Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Kæra ríkisstjórn. Fyrir hartnær 40 árum, á aldarafmæli fullveldis Íslands 2018, gaf þáverandi ríkisstjórn þjóðinni nýtt hafrannsókn- arskip, Árna Friðriks II. Eins og við þekkj- um vel hefur skipið þjónað þjóðinni afar vel og fundið margan fiskinn. En vandi steðjar nú að út- gerð skipsins. Eftir fundi utanríkismálaráð- herra Íslands í Brussel í síðustu viku er ljóst að skipið fær ekki frekari undanþágur til reksturs. Það er synd að ekki hafi meiri framsýni verið árið 2021, þegar hönnun skipsins hófst, en að knýja það aðeins með olíugangverki. Þetta átti sér stað þrátt fyrir að á þeim tíma höfðu yfirvöld þegar tek- ið þátt í að smíða fyrstu rafferju landsmanna Herjólf og voru einnig að styðja myndarlega við orkuskipti í samgöngum á landi. Eflaust hefði það hraðað orkuskiptum á sjó ef skipið hefði verið knúið rafelds- neyti, a.m.k. að hluta, þar sem það hefði ýtt kröftuglega undir þróun umhverfisvænni lausna á þeim tíma, þ.e. innlendri eldsneytisfram- leiðslu og dreifingu. En þrátt fyrir þessa skammsýni hafa íslenskar út- gerðir sýnt frumkvæði og þor og eins og vel er þekkt eru liðin 30 ár síðan fiskiskip var smíðað síðast fyrir íslenskar útgerðir sem er eingöngu knúið með olíugangverki. Kannski hefði þurft mikinn dug og djörf- ung í ársbyrjun 2021 til að láta hanna og smíða skipið þannig að það gengi á vistvænu rafeldsneyti. Á þeim tíma voru þó til fjöl- breyttar vistvænar lausnir sem enn eru í fullu gildi í dag, en það stoðar víst lítið að hugsa nú 40 árum síðar um ef og hefði. Þó að núverandi undanþágur frá Evrópusambandinu gildi enn í rúm 4 ár er reksturinn orðin ansi óhag- kvæmur. Eins og með önnur skip í rekstri ríkisins höfum við að mestu siglt til Færeyja til olíukaupa (spara rekstrarkostnað, ekki greiddur VSK) en sú leið mun lokast fljótlega þar sem Fær- eyingar hafa tilkynnt okkur að þeir muni með öllu hætta olíuafgreiðslu á eyjunum fyrir 2060. Áfram verður þó hægt að að fá olíu hérlendis þar sem Gamla olíufélagið hefur upp- lýst okkur um að það muni reka sína olíuafgreiðslu áfram. Það er orðið eina fyrirtækið sem afgreiðir enn olíu í höfnum landsins. Verð á olíu hefur hækkað mjög með minnkandi samkeppni en einnig vegna fákeppni erlendis, kolefn- isskatta, sótgjalda og annarra mengunargjalda og nú svo komið að olíukaup eru um 80% af rekstr- arkostnaði skipsins. Það er því ljóst að ekki verður við þetta búið. Árni Friðriks II get- ur ekki þjónað íslenskum sjávar- útvegi við þessar aðstæður og nauðsynlegt að úrelda skipið þó að skipið sjálft sem og rannsóknar- búnaður þess eigi mörg ár eftir. Hönnunin gerði ekki ráð fyrir að hægt væri að skipta um eldsneyti og breytingar væru því mun dýrari en nýsmíði. Sjávarmálastjóri skorar því á ríkisstjórnina að gefa þjóðinni nýja vistvænni gjöf ellegar mun stofnunin ekki geta stundað nauð- synlegar rannsóknir fyrir eina mik- ilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Opið bréf sjávarmálastjóra framtíðarinnar Eftir Jón Björn Skúlason Jón Björn Skúlason »Hafnarfirði, 29.10. 2057: Opið bréf sjávarmálastjóra framtíðarinnar til ríkisstjórnar Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku. Alþingi samþykkti í júní 2019 nýjar laga- greinar þar sem rétt- indi barna í kjölfar fráfalls foreldris eru betur skilgreind en áður var. Þegar einstaklingur andast ber lækni sem gefur út dánarvottorð að kanna hvort hinn látni hafi átt barn undir lögaldri. Reynist svo vera skal viðkomandi læknir eins fljótt og unnt er tilkynna andlát foreldr- isins til heilsugæslunnar þar sem barnið á lögheimili. Heilsugæslan skal, í samráði við félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili og foreldri eða forsjár- aðila, hafa frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins. Þótt verkferlar séu nú skýrari en áður skortir enn nokkuð upp á að sérfræðiþekking og reynsla sé fyrir hendi á hverjum stað. Það er því mikilvægt að byggja upp miðlæga handleiðslu fyrir fagfólk í heilsugæslu og skól- um sem er aðgengileg alls staðar á landinu. Skólinn og sorgin Í nýlegri athugun, sem Krabba- meinsfélagið lét gera í nokkrum skólum á Norðausturlandi, kom fram að langflestir fagaðilar í skól- unum töldu að verklag/aðgerða- áætlun og áfallateymi í skólanum ásamt góðu aðgengi að utanaðkom- andi faglegri handleiðslu væru lyk- ilatriði fyrir starfsfólk skólanna til að sinna þörfum barna þegar for- eldri deyr. Sérfræðingar hjá ráð- gjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins bjóða fagfólki skóla og heilsugæslu ráðgjöf og handleiðslu varðandi sorgarúrvinnslu barna, óháð því hver dán- arorsökin var. Sorgin og tímamót Stundum kann að virðast sem börn og unglingar séu ósnortin af fráfalli nákomins einstaklings, þau halda áfram að leika sér og gera það sem þau eru vön að gera. Þess vegna geta þeir fullorðnu talið að miss- irinn hafi ekki áhrif á börnin og að þau skilji jafnvel ekki hvað hafi gerst. Það er þó ekki raunin. Börn syrgja gjarnan í lotum. Þess á milli leita þau huggunar og öryggis í leik og daglegu amstri. Þau þarfnast at- hygli og stuðnings yfir lengri tíma. Algengt er að sorgin taki sig upp, jafnvel löngu síðar, þá gjarnan í tengslum við ákveðna atburði eins og jól og áramót. Þegar foreldri deyr Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R. Helgason » Sérfræðingar hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins bjóða fagfólki skóla og heilsugæslu ráðgjöf og handleiðslu varðandi sorgarúrvinnslu barna. Höfundur er dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameins- félaginu. asgeir@krabb.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Glæsilegar jólagjafir Bankastræti 12, 101 Reykjavík – Sími 551 4007 www.skartgripirogur.is Glæsilegt úrval af úra- og skartgripaskrínum 15.900 Demantar 58.900 Demantar 65.900 82.900 69.250 54.900 41.900 39.900 31.000 22.900 39.900 8.900 5.900 19.900 Frá 4.990 1 18 kt demantar 258.000 18 kt demantar 185.000 18 kt demantar 165.000 Frá 14.900 21.500 10.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.