Morgunblaðið - 22.12.2020, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
✝ Sigurður Agn-arsson fæddist
í Reykjavík 7.
ágúst 1955. Hann
lést á heimili sínu,
Gautlandi 11, 15.
desember 2020.
Foreldrar hans
voru Agnar Líndal
Hannesson, f. 16.
júlí 1931, d. 10.
janúar 1983, og
Guðríður Lillý
Karlsdóttir, f. 3. september
1930, d. 18. maí 1988. Systkini
Sigurðar eru Karl Óskar, f. 19.
júní 1952, d. 22. október 2020;
Gísli Líndal, f. 13. júlí 1954;
Sigurrós, f. 18. desember 1956,
gift Jóni Kristbergssyni, f. 13.
september 1951. Samfeðra er
Daníel, f. 11. júlí 1960, og sam-
mæðra er Ragnar Ragnarsson,
f. 16. júní 1962, sambýliskona
hans er Sigrún Árnadóttir, f.
30. maí 1950.
Föðuramma Sigurðar var
Sigurrós Jóhannsdóttir, f. 23.
ágúst 1895, d. 18. ágúst 1986,
og maður hennar var Hannes
Gíslason, f. 17. júní
1890, d. 17. desem-
ber 1963. Móð-
uramma Sigurðar
var Jóna Gíslína
Sigurðardóttir, f.
2. september 1910,
d. 6. apríl 1998, og
móðurafi Karl
Óskar Sigmunds-
son, f. 25. mars
1910, d. 4. ágúst
1937.
Sigurður ólst upp í Reykja-
vík hjá föðurömmu sinni og al-
systkinum sínum.
Sigurður vann hjá Reykja-
víkurborg frá 1975-2019 og
síðustu tvö árin hjá Lækjarási,
vinnustofu fyrir fatlaða.
Sigurður var dyggur stuðn-
ingsmaður KR.
Útför Sigurðar verður
streymt frá Seljakirkju í dag,
22. desember 2020, klukkan
13, á:
https://www.seljakirkja.is
Virkan hlekk á streymið má
einnig nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Elsku besti bróðir minn, Sig-
urður Agnarsson, sem ég kallaði
alltaf Adda, kvaddi okkur 15.
desember síðastliðinn. Elsku
Addi minn, það er mikill sökn-
uður að þér. Þú varst alltaf tilbú-
inn að hjálpa okkur í bústaðnum.
Þú varst alltaf svo yndislegur og
kátur við börnin mín og barna-
börn. Þú gafst svo mikið af þér.
Þú varst alltaf kátur og
skemmtilegur og mjög stríðinn
en það var bara skemmtilegt.
Það var rosalega gaman að fara í
allar utanlandsferðirnar með
þér, við lentum alltaf í skemmti-
legum ævintýrum saman. Þú
varst farinn að hlakka svo til því
við vorum að fara að skipuleggja
ferð til Kanarí þegar Covid-19
yrði búið og ætluðum að fara
mörg saman. Ég mun sakna þín
sárt elsku bróðir minn.
Þín systir,
Sigurrós Agnarsdóttir
(Sigga).
Elsku Addi frændi minn
kvaddi okkur hinn 15. desember.
Fjölskyldan kallaði þig alltaf
Adda. Addi minn púaði alltaf
vindla í tilefni áramóta með mér
í þeim tilgangi að kveikja í flug-
eldunum. Það var alltaf fjör þeg-
ar við kveiktum í KR-flugeldum.
Það var alltaf stutt í hláturinn og
hrekkina, sem var alltaf mjög
skemmtilegt. Þú varst svo kátur
og lífsglaður maður. Í hvert
skipti sem við vorum að fara eitt-
hvað varstu svo spenntur að fara
að það var allt klárt kvöldið áður.
Síðan þegar við hringdum og lét-
um þig vita að við kæmum bráð-
lega þá varstu alltaf tilbúinn úti
á götu eða í anddyrinu á Skúló.
Blessuð sé minning þín elsku
Addi frændi minn. Ég mun
sakna þín rosalega mikið.
Þinn
Kristbergur Jónsson
(Beggi).
Í dag kveð ég frænda minn
hann Adda, hinn 22. desember,
sem er afmælisdagurinn minn.
Margar eru minningarnar um
okkur frændur og sárt hversu
stutt varð á milli andláts ykkar
bræðra. Ég trúi því ekki að þú
sért farinn frá okkur, elsku Addi
minn, en þú varst kallaður það í
fjölskyldunni og Siggi í vinnunni.
Við fórum saman í margar utan-
landsferðir, ógleymanlegt er
þegar við fórum í 60 ára afmæl-
isferðina til Las Vegas, við skoð-
uðum margt þar og fórum á
töfrasýningu hjá David Copper-
field og sýningarleik í NBA-
körfubolta, Los Angeles Lakers,
og fannst þér þetta alveg meiri-
háttar og varst enn að tala um
þessa ferð. Ég tala nú ekki um
dálætið sem þú hafðir á að horfa
á þína uppáhaldssjónvarpseríu
sem var Nágrannar, en þú mátt-
ir ekki missa af einum einasta
þætti og varla verða fyrir truflun
þegar þú horfðir á þá. Svo hélstu
með Liverpool í enska boltanum
og mikill stuðningsmaður KR.
Þú varst mikið með Rósu systur
og Nonna í sumarbústaðnum hjá
þeim, þar leið þér vel. Takk fyrir
allar stundirnar sem við áttum
saman elsku Addi. Minning þín
lifir í hjarta mér.
Þinn frændi,
Aðalsteinn Líndal Gíslason
(Steini).
Ég kynntist Sigurði Agnars-
syni í gegnum konu mína Sig-
urrós, sem er systir hans. Þegar
við fórum að byggja bústaðinn
var hann alltaf tilbúinn að slá
blettinn við sumarbústaðinn,
hann var alltaf kallaður yfirslátt-
umaður. Hann var alltaf tilbúinn
að hjálpa okkur með bústaðinn.
Hann reyndist mér besti mágur
sem hægt er að eignast. Hann
hringdi á hverjum degi til að
fylgjast með hvort ég þyrfti ein-
hverja hjálp. Við fórum í marga
góða og skemmtilega veiðitúra
saman. Hann gaf svo mikið af
sér. Ég fór í fyrsta skiptið til út-
landa með honum til Glasgow.
Það var æðislegt að eyða góðum
stundum með honum Adda.
Þín verður sárt saknað elsku
Addi minn, þú varst sannur vin-
ur.
Með bestu kveðju,
Jón Kristbergsson
(Nonni mágur).
Elsku Addi frændi okkar, við
trúum ekki ennþá að þú sért far-
inn frá okkur svona fljótt. Það
var bara fyrir stuttu að ég sá þig
heima hjá foreldrum mínum svo
glaðan. Þú sagðir við mig:
„Gugga, þú færð ekkert sjúdd-
irarírei þarna sjúddirarírei-kell-
ingin þín,“ og hlóst. Ég hló líka
og svo spiluðum við saman.
Ég man þegar ég var ung, þá
komuð þið Kalli bróðir þinn til
okkar í jólasveinabúningi, þið
ætluðuð að vera fyndnir og sögð-
ust ætla að láta mömmu mína í
pokann og fara með hana upp í
fjöll. Ég fór að gráta og hélt fast
í mömmu. Þið reynduð að hugga
mig, gáfuð mér mandarínu og
sögðust vera hættir við að taka
mömmu af því ég hefði verið góð
stelpa. Við fórum oft saman í
bingó og í hvert skipti sem konan
sagði B8 sagðir þú hátt: „Farðu
að hátta“ og allir hlógu.
Við munum alltaf sakna þín
mikið. Guð varðveiti minningu
þína.
Þín
Guðbjörg frænka
og fjölskylda.
Elsku Addi minn.
Fyrstu kynni mín af þér voru
árið 2005 í 50 ára afmælinu
hennar Guðrúnar tengda-
mömmu minnar. Þú varst að að-
stoða við að ganga frá eftir veisl-
una, þá spurði ég þig: „Hvað
heitir þú?“ Þú svaraðir: „Ég
heiti Sigurður Agnarsson, kall-
aður Addi, og þarna er hann
Kalli bróðir minn.“ Nú eru 15 ár
liðin síðan og við erum búin að
bralla mikið á þessum árum. Þú
varst svo mikill dugnaðarforkur
og aldrei þurftir þú að nota vekj-
araklukku til að mæta til vinnu,
klukkan þín var innbyggð og
alltaf mættir þú á réttum tíma.
Þú varst sannur KR-ingur, þér
þótti gaman að fara á KR-völlinn
að fylgjast með þínu liði spila
knattspyrnu. Það verður skrítið
næsta sumar að fara á KR-völl-
inn, enginn Addi eða Kalli. Þú
hafðir gaman af að horfa um
helgar á knattspyrnu í sjónvarp-
inu með Kalla bróður þínum sem
kvaddi okkur 22. október síðast-
liðinn. Við áttum það sameigin-
legt að halda með KR og Liver-
pool. Þér fannst svo gaman að
ferðast og sérstaklega til út-
landa. Við tókum þrjár ferðir
saman, til Kaupmannahafnar,
London og Las Vegas. Þú varst
nýbúinn að rifja upp ferðina til
Kaupmannahafnar þegar þú
fórst í gönguferð með okkur og
við gengum fram hjá hraðbanka
og þú hrópaðir, það stendur pen-
ingur út úr bankanum, 50 dansk-
ar og það dugir fyrir kassa af
bjór. Ferðin okkar til Las Vegas
var mjög skemmtileg og á ég
margar skemmtilegar myndir úr
þeirri ferð. Þú hringdir oft í mig
og til dæmis sagðir: „Margrét
mín, hvernig á ég að elda lær-
issneiðar og hvað á ég að steikja
þær lengi?“ Þann 14.desember
síðastliðinn hringdir þú í mig og
baðst mig um að kaupa rauða
sokka, vegna þess að það var
jólagleði og rauður dagur í
vinnunni hjá þér, þegar ég færi í
búðarleiðangur með mömmu
minni. Auðvitað sagði ég, ekkert
mál Addi minn. Ég leitaði úti um
allt í Smáralindinni að rauðum
sokkum og loksins eftir langa
leit fann ég sokka í H&M og það
sem þú varst glaður að fá þessa
jólasokka og spenntur að mæta í
vinnuna næsta dag í þeim. Því
miður náðir þú því ekki, elsku
Addi minn, að fara á jólagleðina í
vinnunni þinni. Þú varst svo
ánægður, búinn að fá nýja íbúð í
Gautlandi og þar vorum við fjöl-
skyldan og vinir búin að hjálpa
þér að gera fallegt heimilið. Það
var svo gaman hjá okkur núna á
aðventunni, þú varst duglegur að
hjálpa mér að skreyta fyrir jólin
heima hjá okkur Steina frænda
þínum. Þú varst svo spenntur að
fara með mér að versla jólagjaf-
irnar og afmælisgjöf handa
Steina, þú gast ekki beðið með
að gefa honum gjöfina, lést hann
hafa hana um leið og við komum
heim til okkar. Við kveðjum þig,
elsku Addi minn, á afmælisdag-
inn hans Steina þíns. Þín verður
sárt saknað. Blessuð sé minning
þín.
Þín vinkona,
Margrét Reynisdóttir.
Elsku Sigurður Agnarsson,
sem við í fjölskyldunni köllum
alltaf Adda, kvaddi okkur hinn
15. desember. Ég kynntist þess-
um yndislega dreng, honum
Adda, þegar ég kynntist mann-
inum mínum, sem er frændi
hans. Ég er búin að þekkja hann
í 15 ár og eiga margar yndislegar
stundir með honum. Hann Addi
elskaði að spila kana, ólsen-ólsen
og fleiri spil. Við fórum til Or-
lando í Flórída og þar fórum við í
dýragarðinn og Addi fleygði
kjúklingabeini inn til ljónsins og
lét sig svo hverfa því allt varð
vitlaust. Hann var farinn að
hlakka mikið til að halda jólin
með okkur og gleðin skein úr
augunum hans því hann var bú-
inn að kaupa jólagjafir handa
okkur. Ég mun sakna þín alveg
voða mikið.
Þín
Anna Sveinlaugsdóttir.
Elsku besti Addi frændi okk-
ar.
Elsku Addi minn, ég mun
aldrei gleyma því þegar ég fékk
símtalið um að þú værir látinn.
Ég man hvað hjartað í mér
brotnaði niður þar sem ég ætlaði
ekki að trúa því að þú værir far-
inn frá okkur og það rétt fyrir
jólin. Þú varst búinn að hlakka
svo mikið til jólanna og orðinn
svo spenntur yfir því að við
myndum vera saman um jólin.
Ég var búin að kaupa kveikjara í
safnið þitt handa þér í jólapakk-
ann eins og ég hef alltaf gert um
hver jól og þú alltaf jafn spennt-
ur yfir að fá nýjan kveikjara í
safnið þitt. Elsku Addi minn, þér
fannst svo gaman að spila kana
með okkur fjölskyldunni og allt-
af varstu jafn spenntur yfir því
að geta fellt mig í kananum, ég
mun aldrei gleyma þeim hlátri.
Mér finnst ég hafa misst hluta
af hjarta mínu að hafa misst þig.
Elsku Addi minn, hver á nú að
taka á móti okkur þegar við
komum í sumarbústaðinn á
sumrin? Þú sem passaðir alltaf
upp á allt sem tengdist sumarbú-
staðnum hans pabba. Þú varst
hálfgerður öryggisvörður á
staðnum, þú sást alltaf um að
opna og loka hliðinu, slá túnið og
í hvert skipti sem ég kom með
Móra hundinn minn þá fórstu
alltaf með hann í göngutúr.
Það verður mjög tómlegt
núna í bústaðnum án þín, án
hlátursins þíns og grallaraskaps-
ins. Ég græt á meðan ég skrifa
þessa minningargrein, ég er ekki
að trúa því að þú sért farin frá
okkur.
Þegar ég var lítil stelpa þá
fannst mér alltaf svo gaman að
fara með þér í sjoppuna að kaupa
nammi, ég man svo vel eftir hvað
þú hélst fast í höndina á mér og
passaðir mig alltaf vel fyrir bíl-
unum. Þú varst einstakur í alla
staði og með hjarta úr gulli.
Betri frænda er ekki hægt að
eiga. Þú varst ljósið okkar fjöl-
skyldunnar og húmoristi. Þú
varst í uppáhaldi hjá öllum og
það var alltaf yndislegt að vera í
kringum þig, sama hvar það var,
alltaf áttirðu sögu til að segja
mér eða grallarinn í þér kom upp
og stríðni. Ég gleymi seint
Bandaríkjaferðinni sem við fór-
um saman í til Minneapolis þar
sem við áttum góðar stundir
saman ásamt öllum hinum utan-
landsferðunum okkar. Þessi ferð
á alltaf stað í hjarta mínu þar
sem við fórum saman í lyftuna á
hótelinu og af einhverjum ástæð-
um þá fórstu ekki inn í lyftuna
með mér og ég endaði ein og þú
vinkaðir mér í gegnum litla rifu
sem var áður en lyftan lokaðist
en það var ekki ætlunin hjá þér
heldur gerðist þetta atvik bara.
Þessa frábæru sögu hefur þú
tekið með þér í gegnum lífið og
alltaf rifjaðir þú hana upp fyrir
mér og öllum hvað þér fannst
þetta gaman. Þig langaði alltaf
svo mikið að fara aftur þangað.
Nú hlæ ég innra með mér og
mikið sem þessi ferð var dásam-
leg með þér. Við sem ætluðum að
stefna á aðra svona ferð á næsta
ári en nú verður sú ferð ekki eins
án þín. Elsku Addi minn, þú
kvaddir þennan heim allt of fljótt
og nú ertu orðinn fallegur engill
hjá elsku Kalla þínum en ég veit
að þú vakir yfir okkur öllum og
fylgist með okkur í gegnum lífið.
Elsku fallegi engillinn okkar, þú
ert og verður alltaf í hjörtum
okkar og minning þín mun alltaf
lifa. Elska þig af öllu hjarta.
Þín litla frænka
Íris og börn.
Sigurður
Agnarsson
Öðrum eins hör-
kukvenmanni hef ég
aldrei kynnst eins og
henni ömmu minni, fátækt mótaði
barnæsku hennar sem hafði áhrif
á lífsgæði næstum alla hennar
ævi. Ég get einnig tekið fleiri
dæmi um þetta súperkvendi. Hún
ungaði út tíu krökkum sem eru
flestöll vel menntuð í dag og skara
fram úr sem þjóðfélagsþegnar.
Hún var húsmóðir að ala upp níu
börn en reyndi samt að vera alltaf
í vinnu. Í vor greindist hún með
Covid-19 sem hún hristi af sér eins
og enginn væri morgundagurinn.
Hún setti sig ávallt í síðasta sæti. Í
æsku leið mér aldrei öruggum
nema í kringum hana, ég gat ávallt
treyst því að hún myndi gæta mín,
enda eignaðist móðir mín mig
mjög ung og gekk amma mér
meira í móðurstað frekar en að
vera amma mín. Hún átti það
Guðrún Fanndal
Kristinsdóttir
✝ Guðrún Fann-dal Krist-
insdóttir fæddist
13. apríl 1945. Hún
lést 28. nóvember
2020.
Útför hennar fór
fram 17. desember
2020.
meira að segja til að
ruglast og segja „tal-
aðu við pabba þinn
um þetta ég veit ekki
svarið“, þegar ég var
að spyrja að ein-
hverju sem gekk um
í kollinum á mér.
Alltaf var hún boðin
og búin að bjóða
manni gistingu og
mat. Lengi mætti
telja góðverk í minn
garð. Hún reykti því miður mikið
en það var aðallega þá, þegar ég
varð eldri, að ég gat gripið hana á
spjall, sem hún var ekki mikið fyr-
ir við hvern sem er, því miður
þoldum við bæði illa margmenni
og okkur fannst ágætt að fela okk-
ur bara úti í reyk. Ég gerði mér
ekki grein fyrir því fyrr en fyrir
nokkrum árum hvers lags ofur-
manneskja hún var og því ákvað
ég að taka upp nafn hennar sem
virðingu við hana.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Amma, ég sakna þín sárt.
Enok Holm Fanndal.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar
Elsku besti faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEFÁN KJARTANSSON,
fyrrverandi umdæmisstjóri
Vegagerðar ríkisins,
lést fimmtudaginn 17. desember á
Skógarbæ. Útför hans fer fram í
Digraneskirkju 28. desember klukkan 15.
Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði. Í ljósi aðstæðna verða
aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymi frá athöfninni
má finna á slóðinni: https://streyma.is/utfor
Gunnar Leifur Stefánsson Þórunn Ásgeirsdóttir
Guðfinna Stefánsdóttir Helgi Harðarson
Hreinn Stefánsson Sveinbjörg Pálmarsdóttir
Hilmar Stefánsson Íris Dóra Unnsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, afi, langafi og bróðir,
GUÐBJÖRN M. ÞÓRSSON,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn
30. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðalheiður Gylfadóttir og fjölskylda
Ómar Þórsson og fjölskylda
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON
vélstjóri,
Engjadal 6, Innri-Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn
22. desember klukkan 11.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir. Útförinni verður streymt á vefslóðinni
www.streyma.is/utfor
Guðrún Þorsteinsdóttir
Guðborg Eyjólfsdóttir Guðmundur K. Kristmundsson
Þorsteinn Eyjólfsson Harpa Ólafsdóttir
Kristján Eyþór Eyjólfsson Anna Signý Guðbjörnsdóttir
barnabörn og langafabarn