Morgunblaðið - 22.12.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 301. tölublað 108. árgangur
MARKAHÆSTUR
HJÁ MAGDEBURG
Í ÞÝSKALANDI METÁR AÐ BAKI
VILL EKKI SETJA
VERKIN Í EINA
ÁKVEÐNA SKÚFFU
5,7 MILLJARÐA AFLAVERÐMÆTI 10 JÓNAS REYNIR 34ÓMAR INGI 33
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra hefur tekið öflun og dreifingu
bóluefnis inn á sitt borð og varði gær-
deginum í fundahöld og símtöl í von
um að tryggja Íslendingum nægt og
tímanlegt bóluefni.
Forsætisráðuneytið hefur varist
allra frétta, en heimildir Morgun-
blaðsins herma að Katrín hafi í gær
meðal annars átt fjarfund með Ang-
elu Hwang, framkvæmdastjóra hjá
lyfjarisanum Pfizer, í þessu skyni.
Fyrirhugaðir eru frekari fundir, m.a.
með stjórnendum Moderna.
Í gærmorgun átti Katrín jafnframt
símafund með Ursulu von der Leyen,
forseta framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins (ESB), sem fullviss-
aði forsætisráðherra um að fyrstu
bóluefnisskammtar Íslands bærust í
tæka tíð í samræmi við samninga.
Síðar um daginn veitti Lyfjastofnun
Evrópu leyfi fyrir bóluefni Pfizer. Í
gærkvöldi tilkynnti Lyfjastofnun Ís-
lands svo að hún hefði veitt bóluefn-
inu skilyrt markaðsleyfi.
Áhöld um bólusetningu
Undanfarna daga hefur verið mikil
umræða um ráðgerðar bólusetningar
við kórónuveirunni á Íslandi, en sótt-
varnalæknir og heilbrigðisráðherra
hafa ekki verið á einu máli.
Um helgina sagði Bloomberg svo
frétt af því að Ísland stæði öðrum
Evrópulöndum langt að baki hvað
varðaði skammtafjölda miðað við
höfðatölu. Heilbrigðisráðuneytið bar
þær fréttir til baka og sagði Ísland
hafa tryggt sér mikið magn bóluefnis
frá bæði AstraZeneca og Pfizer, en
hins vegar kom þar ekki fram neitt
um hvenær bóluefnið kæmi.
Vert er að hafa í huga að von der
Leyen ræddi aðeins um fyrstu
skammta, en ekki um framhaldið, svo
þar liggur ekkert fyrir um tímalínuna
heldur.
Eftir því sem næst verður komist
er ekkert fast í hendi annað en þeir
2.950 skammtar á viku sem hingað
eiga að berast næstu 13 vikur.
Hitnar undir ráðherra
Aukinnar gagnrýni hefur gætt í
garð Svandísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra síðustu daga, ekki
síst vegna misvísandi upplýsinga um
bólusetningu, en þau mál voru rædd á
Alþingi á föstudag. Þingmenn, bæði í
stjórn og stjórnarandstöðu, sem
Morgunblaðið ræddi við, telja að
frumkvæði forsætisráðherra nú sé til
marks um að þeirra efasemda gæti
víðar.
Katrín leitar að bóluefni
Forsætisráðherra tekur bóluefnismálin á sitt borð Talaði við ESB, Pfizer og fleiri
í gær Pfizer komið með leyfi hérlendis Gagnrýni á heilbrigðisráðherra eykst
Íbúar hættusvæða á Seyðisfirði
fengu í gær að fara heim í ör-
skamma stund til að ná í eigur
sínar. Það fólk sem blaðamaður
ræddi við sagði það vissulega
skrítið að hafa svo skamman tíma
til að ná í eigur sínar og velta fyr-
ir sér á hverju það þyrfti að halda
næstu daga, því alls óvíst er hvort
fólk fær leyfi til að fara heim fyrir
jólin. Þá eru enn aðrir sem ekki
vilja vera í húsum sínum vegna
þess að þeir upplifa sig óörugga.
Eins og sjá má sótti fólk jóla-
pakka, leikföng og föt, en margir
hafa verið í sömu spjörunum frá
því fyrsta skriðan féll á þriðjudag.
Ljósmyndari Morgunblaðsins
fékk að fylgja þeim Ísleifi og Elvu
Ásgeirsdóttur að heimili þeirra
þar sem þau fengu nokkrar mín-
útur til að safna saman helstu
nauðsynjum fyrir sig og börnin
sín.
Björgunarsveitarmenn fylgdu
íbúum um 60 heimila á heimili sín
í gær að sækja brýnustu nauð-
synjar. Sumir gátu ekki fengið að
fara inn á heimili sín vegna raf-
magnsleysis. »4Morgunblaðið/Eggert
669
manns eiga lögheimili
581
305
276
SEYÐISFJÖRÐUR
Sóttu
brýnustu
nauðsynjar
Óvíst hvort íbúar
komast heim fyrir jól
Ketkrókur kemur í kvöld
2 dagartil jóla
jolamjolk.is
JÓLIN ERU KOMIN Í NETTÓ!
Hamborgarhryggur
1.070KR/KG
ÁÐUR: 1.784 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 22.—24. desember
-40%
Græn vínber
625KR/KG
ÁÐUR: 1.249 KR/KG
-50%GOTT
VERÐ!
Franskur
kalkúnn
Heill
1399KR/KG