Morgunblaðið - 22.12.2020, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
✝ Eyjólfur Krist-jánsson fæddist
í Bolungarvík 6.
maí 1943. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 16. desem-
ber 2020. Foreldrar
Eyjólfs voru Krist-
ján Guðbjartsson, f.
29.6. 1911, d. 22.2.
1979, og Þórey
María Elíasdóttir, f.
22.7. 1913, d. 30.4. 1970.
Systkini Eyjólfs eru: Elísabet
Rósa, f. 18.2. 1932, d. 19.7. 1977,
Björgvin Sigurður, f. 17.12. 1936,
Guðmundur, f. 13.2. 1938, d.
12.12. 1938, Helga María f. 6.9.
1939, d. 23.3. 2008, Júlíus, f. 2.12.
1940, d. 29.6. 1941, Enika Hulda,
f. 27.9. 1941, Elísabet Rósa, f.
19.5. 1946, og Herdís, f. 23.10.
1948, d. 26.10. 1948.
Hinn 6. júlí 1968 kvæntist Eyj-
ólfur eftirlifandi eiginkonu sinni,
Eyjólfur, sem var ávallt kall-
aður Eyi, ólst upp í Bolungarvík
og Skálavík. Eyi fór snemma að
stunda sjóinn, aðeins 12 ára gam-
all, með Guðbjarti afa sínum.
Hann kynntist Gunnu sinni árið
1966 og hófu þau fljótlega bú-
skap í Reykjavík. Árið 1968 eign-
uðust þau Guðborgu og tæpum
tveimur árum síðar kom Steini í
heiminn. Árið 1971 fluttust þau í
Sandgerði þar sem Eyi stundaði
sjómennsku og var hann vélstjóri
á skipum hjá Miðnesi. Árið 1979
flutti fjölskyldan í Garðinn og ár-
ið 1985 kom Kristján Eyþór í
heiminn. Eyi fór sjálfur í útgerð
með vini sínum Trausta og stóð
það í nokkur ár. Eftir það fór
hann aftur til Miðness. Í seinni
tíð var hann á skipum hjá Nes-
fiski í Garði. Árið 2007 fluttu Eyi
og Gunna í Reykjanesbæ og bjó
hann þar til æviloka.
Eyjólfur verður jarðsunginn
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
22. desember 2020, klukkan 11.
Streymt verður á:
https://www.facebook.com/
eyjolfur.kristjansson.3
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Guðrúnu Þorsteins-
dóttur, f. 21.4. 1947.
Börn þeirra eru: 1)
Guðborg, f. 15.5.
1968. Eiginmaður
hennar er Guð-
mundur
Kristmundsson og
eiga þau tvær dæt-
ur, Kristrúnu Maríu
og Eyrúnu Elínu.
Sambýlismaður Ey-
rúnar er Matthías
Karl Arnarson og eiga þau Hugin
Þór. 2) Þorsteinn, f. 19.1. 1970.
Eiginkona hans er Harpa Ólafs-
dóttir og eiga þau tvær dætur,
Guðrúnu, sambýlismaður hennar
er Fabian Schwarz, og Heiðrúnu
Sjöfn, sambýlismaður hennar er
Gylfi Örn Ámundínusarson
Öfjörð. 3) Kristján, f. 27.11. 1985.
Eiginkona hans er Anna Signý
Guðbjörnsdóttir og eiga þau tvo
drengi, Eyjólf Mána og Guðbjörn
Kára.
Elsku Eyi, takk fyrir sam-
fylgdina. Guð geymi þig og engl-
arnir vaki yfir þér.
Með klökkum huga þig ég kveð,
ég þakka allt sem liðið er,
Guð okkur verndi og blessi.
Það er sárt að kveðjast við dauðans
dyr.
En svona er lífið og dauðinn ei spyr,
hvort finnist oss rétti tíminn til,
dauðinn hann engum sleppir.
(Ingimar Guðmundsson)
Þín eiginkona,
Guðrún.
Elsku pabbi. Ég er trúi því
varla að þú sért búinn að kveðja
okkur. En úr því sem komið var,
allur þessi sársauki sem þú
þurftir að þola í veikindum þín-
um, þá er best að þú fékkst að
fara. Það var erfitt að horfa á þig
breytast úr hraustum manni yfir
í það að liggja sárverkjaður í
sjúkrarúmi og geta ekki einu
sinni borðað. Helvítis krabba-
mein. En ég ætla ekki að láta
þetta krabbamein eyðileggja all-
ar þær góðu minningar sem ég á
um þig.
Þegar ég var lítill varstu mik-
ið á sjó. Alltaf var ég jafn glaður
þegar þú komst í land og sér-
staklega þegar þú gast tekið þér
sumarfrí. Þá fórum við oftast til
ömmu og afa í sveitina í Búð-
ardal. Margar góðar minningar
þaðan. Ég var með mikla bíla-
dellu og upp úr 12 ára byrjaðir
þú að leyfa mér að keyra síðasta
spölinn í sveitina og það fannst
mér frábært. Ég þurfti ekki
einu sinni að suða í þér, þú varst
bara slakur og leyfðir mér að
keyra.
Þegar ég var 16 ára keypti ég
mér fyrsta bílinn og þér leist
ekkert á það. Þú sagðir samt lít-
ið sem ekkert því þú sást hvað
ég var spenntur og fullviss um
að ég væri að gera bestu kaup
lífs míns. Þú vildir ekki skemma
það fyrir mér. Sólarhring eftir
kaupin hrundi gírkassinn og þá
lést þú mig heyra það og
skammaðir mig fyrir að hafa
ekki hlustað á þig. En þú varst
sko fljótur að rétta mér hjálp-
arhönd enda vorkenndirðu mér
svo mikið. Ég lærði mína lexíu
og lærði líka að ég gæti ávallt
stólað á þig.
Þú varst alltaf svo ljúfur og
góður við mig og það er erfitt að
finna gjafmildari mann. Í seinni
tíð, eftir að þú hættir á sjónum,
varð samband okkar nánara og
sérstaklega eftir að strákarnir
komu í heiminn. Einlægur áhugi
þinn á öllu sem ég hef tekið mér
fyrir hendur var mjög hvetjandi
og þú studdir mig alltaf í gegn-
um súrt og sætt.
Þegar þú vissir að það væri
ekki langt eftir sagðirðu mér að
þú myndir fara áhyggjulaus til
himna því að öll börnin þín væru
á svo góðum stað í lífinu og eng-
in þörf að hafa áhyggjur af
þeim. Þú varst óendanlega stolt-
ur af öllum þínum afkomendum
og naust þess að eyða tíma með
þeim.
Það var ótrúlega erfitt að
kveðja þig, en mikið erum við
Anna þakklát fyrir að þú vakn-
aðir og við áttum stutta sam-
verustund. Við erum sérstak-
lega þakklát fyrir að strákarnir
gátu kvatt þig og þú þá, eins
sárt og það var. Mikið sem þú
varst glaður að sjá þá þegar þú
vaknaðir og þeir svo blíðir og
góðir við þig. Einstök stund, en
ofboðslega erfið.
Vona hjartanlega að þér líði
betur í sumarlandinu. Sakna þín
og þú munt ávallt eiga stóran
stað í hjarta mínu. Eins og þið
mamma voruð vön að segja við
mig þegar ég var lítill: Guð
geymi þig.
Þinn sonur,
Kristján Eyþór Eyjólfsson.
Elsku pabbi. Mikið er sárt að
sjá þig fara frá okkur, en samt
svo gott að þú fékkst hvíldina
eftir mjög erfið veikindi. Þú
varst einstaklega gjafmildur
maður og enginn mátti hafa erf-
itt fjárhagslega þá varst þú bú-
inn að rétta fram hjálparhönd.
Ég er svo glöð að hún Blíða okk-
ar fær að liggja með þér, henni
þótti óendanlega vænt um þig
og þér um hana. Þegar ég sagði
þér að hún fengi að hvíla með
þér þegar þinn tími væri kominn
þá varst þú svo glaður að þá
myndi þetta allt verða gott. Hún
hefur örugglega komið hlaup-
andi á móti þér þegar þú komst í
sumarlandið og Þórey amma
með bunka af pönnukökum. Ég
elska þig pabbi og sakna þín,
minning þín lifir í hjörtum okkar
allra sem þekktum þig
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okk-
ar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lít-
ur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þín dóttir,
Guðborg.
Elsku Eyjólfur tengdapabbi
minn hefur kvatt þessa jarðvist
eftir erfið veikindi síðastliðið ár.
Hann tók veikindum sínum með
æðruleysi og yfirvegun, nefndi
oft hvað hann væri þakklátur
fyrir að allt hefði gengið vel hjá
börnum sínum og barnabörnum
í lífinu og færi hann því sáttur á
vit feðra sinna. Hann sagðist
myndu vaka yfir og vernda
barnabörnin sín og einnig fram-
tíðarbarnabörnin, ég trúi því að
hann verði ekki langt undan að
fylgjast með þeim. Eyjólfur vildi
einnig fylgjast með stórfjöl-
skyldu sinni, hann var duglegur
að fara í heimsóknir til ættingja
og vina og rækta fjölskyldu- og
vinaböndin. Hann vildi fara á
staðina og hitta fólkið og spyrja
frétta, það er yndislegur kostur
að hafa en er á undanhaldi í nú-
tímasamfélaginu.
Ég hef þekkt Eyja frá því ég
var 15 ára gömul og er ríkari
manneskja á því að hafa kynnst
honum og þakklát fyrir að hafa
átt hann að í gegnum árin. Það
sem ég hef kunnað að meta við
hann er margt, það sem kemur
fyrst upp í hugann er sú skilyrð-
islausa ást sem hann bar til fjöl-
skyldu sinnar. Heimili tengda-
foreldra minna er hlýlegt og
heimilislegt og ávallt svo gott að
koma til þeirra, ég hef alltaf
fundið fyrir miklum velvilja og
væntumþykju í minn garð frá
þeim og er óendanlega þakklát
fyrir. Tengdapabbi hefði gefið
utan af sér síðustu flíkina ef
þess hefði verið þörf, þannig
hefur hann alltaf komið mér fyr-
ir sjónir, það eru ekki slæmir
mannkostir að bera. Hann var
stundvís með eindæmum, lét
ekki bíða eftir sér t.d þegar
hann var sóttur til að fara á sjó-
inn, þá beið hann uppi á Garð-
braut í þó nokkurn tíma áður en
bíllinn kom að sækja hann.
Eyjólfur fylgdist vel með
fréttum og því sem var að gerast
í þjóðfélaginu, hann var fróður
um ýmis málefni og hafði ég
gaman af að ræða við hann.
Hann gat líka verið hnyttinn í
tilsvörum og svolítið stríðinn.
Ég mun sakna þessara sam-
verustunda en varðveita minn-
ingarnar djúpt í hjarta mínu.
Elsku tengdamamma og fjöl-
skylda, missir ykkar er mikill og
votta ég ykkur mína dýpstu
samúð, megi Guð styrkja ykkur
í gegnum þessa erfiðu tíma.
Kveðja,
Harpa Ólafsdóttir.
Það er sárt að það sé komið
að kveðjustund en minningar
um elsku Eyja afa eru dýrmæt-
ar og verða alltaf geymdar í
hjörtum okkar.
Við afastelpurnar hans, eins
og hann kallaði okkur, erum
sammála um að það sem okkur
er minnisstæðast um Eyja afa
er umfram allt hversu áhuga-
samur hann var um líf okkar og
velvilji hans í okkar garð. Hann
var einstaklega barngóður og
tók alltaf á móti okkur með bros
á vör og hlýju faðmlagi. Ávallt
var sælgæti eða ís á boðstólum
enda áttum við það sameiginlegt
að þykja sætindi góð.
Afi var mikill húmoristi og
átti auðvelt með að fá okkur fjöl-
skylduna til að hlæja enda orð-
heppinn maður. Hann fylgdist
vel með því sem var að gerast í
samfélaginu og fannst gaman að
ræða um þau málefni. Einnig
var hann lunkinn á tæknina og
einkar laginn á samfélagsmiðl-
um, þar sem honum þótti dýr-
mætt að fylgjast með stórfjöl-
skyldunni.
Mikil gjafmildi einkenndi
einnig Eyja afa okkar. Sem
dæmi, þegar við vorum börn, þá
kom hann reglulega og færði
okkur fjölskyldunni ferskan fisk
og í seinni tíð, þegar við fórum
að stofna okkar eigin heimili,
sáu afi og amma um að gefa okk-
ur helstu nauðsynjar í búið.
Minningin um Eyja afa mun
varðveitast um ókomna tíð og
munum við stoltar segja börn-
unum okkar sögur um hann. Við
erum þakklátar fyrir allar góðu
stundirnar og kveðjum hann
með miklum söknuði.
Elsku amma Gunna, við vott-
um þér okkar dýpstu samúð og
munum halda utan um þig á
þessum erfiðu tímum.
Þínar
Guðrún og Heiðrún
Þorsteinsdætur.
Bátar á sundi báru dimman svip.
Bátar á sundi voru drifin skip
sælöðri hafs, en sól og tungl og vík
sömdu við kletta bláa rómantík.
Blessi þig allra bjartra daga þeyr
blómálfur guðs – ég sé þig aldrei
meir.
(Jón Jóhannesson)
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Eyja vinar míns,
heiðursmanns og kletts í hafinu.
Ég fékk að kynnast þeim
hjónum Eyja og Gunnu upp úr
1980 þegar við vorum öll að
bögglast við að lifa af smábáta-
útgerð. Við urðum nokkur vin-
ahjón sem héldum þétt hópinn
og betri vini var ekki hægt að
finna.
Í brælum spiluðu karlarnir
og ég bridge heima hjá okkur
Ingimari og urðu það oft langar
nætur, því enginn vildi gefa sig.
Eyjólfur var alltaf bílstjóri á
slíkum kvöldum, en lét það ekk-
ert fara í taugarnar á sér að við
hin vorum ekki alveg í ökuhæfu
ástandi. Löngu seinna leitaði ég
ráða hjá honum þegar ég ákvað
að fara í áfengismeðferð og fékk
sannarlega bara skilning og
stuðning. Hópurinn leystist
upp, einn skilnaður, eitt andlát
og restin týndi tölunni í útrým-
ingarstefnu stjórnvalda gegn
smábátaeigendum. Vináttan dó
samt aldrei, það varð bara
lengra á milli funda. Að heim-
sækja Eyja og Gunnu skildi mig
alltaf eftir sem betri mann-
eskju, þau voru höfðingjar heim
að sækja, þau auðsýndu sannan
og einlægan áhuga á hvernig
vinir þeirra hefðu það, og ekki
voru veitingarnar af verri end-
anum. Ég er enn með vatn í
munninum eftir að hafa smakk-
að í eina skiptið söltuð vestfirsk
svið á þeirra heimili. Eyi var
stoltur af vestfirskum rótum
sínum og það var unaður að
heyra hann tala um tímana fyrir
„vestan“. Hann var líka frómur,
en eftir að hafa fengið útskýr-
ingar á hvað það hefði reynst
honum erfið „gjöf“ þá ræddum
við það ekki aftur. Eyi var alltaf
ástfanginn af Gunnu sinni og
börnunum var hann svo stoltur
af, enda gáfu þau honum fulla
ástæðu til þess. Kristján kom
svona næstum eins og þruma úr
heiðskíru lofti, seint og um síðir,
og varð augasteinn allra í fjöl-
skyldunni, bæði foreldranna og
systkina sinna. Ég er svo inni-
lega þakklát fyrir að hafa heim-
sótt Eyja og Gunnu þegar ég
kom til Íslands í fyrra. Við höfð-
um þá ekki hist í alltof mörg ár,
en það sannaði sig að sönn vin-
átta deyr aldrei, það var eins og
við hefðum hist daginn áður.
Eyi minn, það er margs að
minnast. Ég man best hvað ég
næstum hrökk við þegar ég sá
þig fyrst brosa; þessi alvarlegi
og dökki maður sem brosti svo
að það lýsti upp herbergið. Mér
fannst alltaf sérstaklega gaman
að vinna fyrir brosi eða hlátri
hjá þér eftir það. Við höfum
reykt marga kílómetra af sígar-
ettum við borðið í Garðinum og
drukkið þúsundir lítra af kaffi,
og talað saman um það sem
skipti máli og það sem skipti
engu máli, en var skemmtilegt,
fræðandi eða áhugavert. Engin
stund með þér hefur verið burt-
köstuð stund, gamli vinur.
Þakka þér fyrir samfylgdina, ég
vona að þið Eiríkur séuð saman
að spekúlera í veðurhorfunum
þarna uppi. Við sjáumst síðar
vinur minn. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Gunnu, Guð-
borgar, Steina, Kristjáns og
allra annarra ástvina.
Steinunn H. Snæland.
Eyjólfur
Kristjánsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓRUNNAR ÞORGERÐAR
BERGSDÓTTUR
frá Hofi í Öræfum.
Sérstakar þakkir til allra sem voru yndislegir
við hana í veikindum hennar.
Bjarni Jónasson
Jónas Bjarnason Margrét Pálsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir Björgvin Björgvinsson
Bergþór Bjarnason Olivier Francheteau
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA G. BENEDIKTSDÓTTIR,
lést á sjúkrahúsi laugardaginn
19. desember. Útförin mun fara fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Einar Þór Karlsson Karitas Bergsdóttir
Ísól Björk Karlsdóttir Snorri Gunnarsson
Kristín Skjaldardóttir Jón Gunnar Steinarsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elsku hjartans mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
HRAFNHILDUR BALDVINSDÓTTIR
kennari,
Grenihlíð, Austurbyggð 17,
lést á heimili sínu 14. desember.
Útförin fer fram í Akureyrarkirkju þriðjudaginn
29. desember klukkan 13:30.
Vegna aðstæðna geta aðeins nánustu aðstandendur verið
viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á facebooksíðunni
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Leifur Kristján Þorsteinsson María Þórðardóttir
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Haraldur Guðmundsson
Jón Rúnar Þorsteinsson Ásrún Elín Guðmundsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir Ragnar Sverrisson
Auður Þorsteinsdóttir Tryggvi Þór Gunnarsson
Arna Þorsteinsdóttir Bjarni Hallgrímsson
Sigríður Þ. Þorsteinsdóttir Bjarni Bjarnason
ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
JÓHANN ÓSKAR SIGURÐSSON
frá Stóra-Kálfalæk,
lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi föstudaginn 18. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Lilja Jóhannsdóttir Guðmundur Þorgilsson
Sigurður Jóhannsson Ólöf Anna Guðbrandsdóttir
Andrés Björgvin Jóhannsson Hrafnhildur Sigurðardóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
Steinunn Jóhannsdóttir Sigurður Ingvarsson
Jóhann Óskar Jóhannsson Guðrún Þorsteinsdóttir
Helga Jóhannsdóttir Ásbjörn Kjartan Pálsson
afabörn, langafabörn og langalangafabörn