Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
✝ SteingerðurÞorsteinsdóttir
fæddist 2. febrúar
1926 á Vatnsleysu í
Biskupstungum.
Hún lést 28. nóv-
ember 2020.
Foreldrar Stein-
gerðar voru
Ágústa Jónsdóttir
húsmóðir, f. 28.
ágúst 1900, d. 25.
september 1986, og
Þorsteinn Sigurðsson bóndi á
Vatnsleysu, f. 2. desember
1893, d. 11. október 1974.
Systkini Steingerðar voru: Ingi-
gerður, f. 1923, d. 1994; Sig-
urður, f. 1924, d. 2020; Einar
Geir, f. 1930, d. 2019; Kolbeinn,
f. 1932, d. 2013; Þorsteinn Þór,
Gunnarsdóttir. Guðni átti tvær
dætur af fyrra hjónabandi,
Steinunni, f. 10. júní 1937, d. 7.
maí 2012, og Gerði Karitas, f.
10. júlí 1942. Barnabörn Stein-
gerðar og Guðna eru sex, auk
uppeldisdóttur Þorfinns, barna-
barnabörn tólf og barnabarna-
barnabörn tvö.
Steingerður ólst upp á
Vatnsleysu í Biskupstungum.
Ung kona flutti hún á Selfoss
og starfaði nokkur ár hjá Kaup-
félagi Árnesinga.
Steingerður og Guðni gengu
í hjónaband árið 1949 og fluttu
sama ár til Reykjavíkur. Stein-
gerður starfaði á skrifstofu
Mjólkursamsölunnar í Reykja-
vík í um 40 ár.
Útför Steingerðar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 11.
desember 2020.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/y6ep8w9q
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
f. 1933, d. 1940;
Bragi f. 1935, d.
2018; Sigríður, f.
1938, d. 2017; Við-
ar, f. 1945.
Eiginmaður
Steingerðar var
Guðni Þórarinn
Þorfinnsson, f. 4.
mars 1916, d. 13.
febrúar 1966. Börn
Steingerðar og
Guðna eru: 1) Sig-
ríður, f. 13. febrúar 1950, eig-
inmaður hennar er Sigurður
Jónsson. 2) Þorsteinn, f. 7.
ágúst 1952, eiginkona hans er
Brynhildur Ásgeirsdóttir. 3)
Þorfinnur, f. 8. mars 1959, d.
15. febrúar 2015, eftirlifandi
eiginkona hans er Bryndís J.
Að minnast tengdamóður minn-
ar, Steingerðar Þorsteinsdóttur,
kallar fram margar minningar.
Fyrstu kynni mín af Steingerði
voru á Sauðárkróki. Hún kom að
heimsækja dóttur sína, sem var
þar að kenna, og að skoða dreng-
inn sem hún var að slá sér upp
með.
Kynnin af Vatnsleysufjölskyld-
unni leiddu í ljós að þar ríkti mikil
samheldni. Allir svo nánir, alltaf að
hittast og spyrja um líðan hvers og
eins. Steingerður lék stórt hlut-
verk í fjölskyldunni. Allir sögðu:
„Hvað segir Steingerður eða
Steina?“ ef verið var að ræða jóla-
kaffi, fjölskylduferð, sem farnar
voru í yfir 25 ár víða um landið, eða
samveru um verslunarmannahelg-
ina í sumarbústaðnum. Steingerð-
ur var tengd öllum og væri skírn,
afmæli, ferming eða gifting í fjöl-
skyldunni var Steingerði boðið.
Við að rifja upp persónuleika
Steingerðar kemur fyrst upp í
hugann hlýja og dugnaður. Hún
var jú stjórnsöm og forvitin, en á
jákvæðan hátt. Hún vildi vita allt
um sína fjölskyldu, hvað væri að
gerast og hvernig hver og einn
hefði það og vildi að öllum gengi
vel. Hún elskaði að vera með
barnabörnum og barnabarnabörn-
um sínum og var unun að sjá hana
leika við þau. Hún gat, komin yfir
níutíu árin, skriðið um með þeim á
gólfinu og leikið við þau.
Sigga og Steingerður voru mjög
nánar, oft eins og systur. Í þau
rúm 45 ár sem ég hef verið í fjöl-
skyldunni hefur Steingerður verið
mikið með okkur og börnunum
okkar.
Ferðast með okkur innanlands
sem utan og má segja að við Sigga
færum varla neitt nema að
mamma væri með.
Steingerður var mjög dugleg og
handlagin hvort sem var við
saumaskap, að prjóna eða flísa-
leggja og mála. Þegar við vorum að
taka heimilið okkar, í Þorlákshöfn,
í gegn fyrir mörgum árum sá hún
um að mála alla gluggana. Að vera
ekkja frá 1966 kallaði á að hún
þurfti að gera hlutina ein. Hún átti
þó marga góða að, utan sem innan
fjölskyldunnar, sem hjálpuðu
henni.
Mér er það minnisstætt þegar
hún tók þá ákvörðun að selja íbúð-
ina í Álheimunum og kaupa sér
nýja íbúð í Frostafold 36. Húsið
var í byggingu og fór hún margar
ferðir til að fylgjast með og ræða
við verktakann um breytingar á
innra skipulagi og innréttingum
sem hún vildi gera, eins og að
sleppa veggjum og óskaði þá eftir
afslætti af íbúðarverðinu og fékk
hann.
Meðan við fjölskyldan bjuggum
í Danmörku kom hún nokkrum
sinnum að heimsækja okkur og
ferðaðist m.a. með okkur til Ítalíu.
Hún kynntist dönskum vinum okk-
ar og tengslin við þá héldust í mörg
ár, því hún var svo ræktarsöm.
Þegar við giftum okkur þá bak-
aði hún til veislunnar, sá um allt,
hélt ræðu og tók á móti bandarísku
skiptinemafjölskyldu Siggu sem
kom í giftinguna. Nú kveð ég
tengdamóður mína og það verður
skrýtið að hitta hana ekki á heimili
hennar í Frostafoldinni, fá holl og
góð ráð frá henni, vera saman um
jólin, eiga stundir saman í sumar-
húsinu, ferðast með henni og fylgj-
ast með henni að leik við barna-
barnabörnin.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigurður Ósmann Jónsson.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Steingerður, er látin. Mig langar
að minnast hennar og þakka fyrir
samveruna í 50 ár.
Það hefur alla tíð verið mjög
mikið og náið samband við ömmu
Steingerði og Vatnsleysufjöl-
skylduna og höfum við börnin mín
og barnabörn notið þess að vera
með fjölskyldunni í gegnum árin, á
Vatnsleysu, í sumarbústaðnum og
á ferðalögum um landið okkar.
Fjölskylduferðirnar á sumrin þar
sem margir ættliðir komu saman,
allir jafn velkomnir og amma
hrókur alls fagnaðar ásamt börn-
unum sínum. Endalaust sungið og
sagðar sögur og alltaf stutt í hlát-
urinn. Það eru fallegar og
skemmtilegar minningar sem við
eigum.
Hún elskaði börnin sín og heim-
ilið sitt og vildi hvergi annars stað-
ar vera og var partur af tilverunni
að fara í heimsókn til ömmu Stein-
gerðar sem fagnaði okkur öllum
stórum og smáum. Þar var hlýtt
og notalegt, kaffiilmur og margar
sortir á borðum. Börnin lærðu ung
að meta þessar heimsóknir enda
þótti henni einstaklega vænt um
litlu börnin.
Við söknum ömmu en yljum
okkur við góðar og fallegar minn-
ingar. Hún var fróð og skemmtileg
og á ég eftir að sakna þess að ræða
saman um bækur sem við höfðum
lesið, fréttirnar eða rifja upp
gamla tíma. Hún var svo klár í
kollinum og mundi allt og þó að
sjónin og heyrnin hefðu daprast,
fór ekkert framhjá henni. Hún
hafði einlægan áhuga á því sem við
vorum að gera og fylgdist með
fólkinu okkar.
Steingerður var flott og tignar-
leg, bein í baki og létt á fæti. Alltaf
fín og vel tilhöfð, sjálfstæð og stolt.
Hún skilaði sínu vel, hún á dásam-
legan hóp afkomenda en lífið tók
líka frá henni, Guðna yndislegan
eiginmann þegar hún var ung
kona og yngsta soninn elsku Toffa
fyrir nokkrum árum. Ég bið góðan
Guð að geyma elsku Steingerði og
veit að hún er umvafin ástvinum
sínum á himnum. Takk fyrir allt
og allt, elsku tengdó.
Brynhildur Ásgeirsdóttir.
Elsku fallega amma okkar.
Það er óraunverulegt að hugsa
til þess að þú sért farin og ein-
manaleg tilhugsunin um að nú
verðir þú ekki á fallega heimilinu
þínu í Grafarvoginum, alltaf tilbú-
in að taka á móti okkur barna-
börnunum og barnabarnabörnun-
um sem elskuðu þig svo heitt.
Alveg fram að kveðjustund fylgd-
ist þú svo vel með öllum þessum
fjölda og vissir alltaf hvar við vor-
um og hvað við vorum að bardúsa.
Þú áttir einstakt og náið samband
við hvert og eitt okkar og svo
varstu auðvitað límið sem hélt
þessum stóra hópi saman. Lang-
ömmubörnin voru alltaf til í að
kíkja til ömmu Steingerðar þar
sem spjallað var og leikið með dót-
ið sem þú áttir alltaf í dótakass-
anum fína.
Það er eiginlega ekki hægt að
rifja upp heimsóknirnar okkar til
þín án þess að minnast á kræsing-
arnar sem alltaf biðu okkar.
Heimalagaðar tertur, brauð og
bollur, svo ekki sé minnst á pönnu-
kökurnar þínar frægu. Pönnukök-
urnar sem þú kenndir okkur að
búa til svo börnin okkar fengju allt-
af ömmupönnsur öðru hvoru.
Við fyllumst þakklæti þegar við
hugsum um þig og allar þær stund-
ir sem við fengum að eiga með þér,
og erum svo ótrúlega þakklátar
fyrir að börnin okkar hafi fengið
tækifæri til að kynnast þér og
verja tíma með þér. Þú sýndir þeim
alltaf svo mikinn áhuga og sást
ekki sólina fyrir þeim. Og þau vissu
það. Þau munu eiga það í hjartanu
um ókomna tíð.
Það er svo margs að minnast,
elsku amma. Eins og ferðanna með
þér í sumarbústaðinn árum saman.
Þá tókstu okkur með þér yfir helgi,
eða jafnvel til lengri tíma, vílaðir
ekkert fyrir þér að fylla bílinn af
börnum og svo dekraðir þú við
okkur eins og kóngafólk. Svo í
seinni tíð í Tröllatungunni okkar
þar sem við höfum átt yndislegar
stundir saman.
Ekki var dekrið minna þegar þú
bauðst okkur að koma og gista hjá
þér í gamla daga, fyrst í Álfheim-
unum og svo í Grafarvoginum. Þú
áttir alltaf til ísblóm í frystikist-
unni. Þú spilaðir við okkur og
spjallaðir og sinntir okkur svo vel.
Það er svo dýrmætt að hafa átt
þig að, elsku amma, og þess vegna
finnst okkur erfitt að kveðja. En
við vitum líka að þú varst tilbúin í
þessa hinstu för og nú færðu að
vera með þeim sem þú hefur sakn-
að í gegnum árin. Afi tekur vel á
móti þér og systkini þín líka og
auðvitað hann Toffi okkar. Við vit-
um að þú ert jafn umkringd ást og
væntumþykju þar sem þú ert núna
eins og þú varst hér.
Við elskum þig út í geim og aftur
heim, elsku amma.
Þú ert best.
Þínar ömmustelpur,
Sigríður Sara og
Hildur Þorsteinsdætur.
Amma hefur kvatt okkur. Amm-
an okkar og ættmóðirin. Við vorum
einstaklega heppnar með ömmu og
voru forréttindi að fá að alast upp í
návist hennar öll þessi ár.
Við systurnar urðum því miður
ekki þess aðnjótandi að eiga afa í
lífi okkar og föðuramma okkar lést
þegar við vorum ungar að árum.
Því var dýrmætt að eiga hana
ömmu að og tók hún hlutverk sitt
alvarlega. Hún hafði einstakt lag á
að slá afkomendum sínum gull-
hamra og sagði gjarnan við hverja
og eina okkar: „Þú ert best“ á með-
an hún hélt fast í höndina á manni.
Alltaf dró hún það jákvæða fram í
fari okkar og gaf okkur trú á okkur
sjálf.
Amma var sterkur karakter,
sjálfstæð og mikil fyrirmynd. Hún
var alltaf vel tilhöfð. Rúllur í hárið,
andlitsförðun, sterkur og fallegur
varalitur og snyrtilegur klæðnað-
ur. Heimilið hennar svo hlýlegt og
snyrtilegt og ríkti þar góður andi
sem veitti okkur öryggi, ást og um-
hyggju.
Hún var stór partur í lífi okkar
og eigum við margar góðar og hlýj-
ar minningar um hana ömmu.
Leikur og glens í Álfheimunum,
Frostafoldinni og í Biskupstungun-
um. Hún ólst upp á bænum Vatns-
leysu í Biskupstungum, Toscana
Íslands eins og Toffi frændi sagði
svo oft. Við fundum strax að í
Tungunum var gott að vera, um-
hverfið og frændfólkið svo áhrifa-
mikið. Mikið sungið og hlegið.
Ferðirnar og samveran í hjólhýs-
inu sem staðsett var í landi Frænd-
garðs við Tungufljótið. Seinna kom
svo bústaðurinn Tröllatunga í land-
ið. Hún naut þess að fara þangað og
oft fór eitthvert barnabarnanna
með henni. Minningin um hana
mun lifa sterkt uppi í Tröllatungu
sem var hennar griðastaður og
okkar afkomendanna.
Við skrif þessarar greinar finn-
um við ilminn af pönnukökunum og
heimatilbúnu fiskibollunum henn-
ar, bragðið af stökku hafrakexinu
og brauðinu sem hún bakaði.
Amma vann sem gjaldkeri hjá
Mjólkursamsölunni í yfir þrjátíu ár
og var því ekki skrýtið að frysti-
kistan heima hjá henni væri alltaf
full af ís. Við munum ekki til þess
að okkur hafa einhvern tímann ver-
ið neitað um ís en Emmess-ís
skyldi það vera. Við fengum oft að
fara í heimsókn til hennar í vinnuna
og sátum þar lengi bak við skrif-
borðsstólinn hennar og töldum
peninga. Við vorum orðnar ansi
færar að handtelja peningaseðla á
meðan hún tók á móti bílstjórunum
með brosi, góðri kveðju og oftar en
ekki löngu spjalli.
Amma hafði einstakt lag á að
gefa sig að öllum, vildi heyra hvað
hefði drifið á daga hvers og eins
sem leiddi oftar en ekki „á trúnó“.
Það sem var svo yndislegt við hana
var að henni var annt um þá sem
við umgengumst og tengdumst,
eins og vini okkar. Henni þótti mik-
ilvægt að kynnast þeim og spurði
reglulega frétta af þeim.
Amma hélt mikið upp á jólin og
voru miklar hefðir í kringum hátíð-
ina sem eru okkur minnisstæðar.
Ilmurinn af öllu góðgætinu, malt,
appelsín og sinalco, messan á að-
fangadag og Jólastundin okkar á
jóladag.
Nú eru jólin að ganga í garð og
verða þau okkar fyrstu án hennar.
Gleðilega hátíð, elsku amma, hvíldu
í friði.
Þínar
Steingerður, Helga Jóna
og Guðný.
Amma mín Steingerður.
„Góða nótt engillinn minn.“
Þetta sagðirðu við mig fyrstu
æviárin, þegar ég fékk að gista hjá
þér í Álfheimunum. Reyndar feng-
um við barnabörnin að heyra þetta
við hvert tækifæri.
Álfheimarnir geyma ótalmargar
minningar. Geymslan í kjallaran-
um þar sem stóru frystikistuna var
að finna, fulla af Ísblómum frá
Mjólkursamsölunni. Úti að leika
með krökkunum við blokkina, alltaf
stuð og stemmning, í brennó, kýló
og klukk. Ísbúðin fræga í Álfheim-
um var þarna rétt hjá, en jafnaðist
þó ekkert á við ísblómið, sérstak-
lega þetta með karamellunni. Enda
var Ísblómið frá MS en Ísbúðin að
selja þennan annars flokks Kjörís!
Það er erfitt að gleyma friðnum
hjá þér í Álfheimunum. Alltaf
gafstu þér tíma til að lesa fyrir litlu
sálina sem fékk að gista hjá þér.
Svo friðsæl og falleg stund að eng-
inn vilji var til að sofna. Í þeim friði
var þó varla hægt annað en að
sofna blíðlega. Þegar augnalokin
voru við það að breiða yfir augun
heyrðist hlýlegt hvísl: „Góða nótt
engillinn minn.“
Það er varla hægt að minnast á
Biskupstungurnar án þess að
hugsa um ömmu sína Steingerði.
Vatnsleysa, Heiði, Frændgarður,
Tröllatunga og Réttin, allt umvafið
minningu þinni. Þeir voru yndis-
legir göngutúrarnir upp og niður
með Tungufljótinu og að fossinum
okkar Faxa. Haukadalurinn og
Geysir þarna rétt hjá og svo auð-
vitað Gullfoss. Þar labbaðir þú
með okkur margoft.
Þú lagðir hart að þér að fá mig,
16 ára pjakkinn, í alvöruvinnu eitt
sumarið hjá þér uppi í MS. Þú náð-
ir að koma mér inn á lagerinn, kæl-
inn, með fínustu laun fyrir litla
strákinn. Þetta var gott vinnuum-
hverfi, þarna voru fyrirmyndar-
krakkar sem voru aðeins eldri en
ég, sem maður lærði mikið af. En
svo auðvitað varst þú þarna uppi á
efstu hæð í glerskrifstofunni og
vinkaðir mér, starfsmanninum á
plani, og horfðir til mín með þínu
dásamlega brosi. Stundum kallað-
ir þú á mig með handabendingu að
kíkja upp til þín. Þá kláraði maður
pöntunina á extra hraða og rauk
upp. Þar gátum við setið og spjall-
að og fengið okkur kaffi saman.
Það þótti öllum þú svo skemmtileg
uppi í MS, enda varstu sífellt bros-
andi og hlæjandi.
Þetta var mín fyrsta alvöru-
vinna. Eftir það var það óskrifuð
regla hjá okkur að þú kæmir í
heimsókn í allar mínar vinnur.
Alltaf mættirðu með innihaldsríka
brosið og góða skapið, hreykin af
litla stráknum, og með pönnukök-
urnar þínar - a la amma Steina.
Amma mín Steingerður, þú
varst húmoristi, með smitandi
hlátur, fallegt og skemmtilegt
bros. Þú varst lestrarhestur og af-
ar fróð, djúp og skörp alveg fram á
síðustu stund. Strangheiðarleg,
þannig að maður vissi alltaf hvar
maður hafði þig. Þú varst líka vel á
þig komin. Ég man þegar þú sast
áttræð í jógastellingunni á gólfinu
heima hjá þér, þegar við vorum í
kaffi. Þú varst skemmtileg og auð-
velt að líka við þig, enda hafa vinir
mínir talað um hversu skemmti-
leg, fyndin og smá flippuð þú vær-
ir.
Eins og tíminn heldur Tungu-
fljótið áfram að renna. Það fer
samt hvergi, frekar en minning
þín.
Sofðu rótt, engillinn minn.
Þinn
Guðni Þór.
Steina systir mín er látin nær 95
ára. Ég tel óhætt að segja að hún
megi kallast alþýðuhetja með
framgöngu sinni í lífinu. Hún varð
ekkja með þrjú börn 42 ára og all-
ar götur síðan bjó hún ein. Ung að
árum giftist hún öðlingnum Guðna
Þorfinnssyni sem féll frá allt of
ungur árið 1966 tæplega fimmtug-
ur. Þegar ég lít til baka get ég ekki
annað sagt en það hafi verið hetju-
dáð að sjá sér og börnunum far-
borða á þeim tíma á einföldum
launum skrifstofustúlku.
Hún trúði mér fyrir því á góðri
stundu að hennar heitasta ósk
hefði verið að ganga menntaveg-
inn, umfram stutta skólagöngu á
Laugarvatni. En lífið krafðist þess
að hún færi að vinna og aðstoða
foreldrana við barnauppeldið. Hún
var þriðja í systkinaröðinni, dóttir
Þorsteins og Ágústu á Vatnsleysu
í Biskupstungum. Alls urðu börnin
níu og átta náðu fullorðinsárum.
Með Steinu hafa fimm systkini
mín kvatt á aðeins 7 árum. Vegna
aldursmunar hef ég aðeins spurnir
af glaðværum uppvexti systkina
minna og frændsystkina. Á vest-
urhluta jarðarinnar bjó systir föð-
ur míns og mágur, Kristín og Er-
lendur. Leikir barnanna runnu því
gjarnan saman. Nú erum við tveir
eftir, Sigurður frændi minn á
Vatnsleysu níræður og ég. Svona
er gangur lífsins. Langlífi er í ætt-
inni en ég staldra sennilega við um
sinn.
Þau Guðni og Steina gengu í
hjónaband 1949 og stofnuðu heim-
ili í Reykjavík. Upp frá því meðan
systkini Steinu voru flest enn við-
loðandi sveitina var oft gestkvæmt
á Laugavegi 147 hjá ungu hjónun-
um og má segja að þar hafi verið
miðstöð fjölskyldunnar í Reykja-
vík í nokkur ár. Börnin þrjú fædd-
ust og lífið var í góðu jafnvægi þar
til Guðni veiktist af krabbameini
og féll frá. Ekkert var í huga
Steinu annað en að halda áfram og
af ótrúlegri útsjónarsemi tókst
henni að koma börnunum til
manns og til mennta og uppfyllti
þannig þrá hennar sjálfrar. Aldrei
var skortur á borðum Steinu en
jafnljóst að hún þurfti að nýta
hverja krónu vel til að ná endum
saman. Við Steina ræddum ekki
stjórnmál enda vissum við bæði að
þar náðum við ekki saman. Í stíl við
baráttu láglaunakonunnar aðhyllt-
ist hún róttæka stefnu í stjórnmál-
um sem ég virti en var ekki sam-
mála. Árið 2015 er Þorfinnur sonur
hennar féll frá varð henni að orði:
„Það hefði verið nær að dauðinn
hefði sótt mig en Þorfinn, ég var
tilbúin.“
En þótt sorgin hafi kvatt dyra
og lífið hafi oft verið erfitt kunni
hún vel að gleðjast og gera sér
dagamun. Síðustu áratugina bjó
hún í fallegri íbúð í Grafarvogi og
þar hittist fjölskylda hennar t.d. í
veglegum jólaboðum. Alltaf var
líka opið hús á afmælisdegi henn-
ar. Við systkinin eigum saman
spildu úr landi Vatnsleysu og
Steina stóð fyrir að hún og hennar
fjölskylda kæmu sér upp athvarfi
þar. Síðustu árin fylgdi hún því eft-
ir að afkomendurnir héldu sér við
efnið og byggðu upp hús á reitnum.
Nú væri rétt að húsið fái nafn
hennar og heiti „Steingerðarstað-
ir“. Ævivegur hennar er til eftir-
breytni, hófsemi og vinnusemi
gerði hana að sjálfstæðri konu.
Blessuð sé minning Steinu systur.
Við hjónin sendum fjölskyldunni
samúðarkveðjur.
Viðar Þorsteinsson.
Enn eitt stórt skarð er höggvið í
raðir fjölskyldunnar frá Vatns-
leysu við fráfall Steinu frænku
minnar, en fimm systkinanna frá
Vatnsleysu hafa nú fallið frá á
nokkrum árum.
Steina frænka mín var bæði hlý
og góð manneskja. Hún var engu
að síður ákveðin og lá ekki á skoð-
unum sínum um menn og málefni,
en ávallt kurteis og framkoman
falleg og fáguð. Steina var hnar-
reist og vel tilhöfð eins og þeirra
systkina er siður og engu breytti
hvort maður hitti hana í veislum á
vegum fölskyldunnar eða í heima-
högunum í Frændgarði, sælureit
fjölskyldunnar í Biskupstungum.
Hún var alltaf svo glæsileg.
Lífið lék þó ekki alltaf við
Steinu. Árið 1966 varð hún ekkja,
þá rétt um fertugt, þegar Guðni
eiginmaður hennar og nafni minn
lést úr krabbameini langt fyrir ald-
ur fram.
Ein og óstudd kom hún sér í
gegnum lífsins ólgusjó og ól upp
börnin sín þrjú af myndarskap svo
úr þeim varð mikið fyrirmyndar-
fólk.
Steina varð fyrir enn einu áfall-
inu þegar Þorfinnur sonur hennar
lést langt fyrir aldur fram árið
2015. Þótt harmurinn hafi bankað
svo áþreifanlega upp á í lífi frænku
minnar hélt hún þó áfram lífinu
með jákvæðnina að vopni svo ekki
sé minnst á dugnaðinn og kraftinn.
Aldrei heyrði ég hana kvarta eða
bera sig illa við nokkurn mann
þrátt fyrir þessi áföll í lífinu.
Þegar litið er yfir farinn veg er
margs að minnast enda samveru-
stundirnar með Steinu frænku
margar og góðar.
Fyrst og fremst er það þó þakk-
læti og virðing sem mér er efst í
huga þegar ég kveð frænku mína,
enda hefur hún verið mér mikil og
góð fyrirmynd í lífinu.
Við Andrea minnumst Steinu
frænku af hlýju og þökkum að leið-
arlokum fyrir þá góðu nærveru
sem hún hefur veitt okkur alla tíð.
Við munum ylja okkur við fallegar
og góðar minningar um góða
manneskju.
Siggu og Sigga, Steina og Hildu
og öllum öðrum aðstandendum
vottum við samúð okkar.
Guðni Geir og Andrea.
Steingerður
Þorsteinsdóttir