindamennirnir Gustavo Card- enas Hinojosa, Jay Barlow og Eliza- beth Henderson kveðast „tiltölulega sannfærð“ um að dýrin heyri nýrri hvalategund til. Ný hvalategund fundin AFP Hvalur Áður óþekkt hvalahljóð leiddu vísindamennina á sporið.  Námu áður óþekkt hvalahljóð „Mjög stórar gjár eru enn í vegi samninga Breta og Evrópusam- bandsins (ESB) um samskipti eftir komandi áramót,“ sagði forsætis- ráðuneytið í London í gær. Í þriggja stunda tilraun Boris Johnsons forsætisráðherra Bret- lands og Ursulu von der Leyen for- seta framkvæmdastjórnar ESB yfir fiskrétti í Brussel í fyrrakvöld varð þó að samkomulagi að setja samn- ingaviðræðurnar aftur í gang í gær. Von der Leyen endurspeglaði þetta viðhorf Downingstrætis 10 er hún sagði í gær, að „mikið bæri í milli“. Gáfu þau Johnson samninga- mönnum sínum þau fyrirmæli að klára samninga í síðasta lagi kom- andi sunnudag, ellegar slíta þeim. Settust samningamenn aðila aftur að samningaborðinu síðdegis í gær. Í fréttaskýringu á vefsíðu BBC sagði að kvöldverðarviðræðurnar hefðu „greinilega gengið illa“ og að nú stæðu Bretar nær því en áður að fara samningslausir út úr aðlögunar- tímabili útgöngunnar um áramótin. Dominic Raab utanríkisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að „ólíklegt“ væri að viðræðurnar yrðu fram- lengdar lengur en til sunnudags- kvölds. Talsmaður forsætisráð- herrans útilokaði það ekki með því að segja að leiðtogarnir tveir vildu fá „einarðlega ákvörðun“ á sunnudag um framtíð viðræðnanna. Enn ginnungagap í við- ræðum Bretlands og ESB  Helgin verður afdrifarík fyrir Brexit-samninga AFP Beðið eftir tollafgreiðslu Flutningabílar bíða í röðum eftir tollafgreiðslu í höfninni í Dover í Englandi á leið til evrópska meginlandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.