Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 ✝ Lóa Guðjóns-dóttir fæddist í Vatnsdal í Fljóts- hlíð í Rangár- vallasýslu 21. maí 1938. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Seltjörn á Sel- tjarnarnesi 1. des- ember 2020. Foreldrar Lóu voru Þuríður Guð- rún Vigfúsdóttir, f. á Hrauki, V-Landeyjahr., Rang. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946, og Guðjón Úlfarsson, f. í Fljóts- dal, Fljótshlíð, Rang. 24. maí 1891, d. 13. maí 1960. Systkini Lóu voru: Ágúst, f. í mars 1920, d. í desember sama ár. Guðlaug, f. 15. júlí 1921, d. 26. október 2009. Ágúst Þór, f. 7. maí 1923, d. 22. apríl 1992. Úlfar, f. 11. september 1924, d. 13. júlí 1980. Óskar, f. 13. febr- úar 1926, d. 8. mars 2001. Svan- dís, f. 16. febrúar 1929, d. 13. ágúst 2014. Hörður, f. 23. maí 1930, d. 2. janúar 2001. Gunn- hildur, f. 4. janúar 1933, d. 6. nóvember 2004. Lóa giftist hinn 24. janúar 1960 Davíð Kr. Guðmundssyni, f. 20. desember 1938, d. 20. fjölskyldan fluttist búferlum til Reykjavíkur. Lóa stundaði ýmis störf, m.a. garðyrkju- og versl- unarstörf, ásamt því að vera dagskrárritari og umsjónar- maður Óskalaga sjúklinga hjá RÚV. Frá 1985 starfaði Lóa sem bókavörður á aðalsafni Borgar- bókasafns Reykjavíkur og starf- aði þar til starfsloka. Lóa varð félagi í myndlistar- klúbbi Seltjarnarness árið 1974 og naut leiðsagnar ýmissa myndlistarmanna ásamt því að stunda nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Lóa stundaði einn- ig nám við Söngskólann í Reykjavik og hefur verið mjög virk í kórstarfi, með Pólýfón- kórnum, kirkjukór Neskirkju og Ljóðakórnum. Lóa starfaði mikið með ungu fólki og miðlaði því af list sinni og setti hún upp markmiðasýn- ingu sem var undanfari Listar án landamæra. Lóa var félags- maður í SÍM. Útför Lóu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 11. desember 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir en streymt verður frá athöfninni á https://streyma.is/utfor Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat september 2009. Þau eignuðust sam- an fimm börn: 1) Drengur, f. 16. júlí 1957, d. 16. júlí 1957. 2) Guð- mundur Pétur, f. 31. september 1958, maki Krist- jana Ólafsdóttir, synir Ólafur Orri, f. 24. janúar 1982, Sindri Hans, f. 29. júní 1982, og Davíð Kristján, f. 25. mars 1983. 3) Guðjón Ómar, f. 11. ágúst 1960, maki Sigurlín Baldursdóttir, synir Andri Steinn, f. 12. mars 1979, og Ágúst Úlfar, f. 30. mars 2000. 4) Kristín, f. 24. desember 1963, maki Ólafur Jón Kristjánsson, börn Kristjana Sæunn, f. 29. júní 1991, og Davíð Kristján, f. 15. maí 1995. 5) Úlfar Þór, f. 21. febrúar 1973, maki Þórdís Her- mannsdóttir, börn Hrafn, f. 11. apríl 1993, Orri, f. 8. ágúst 1998, Birkir Blær, f. 18. apríl 2003, og Embla Sara, f. 1. júní 2005. Lóa á fimm barnabarna- börn. Davíð og Lóa skildu árið 1978. Lóa ólst upp í Vatnsdal Í Fljótshlíð til 10 ára aldurs er Takk fyrir þig, elsku amma Lóa! Það að hafa fengið þann heið- ur, gæfu og ánægju að hafa þig sem fyrirmynd, leiðbeinanda og sálarræktanda gegnum þennan lífsveg eru sönn forréttindi. Lærdómurinn sem ég hef fengið frá þér gegnum okkar samtöl, þína lífssögu, þína tilvist og nær- veru er ómetanlegur. Sá lær- dómur fer sífellt vaxandi, hann nærist og vex innra með mér með hverjum deginum. Að svo stöddu erum við að kveðja úr þessum veruleika sem við deild- um í okkar líkömum, en við erum öll bundin að eilífu gegnum hið óútskýranlega. Ég kveð þennan kafla með þér, með þakklæti, bros, tár og auðmýkt. Ég veit að við öll barnabörnin erum svo æv- inlega þakklát og glöð yfir því að hafa fengið að hafa svona skemmtilega, hressa, lífsglaða og undurfagra ömmu. Ég gæti rifjað upp óteljandi atburði til að lýsa því hvernig samband okkar var og er, en ég held að það lýsi því best að þakka þér kærlega, ævinlega og að eilífu fyrir þig og þá vernd sem þú gafst mér og okkur öllum. Með því einu að vera þér sjálfri trú! Þar til næst! Lovjú! Davíð Kristján Guðmundsson. Elsku amma Lóa. Mikið sem ég á erfitt með að skrifa þetta. Ég fyllist sorg þegar ég rifja upp allar fallegu minningarnar en hláturinn þinn huggar mig. Þú opnaðir fyrir mér nýjan heim. Þú varst listamaður, húm- oristi, prakkari, en umfram allt best. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir saman og þú kenndir mér svo margt. Aðalatriðið var að fá að gista hjá ömmu Lóu. Búa til pönnukökur, slúðra, borða nammi og drekka malt uppi í rúmi. Og svo mátti ég ekki segja mömmu frá. Ég gleymi því aldrei hvað mér fannst flott að mega fara ein í sjoppuna á horninu. „Kauptu kók og Snickers og skrifaðu þetta bara á mig. Æ, hann er svo skotinn í mér maðurinn sem vinnur þarna.“ Ekki fannst mér það skrítið. Guðdómlega falleg að innan sem utan. Það fyrsta sem þú kenndir mér var að teikna og mála á litlu vinnustofunni þinni á Bræðra- borgarstíg. Ég man eftir þér frammi að söngla og ef ég söng með þér sagðirðu: „Þú ert með engla- rödd.“ Þá sagði ég: „Nei amma, ég syng illa“. En þú svaraðir: „Ef þú heyrir það, þá syngurðu vel.“ Þú kenndir mér líka að spila Snert hörpu mína á orgelið þitt og auðvitað var ég líka besti pí- anóleikari í heimi. Ég mun vera þér ævinlega þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Við áttum svo ein- staka tengingu. Hef aldrei hlegið jafn mikið og með þér. Ég fæ þann heiður að finnast ég vera lík þér elsku amma. Þín Sæsæ, Kristjana Sæunn. Hjartans Lóa mín, vinkona og tengdamóðir, er látin. Óhætt er að fullyrða að ég hafi dottið í lukkupottinn, þegar að ég kynntist Lóu, það voru for- réttindi að eignast hana að vini, sem og tengdamóður og ekki síst sem ömmu drengjanna minna. Meiri barnagæla var vandfundin, og það er næsta víst að margir minnast hennar með ást og væntumþykju, hún var nefnilega „amma“ vina þeirra og allra barna í fjölskyldunni, jafnt skyldra sem óskyldra. Ég held að hún hafi haft þá trú að pönns- ur með sykri gætu lagað næstum allt. Lóa var fædd myndlistarkona og málari af guðsnáð, auk þess stundaði hún nám í teiknun og málun, og tók þátt í fjölda sýn- inga. Hún var frumkvöðull þess er sem í dag nefnist „List án landa- mæra“, hún kenndi börnum og unglingum með sérþarfir til margra ára, á heimili sínu við Bræðraborgarstíg. Þangað var unun að koma og fylgjast með starfinu. Söngurinn fylgdi Lóu alla tíð, hún var með fallega rödd og dásamlegan hlátur. Hún söng í hinum ýmsu kórum, og það var mjög gefandi fyrir hana. Auk þess spilaði hún á píanó og gítar, og fengum við fjölskyldan að njóta þess, lítil sem stór eyru og augu spenntust upp þegar að hún settist við píanóið eða gamla orgelið sem fylgdi henni alla tíð. Við tvær urðum vinkonur frá fyrsta degi, og brallið á okkur var nánast takmarkalaust, við treystum hvor annarri fullkom- lega. Lóa átti ekki alltaf auðvelda ævi, en henni tókst að sveipa hana ævintýraljóma sem við öll hin fengum að njóta. Lóa var sérstaklega falleg kona, tindilfætt með sínar mjúku hreyfingar, alltaf bros á vör og blik í auga. Ég á erfitt með að koma orð- um að því hversu óendanlega mér þótti vænt um hana, elskaði og lærði margt af. Nú, þegar að ég skrifa þessi orð, fyllast augun af tárum og hjarta mitt er yfirfullt af þakk- læti til þessarar mætu konu, sem er svo samofin ævi minni. Elsku, besta Lóa mín, hvað ég mun sakna klukkutíma langra samtala okkar og þíns dillandi og bjarta hláturs. Megi guð geyma þig, þín Kristjana. Elsku Lóa mín er fallin frá. Við kynntumst árið 1991 þegar við Úlfar fórum að stinga saman nefjum. Hálfgerðir unglingar sem við vorum þá. Að koma á Bræðraborgarstíginn var ein- stakt. Þar var drukkið nóg af kaffi og Lóa spáði í bolla eða ta- rot-spilin sín fyrir mig. Það voru alltaf einhverjir peningar í boll- unum og björt framtíð. Seinna fengu drengirnir okkar Úlfars þeir Hrafn og Orri að njóta ömmu Lóu. Hún var heimsins besti pönnukökubakarinn og eld- aði grjónagraut fyrir strákana í hvert sinn sem þeir heimsóttu ömmu sína og fengu þeir gjarnan að hjálpa til. Eins spilaði hún á gítarinn sinn fyrir þá og söng. Það er gott að ylja sér við þessar dýrmætu minningar. Lóa vann í mörg ár á Borg- arbókarsafninu og áttum við það sameiginlegt að elska bækur og lestur þeirra og voru hæg heima- tökin að fá lánaðar bækur. Eftir að slitnaði upp úr sambandi okk- ar Úlfars hélst fallega vináttan okkar Lóu og þótt við hittumst sjaldnar hin síðari ár var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég votta aðstandendum Lóu mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og ég hugsa til ykkar allra með vinsemd og virð- ingu. Tinna Hrafnsdóttir. Elsku Lóa okkar er látin, móðursystir okkar og uppeldis- systir. Okkar bernskuminningar streyma fram á þessum tíma- mótum. Lóa var okkur systkin- um ljúfasta og besta systir sem hægt er að hugsa sér og góð fyr- irmynd. Hún gaf af sér kærleika hvar sem hún fór. Var létt í skapi og alltaf glöð, hugmyndarík og hláturmild. Afi og amma bjuggu í Vatns- dal í Fljótshlíð, en Lóa var að- eins 8 ára þegar móðir hennar lést. Lóa flytur með okkur á Hraunteig 1949 og afi skömmu síðar. Lóa bjó hjá okkur þar til hún fór að búa og afi þar til hann lést 1960. Heimilislífið var mjög sérstakt hjá okkur, fyrst á Hraunteigi og síðan í Njörva- sundi. Mamma átti átta systkini og voru þau flest heimagangar hjá okkur. Þær voru fjórar systur og allar mjög samrýndar og nutum við góðs af, segjum stundum að við höfum átt fjórar mömmur. Oft var glatt á hjalla og mikið hlegið með þeim systrum og eig- um við margar góðar minningar. Ung kynntist hún æskuástinni sinni honum Davíð. Þau eignuð- ust sitt fyrsta barn 1957, dreng sem fæddist andvana. Það var mikil sorg hjá okkur öllum, ekki síst unga parinu. En þau eign- uðust annan dreng ári síðar, hann Guðmund. Þau flytja að heiman þegar hann er hálfs árs gamall og fóru að búa. Við systur vorum alltaf með annan fótinn hjá þeim. Þau eignuðust svo Guðjón, Kristínu og Úlfar. Davíð og Lóa skildu. Við systkinin eig- um góðar minningar um Davíð og fjölskyldu hans. Lóa og Davíð áttu alla tíð góð samskipti og hugsuðu saman um velferð barna sinna. Lóu var margt til lista lagt. Hún spilaði á orgel og gítar og söng. Hún söng einnig í kórum, þar á meðal polýfonkórnum þau ár sem hann starfaði og einnig í kirkjukórum. Hún fór í nám í myndlistaskóla á miðjum aldri og málaði mikið eftir það. Einnig leiðbeindi hún nokkrum fötluð- um ungmennum að mála, þar á meðal Sigrúnu Huld og ásamt fleira fólki stuðlaði það að stofn- un Listar án landamæra. Lóa var mjög barngóð og frændrækin og fylgdist vel með öllu sínu fólki. Fram á síðasta dag syndi hún börnum okkar og barnabörnum áhuga og fannst þeim skemmtilegt að eiga lang- ömmusystur, sem þau tengdust svo vel. Hún var ávallt mikil útivist- arkona og náttúrubarn, gekk allra sinna ferða um borgina og áður fyrr meðan heilsan leyfði fór hún í fjöruferðir. Hún eyddi ævikvöldi sínu á Seltjörn á Sel- tjarnarnesi og var sérstaklega dugleg að drífa okkur í göngu- ferðir um nágrennið og upp á þak á Seltjörn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við systkinin úr Njörvasund- inu vottum börnum Lóu og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Þuríður, Þórdís, Erla, Jóhannes og Sveinbjörn. Í dag kveð ég góða vinkonu mína, Lóu Guðjónsdóttur. Hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Sel- tjörn, sem er afar glæsilegt nýtt hjúkrunarheimili, og þangað heimsótti ég hana nokkrum sinn- um. Núna í Covid hafði ég ekki séð hana síðan í sumar, því mið- ur, en minningarnar sitja eftir. Okkar kynni hófust fyrir þrjá- tíu árum þegar börnin okkar Tinna og Úlfar fóru að draga sig saman. Það má eiginlega segja að við höfum strax orðið góðar vinkonur og þrátt fyrir skilnað barna okkar þá breytti það engu varðandi okkar vináttu. Við deildum með okkur ömmustrák- unum sem minnast hennar með miklum kærleik og hlýju. Lóa var myndlistarkona að mennt og tók m.a. að sér dóttur okkar Sigrúnu Huld og kenndi henni undirstöðu í málun. Hjá Lóu var Sigrún í 12 ár og þar naut hún frelsis við sína listsköp- un, sem hæfði henni. Settar voru upp sýningar hér og þar, t.d. í Eden í Hveragerði, þar sem við sátum yfir sýningu í þrjár vikur og allar myndir Sigrúnar seld- ust. Já, það var sannarlega glatt á hjalla hjá okkur. Lóa var glæsileg og dugleg kona, vann m.a. á RÚV á sínum yngri árum og síðast hjá Borg- arbókasafninu. Hún var lista- kona sem naut lífsins meðan heilsan leyfði. Á árum áður var hún m.a. ein af söngfuglum Pólýfónkórsins í mög ár, einnig söng hún í kór Neskirkju. Við í fjölskyldunni þökkum Lóu fyrir tryggð og vináttu í okkar garð sem aldrei bar skugga á. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra færum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Kristín Erlingsdóttir. Lóa Guðjónsdóttir ✝ Stefán Björns-son frá Þóru- koti, Ytri-Njarð- vík, fæddist 10. mars 1930. Hann lést á heimili sínu, Víkurbraut 17 í Reykjanesbæ, 2. desember 2020. Foreldrar hans voru Björn Þor- leifsson, bóndi og útvegsbóndi í Þór- ukoti, f. 13.10. 1884 í Innri- Njarðvík, d. 24.9. 1968 og kona hans Guðlaug Stefánsdóttir, f. 15.11. 1897 í Stardal, Stokkseyr- arhreppi, d. 1.1. 1981. Systkini Stefáns eru: 1) Þorleifur Krist- inn, f. 24.1. 1926, d. 24.3. 1991, 2) Gróa, f. 1.9. 1928, d. 17.8. 1943, 3) Þórir Vignir, f. 24.8. 1933, 4) Guðrún Ásta, f. 9.2. 1937, d. 3.6 .2019. Stefán kvæntist 18.2. 1956 Jó- hönnu Kristínu Árnadóttur, f. 4.9. 1932. Börn þeirra eru: 1) Árni Ingi, f. 20.10. 1955, maki búinn að kaupa sinn fyrsta bíl, gamlan Hudson, sem hann keypti með Þóri bróður sínum. Árið 1955 keypti hann nýjan Bu- ick, þá er hann alfarið byrjaður að stunda leigubílaakstur til 76 ára aldurs. Árunum áður er hann á sjó á Gylfanum með Garðari í Koti, seinna fór hann á Önnuna sem Siggi í Þórukoti gerði út og Kristján á Sólbakka var skipstjóri. Eftir það fór hann á Fróða sem Egill í Njarð- vík var með. Stefán var bæði há- seti og kokkur á þessum bátum. Stefán var í forsvari fyrir Bif- reiðastöð Keflavíkur, BSK. Hann var í stjórn landeigend- afélags Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi í mörg ár. Útförin fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 11. desember 2020 kl. 14. Í ljósi aðstæðna munu ein- ungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/ groups/utforstefansbjornssonar Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat Halldóra Húnboga- dóttir, f. 12.4. 1956. Synir þeirra: a) Friðrik, f. 6.4. 1977, b) Húnbogi Þór, f. 21.8. 1979, c) Jó- hann, f. 23.1. 1985, d. 20.10. 2010. 2) Björn, f. 6.11. 1959, maki Guðbjörg Birna Gunnlaugs- dóttir, f. 31.10. 1960 , þau skildu. Börn þeirra eru: a) Gunnlaug María, f. 18.10. 1978, b) Thelma Sif, f. 15.8. 1981, c) Stefán, f. 3.4. 1983. 3) Gunnar, f. 9.11. 1964, maki Guðlaug Pálsdóttir, f. 14.3. 1969. Börn þeirra eru: a) Björk, f. 16.9. 1998, b) Atli Geir, f. 22.6. 2000, c) Lilja Rós, f. 16.3. 2004. Stefán ólst upp í Þórukoti og stundaði nám í barnaskóla Ytri- Njarðvíkur og kláraði skóla- göngu sína í Flensborg. Hann byrjar að vinna hjá ESSO að af- greiða bensín og samhliða því keyrði hann leigubíl og var þá Þegar ég sest niður og skrifa þessi minningarorð um pabba þá er svo margt sem kemur upp í hugann en það fyrsta sem mér dettur í hug er heppni. Það er mikil lukka að eiga góða foreldra og ég gat alltaf treyst á að þau væru til staðar. Bæði tilbúin að hlusta, hvetja og gefa góð ráð. Pabbi var trúr sínum skoðunum og átti það jafnvel til að vera svo- lítið þrjóskur. Eins og títt er með feðga þá er það ekki sjálfgefið að þeir séu alltaf sammála og þannig var það stundum með okkur seinni árin. Það var líka bara allt í lagi enda sambandið alla tíð mjög gott og byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu. Pabbi gat allt og ekki lét hann staurfótinn stoppa sig. Hann hentist upp á þak, stóð í stiga, lá hálfur ofan í eða undir bílnum við viðgerðir og einhvern veginn var ekkert verk- efni honum ofviða. Hann var fyrstur til að aðstoða, hvort held- ur við bílaviðgerðir eða húsbygg- ingar. Þegar við Gulla byggðum húsið okkar á Melaveginum þá lögðu þeir Palli tengdapabbi bara leigubílunum sínum til að geta aðstoðað við allt sem gera þurfti. Þótt pabbi hafi verið atvinnubíl- stjóri og bíllinn atvinnutækið hans þá var aldrei mál að fá bílinn lánaðan til að fara á rúntinn. Strax og ég fékk bílprófið lánaði pabbi mér nýja Bensann og var fyrsti rúntur tekinn til vinanna. Sú ferð varð ekki með öllu hnjasklaus og gekk ekki betur en svo að ég gerði Bensann of ná- kominn bíl vinar míns. Í þessari stöðu var ekkert annað að gera en að fara heim og láta pabba vita. Hann varð svekktur enda mátti ekkert sjást á bílunum hans og ef eitthvað kom upp með þá var hann í raun alveg ómögu- legur þangað til búið var að lag- færa. Eftir að hafa farið út með mér og skoðað tjónið þetta kvöld lét hann mig fá lyklana aftur og benti mér á að svona gæti alltaf komið fyrir og ég yrði bara að fara varlega. Þegar maður lítur til baka þá endurspegla sam- skipti okkar þetta örlagaríka kvöld það góða traust sem hann bar til mín. Pabbi var mér mikil fyrirmynd í svo mörgu, alltaf svo rólegur og yfirvegaður þegar eitthvað bjátaði á. Hann var enda oft fenginn til sem sáttasemjari þegar menn greindi á. Okkur Gullu var það mikil gæfa þegar mamma og pabbi fluttu á Mela- veginn skömmu eftir að við flutt- um þangað. Nábýlið við ömmu og afa var afskaplega dýrmætt og ómetanlegt fyrir krakkana að hafa þau bara hinum megin við götuna. Að sama skapi leið manni vel að geta verið nálægt og geta þannig verið partur af öryggis- neti aldraðra foreldra. Það kem- ur ekkert í staðinn fyrir það að geta stokkið yfir götuna til ömmu og afa eftir skóla, eða bara í heim- sókn svona „af því bara“, nú eða til að „dobbla“ afa í bíltúr eða skutl hingað og þangað. Þær eru ófáar samverustundirnar sem krakkarnir hafa átt með afa sín- um í gegnum árin. Afi sagði aldrei nei og var allt- af til staðar. Eitthvað sem þá var bara svo venjulegt og daglegur partur af lífinu en nú verða þessir hversdagslegu hlutir og daglegu samskipti að dýrmætum minn- ingum sem munu ylja okkur alla tíð. Ég á eftir að sakna pabba mik- ið og mun hann alltaf eiga stóran sess í hjarta mínu. Gunnar Stefánsson. Stefán Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.