Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 40

Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 40
Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu JÓLA- BÆKLINGURINN ER KOMINNÚT FRÁBÆR JÓLATILBOÐ Skoðaðu bæklinginn á svefnogheilsa.is SÍM, Samband ís- lenskra myndlist- armanna, opnaði í gær jólalistamessu í Gamla kirkjuhús- inu á Laugavegi 31 með þátttöku yfir hundrað lista- manna. „Kanill“ heitir jólalista- messan og verður opin til jóla fram að Þorláksmessu frá kl. 14 til 20 alla daga. Yfir hundrað listamenn taka þátt með úrvali verka sem verða til sýnis og sölu og eiga þeir það sameiginlegt að vera meðlimir í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og vinna verk í fjölbreytta miðla. Yfir hundrað listamenn sýna og selja verk sín á jólalistamessu FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Ísland mætir Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í úr- slitakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í fótbolta í lok marsmánaðar. Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins segir að þrátt fyrir að Ísland sé í erfiðum riðli ætli liðið sér áfram í útsláttarkeppnina. „Við þurfum að eiga okk- ar besta leik til að ná í úrslit gegn þessum þjóðum,“ sagði Arnar Þór í samtali við Morgunblaðið. „Við þurf- um að halda fast í þá hugmyndafræði sem við höfum verið að vinna með undanfarið ár. Þetta verður erfitt en möguleikinn er svo sannarlega fyrir hendi.“ »35 Ísland dróst í erfiðan riðil í úrslita- keppni Evrópumóts 21-árs landsliða ÍÞRÓTTIR MENNING þætti og geng frá fyrir prentun.“ Í því sambandi nefnir Víðir að hann hafi lokað nýjustu bókinni með um- fjöllun um kvennalandsleik Ung- verjalands og Íslands, þar sem ís- lenska landsliðið tryggði sér þátttöku í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í fjórða sinn í röð. Kórónuveirufaraldurinn setti stórt strik í allt mótahald í ár og Víðir segist aldrei hafa lent í öðru eins í sambandi við ritun bókarinnar. Snemma árs hafi hann farið að huga að ýmsu aukaefni og þegar stefnt hafi verið að því að ljúka Íslands- mótinu ekki fyrr en 30. nóvember hafi útlitið með útkomu bókarinnar fyrir jól ekki verið bjart, en allt hafi gengið upp að lokum. Íslensk knattspyrna 2020 er með hefðbundnu sniði, en þó eru ýmsar viðbætur. Til dæmis er saga Litlu bikarkeppninnar 1961 til 1995 rakin. „Hún hefur ekki verið birt í heilu lagi fyrr,“ upplýsir Víðir. Auk þess sé ítarlegri tölfræði en áður, til dæmis upplýsingar um flesta leiki og mörk Íslendinga í flestum deildum Evrópu. Synir Víðis hafa um árabil að- stoðað hann við ýmislegt í tengslum við bókina auk þess sem fleiri í fjöl- skyldunni hafa lagt hönd á plóg og Óskar Ófeigur Jónsson hefur haldið utan um umfjöllun um stoðsend- ingar. „Eftir að ég tók við þessu verkefni fyrir nær 40 árum nýtti ég mér erlendar fyrirmyndir í sam- bandi við uppbygginguna og hún hefur reynst vel,“ segir Víðir. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Upplýsingar um íslenska knatt- spyrnu ár hvert hafa verið aðgengi- legar á einum stað í samnefndum bókum, þökk sé Víði Sigurðssyni, blaðamanni á Morgunblaðinu, en 40. útgáfan í flokknum er væntanleg til landsins í næstu viku. Í tilefni tíma- mótanna er boðið upp á að kaupa bókina í forsölu (islenskknatt- spyrna.is) og fá um leið rafrænan aðgang að öllum fyrri bókunum frá 1981 auk frírrar heim- sendingar eftir útkomu nýju bókarinnar. „Bókin hefur ekki áður verið í forsölu og nú er bókaflokkurinn fáanlegur á rafrænu formi í fyrsta sinn,“ segir Víðir, en Sögur útgáfa gefur bókina út. Hann bætir við að margar bækur í flokknum séu upp- seldar og því sé þetta kærkomið tækifæri til þess að eignast allt safn- ið. Í bókaflokknum er ekki aðeins sagan í 40 ár heldur fótboltasaga landsins í hnotskurn, því viðburðum fyrri ára voru gerð skil í sérstökum söguköflum bókanna 1985 til 1999. „Í raun er öll sagan í þessum bók- um.“ Víðir á vaktinni Tilviljun réð því að Víðir tók við ritun og umsjón bókanna. Sigurður Sverrisson, fyrrverandi vinnufélagi hans á Dagblaðinu, sá um fyrstu bókina fyrir Eyjólf Sigurðsson í Bókhlöðunni og þegar leið að útgáfu næstu bókar fékk hann Víði til að aðstoða sig. „Við skrifuðum hana á þremur vikum og í framhaldinu bað hann mig um að taka alfarið við kefl- inu.“ Síðan þá hefur Víðir unnið skipu- lega að samantekt efnis í bókina. „Ég skrifa um allt jafnóðum og það gerist og þegar líður á haustið púsla ég efninu saman, tek viðtöl, fæ fasta Íslensk knattspyrna á netinu í fyrsta sinn  Allur bókaflokkurinn rafrænn í tilefni 40. útgáfunnar Morgunblaðið/Eggert Tímamót Víðir Sigurðsson fagnar útgáfu 40. bókarinnar í flokknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.