Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
Sigurður Már Jónsson blaða-maður gerði loðnuleit og kvik-
myndastyrki að umfjöllunarefni í
pistli á mbl.is. Sigurður benti á að
síðustu 10 ár hefðu samtals verið
greiddar 9.540
milljónir í kvik-
myndastyrki vegna
endurgreiðslna á
framleiðslukostn-
aði. Hann sagði að
þetta væri gert „til
þess að draga að
verkefni. Nokkuð
sem allir græða á,
er okkur sagt. Nú er því reyndar
haldið fram að þessir styrkir séu
of lágir, það þurfi að hækka end-
urgreiðsluna verulega vegna þess
að aðrar þjóðir veita enn meiri
styrki og endurgreiðslur. Eða eig-
um við að kalla þetta skatta-
afslátt? Svona til að fá réttu
stemninguna en þetta er oft stór-
auðugt fólk úr henni Hollywood
sem stendur að þessum verk-
efnum. Tom Cruise og fleiri. Þess
má geta að á síðasta ár greiddi út-
gerðin á Íslandi 6.629 milljónir í
veiðigjöld og þótti mörgum of lít-
ið. Það kemur ofan á allar aðrar
skattgreiðslur sem útgerðin borg-
ar eins og önnur fyrirtæki.
Þannig er nú það. Kvikmynda-iðnaðurinn eins og mörg önn-
ur starfsemi hér á landi fær feiki-
legan stuðning frá
skattgreiðendum til að afla sér
verkefna á meðan útgerðin þarf
sjálf að kosta leitina að loðnunni.
Og greiðir svo sérstakt auðlinda-
gjald fyrir að veiða þann fisk sem
hún finnur sjálf. Kæmi til greina
að setja auðlindagjald á kvik-
myndaiðnaðinn, nú eða aðra sem
nota þá auðlind sem felst í náttúru
landsins? Það er ekki verið að
mælast til þess hér, aðeins að
benda á samanburðinn.“
Ætli það megi benda á þennansamanburð? Það er ekki
víst. En það er þarft.
Sigurður Már
Jónsson
Um loðnuleit og
kvikmyndastyrki
STAKSTEINAR
Starfsmenn skattsins vinna nú að því
að hægt verði að opna fyrir móttöku
umsókna um tekjufallsstyrki fyrir jól
en ekki er þó öruggt að þær fyrirætl-
anir gangi eftir. Undirbúningurinn
hefur reynst flóknari en ætlað var á
Alþingi þegar þingið samþykkti lögin
um tekjufallsstyrki 5. nóvember en
þá var því haldið fram að hægt yrði að
sækja um tekjufallsstyrki um mán-
aðamótin nóvember og desember.
Í svari sem fékkst hjá skattinum í
gær segir að unnið sé hörðum hönd-
um að því að hægt verði að hefja mót-
töku umsókna um tekjufallsstyrki
sem allra fyrst og það verði vonandi
fyrir jól.
„Þetta verkefni er margþætt og
orðin fleiri atriði sem þarf að gera ráð
fyrir og stemma saman en í öðrum
úrræðum hingað til. Sem dæmi má
nefna að nú er heimilt að líta til nið-
urstöðu úr rekstri á síðasta ári en
ekki eingöngu yfirstandandi tekju-
árs. Það flækir málið nokkuð. Reynt
er að búa svo um hnútana að sem
mest sé gert vélrænt í umsókninni,
þ.e. samanburður er gerður við fyr-
irliggjandi gögn og niðurstöður árit-
aðar eins og hægt er. Þetta leiðir m.a.
til þess að útfylling á umsókninni
verður einfaldari fyrir umsækjand-
ann, auk þess sem í þessu felst ákveð-
ið samtímaeftirlit,“ segir Kristín
Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá
skattinum, í svari við fyrirspurn
blaðsins. omfr@mbl.is
Reynt að opna fyrir umsóknir fyrir jól
Undirbúningur tekjufallsstyrkja hjá
skattinum er flókinn og tímafrekur
Morgunblaðið/sisi
Skatturinn Styrkirnir verða veittir
vegna tekjufalls í kórónukreppunni.
Ekkert verður af fyrirhuguðum
samruna sænsku hljóðbókaveit-
unnar Storytel AB og bókaútgáf-
unnar Forlagsins sem greint hafði
verið frá í sumar. Þess í stað verður
gengið til samstarfs um verulega
innspýtingu í hljóð- og rafbóka-
framleiðslu Forlagsins.
Stefán Hjörleifsson, landsstjóri
Storytel á Íslandi, segir í samtali við
Morgunblaðið að ein af ástæðum
þess að samrunaaðilar hafi ákveðið
að hætta við samrunann sé að Sam-
keppniseftirlitið og Storytel á Ís-
landi hafi ekki verið sammála um
skilgreiningu á markaðnum í megin-
atriðum.
Storytel á Íslandi skilgreinir sig
ekki sem bókaútgáfu og lítur á sig í
annarri og meiri samkeppni eins og
Stefán útskýrir. Keppt er um tím-
ann sem fólk notar í afþreyingu og
keppinautarnir eru aðrar streymis-
veitur eins og myndveitan Netflix
og tónlistarveitan Spotify.
Stefán segir að umræðurnar hafi
ekki verið komnar á það stig að eft-
irlitið hafi verið búið að skilgreina
Storytel á annan hátt. „Við höfum
átt í góðum viðræðum við eftirlitið
en eftir að andmælaskjal með frum-
niðurstöðum barst fyrir fáeinum
vikum þótti okkur sýnt að þær
myndu ekki klárast með þeim skil-
yrðum sem við lögðum til. Þar með
voru teikn á lofti um að þeir myndu
ekki samþykkja samrunann,“ segir
Stefán. Því hafi verið ákveðið að
falla frá málinu.
Spurður hvort niðurstaðan sé
vonbrigði segir Stefán að vissulega
séu það vonbrigði þegar hætt er við
eftir að búið er að leggja mikla
vinnu í hlutina. Niðurstaðan sem
slík sé þó ekki vonbrigði að því leyti
að markmiði Storytel á Íslandi sé
náð með samstarfssamningi.
Storytel og Forlagið
renna ekki saman
Ósammála um skilgreiningu
Ljósmynd/Storytel.com
Samstarf Efla hljóðbókagerð.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/