Morgunblaðið - 22.12.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
Aftansöngur Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði var tekinn upp í gær, þrem-
ur dögum fyrir aðfangadag. Helga
Margrét Reykdal, tengiliður kirkj-
unnar, segir það hafa verið heldur
óvenjulegt að taka messuna upp
fyrir fram, en það var gert vegna
sóttvarnaráðstafana sem tengjast
heimsfaraldri kórónuveirunnar.
„Þetta var mjög sérstakt en gekk
virkilega vel. Við tókum þetta bara
upp í einu rennsli eins og væri gert
á aðfangadag, en það voru náttúr-
lega fáir sem voru með til að vera
innan sóttvarnamarka,“ segir
Helga.
„Við munum setja þetta á netið
svo fólk getur bara horft þegar því
hentar á aðfangadagskvöld. Við
hentum smá gaman að því að
kirkjuvörðurinn sem var með okk-
ur þarna væri eiginlega sá eini í
söfnuðinum sem fékk að fara í jóla-
messu,“ segir Helga.
Til vinstri á myndinni má sjá Ein-
ar Eyjólfsson en til hægri stendur
Sigurvin Lárus Jónsson. Þeir eru
báðir prestar Fríkirkjunnar.
Aftansöngur Fríkirkjunnar festur á filmu í gær
Vörðurinn
fékk jóla-
messu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þó að ekki hafi það allir gott erum
við Íslendingar upp til hópa óttaleg-
ar dekurdósir. Vinsælustu jólagjaf-
irnar í ár eru í það minnsta ekkert
slor,“ segir Þóranna K. Jónsdóttir,
markaðs- og kynningarstjóri hjá
Samtökum verslunar og þjónustu.
Lausleg könnun á vinsælum jóla-
gjöfum þetta árið bendir til þess að
Playstation 5-leikjatölva hafi notið
einna mestra vinsælda. Hún er nú
uppseld hér á landi eins og víðast
hvar annars staðar. Þetta er niður-
staða könnunar á vöruleit á Já.is, hjá
Kringlunni og samkvæmt upplýs-
ingum frá seljendum.
Ýmis snjall- og raftæki njóta
sömuleiðis mikilla vinsælda, svo sem
snjallúr og nýjustu farsímarnir auk
þráðlausra heyrnartóla. Af tískuvör-
um eru Nike Air Force 1-skór í sér-
flokki. Öll heimaveran á þessu kór-
ónuveiruári setur svip sinn á
jólagjafirnar að þessu sinni. Þannig
er mikill áhugi á náttfötum, bæði
sérstökum jólanáttfötum en einnig
þeim hefðbundnu, og náttsloppum
sömuleiðis. Samverustundir fjöl-
skyldunnar kalla á borðspil og hið ís-
lenska Pöbbkviss nýtur mikilla vin-
sælda.
Þóranna segir að jákvætt sé að
margir virðist ætla að styðja við
bakið á íslenskri ferðaþjónustu með
því að gefa gjafabréf á hótel. „Svo er
líka gaman að sjá að gamli góði
Stiga-sleðinn nýtur enn vinsælda,“
segir hún.
Vinsældir Airfryer, sem býður að
sögn upp á hollari djúpsteikingu,
koma nokkuð á óvart. Minna kemur
á óvart að plötuspilarar njóta mikilla
vinsælda enda fást þeir nú margir
með bluetooth-tengimöguleika sem
minnkar snúrufrumskóginn.
Vinsælustu gjafirnar „ekkert slor“
Playstation 5-leikjatölva ein vinsælasta jólagjöfin í ár Nike-skór og náttföt í mörgum pökkum
Stiga-sleðinn sígild gjöf Airfryer-djúpsteikingarpottar rjúka út Margir gefa hótelgistingu
Vinsælar jólagjafi r Heimild: Vöruleit Já.is, vöruleit
Kringlan.is, Elko og fl eiri
10 vinsælar jólagjafi r í ár
Playstation 5
Náttföt
Snjalltæki
Airpods
Nike Air Force 1 skór
Gjafabréf fyrir
hótelgistingu
Pöbbkviss spilið
Air Fryer
Stiga-sleði
Plötuspilari
Nuddbyssur og
rafmagnsnuddrúllur
njóta mikilla vinsælda,
enda stunda margir
æfi ngar heima hjá sér
um þessar mundir
Pottjárnspönnur, vörur tengdar
súrdeigsbakstri
og Kitchenaid-
hrærivélar
verða í
mörgum
pökkum
þetta árið
Sígildar gjafi r
á borð við
bækur,
fatnað og
skartgripi
eiga enn
upp á pall-
borðið
Nýjustu útgáfur
af iPhone-
og Samsung-
farsímum rjúka
út og það
gera líka
þráð-
laus
heyrnartól
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Bíljöfur – Varahlutir Smiðjuvegi 72
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Þjónustuaðilar IB Selfossi
Getum sótt og skilað bílum
á höfuðborgarsvæðinu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það má færa rök fyrir að matið sem
ætlast er til í dag sé of umfangsmikið
og mögulega
óraunhæft, af
þeirri einföldu
ástæðu að fyrir
fram er ekki vitað
í hvað orkan fer.
Það er því skyn-
samlegt og tíma-
bært að endur-
skoða verklagið.
Að minnsta kosti
hvernig mat á
efnahagslegum
og samfélagslegum áhrifum er út-
fært,“ segir Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra.
Guðni A. Jóhannesson orkumála-
stjóri viðraði þá hugmynd í jólaerindi
sínu að best færi á því að leggja niður
rammaáætlun og leita nýrra leiða.
Enn væri þriðji áfangi áætlunarinn-
ar ekki afgreiddur en vinna þó hafin
við þann fjórða. „Einföld leið er að
leggja niður rammaáætlun og efla
þær stofnanir sem fara með um-
hverfis- og skipulagsmál til þess að
meta hugsanlega virkjunarkosti á
skipulagsstigi,“ sagði Guðni.
Ekki afgreidd síðan 2013
Þórdís segir að rammaáætlun hafi
ekki verið afgreidd síðan árið 2013
og það bendi til þess að þetta verklag
nái ekki að þjóna tilgangi sínum.
„Rammaáætlun átti að vera svar við
því að þessi mál væru pólitískt bit-
bein. En hún er pólitískt bitbein og
sjálfstætt vandamál. Ferlið í fram-
kvæmd hefur ekki verið góð auglýs-
ing fyrir sjálft sig. Mat á efnahags-
legum og samfélagslegum áhrifum
hefur reynst okkur um megn eins og
það er útfært núna,“ segir ráðherra.
„Nærtækur möguleiki væri að
færa sig nær upphaflegu ferli, þar
sem horft var á hagkvæmni virkj-
anakosts, án þess að reyna að meta
öll efnahagsleg og samfélagsleg áhrif
sem hann kemur til með að hafa,“
segir Þórdís sem telur að það sé lík-
lega óraunhæft. „Þá þarf regluverk
að öðru leyti að vera skilvirkt sem
það er ekki. Það er of flókið og marg-
laga.“
Umhverfisráðherra tjáir sig ekki
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra kvaðst í svari við
fyrirspurn Morgunblaðsins ekki
ætla að tjá sig um skrif Guðna orku-
málastjóra.
Telur ferlið vera gallað
Iðnaðarráðherra vill endurskoða verklag við rammaáætlun
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir