Morgunblaðið - 11.12.2020, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Glæsilegar
jólagjafir
Bankastræti 12, 101 Reykjavík – Sími 551 4007
www.skartgripirogur.is
Glæsilegt úrval af úra- og
skartgripaskrínum
15.900
Demantar
58.900
Demantar
65.900
82.900 69.250 54.900 41.900 39.900 31.000 22.900 39.900
8.900
5.900
19.900
Frá 4.990
1
18 kt demantar
258.000
18 kt demantar
185.000
18 kt demantar
165.000
Frá 14.900
21.500
10.500
liðið fyrrnefnd skattsvik þar sem
þeir njóta sjálfir góðs af. Hér áð-
ur þótti til hæfis að þeir sem
ræktu ekki starfsskyldur sínar
væru reknir og hýrudregnir en
hjá skattyfirvöldum virðist vera
litið svo á að vanræksla á starfs-
skyldum hvað þennan málaflokk
varðar sé einhvers konar dyggð.
Það virðist ekki nokkur ærlegur
yfirmaður hafa verið ráðinn til
skattyfirvalda marga síðustu ára-
tugi, einhver sem er svo hreinn
og beinn að innrætið segi honum
að svona skattsvik skuli ekki líð-
ast, jafnvel þó hann sjálfur beri
skarðan hlut frá borði við að upp-
ræta svindlið. Í þessu sambandi
er vert að hugsa til þess að eng-
inn fjölmiðill virðist þora að
kryfja þessi mál með ítarlegri
umfjöllun. Væntanlega er það
hvoru tveggja af ótta við að verða
látnir líða fyrir slíkt hjá opinber-
um aðilum og svo gætu einhverjar
auglýsingatekjur horfið mislíki
ákveðnu flugfélagi umfjöllunin. Þá
er það alveg sérstaklega athug-
unarvert að hópur fólks af rík-
isfjölmiðlinum RÚV skuli vera
tilbúið til að brölta þúsundir kíló-
metra til Afríku til að fjalla um
mútuhneyksli þar þegar sams
konar mál blasa við nánast í
næsta húsi. En þetta fólk fengi
auðvitað enga dagpeninga greidda
við gerð slíkrar umfjöllunar hér
heima ólíkt því sem þetta fólk
fékk vegna slíkrar umfjöllunar í
fjarlægri heimsálfu þar sem
mútugreiðslur eru í raun meitl-
aðar í stein. Við skyldum þó ekki
eiga slíkan stein hér Íslandi?
Höfundur er fv. atvinnurekandi.
orng05@simnet.is
Staðan er snúin. Að
samfélaginu steðjar
vandi í efnahags- og fé-
lagsmálum sem á rót
að rekja til heimsfar-
aldursins og viðbragð-
anna við honum. Loks
er útlit fyrir að unnt
verði að hemja hann
með bóluefnum á
næsta ári, en þó varla
að fullu fyrr en undir
lok þess árs. Búsifjar
hafa orðið miklar og verða enn.
Stjórnvöld hafa að mörgu leyti
staðið sig vel og fengið til þess svig-
rúm á hinum pólitíska vettvangi.
Ríkisstjórnin hefur hingað til notið
fulls stuðnings stjórnarandstöðu til
góðra verka og Alþingi greitt götu
hennar. Það var sjálfsagt, einkum
þegar hendur hennar voru fullar af
flóknum, erfiðum og óvæntum við-
fangsefnum. Því miður hefur rík-
isstjórnin ekki kosið þá leið að hafa
stjórnarandstöðuna með í ráðum í
aðgerðum og útfærslu þeirra. Á
vettvangi þingsins hefur þó tekist að
færa margt til betri vegar með held-
ur óvenjulegum hætti.
Ríkisstjórnin hefur beitt sér
þannig á Alþingi að hafna með öllu
hugmyndum og tillögum sem koma
ekki úr hennar ranni. Þetta gerir
hún þrátt fyrir að hafa í stjórnar-
sáttmála sínum lagt ríka áherslu á
stöðu og hlutverk Alþingis og sam-
vinnu við það. En ef henni hafa
þóknast tillögur stjórnarandstöð-
unnar hefur hún stundað að leggja
þær sjálf fram í kjölfar synjunar, lítt
breyttar og í eigin nafni. Þetta er
óþarfur tvíverknaður.
Tryggingagjald
og áfengisgjald
Viðreisn vill gera
margt betur og öðru-
vísi en ríkisstjórnin. Á
það er ekki hlustað.
Síðastliðinn fimmtudag
felldi stjórnarmeiri-
hlutinn allar tillögur
Viðreisnar um breyt-
ingar á einum af svo-
kölluð bandormum
sem fylgir fjárlögum.
Fyrst ber að telja til-
lögu um að á næsta ári
myndu fyrirtæki sem ráða til sín
fólk af atvinnuleysisskrá fá helm-
ingsafslátt af tryggingagjaldi. Ekki
þarf að fjölyrða um þörfina á að
liðka fyrir atvinnusköpun til að
draga úr atvinnuleysi og ömurlegum
áhrifum þess. Þess í stað ákvað
stjórnarmeirihlutinn að hækka
sóknargjöld sérstaklega, taldi það
brýnna.
Þá var felld tillaga um að falla frá
því að hækka áfengisgjald um 2,5%.
Rekstrarerfiðleikar veitingageirans
eru miklir, hvert sem litið er. Snar
þáttur í rekstri flestra slíkra fyrir-
tækja er sala áfengis. Hækkun
áfengisgjalds mun enn auka á þessa
erfiðleika og draga úr getu þeirra til
þess að þrauka áfram næstu miss-
eri. Á því þurfa þau ekki að halda.
Nokkur stór skref Viðreisnar
Fjárlög eru enn óafgreidd ásamt
fjölda mála sem varða viðbrögð við
faraldrinum. Mörg þeirra þarf að af-
greiða fyrir áramót en það er ekki
sama hvernig það verður gert. Enn
munum við í Viðreisn láta á það
reyna að koma að mikilvægum
breytingum og viðbótum.
Ferðaþjónustan og lista- og
menningargeirinn hafa orðið fyrir
meiri áföllum en flestir. Leggur Við-
reisn því til að ný ferða-, lista- og
menningargjöf verði veitt að fjár-
hæð 15.000 kr. sem gildi fram á
haust 2021. Með þessu verður í senn
mikil örvun í þessum greinum og
fólki gert auðveldara að ferðast og
njóta listar og menningar af öllu
tagi.
Álag á félagsþjónustu sveitar-
félaganna hefur vaxið mikið í far-
aldrinum og á eftir að vaxa enn
meira, ekki síst vegna mikils at-
vinnuleysis. Þau þurfa aðstoð til
þess að ráða við þetta stóra verk-
efni. Viðreisn leggur til að sveitar-
félögin fái tvo milljarða á næsta ári
til þess að koma til móts við stórauk-
inn kostnað.
Nú reynir á að leggja grunninn að
fjölbreyttara atvinnulífi sem gerir
okkur betur í stakk búinn til að tak-
ast á við sveiflur, skapa verðmæt
störf og stórauka verðmætan út-
flutning vöru og þjónustu. Rann-
sóknir og þróun eru forsenda þess.
Þess vegna leggur Viðreisn til að
framlög til Tækniþróunarsjóðs,
Rannsóknasjóðs og Innviðasjóðs
verði aukin um tvo milljarða á næsta
ári.
Alþingi hefur þegar samþykkt
frumvarp Viðreisnar um að sál-
fræðimeðferð falli undir greiðslu-
þátttökukerfi Sjúkratrygginga og
verði þannig veitt á sömu forsendum
og önnur heilbrigðisþjónusta. Fjár-
magn til þessa verkefnis hefur hins
vegar ekki enn verið tryggt og því
verður lagt til að í fjárlögum næsta
árs verði heimilt að veita allt að
tveimur milljörðum til þessa verk-
efnis. Öllum er ljóst að þessi þjón-
usta er nauðsynlegur þáttur í að
bæta lýðheilsu og líðan fjölda fólks.
Orkuskipti og græn uppbygging
eru nauðsynleg til þess að takast á
við loftslagsvána. Þar eru fólgin
mikil tækifæri til aukinnar nýtingar
á innlendri hreinni orku með til-
heyrandi gjaldeyrissparnaði. Þess
vegna leggur Viðreisn til að upp-
byggingu hleðslustöðva verði hraðað
verulega.
Viðreisn lagði einnig til að kolefn-
isgjald og gjald vegna losunar gróð-
urhúsalofttegunda yrði fært upp um
5% í stað 2,5%. Að mati Viðreisnar
er það nauðsynlegt í baráttunni við
loftslagsvá, til að stuðla enn frekar
að orkuskiptum og draga úr kostn-
aði vegna skuldbindinga okkar á
þessum sviðum. Samhliða þessu var
lögð áhersla á að ríkisstjórnin nýti
fjármagnið sem gjöldin skila til að
skapa hvata til aukinnar bindingar
með endurheimt votlendis, skóg-
rækt og nýsköpun á sviði bindingar í
jarðvegi. Nei, sögðu stjórnarflokk-
arnir.
Það verður fróðlegt að sjá hvort
ríkisstjórninni þóknist þessar lausn-
ir nóg til að fallast á þær, eða hvort
hún hafni þeim og geri að sínum eig-
in.
Viðnámi breytt í sókn
Eftir Jón Steindór
Valdimarsson » Leggur Viðreisn
því til að ný ferða-,
lista- og menningargjöf
verði veitt að fjárhæð
15.000 kr. sem gildi
fram á haust 2021.
Jón Steindór
Valdimarsson
Höfundur er þingmaður
Viðreisnar.
jonv@althingi.is