Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 þetta með stæl og á kveðjustund þakka ég henni fyrir það. Heimili Öldu og Egils, sem alltaf stóð öllum opið, var eigin- lega hálfgerð umferðarmiðstöð og ætíð glatt á hjalla og ekki stóð nú á veitingum hvenær sem var. Minnisstæðir eru morgnarnir þegar vinkonur hennar og ná- grannar mættu í kaffisopann til að fara yfir helstu fréttir úr bæn- um, þá var nú ekki töluð vitleys- an. Margs er að minnast. Kæra tengdamóðir. Ég kveð þig hinsta sinn með ljúfa endur- minningu um okkar samferð og þakklæti fyrir allt og allt og læt hér að lokum síðasta erindi úr ljóði eftir afabróður minn Karl Halldórsson og geri hans orð að mínum. Nú skín þér úr vestrinu síðdegissól, í svip þínum geislarnir ljóma. Og andvarinn flytur frá alveldisstól að eyrum þér fegurstu hljóma. En þakklátir hugir frá langferðaleið þín leita í minningum sínum, svo ævikvöld verði þér hugljúf og heið og hlýtt yfir veginum þínum. Farðu vel inn í sumarlandið. Þinn tengdasonur, Lárus Sighvatsson. Elsku Alda amma mín. Ég átta mig ekki á að þú sért farin. Ég man þegar við heyrðumst í fyrri kórónubylgjunni að þú baðst mig að lofa að koma ekki frá útlönd- um í jarðarförina ef ske kynni að þú kveddir áður en ég flytti til baka. Þú ætlaðir að semja við konunnar að gefa mér kaffi þegar ég kæmi heim. Ég lofaði því gegn því að þú kæmir þá í heimsókn sem andi. Við hlógum hátt og innilega að þessum plönum okkar enda töldum við að við værum alls ekki að tala um eitthvað sem myndi í raun gerast. Þú stefndir ótrauð í 100 árin og ég ætlaði nú aldrei að dvelja svo lengi erlend- is. Seinast þegar við töluðum saman var engin svona umræða í kortunum heldur skildum við með þeim orðum að við sæjumst um jólin. Ó hve rangt við höfðum fyrir okkur. Ég mun aldrei aftur upplifa knúsið þitt og þúsund kossa á kinn aftur, hlátur þinn og sögustundirnar. Ó amma mín, ég á svo óteljandi minningar um samverustundir okkar. Minningar fullar af ást, gleði og hlátri. Þú og ég við eld- húsborðið langt fram eftir nóttu, þú að sauma, ég að læra, og töl- uðum út í eitt um allt og ekki neitt. Til eru óteljandi dæmi um hve frábær þú varst, hugulsöm og lausnamiðuð með eindæmum, sást alltaf jákvæðu hliðina. Þegar maður lenti í veseni fékk maður ekki skammir sem áttu vissulega stundum rétt á sér heldur sástu spaugilegu hliðina og þann lærdóm sem draga mátti. Þú varst líka einhver almesta karlremba sem til var en á dásamlegan hátt. Til dæmis þeg- ar ég var að taka til í eldhúsinu eftir mat á meðan þið Maggi vor- uð í hrókasamræðum inni í stofu og ég kalla á hann og bið hann að athuga með þvottavélina. Þú kall- aðir til baka: „Láttu okkur Magn- ús í friði, við erum að tala saman, þú kíkir á þvottavélina þegar þú ert búin,“ og svo hlóguð þið mik- ið. Að skrifa um þig í þátíð er svo rangt, svo erfitt, ég er búin að gráta svo mikið að ég get varla meir og ég sakna þín svo að mig verkjar í hjartað af sorg. Hvernig á ég að halda áfram án þín elsku amma mín? þú skilur eftir stórt gat í lífinu sem mun aldrei gróa. Ég trúi því að núna hafir þú fund- ið afa hinum megin við sjóndeild- arhringinn og nú séuð þið í Hóla- kirkjuturni að endurupplifa ykkar fyrstu rómantísku stund, stund sem nú varir inn í eilífðina. Ég sé ykkur svo þegar mín stund kemur. Þá verður sko faðmast og hleg- ið dátt alla daga. Sú ást og um- hyggja sem þið gáfuð hvort öðru er okkur öllum fyrirmynd og neisti sem lýsir fyrir okkur öll. Þótt ég sé eigingjörn og sár yfir að þið séuð farin frá mér sam- gleðst ég ykkur af öllu hjarta að vera loksins saman á ný. Amma, ég elska þig svo mikið að orð fá því ekki lýst og þótt þú sért sofnuð svefninum langa mun minning þín lifa í hjörtum okkar sem eftir standa. Ég mun sakna þín alla tíð. Þú gafst mér svo mikið. Að launum skal ég halda gleðinni á lofti þótt aldrei muni ég ná að gera það með sama glæsileika og þú. Ó elsku Alda amma mín Ég trúi því ei að ég sjái þig ei meir. Þögnin tekin við er guð gaf þér grið. En hlátur þinn mun í huganum hljóma löngu eftir að kirkjuklukkurnar hætta að óma. Þín Oddný Alda. Alda amma okkar var ein af þessum ömmum sem allir óska sér að eiga. Það var mikil gæfa að fá að vera oft hjá Öldu ömmu og Agli afa á Króknum sem börn, enda bæði tvö með eindæmum barngóð, óendanlega þolinmóð og einstaklega örlát á ástina. Þær voru tíðar ferðirnar yfir Holta- vörðuheiðina og Vatnsskarðið og alltaf hlökkuðum við jafnmikið til þegar lagt var af stað norður. Loksins þegar á Bárustíginn var komið var ósjaldan tekið á móti okkur með kakói og pönnukök- um. Alda amma var einstök fyrir- mynd. Hún var ekki langskóla- gengin og fannst manni stundum sem henni leiddist að hafa ekki fengið tækifæri til að sitja lengur á skólabekk. Hins vegar lét hún það ekki aftra sér, enda einstaklega dug- leg og einbeitt kona. Hún var saumakona, og saumaði oft langt fram á nótt, og byrjaði aftur eld- snemma, hún virtist varla þurfa að sofa. Hún lagði sig alla fram í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur og var víðlesin á eigin spýtur. Henni þótti gaman að skrafa um hvort sem var – heimsmálin eða dægurmálin, og naut þess mikið að hafa fólk í kringum sig. Enda var eldhúsið hennar ömmu alltaf fullt af gestum sem komu og sátu klukkustundum saman til að ræða málin meðan kaffikannan var látin vinna á fullu. Hún lagði líka mikla áherslu á það við okkur að við legðum okk- ur öll fram hvort sem var á skóla- bekk eða við vinnu og samgladd- ist innilega þegar vel gekk. Hún var alltaf tilbúin að hlusta á sorg- ir barnabarnanna hvort sem það var vegna þess að systkinin höfðu ekki hegðað sér eins og hinum systkinunum fannst hæfa eða þegar misst var af síðustu köku- sneiðinni ofan í annan maga. Að missa af síðustu kökusneiðinni hennar ömmu var reyndar nokk- uð sem dró fram tár hjá barna- börnum hennar langt fram á full- orðinsár. Alda amma hafði sterka rétt- lætiskennd. Hún var sein til að reiðast nema þegar henni þótti sem óréttlæti hefði viðgengist. En hún reiddist aldrei við okkur barnabörnin, og vildi innræta okkur að reyna að hafa stjórn á skapi okkar og leysa úr deilumál- um með huganum frekar en hjartanu. Það tæki langan tíma að lista upp alla kosti Öldu ömmu og allt það sem við eigum eftir að sakna nú þegar hún er farin. En við eig- um góðu minningarnar um tak- markalausa ást og umhyggju ömmu okkar og njótum þess óspart að hafa fengið að eiga hana að. Örlátari manneskju er vart að finna. Vonandi munum við geta heiðrað Öldu ömmu með því að taka hana okkur til fyrirmyndar og sýna ástvinum okkar og um- hverfi þótt ekki væri nema lítinn hluta af því örlæti sem hana ein- kenndi. Anna Katrín og Bjarni Jóhann. Elsku amma okkar, við þökk- um þér fyrir allar dásamlegu stundirnar okkar saman. Það er okkur einstakur heiður að hafa átt þig sem ömmu enda varstu sú besta. Varst einstaklega úrræða- góð, ljúf og kát með smitandi hlátur. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, alveg sama hvað bjátaði á, heimili þitt stóð okkur alltaf opið. Minningar sem við eigum með þér eru endalausar og munu þær ylja okkur jafnt á köldum vetrarkvöldum sem heit- um sumardögum. Til dæmis hvernig þú varst alltaf til í að spila Svarta-Pétur við Bjarneyju Önnu þar sem þið hlóguð svo hátt að það bergmálaði um allan bæ. Einstakt samband ykkar Egils þar sem þið töluðuð hvort við annað eins og hörðustu sjómenn, alveg sama hvað Egill reyndi að hneyksla þig þá hlóstu bara og gafst honum ekkert eftir, og hvernig þið Elín Ásta náðuð sam- an sem trúnaðarvinkonur, skipt- ust á persónulegum sögum og deilduð ráðum. Þú varst snillingur í eldhúsinu enda eldaðir þú fyrir margan manninn um ævina og var púð- ursykurstertan þín alveg einstök ásamt vöfflunum sem þú galdrað- ir fram á núll-einni. Alveg sama hve margir voru á heimilinu fór enginn svangur í burtu og alltaf bauðst þú upp á hressingu fyrir svefninn þegar við gistum svo við myndum ekki vakna svöng um miðja nótt. Þú varst okkur svo mikið meira en bara amma, þú varst vinkona, hjúkrunarkona, skemmtikraftur og fyrirmynd. Þú kenndir okkur að takast á við lífið með því að láta erfiðleikana ekki buga okkur og brosa í gegn- um tárin. Vera almennt góð og dæma ekki bókina eftir kápunni. Þú varst saumakona og algjör snillingur í faginu. Vinsælasta saumakonan í bænum og fylgdi því mikill hamagangur þar sem þú saumaðir heima í eldhúsinu. Alltaf nóg að gera en samt gafstu þér tíma í að sauma á okkur jóla- fötin sem þú gafst okkur svo við myndum ekki enda í jólakettin- um, úr varð sígild jólahefð þar sem jólin hófust ekki fyrr en allir voru búnir að opna gjafirnar frá ykkur afa og klæða sig í nýja dressið. Öll fötin saumaðir þú eft- ir minni sem klikkaði aldrei og smellpössuðu þau í hvert sinn. Svo kom að því að þú hættir að gefa okkur jóladressið enda stækkuðum við hægar með aldr- inum en áfram hélt hefðin að opna gjafirnar ykkar fyrst, á slaginu sex við fyrsta kirkju- klukknahljóminn. Elsku hjartans amma, við þökkum þér fyrir öll árin sem við fengum þig, alla ástina sem þú gafst okkur og þökkum fyrir að börnin okkar allra urðu svo hepp- in að ná að kynnast þér. Þú vaktir yfir okkur og hjúkraðir þegar við vorum börn en nú vakir þú yfir okkur frá himnum ásamt Agli afa. Sofðu rótt fagri engillinn okkar og knúsaðu hann afa frá okkur þegar þú vaknar við sól að morgni við hlið hans. Við elskum þig af öllu hjarta og munum halda minningunni á lofti um ókomna tíð. Því skal minning þakklát skína, því skal blessa liðið gengi: að hafa öðlast alla þína ást og fegurð svona lengi (Daníel Tómasson frá Kollsá) Þín barnabörn, Egill Þórir, Elín Ásta og Bjarney Anna Bjarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Öldu Vilhjálmsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Örn Aanes vél-stjóri fæddist í Vestmannaeyjum 18. nóvember 1932. Hann lést á Líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 3. des- ember 2020. Foreldrar hans voru Bjarney Ragn- heiður Jónsdóttir, frá Þrúðvangi, f. 4.12. 1905, d. 9.11. 2006 og Arthur Emil Aanes, f. 3.9. 1903, d. 2.11. 1988. Systkini sammæðra eru: Guð- jón Emil Aanes, f. 24.7 1930, d. 8.5. 1983, Óli Haukur, f. 16.10. 1935, d. 22.1. 1937, Hólmfríður, f. 24.2. 1940 og Gerður Guðríður, f. 27.12. 1944, Sigurðarbörn. Systkini samfeðra eru: Sigrún, f. 15.5. 1938, d. 14.12. 2003, Gunnar, f. 30.10. 1939 og Rann- veig, f. 25.7. 1942. Fyrri eiginkona Arnar var Guðrún Sveindís María Halldórs- dóttir, f. 19.7. 1933, d. 21.7. 2010. Börn þeirra eru: A) Kristinn Jón, f. 4.8. 1960, eiginkona hans er Ekaterina, f. 28.8. 1962. Dóttir Kristins er Dís Bjarney, f. 28.9. 1990, börn hennar eru Kristinn Reimar og Sigurður Ernir. Dótt- ir Ekaterinu er Olesya, f. 13.1. ir hennar Rakel, f. 11.2. 1976, dóttir Rakelar er Hrefna Mjöll. Guðjón Þór Þórarinsson, f. 20.7. 1960, sonur hans Hlynur Þór, f. 26.7. 1990. Örn bjó í Vestmannaeyjum fram að gosi 1973 og stundaði sjómennsku meira og minna all- an sinn starfsferil. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum árið 1956 og síðar grunnprófi í vélstjórn frá Iðnskólanum í Vestmannaeyjum árið 1961. Farmanninn kláraði Örn svo árið 1968 frá Vélskól- anum í Reykjavík. Frá árinu 1964 til ársins 1969 var Örn verk- smiðjustjóri í Fiskimjölsverk- smiðju Einars Sigurðssonar, FES. Örn var einn þeirra Vest- mannaeyinga sem sóttu nýtt fiskiskip til Japan, Vestmannaey VE, í byrjun árs 1973. Örn var yfirvélstjóri á Vest- mannaey til ársins 1975 þegar hann hóf störf hjá Eimskip og síðar hjá Sambandinu sem yf- irvélstjóri á farmskipum. Lengst af var hann á Mælifellinu og síð- ar Stapafellinu fram að starfs- lokum árið 2001. Örn var virkur í félagsstarfi eldri borgara í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Garða- kirkju í dag, 11. desember kl. 15, og er sent út frá athöfninni á https://www.netsamfelag.is Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat 1988. B) Margrét Marín, f. 5.10. 1965, eiginmaður hennar er Einar Sigurður Karlsson, f. 8.7. 1968. Börn þeirra eru: Marín Elísabet, f. 2.12. 1995 og Ell- en Andrea, f. 16.8. 2003. Fyrir átti Guðrún einn son, Halldór Guðmund Bjarnason, f. 13.12. 1954, d. 29.3. 2012. Eiginkona hans var Prakob Prawan, f. 4.6. 1975. Dóttir þeirra er Guðrún Sandra, f. 17.11. 2010. Seinni eiginkona Arnar var Guðný Erla Guðjónsdóttir, f. 24.4. 1932, d. 24.4. 2016. Þau skildu. Börn þeirra eru: C) Guð- ríður, f. 25.2. 1970, eiginmaður hennar er Hafliði Þórðarson, f. 27.3. 1967. Börn þeirra eru: Erla Dóra Magnúsdóttir, f. 23.4. 1989 en sonur hennar er Kristján Guðni. Eyþór Örn Aanes, f. 2.11. 1996 og Ólöf Þórunn, f. 30.3. 2000. D) Eiríkur Örn, f. 29.1. 1977, eiginkona hans er Rakel Rán Guðjónsdóttir, f. 5.4. 1977. Dóttir Rakelar er Daníela Rán, f. 19.2. 1998. Guðný Erla átti fyrir tvö börn, þau Theódóru Jónu Þórarinsdóttur, f. 1.9. 1953, dótt- Nú eru þau bæði gengin for- eldrar mínir, það voru fjögur ár á milli þeirra. Þeirra kynslóð er nú að safnast til feðra sinna, svona er gangur lífsins en það er samt sárt fyrir okkur sem eftir lifum. Pabbi minn var dulur og bar til- finningar sínar ekki á torg. Þessi kynslóð sem pabbi tilheyrði bar gjarnan harm sinn í hljóði. Lík- lega hefur pabbi verið farinn að kenna sér meins löngu áður en upp úr sauð, síðustu mánuði var hann dapur og mér fannst hann eldast hratt. En hann hélt þrátt fyrir það góðri heilsu lengi og keyrði síðast til okkar í mat í lok október. Það var í hans anda að banalegan var stutt. Það er margs að minnast á hálfrar aldar ferðalagi okkar pabba í gegnum lífið, en ég dvel við minningar um pabba minn sem eru mér kærastar. Það eru minningarnar úr æsku. Pabbi var á farskipum alla mína barnæsku og var úti á sjó svo vikum skipti. Það var alltaf tilhlökkun þegar pabbi nálgaðist Íslandsstrendur að fá að heyra í honum í gegnum Gufunesradíó. Að kúra í hálsakoti pabba og horfa á svarthvíta sjón- varpið. Ísbíltúrarnir þar sem mik- ið var spjallað og málin krufin. Hann las fyrir mig Grettissögu, Djáknann á Myrká og norskar þjóðsögur og ævintýri. Við fjölskyldan fluttum upp á land eftir gos og þau byggðu sér hús í Holtsbúðinni í Garðabæ. Pabbi smíðaði það nánast sjálfur, pípaði, lagði allt rafmagn, einangr- aði og glerjaði. Ég fékk að taka þátt og læra til verka. Ég fékk að fóðra lagnir, einangra, nagl- hreinsa og það sem var skemmti- legast, að fá prins póló og kalda mjólk þegar við tókum hlé frá vinnu. Pabbi var einstakur dýravinur og það var aldrei vandamál að fá leyfi til að taka með heim hvolpa, villiketti, dúfur og mýs, ala naggr- ísi, páfagauka, hamstra og auðvit- að var alltaf hundur á heimilinu. Pabbi var skarpgreindur, fjöl- fróður og víðlesinn. Hann unni klassískri tónlist af ástríðu og spil- aði óperur og sinfóníur allt of hátt og allt of oft. En í æsku minni sát- um við og lásum söguna um Pétur og úlfinn og spiluðum verk Proko- fievs undir. Aftur og aftur enda eina klassíkin sem smástelpan nennti að hlusta á með pabba sín- um. Foreldrar mínir skildu fyrir 24 árum en báru gæfu til þess að verða góðir vinir seinna meir. Pabbi reyndist mömmu vel og þau höfðu mikinn félagsskap hvort af öðru. Það hentaði þeim betur að vera hóflega mikið saman á sínum forsendum. Því eru mér dýrmæt- ar minningarnar um mömmu og pabba með barnabörnunum og var pabbi góður afi. Hann hlýddi reyndar engu, leyfði krökkunum að sitja í framsætinu og borða sig veik af ís og sætindum. Þá fékk hann skammir en mér þykir vænt um það í dag. Það verður ekkert aftur eins. Pabbi verður ekki með okkur á jólunum og hann mun ekki kíkja oftar við á sínum daglega kaffi- rúnti. Pabba á ég þó alltaf í hjart- anu og í minningunum þar sem þær góðu lifa með mér ævina á enda. Guð geymi þig, pabbi minn. Guðríður. Elsku pabbi, þú veiktist svo snögglega og varst farinn frá okk- ur aðeins mánuði eftir greiningu. Þú varst búinn að finna fyrir ein- kennum í einhvern tíma, en aldrei datt okkur í hug að þú værir kom- inn með mein sem væri búið að grafa sig svona djúpt. Þú varst nýbúinn að missa Kol, hundinn þinn, í hárri elli og var sá missir þér erfiður. Kannski hafði sá miss- ir þau áhrif að meinið lagði þig að velli á mjög stuttum tíma. Nú er komið að nýjum kafla í lífi okkar, þú upp á himnum um- lukinn ástvinum þínum og ég hér eftir á jörðu niðri án þín í lífi mínu. Þín er sárt saknað. Það verður skrítið og tómlegt að halda lífinu áfram án þín. Þú komst reglulega í heimsókn og ég veit að það var að- allega til að hitta barnabörnin, enda elskaðir þú þau af öllu hjarta og hundinn, þú varst svo mikill dýravinur enda elskuðu þau þig á móti. Þú hafðir unun af klassískri tónlist og óperum og þú spilaðir tónlistina hátt til að njóta betur. Þú spilaðir stundum fyrir mig lög með tenórnum Tito Schipa og sagðir að sá tenór hefði verið sá eini sem gat róað mig niður með rödd sinni þegar ég var sem óvær- ust í vöggu. Þú varst svo ánægður þegar dætur mínar lærðu að spila á píanó og notaðir hvert tækifæri til að fá þær til að spila fyrir sig. Þú grófst upp gamlar nótur frá ömmu til að láta þær fá, fannst mikilvægt að þær hefðu úrval af píanónótum til að æfa sig á. Íslendingasögurnar voru eitt af þínum áhugamálum og þér fannst ekki leiðinlegt að yfirheyra barna- börnin þegar þú vissir að þau voru að lesa t.d. Laxdælu, Egilssögu eða Njálu í skólanum. Hringdir sérstaklega til að fylgjast með hvert þau væru komin í sögunni og spurðir þau í leiðinni út úr. Þú hafðir svo sannarlega gam- an af að spila og varst kominn á fullt í félagsvist hjá eldri borgur- um í Kópavogi. Bridge var eitt af þínum uppáhaldsspilum enda lærðir þú að spila það snemma á ævinni þar sem bridge var mikið spilað á æskuheimili þínu. Þessar spilastundir voru þér mikilvægar og passaði maður sig að trufla ekki á þeim stundum. Þú hlúðir svo vel að Söndru og Kob eftir að Halldór bróðir féll frá. Þú hafðir svo gaman af því hversu Sandra hafði mikla unun af púsli og passaðir upp á að hún ætti nóg af púsli við sitt hæfi og dáðist að því hversu dugleg hún var við að leysa þau erfiðu púsl sem þú komst með. Þið hittust oft um helgar til að púsla og borða pönnu- kökur sem Kob bakaði fyrir þær stundir. Þær mæðgur sakna þín sárt enda stórt skarð höggvið í þeirra líf sem og okkar allra sem erfitt verður að fylla. Elsku pabbi, takk fyrir lífið sem þú gafst mér, við sjáumst seinna. Þín dóttir, Margrét Marín. Það var alltaf eitthvað nýtt þeg- ar við fórum saman í bíltúr. Bíl- túra sem þróuðust sífellt á meðan ég ólst upp. Fyrst voru það ein- faldir ísrúntar, þar sem við feng- um okkur ís með tyggjókúlunni ómissandi í botninum. Svo þegar ég varð eldri, byrjuðum við að keyra meira. Heimsækja fleiri vini og fjarskylda ættingja. Og þegar viðra þurfti hundinn hennar ömmu urðu ferðirnar upp í Heiðmörk nánast vikulegar. Sér- stök spenna fylgdi því svo, þegar ég gat sjálfur byrjað að keyra okk- ur um. „Blastandi“ óperuna þína, með- an við þeyttumst um Suðvestur- landið þar sem ég keyrði mína fyrstu fjallvegi. Ég mun alltaf sakna stundanna sem við áttum. Brandaranna sem við einir gátum hlegið að. Enda- lausu fróðleiksmolanna sem þú grófst upp. Og mest af öllu mun ég sakna þín. Ég veit að hvar sem þú ert verður hægt að finna þig undir stýri. Í leit að næsta kaffibolla. Hvíldu að eilífu í friði. Eyþór Örn Aanes Hafliðason. Hólmfríður og Gerður. Kristinn, Margrét, Guðríður og Egill Örn. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar vegna fráfalls bróður og pabba ykkar. Það var gott að eiga Edda að. Blessuð sé minning hans. Edda Kristinsdóttir. Örn Aanes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.