Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Elsku vinkona okkar, Stein-
gerður Þorsteinsdóttir, hefur nú
kvatt. Það væri auðvelt að fylla
fleiri síður með skemmtilegum
minningum um allar okkar
dásamlegu samverustundir en
það gerum við ekki hér. Margt var
brallað, hlegið hátt og mikið var
gaman.
Steingerður var stórbrotin
manneskja sem aldrei sá hindran-
ir heldur lausnir. Hún var gáfuð,
víðlesin og óumræðilega skemmti-
leg.
Líf hennar var ekki dans á rós-
um en hún kvartaði aldrei. Fjöl-
skyldan var það mikilvægasta í líf-
inu og mikið væri gaman að vita af
henni meðal þeirra sem hún þegar
hafði þurft að sjá á bak. Við vonum
að svo sé.
Hér sitjum við með sorg og eftirsjá,
syrgjum þig sem ei er hægt að ná,
í hugum okkar er þín orðaskrá,
orð alls þess besta sem þú trúðir á.
Sálin þín svo hlý og himinblá,
hugsun þín svo björt sem ljós á skjá.
stríði og ógn svo óralangt í frá,
ást í hverri athöfn mátti sjá.
Ef stuðst við hefðum við þína stjórn-
arskrá,
við stuðlað hefðum að jákvæðri þjóð-
hagsspá.
Unnur Sólrún Bragadóttir,
Sigurveig Helgadóttir.
Látin er í Reykjavík kær vin-
kona og frænka, Steingerður Þor-
steinsdóttir frá Vatnsleysu í Bisk-
upstungum.
Hún ólst upp við gott atlæti for-
eldra sinna ásamt stórum systk-
inahópi og ég trúi því að það hafi
verið mikið fjör og skemmtan þeg-
ar frændsystkinin á Vatnsleysu-
bæjunum voru að leik á hlaðinu.
Svo liðu árin og Steina hitti Guðna
sinn og felldu þau hugi saman og
eignuðust þau þrjú mannvænleg
börn, þau Sigríði, Þorstein og Þor-
finn sem lést langt um aldur fram.
Steina missti Guðna sinn mjög
ung og tókst hún á við lífið með
miklum dugnaði og þrautseigju.
Steina og Guðni bjuggu á Lauga-
vegi 147 í Reykjavík og svo vildi til
að Hjálmar og Silla í vesturbæn-
um á Vatnsleysu bjuggu þar líka
og fór mjög vel á með þeim frænk-
um.
Sértaklega minnumst við 17.
júní þegar allir komu saman á
Laugaveginum hjá þeim frænkum
og gengum svo niður Laugaveg-
inn til að mæta gleðinni sem ríkti í
bænum, þetta var mjög skemmti-
legur tími.
Steina var forkur til allrar
vinnu og vann hún lengi í Mjólk-
ursamsölunni eða þar til hún var
komin á þann aldur að hún þurfti
að hætta en þá fann hún sér bara
eitthvað annað gera.
Steina var mikil félagsvera,
fannst gaman að hitta fólk og tala
við fólk, fór í sund á hverjum degi
og átti sínar góðu stundir í fé-
lagsmiðstöðinni þar sem var
prjónað og saumað.
Steina var glæsileg kona, hlý og
hjartagóð. Hún ræktaði frænd-
garðinn vel og fylgdist vel með því
sem var að gerast hjá sínum nán-
ustu enda vel að sér í öllum mál-
um.
Það var alltaf gaman að hitta
Steinu í réttunum og erum við
ekki frá því að hún hafi komið í all-
ar réttir nema kannski þrjú síð-
ustu árin.
Það var mikið sungið á báðum
bæjum á Vatnsleysu, það voru
dýrðartímar en margt hefur
breyst og margir horfnir á braut.
Það sem einu sinni var eru góð-
ar minningar. Við þökkum Steinu
fyrir samfylgdina og sendum fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sigurður, Jóna, María og
Þóra Katrín (Þóra Kata).
✝ Þórdís IngaÞorsteinsdóttir
fæddist 18. sept-
ember 1924 í Götu
í Ásahreppi, Rang-
árvallasýslu. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 30. nóv-
ember 2020. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðrún
Pálsdóttir (1891-
1988) húsfreyja og Þorsteinn
Tyrfingsson (1891-1973) bóndi
að Helli, Götu og Rifshalakoti í
Ásahreppi til 34 ára, og bjuggu
þau síðast á Hellu. Þórdís Inga
var sjöunda í röð fimmtán
systkina. Tólf þeirra komust til
fullorðinsára. Eftirlifandi eru
Anna og Þórhildur Svava.
Þórdís Inga giftist 20.10.
1949 Jakobi Sveinbjörnssyni,
fæddum á Hnausum í Húna-
þingi 15. júní 1921, d. 13. maí
2002. Foreldrar hans voru
Sveinbjörn Jak-
obsson (1879-1958),
bóndi á Hnausum,
og Kristín Pálma-
dóttir (1889-1985)
húsfreyja. Börn
Þórdísar Ingu og
Jakobs eru Sigrún,
f. 1.7. 1950, gift
Guðmundi Ómari
Friðleifssyni, f.
12.6. 1950. Þeirra
börn: Þórdís
(1976), Friðleifur Egill (1980)
og Jakob (1990). Kristín Birna,
f. 14.12. 1952, gift Finnboga
Ingólfssyni, f. 15.12. 1952.
Þeirra börn: Hrund (1976), Ing-
ólfur (1982) og Pétur (1992).
Sveinbjörn, f. 19.11. 1957,
kvæntur Þórveigu K. Árnadótt-
ur, f. 8.3. 1960. Börn hans af
fyrra hjónabandi með Stefaníu
B. Þorsteinsdóttur eru Daði
Þorsteinn (1985) og Inga Mar-
grét (1991). Guðrún, f 22.6.
1960, gift Júlíusi Kristjánssyni,
Góð móðir er í dag kvödd
hinstu kveðju. Það er mikil gæfa
að hafa átt góða foreldra og það
áttum við systkinin svo sann-
arlega. Alltaf til staðar og um-
hyggjan og hjálpsemin óendan-
leg. Ég veiktist af alvarlegum
sjúkdómi á fyrsta ári og tók það
nokkur ár að finna orsökina.
Mamma var óþreytandi að leita
mér lækninga og unni sér ekki
hvíldar fyrr en það tókst að lok-
um. Hef ég ekki kennt mér
meins síðan og stend ég í ævar-
andi þakkarskuld við mömmu og
læknavísindin. Mamma var hin
fullkomna húsmóðir þeirra tíma,
alltaf til staðar að sinna öllu og
öllum, matur og næring á rétt-
um tíma. Alltaf allt hreint og fínt
svo við þekktum ekkert annað í
uppvextinum og þótti sjálfsagt.
Svo áttaði maður sig á því síðar
á lífsleiðinni þegar kom að eigin
heimilishaldi og barnauppeldi
hvílík forréttindi það voru að
eiga slíka móður. Svo þegar kom
að ömmuhlutverki hennar þá
tóku við dýrðardagar fyrir
barnabörnin að fara með afa og
ömmu í sumarbústaðinn í ótal
ferðir. Renna fyrir fisk með afa
og enginn eldaði eins góðan mat
og amma, eða bakaði betri kök-
ur.
Það var mikið áfall að missa
pabba fyrir átján árum, en
mamma tók því af æðruleysi þó
söknuðurinn væri sár. Hún átti
nokkur góð ár í Kirkjulundi í
Garðabæ nærri mínu heimili, en
svo tók að halla undan fæti hjá
henni og síðustu tíu árin dvaldi
hún á Mörk. Þar naut hún ein-
stakrar hlýju og góðrar umönn-
unar fyrrverandi og núverandi
starfsfólks sem við viljum færa
hjartans þakkir. Far í friði, móð-
ir góð, og blessun Guðs þér
fylgi.
Sigrún.
Þá hefur ástkær tengdamóðir
mín kvatt þetta jarðlíf í hárri
elli, 96 ára gömul, eftir rúmlega
áratugar dvöl á Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk, en hún var meðal
fyrstu íbúa sem þangað fluttu
inn 2010. Aðhlynning við hana á
Mörk hefur verið með eindæm-
um falleg og góð og aðbúnaður
allur eins og best verður á kosið.
Fyrir það vill fjölskylda hennar
þakka af alúð og einlægni. Þór-
dís Inga, ávallt kölluð Inga, og
Inga amma af 11 barnabörnum,
fæddist 18. september 1924, sjö-
unda í röð 15 systkina, ólst upp í
Götu til 10 ára aldurs og síðan í
Rifshalakoti í Ásahreppi. Eftir-
lifandi af systkinunum eru nú
einungis systurnar Anna og
Svava. Ættboginn er fjölmennur
og ánægjuleg ættarmótin á um-
liðnum árum hafa því bæði þurft
samkomuhús og stór tjaldsvæði.
Til skamms tíma mætti elsta
kynslóðin eldhress á ættarmótin
sem haldin voru til heiðurs for-
eldrum þeirra. Ekki að spyrja að
því að Inga ólst upp við hefð-
bundin sveitastörf þeirra tíma
bæði úti við og inni og við barna-
pössun yngri systkina eftir þörf-
um. Um tvítugt hleypti hún
heimdraganum, fór í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur, fékkst
við ýmis störf þarna í lok stríðs-
áranna og kynntist fljótlega önd-
vegismanninum Jakobi Svein-
björnssyni, ættuðum fá
Hnausum í Húnaþingi. Fum-
burðurinn Sigrún fæddist um
miðja síðustu öld, nákvæmlega,
og síðan Kristín Birna, Svein-
björn og Guðrún á áratugnum
þar á eftir. Þegar tengdason-
urinn undirritaður kom til sög-
unnar var Inga komin á miðjan
aldur, íhugul og elskuleg, með
veislumat á borðum við hvert
tækifæri. Fljótlega varð hún svo
amma að fyrsta barnabarninu
sínu, og síðan fjölgaði þeim öll-
um. Inga amma varð frá fyrstu
tíð máttarstólpi í uppeldi og um-
hyggju barnabarna, boðin og bú-
in að sinna öllu og öllum hvar og
hvenær sem var. Í stuttu máli
sagt þá var það með ólíkindum
að þau tengdaforeldrarnir Inga
og Jakob hafi tekið með sér
fjögur barnabörn í frumbernsku
mörgum sinnum til vikudvalar
eða lengur norður í Þingi í 20
fermetra sumarhúsi í Skíða-
staðaskriðu í landi Hnausa, án
rafmagns, rennandi vatns og
annarra nútímaþæginda. Um-
hyggjan og elskan ávallt í fyr-
irrúmi.
Svo þarf nú vart að ræða all-
an baksturinn, en fyrir utan allt
þetta hefðbundna bakaði Inga
þessa líka ótrúlega góðu og
flottu tertu með öllu tilheyrandi,
og höfðu ýmsir á orði að ef hún
hefði markaðssett tertuna í Am-
eríku hefði hún örugglega orðið
forrík. Tertur þessar voru á
borðum í öllum afmælum fjöl-
skyldunnar árum saman, öllum
til ánægju og ómissandi. Sum sé
Inga mín bæði meistarakokkur
og snilldarbakari.
Inga og Jakob voru mikil
sæmdarhjón og á góðum stund-
um minntust þau gjarnan heima-
haganna með hlýju og með
nokkurri eftirsjá um marga
hluti, þótt búshættir hafi þá ver-
ið öllu frumstæðari en nú er.
Skemmtilegast var að hlusta á
þau með einhverjum af systk-
inum þeirra, hvort heldur var
fyrir norðan eða sunnan, og var
þá löngum hlegið dátt. Og við
áttum saman margar góðar
stundir bæði innanlands og utan,
og yljum okkur gjarnan við
minningarnar. Í báðum ættum
hafa foreldrar þeirra og hluti af
systkinahópunum verið jarðsett
með viðhöfn frá Odda á Rang-
árvöllum eða öðrum kirkjum í
héraði, og svo frá Þingeyra-
kirkju í Húnaþingi. Í báðum
sveitum er fjallahringurinn tign-
arlegur og fagur. Fyrir sunnan
skarta Hekla, Tindfjöll og Eyja-
fjalljökull sínu fegursta á góð-
viðrisdögum, fyrir norðan
Vatnsdalsfjall og Víðidalsfjall.
Athvarf á okkar fjölskylda á
báðum stöðum og minnumst við
þar því iðulega horfinna ætt-
ingja með hlýhug og eftirsjá.
Okkar er að miðla góðum minn-
ingum til barna og barnabarna.
Guðmundur Ómar
Friðleifsson.
Þórdís Inga
Þorsteinsdóttir
f. 6.1. 1957. Þeirra synir: Krist-
ján (1992), Aron Snær (1996)
og Þorsteinn Ingi (1998).
Barnabarnabörnin eru þegar
orðin sextán.
Þórdís Inga ólst upp í for-
eldrahúsum, fyrst í Götu í Ása-
hreppi en síðan í Rifshalakoti í
sama hreppi til fullorðinsára,
ólst upp við hefðbundin sveita-
störf þess tíma á mannmörgu
heimili, lauk almennri grunn-
menntun í heimahéraði og
stundaði svo nám við Hús-
mæðraskólann í Reykjavík.
Flutti til Reykjavíkur um tví-
tugt og starfaði þar við ýmis
þjónustustörf framan af þar til
hún giftist 1949, og síðar á æv-
inni eftir að eigin barnauppeldi
lauk.
Þau Jakob og Inga bjuggu
lengst af í Hlíðunum í Reykja-
vík. Að eiginmanni látnum bjó
hún í Kirkjulundi í Garðabæ
þar til hún flutti á Hjúkr-
unarheimilið Mörk og bjó þar
frá opnun þess 2010 til dauð-
dags.
Útför Þórdísar Ingu fer
fram frá Vídalínskirkju í dag,
11. desember 2020, og hefst at-
höfnin kl. 13. Jarðsett verður í
Gufuneskirkjugarði.
✝ Auðunn fædd-ist í Flatey á
Breiðafirði 27.
febrúar 1938.
Auðunn lést eftir
stutt veikindi hinn
18. nóvember
2020, 82 ára að
aldri.
Foreldrar hans
voru Gestur Odd-
finnur Gestsson,
kennari og skóla-
stjóri í Flatey, ættaður úr
Dýrafirði, f. 2.1. 1895, d.
26.12. 1982, og Oddný Ingiríð-
ur Sölvadóttir, ættuð úr Svína-
dal í Austur-Húnavatnssýslu, f.
24.4. 1895, d. 13.5. 1945. Auð-
unn var yngstur sjö systkina
en hin voru Björn, f. 1919, d.
1992, Gerður, f. 1921, Þor-
steinn Yngvi, f.
1922, d. 1985,
Nanna, f. 1925, d.
1993, Heiður, f.
1930, og Karl Auð-
unn, f. 1932, d.
1939.
Oddný, móðir
Auðuns, lést þegar
hann var sjö ára
gamall og eftir
það átti hann
heimili hjá Gerði
systur sinni og Jóni manni
hennar, fyrst í Sólheimum í
Flatey en síðar á Hjallavegi og
í Sólheimum í Reykjavík. Eftir
að fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur starfaði Auðunn
lengst af sem blaðasali hjá
Vísi, síðar DV, eða frá 1970 til
2003. Eftir að blaðasölunni var
hætt hóf Auðunn störf í Lækj-
arási og árið 2009 kvaddi
hann Gerði systur sína og
fluttist í sambýli á Vesturbrún.
Síðasta árið var hann búsettur
í Þórðarsveig í Reykjavík.
Auk mikils íþróttaáhuga,
einkum hvað varðaði fótbolta,
hafði Auðunn unun af marg-
víslegum listum, svo sem tón-
list og myndlist. Hann gaf út
ljóðabók á 75 ára afmæli sínu
árið 2013, Ljóðin mín, þar sem
fjallað var um fugla og nátt-
úru, æskuna, áhugamál og
samferðafólk.
Útför hans fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 11. desember
2020, kl. 13 að viðstöddum
hans nánustu.
Steymt verður frá útför:
https://www.facebook.com/
groups/audunngestsson
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
Yndislegi vinur minn, hann
Auðunn, er látinn. Við kynntumst
á sambýlinu Vesturbrún þar sem
hann bjó og ég starfaði. Við
smullum strax sem góðir vinir og
áttum okkar rútínu þegar ég var
á vakt. Settum KR-rúmfötin á
rúmið hans, skoðuðum myndir í
albúminu hans þar sem hann
sagði mér frá öllu fólkinu sínu og
ósjaldan sögur af sér og Emil í
Kattholti og hló sínum dásamlega
hlátri, hann fékk handanudd þeg-
ar ég bar á hann handáburð, spil-
uðum og svo sat hann alltaf þétt
upp við mig og hélt í höndina
mína yfir kvöldfréttunum. Hann
var ákveðinn og þrjóskur og við
ákváðum í sameiningu að það
væri bara best að hann hefði allt-
af rétt fyrir sér - hitt væri svo
mikið vesen.
Hann gladdist yfir öllu og
fannst voða notalegt að láta
dekstra við sig, fá kaffibollann
inn í stofu (smá súkkulaðimola
með), heimabakað með kaffinu
eða bara þegar maður gaf sér
tíma og sat hjá honum og hlustaði
á meðan hann sagði sögur. Alltaf
beið opinn faðmurinn þegar ég
kom í vinnuna og alltaf fékk ég
rembingsknús að lokinni vakt.
Samband hans við fjölskyldu sína
var einstakt og augljóst að allta
tíð hefur hann verið umvafinn ást
og hlýju.
Auðunn er einn af þeim sem
settu mark sitt á mitt líf og á hann
sinn sérstaka stað í mínu hjarta.
Hvíl í friði elsku vinur minn.
Það var heiður að fá að vera vinur
þinn.
Systrum Auðuns, fjölskyldu,
vinum og starfsfólki í Þórðar-
sveig 1 votta ég innilega samúð.
Rakel Margrét
Viggósdóttir.
Auðunn Gestsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
ÆGIS INGVARSSONAR
bifvélavirkjameistara og vélstjóra,
sem lést þriðjudaginn 13. október á dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík.
Ásta Dóra Valgeirsdóttir
Ingvar Valgeir Ægisson Áslaug Olga Heiðarsdóttir
Trausti Ægisson Lilja Ólafardóttir
Valgerður M. Ægisdóttir Hafrún Elvan Vigfúsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir mín og tengdamóðir,
RAGNHILDUR ÁRNADÓTTIR,
Barónsstíg 33, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Laugarási laugardaginn
5. desember. Útför fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 17. desember
klukkan 13. Vegna aðstæðna geta aðeins nánustu
aðstandendur og vinir verið viðstaddir. Athöfninni verður
streymt á slóðinni https://promynd.is/ragnhildur
Oddur Garðarsson Racel Eiríksson
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN ÞORBJÖRNSSON,
Kársnesbraut 94, Kópavogi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
sunnudaginn 29. nóvember.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 15. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður
athöfnin einungis fyrir fjölskyldu og nánustu vini. Útförinni
verður streymt frá www.sonik.is/gudjon
Lilja Guðlaugsdóttir
Ragnar Karl Guðjónsson Dorte Winge
Sólveig V. Guðjónsdóttir
Þorbjörn J. Guðjónsson
Guðlaugur Ísfeld Andreasen Karine Julie Paroux
Magnús Ísfeld Andreasen Íris Emma Heiðarsdóttir
Símon, Lea, Katla, Hannes
Sunna og Eiríkur