Morgunblaðið - 11.12.2020, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
jólagjöfina
Gullbúðin er með
Bankastræti 6 • Sími 551 8588
Snusdósir 6.900
56.900 44.900 27.500 26.900 82.900 65.300 63.000 84.500
5.900
14 kt
35.900
Demantar
84.900
5.500
mantur
8.500
De
2
Demantar
63.900
Demantar
69.900
8.900
15.500
5.900
19.900 TAILS
skartgripirogur.is
4.900
11.400
8.900
Íslensk sveitarfélög
þurfa samkvæmt lög-
um að rækja marg-
víslegar skyldur og
hafa til þess ýmsa
tekjustofna. Til við-
bótar við lögbundin
verkefni hafa sveitar-
félögin heimild til að
sinna ýmsu öðru. Í til-
viki Reykjavíkur-
borgar er það svo
sannarlega raunin.
Innan samstæðu borgarinnar,
svokallaðs B-hluta, er að finna fyrir-
tæki á borð við Faxaflóahafnir, Fé-
lagsbústaði, Malbikunarstöðina
Höfða hf., Orkuveitu Reykjavíkur,
Strætó bs. og Sorpu bs. Innan Orku-
veitu Reykjavíkur er síðan fjöldi
dótturfélaga, þar á meðal Gagna-
veita Reykjavíkur. Yfirlýst hlutverk
hennar er „að veita íslenskum heim-
ilum og fyrirtækjum aðgengi að há-
gæða þjónustu á opnu aðgangsneti“.
Þetta er í daglegu tali kallað net-
tenging.
Hvergi er fjallað um beinan rekst-
ur netþjónustu í lögum um skyldur
sveitarfélaga. Það er því ekki hlut-
verk borgarinnar, né fyrirtækja í
hennar eigu, að veita þá þjónustu.
Ekki frekar en að borgin eigi að sjá
borgurunum fyrir matskeið af lýsi á
morgnana, eins hollt og það er nú
samt. Borgin ætti því að huga að sölu
Gagnaveitunnar við fyrsta tækifæri.
Samhliða ætti borgin að losa sig
við eignarhlut sinn í Sorpu. Sorp-
hirða er víða boðin út á
Íslandi og sérhæfð
fyrirtæki bjóða þá
þjónustu á samkeppn-
ismarkaði, nema auð-
vitað þar sem sveitarfé-
lagið heldur uppi einok-
unarstarfsemi. Sorpa
hefur reynst eitt risa-
stórt lóð um háls hins
syndandi skattgreið-
enda og gæti hvenær
sem er orðið óbærilega
þungt.
Almennt má segja að því minni
rekstur sem er á könnu hins opin-
bera, því minni líkur eru á því að
skatt- og útsvarsgreiðendur sitji
uppi með risastóra reikninga eftir
óráðsíu og mistök. Það er því áríð-
andi að losna við rekstur eins og
Gagnaveituna og Sorpu úr miðstýr-
ingu ráðhússins. Fólk mun eftir sem
áður geta keypt sér aðgang að „opnu
aðgangsneti“ og losnað við sorpið
um leið og það tekur inn sitt eigið
lýsi.
Skyldur og
gæluverkefni
Eftir Katrínu
Atladóttur
Katrín Atladóttir
» Borgin ætti því að
huga að sölu Gagna-
veitunnar við fyrsta
tækifæri. Samhliða ætti
borgin að losa sig við
eignarhlut sinn í Sorpu.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
katrin.atladottir@reykjavik.is
Þann 27. október
síðastliðinn var stutt
spjall í Bítinu á
Bylgjunni við for-
mann Samtaka skatt-
greiðenda vegna vild-
arpunkta sem ríkis-
starfsmenn hafa notið
mörg síðastliðin ár
samhliða kaupum á
flugmiðum sem skatt-
greiðendur greiða
fyrir vegna ferða sem farnar eru
vegna vinnu. Punktasöfnun þessi
er hins vegar háð því að flugmið-
inn sé keyptur af réttu flugfélagi
og þá er viðkomandi verðlaunaður
persónulega. Umræddir vildar-
punktar eru verðmæti sem starfs-
maðurinn nýtur persónulega og
getur nýtt til greiðslu persónu-
legra útgjalda. Með þessu fyr-
irkomulagi er ljóst að ríkulegur
hvati er til þess að horfa fram hjá
því hver býður besta verðið á flug-
miðanum. Í þessu kom fram að
fjármálaráðuneytið hefur nú loks-
ins eftir 10 ára baráttu lagt blátt
bann við því að starfsmenn rík-
isins njóti ávinnings persónulega
af þessu tagi og tók reglugerð
þess efnis gildi í byrjun október
2020. Þá kom fram í sama spjalli
að enn ætti eftir að taka á málum
sem varða greiðslur og skattalega
meðhöndlun ferðadagpeninga.
Þeir sem hafa eiga með höndum
eftirlit með að skattaleg með-
höndlun þessara dagpeninga sé
lögum samkvæmt eru fyrst og
fremst Skatturinn sem áður hét
RSK, Skattrannsóknarstjóri og
svo fjármálaráðuneytið sem emb-
ætti þessi heyra und-
ir. Og þá er ekki úr
vegi að nefna í þessu
tilliti Ríkisendur-
skoðun sem hefur
fullt leyfi til frum-
kvæðisathugunar á
málum sem ætla má
að brjóti í bága við
lög. En sá æðsti þar á
bæ trónaði á toppi
RSK í síðasta emb-
ætti sínu og hreyfði
engu í þessum málum
frekar en fyrirrenn-
arar hans. Í lögum um tekjuskatt
er kveðið skýrt á um að dagpen-
ingar séu frádráttarbærir frá
tekjuskattsstofni að því marki sem
nemur þeirri upphæð sem sannað
er að sé vegna ferða á vegum at-
vinnurekanda. Það er því ljóst að
ekki er þörf á háskólagráðu í les-
skilningi til að átta sig á því að sá
hluti sem ekki er sannað að séu
útgjöld af því tagi fellur utan við
heimild til lækkunar á tekju-
skattsstofni og ber því að greiða
tekjuskatt af þeim hluta eins og
venjulegum launum. Þeir sem
helst njóta greiðslna af þessu tagi
eru embættismenn ríkisins en svo
eru flugliðar sem starfa um borð í
íslenskum loftförum mjög fjöl-
mennir í þessum hópi. Lengi vel
var eina flugfélagið sem þetta
snerti Flugleiðir sem síðar varð
Icelandair. Skattyfirvöld hafa tek-
ið einkafyrirtæki út fyrir sviga í
þessu og mismuna nú eigendum
þeirra og tengdum aðilum með
þeim hætti að þeim einum er gert
að færa sönnur á útgjöld sem þeir
færa til frádráttar á móti fengnum
dagpeningum. Allir sem einhvern
tímann hafa fengið greidda dag-
peninga vita að oftar en ekki eiga
þeir góðan afgang eftir að hafa
greitt útlagðan kostnað. Í áratugi
hefur það svo verið í framkvæmd
þannig að dagpeningarnir eru að
fullu færðir til frádráttar frá
tekjuskattsstofni án tillits til þess
sem varið var í raun til greiðslu
ferðakostnaðar. Flugliðar bera í
langflestum tilfellum alls engan
kostnað vegna ferða á vegum
vinnuveitenda sinna en þar að
auki eiga þeir samkvæmt reglum
skattyfirvalda ekki rétt á þessum
frádrætti þar sem eitt skilyrðið
fyrir honum er að um sé að ræða
ferðir utan venjulegs vinnustaðar.
Hvar skyldi nú vera venjulegur
vinnustaður flugliða annars staðar
en um borð í loftförunum? Hvers
vegna gilda þá ekki sömu reglur
fyrir sjómenn, já og strætó-
bílstjóra? Flugliði sem fer héðan
að morgni í Evrópuflug kemur til
baka seinnipart sama dags, rétt
eins og strætóbílstjórinn sem
mætir á sína morgunvakt. Mun-
urinn er einna helst sá að fluglið-
inn fær að borða í boði vinnuveit-
anda á meðan strætóbílstjórinn
þarf sjálfur að borga matinn ofan í
sig. Í áratugi hafa þeir aðilar sem
sinna eiga skatteftirliti í landinu
sniðgengið starfsskyldur sínar og
Eftir Örn
Gunnlaugsson » Skattyfirvöld og
fjármálaráðherra
virðast líta á það sem
dyggð að sniðganga
starfsskyldur sínar
hvað þennan málaflokk
varðar.
Örn Gunnlaugsson
Starfsskyldurnar sniðgengnar