Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 Órjúfanlegur hluti af jólunum „ÉG ER BÚINN AÐ TÝNA LYKLINUM!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... það sem bjargar öllum mánudögum. ÉG KANN GÓÐAN BRANDARA! ÓKEI! GOTT AÐ VITA! ÞEIR ERU BARA GÓÐIR ÞAR TIL JÓN SEGIR ÞÁ EIGINMENN OKKAR ERU GÓÐIR Í AÐ SJÁ FYRIR OKKUR! MIKIÐ RÉTT! ÞEIR SJÁ OKKUR FYRIR ENDALAUSUM HLUTUM TIL AÐ GAGNRÝNA! „ÞETTA ER EINMITT ÁSTÆÐA ÞESS AÐ ÉG VILDI EKKI BYRJA Í SAMTALSMEÐFERÐ. ÉG HAFÐI ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ HÚN YRÐI ENDALAUS.” ROOP á hverjum degi. Míó, sem fæddist í febrúar 2020 í Berlín, hefur frá því í sumar búið hjá okkur með foreldrum sínum. Hún er sól- argeislinn okkar í Covid-ástand- inu.“ Fjölskylda Eiginmaður Ólafar er Gunnar Guðbjörnsson, f. 5.7. 1965, skóla- stjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari. Foreldrar hans eru hjónin Viktoría Skúladóttir, f. 3.6. 1927, garðyrkjufræðingur og Guðbjörn Jensson, f. 18.4. 1927, d. 19.2. 1981, skipstjóri og síðar hænsnabóndi. Börn Ólafar og Gunnars eru 1) Ívar Glói Gunn- arsson Breiðfjörð, f. 15.8. 1992, myndlistarmaður í Berlín, maki Álfrún Pálmadóttir, f. 29.8. 1992, þjóðfræðinemi og textílisti. Þau eiga Míó Álfrúnardóttur Breið- fjörð, f. 13.2. 2020; 2) Jökull Sindri Gunnarsson Breiðfjörð, f. 4.2. 1998, læknanemi í Reykjavík; 3) Ragnar Númi Gunnarsson Breið- fjörð, f. 5.1. 2000, tónsmíðanemi í LHÍ í Reykjavík. Systkini Ólafar eru 1) Sigfús Ágúst Breiðfjörð, f. 14.12. 1975, arkitekt í New York, maki Flo- rencia Vetcher, arkitekt og þau eiga dótturina Önnu Breiðfjörð. 2) Kristín Vala Breiðfjörð, f. 4.5. 1982, þjóðbúningakona á Akur- eyri, maki Bragi Már Matthíasson flugmaður. Börn þeirra eru Hekla Himinbjörg og Katla Bergþóra. Foreldrar Ólafar eru hjónin Jóna Sigríður Kristinsdóttir, f. 19.10. 1951, húsmóðir og Ragnar Breiðfjörð, f. 5.1. 1947, sjómaður. Þau búa í Reykjavík. Ólöf Hulda Breiðfjörð Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Þverlæk í Holtahreppi, húsfreyja í Reykjavík Sigfús Guðnason frá Skarði í Landsveit, bóndi í Blönduhlíð í Reykjavík og síðar verkstjóri hjá SÍS í Reykjavík Ólöf Hulda Sigfúsdóttir (Olla) f. á Háfi Rangárþingi, húsmóðir í Reykjavík Kristinn Eyjólfsson frá Lindargötu 22a, múrari í Reykjavík Jóna Sigríður Kristinsdóttir húsmóðir í Reykjavík Sigríður Magnúsdóttir frá Hrauni í Ölfusi, húsfreyja í Reykjavík Eyjólfur Guðmundsson frá Móakoti í Ölfusi, verkstjóri í Reykjavík Margrét Jónasína Sigurðardóttir f. á Háfi í Rangárþingi, húsfreyja,Reykjavík Guðmundur Einarsson frá Háarima í Holtahreppi, sjómaður í Reykjavík Sigfríð Þorbjörg Breiðfjörð (Lillý), f. í Vestmannaeyjum, húsmóðir í Reykjavík Kenneth Breiðfjörð f. í Bexhill á Suður-Englandi, verkstjóri hjá Eimskip í Reykjavík Dorothy Mary Breiðfjörð Baker f. í Steyning, Suður-Englandi, húsfreyja í Reykjavík Pétur Breiðfjörð frá Höllustöðum Reykhólasókn, hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni, trésmiður í Reykjavík Úr frændgarði Ólafar Huldu Breiðfjörð Ragnar Breiðfjörð sjómaður í Reykjavík Áheimasíðu sinni birtir ÞórarinnEldjárn erindið „Til siðs og friðar“: Ég sé að er til siðs sönn brýn þörf viss liðs sem er án marks og miðs en minnst til friðs. Á miðvikudaginn fletti ég „Hlý- vindi“, bók um og eftir Stephan G. Stephansson, hér í Vísnahorni og þykir rétt að fletta áfram. Vísan „Að kveldlagi“ verður fyrir mér. Um hana segir Baldur Hafstað: „Þessi vísa er ort skömmu eftir komuna með Gullfossi til Reykjavíkur árið 1917. Við sjáum Esjuna fyrir okkur liggjandi á bæn andspænis hafinu í vestri sem er persónugert.“ Falla Hlés í faðminn út firðir nesja-grænir. Náttklædd Esjan, ofanlút, er að lesa bænir. „Kristilegt smárit“. Áfir eru lög- urinn sem verður eftir þegar rjómi er strokkaður og búið til smjör og gjarnan gefnar kálfunum. – „Við sjáum klerkinn fyrir okkur eins og hann sé að gefa „kálfunum sínum“ (sóknarbörnunum) áfirnar (sem hann hefur fengið „að láni“) en ekki rjómann eða smjörið.“ Úr kirkjunnar helgidóm háum hann hellir út ræðum og bæklingagjörð – á annarra strokkuðum áfum hann elur upp volaða guðskálfa hjörð. „Við Drangey.“ „Stephan minnist hér sunds Grettis þegar hann þurfti að sækja eldinn til lands eins og lýst er í Grettis sögu.“ Mörg er sagt að sigling glæst sjást frá Drangey mundi – þó ber Grettis höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi. Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrkir og kallar „Í rauðu lyngi“: Það hrinast gárur um vatnið því hópur af fuglum flaug. Af fjöðrunum dropar hrukku en síðan varð aftur slétt. Dynkur af haglabyssu sem áðan eyru mín smaug er ómur á fjöllum sem bergmálið kastar létt. Í hvítan jökulinn manninn með byssuna ber í blíða logninu, handan við hverinn, að reykja. Í rauðu lyngi hann gengur í götu og sér gæsina sem hann hitti og ætlar að steikja. Hér kemur gömul vísa um and- lega næringu og geistlegt útálát: Meinleg andans magapín mæðir herrans gesti. Ég held það vanti vítamín í vatnsgrautinn hjá presti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hlývindi flett og jólagæsin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.