Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Augnablikið Starfsmenn sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar skutu þremur púðurskotum úr fallbyssu í Reykjavíkurhöfn í vikunni, Halldóri B. Nellet skipherra til heiðurs, sem sigldi varðskip-
inu Þór til hafnar í síðasta sinn. Halldór lætur nú af störfum hjá Gæslunni, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Myndin fangar sérstakt augnablik, á sekúndubroti, er eitt skotið reið af.
Árni Sæberg
Umræður um varn-
ar- og öryggismál eru
takmarkaðar hér á
landi. Er það undar-
legt miðað við hve
áhuginn á þróun
þessara mála í ná-
grenni okkar eykst
jafnt og þétt meðal
stjórnmálamanna,
sérfræðinga og fjöl-
miðlamanna.
Fyrir skömmu sendi norska
ríkisstjórnin frá sér nýja hvítbók
um norðurslóðir þar sem sér-
staklega er áréttað að gjörbreyt-
ing hafi orðið frá því að síðasta
norska stefnuskjalið um þetta ná-
grannasvæði okkar Íslendinga var
birt árið 2011. Helsta breytingin
snýr að hernaðarlega þættinum,
það er stefnubreytingu Rússa með
aukinni hervæðingu á öllum svið-
um og þar með kjarnorkuhervæð-
ingu á Kólaskaganum.
Þögn hér á landi breytir engu
um þessa þróun. Hún eykur að-
eins hættu á að blekkingartrú
verði rótfastari. Blekking um að
sé setið auðum höndum „reddist
þetta“ eða þróunin verði á annan
veg hér en annars staðar.
Umræður á NATO-þingi
Nokkru áður en norska norður-
slóðastefnan birtist hittust þing-
menn frá 30 aðildarlöndum NATO
á fjarfundi NATO-þingsins. Meðal
viðmælenda þingmannanna var
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO. Hann sat fyrir svör-
um og breski íhaldsþingmaðurinn
Alec Shelbrooke beindi athygli
Stoltenbergs og þingmannanna að
norðurslóðum.
Shelbrooke vék sérstaklega að
framgöngu Rússa og Kínverja og
hvernig hún sneri að NATO. Kín-
verjar litu á sig sem
nágranna norður-
slóða. Þeir hefðu
áform um silkileið í
Norður-Íshafi og
efndu til flotaæfinga
á Eystrasalti. Hann
sagði að kafbátaum-
svif Rússa í Norður-
Atlantshafi væru nú
meiri en árið 1983.
(Um þær mundir
hófst endurnýjun alls
búnaðar í Keflavíkur-
stöðinni vegna út-
þenslu Sovétmanna.) Áætlun
Rússa um skipasmíðar væri
þriðja stærsta í heimi, nú væri
verið að endurvopna rússneska
Norðurflotann, nýir ísbrjótar
væru í smíðum og siglingar í
norðri og auðlindanýting yrðu
Rússum mikilvægari á næstu ára-
tugum.
Í september 2020 hefðu Bretar
sýnt áhuga sinn á öryggi á norð-
urslóðum í verki með því að
stjórna fjölþjóðlegri flota- og
flugsveit við æfingar á Barents-
hafi. Svonefndur norðurhópur 12
ríkja lyti forystu Breta til að auka
hernaðarlegt öryggi í norðri með
virku varnarsamstarfi. Spurði
hann Stoltenberg hver væru
áform NATO í bráð og lengd til
að gæta eigin strategískra hags-
muna á þessu svæði. Hvernig ætl-
aði NATO að hvetja aðildarríkin
til að styrkja getu sína vegna
nýrra norðlægra verkefna.
Jens Stoltenberg svaraði að
norðurslóðir skiptu mjög miklu
fyrir NATO. Þær yrðu aðeins enn
mikilvægari við stækkun íslausra
hafsvæða og vegna aukinna hern-
aðarumsvifa Rússa og vaxandi
áhuga Kínverja. Það hefði jafnan
verið litið á norðurslóðir sem lág-
spennusvæði. Hann vildi að það
yrði gert áfram sem yrði auðvitað
erfiðara með vaxandi hernaðar-
umsvifum. Hann vildi fylgja tví-
þættri stefnu: samtals og hern-
aðarlegrar staðfestu.
NATO hefði þess vegna styrkt
viðveru sína á norðurslóðum. Þess
væri vænst að bandalagsríkin
fylgdu þessu fram með tækjum
og mannafla. Bretar hefðu þegar
styrkt flota sinn og keypt kaf-
bátaleitarvélar. Sömu sögu væri
að segja um Dani, Norðmenn,
Kanadamenn og Bandaríkjamenn.
„Við verðum að vernda Norður-
Atlantshaf, við verðum að verja
alla kaplana“ sem Stoltenberg
sagði að tryggðu nær öll stafræn
samskipti milli ríkja. Þá yrði að
efna til fleiri æfinga á borð við
Trident Juncture-æfinguna árið
2018.
Í fyrsta sinn á mörgum áratug-
um væri nú haldið úti flugmóður-
skipi á norðurhluta Atlantshafs.
Flotar Breta og Bandaríkjamanna
létu auk þess að sér kveða á ann-
an hátt en áður. Unnið væri að
gerð varnaráætlana á vegum
NATO fyrir hvert eitt aðildarríki
og sérstaklega væri litið til flota-
mála í norðri. Ekki mætti gleyma
því að NATO hefði komið á fót
nýrri herstjórn í Norfolk í Virg-
iníu-ríki í Bandaríkjunum sem
sinnti verkefnum á Norður-
Atlantshafi. Þar birtist einnig
aukin áhersla NATO á Norður-
Atlantshaf.
Loftslag og öryggi
Þessi orðaskipti um norður-
slóðir eru skarpari en þau hafa
verið á opinberum NATO-
vettvangi um langt árabil. Um
áratugur er síðan þáverandi ríkis-
stjórn Kanada vildi ekki nein
NATO-afskipti af norðurslóðum.
Undanfarin ár má hins vegar
greina ákveðna stigmögnun í
orðalagi NATO um nauðsyn þess
að auka styrk og viðveru undir
merkjum bandalagsins í norðri.
Jens Stoltenberg er sömu skoð-
unar og norrænir varnarmálaráð-
herrar sem vilja einnig að litið sé
á norðurslóðir (e. Arctic) sem lág-
spennusvæði. Í orðum allra nor-
rænna ráðamanna um þetta má
þó greina undirtón um að líklega
versni þó ástandið.
Norðurskautsráðið er sam-
starfsvettvangur átta ríkja, nú
undir formennsku Íslendinga. Þar
er ekki fjallað um varnar- og ör-
yggismál. Danskir fræðimenn
hafa hreyft hugmynd um að kom-
ið verði á fót óformlegum sam-
ráðsvettvangi um arktísk öryggis-
mál með þátttöku fleiri en
ríkjanna átta.
Í lok nóvember 2020 var lögð
fram 67 bls. skýrsla, NATO 2030,
sem hefur að geyma ábendingar
10 manna hóps sem starfaði á
vegum Stoltenbergs í umboði
ríkisoddvitafundar bandalagsins í
desember 2019.
Í kafla um loftslagsmál segir
meðal annars að áréttað skuli af
hálfu NATO að loftslagsbreyt-
ingar hafi áhrif á öryggisumhverfi
bandalagsins og að sjá verði til
þess að sú staðreynd seti svip á
strategísk stefnuskjöl. Þá segir:
„NATO á að styrkja aðgerðir
til ástandsmats á norðurslóðum
og á Norðurskautssvæðinu (e.
Arctic) og að því er varðar norð-
urslóðir, sem falla undir ábyrgð-
arsvæði SACEURs [Evrópuher-
stjórnar NATO], ætti að móta
strategíu sem nær til víðtækari
fælingar og varnaráætlana. Gerð
þessarar svæðisbundnu strategíu
taki samstillt tillit til viðkvæmni
og innsýnar NATO-aðildarríkj-
anna sem eiga land að Norður-
Íshafi. Í henni felist áætlanir til
að tryggja siglingafrelsi í norður-
höfum og á nálægum höfum þar á
meðal Norður-Atlantshafi auk
ákvæða um hvernig brugðist skuli
við herskáum aðgerðum ríkja. Til
að styðja við þessi áform verði
flotastefna bandalagsins frá 2011
uppfærð svo að hún endurspegli
nýjar ógnir við tengslin yfir Atl-
antshaf og ósk NATO um að Ark-
tik/norðurslóðasvæðið haldist sem
lágspennusvæði.“
Þá segir einnig í þessum kafla
framtíðarskýrslu NATO að lofts-
lagsbreytingar móti áfram örygg-
isumhverfi NATO. Þótt það sé
einkum verkefni einstakra aðild-
arríkja að hafa stjórn á útblæstri
gegni NATO þar hlutverki vegna
vaxandi þarfar fyrir ástandsmat,
tímabærar viðvaranir og upplýs-
ingaskipti. Leggur ráðgjafarhóp-
urinn til að hugað verði að því að
koma á fót öndvegissetri NATO
um loftslag og öryggi. Í störfum
setursins yrði lagt upp með
reynslu NATO af því að fjalla um
loftslagsbreytingar og aðrar ekki-
hernaðarlegar ógnir eins og far-
sóttir við úrvinnslu NATO-
áætlana um viðnámsþrótt og
áfallastjórnun, þar verði sérstök
áhersla lögð á að styrkja orku-
virki og fjarskiptavirki til að
standast veðurálag.
Þarna er vikið að borgaralegum
öryggisþáttum sem snerta hags-
muni okkar Íslendinga beint eins
og sannaðist fyrir ári. Íslensk
stjórnvöld ættu að láta sig þenn-
an þátt sérstaklega varða í starfi
NATO.
Eftir Björn
Bjarnason » Þessi orðaskipti um
norðurslóðir eru
skarpari en þau hafa
verið á opinberum
NATO-vettvangi um
langt árabil.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
NATO lítur til norðurs