Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 26

Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Elsku Ásta mín, það er komið að kveðjustund. Þú komst inn í líf mitt sem barnapía stelpnanna minna Eddu og Ebbu, þú á þrettánda ári og þær á því þriðja. Þú varst svo sannarlega himnasending, gekkst í öll verk óumbeðin og stelpurnar elskuðu þig á augabragði. Já, ég datt í lukkupottinn þegar þú komst til mín, bláókunnug send með rútu vestur í Dali. Yngri börnin mín nutu þess líka að hafa þig sem barnapíu, þó minna en þær eldri – ég er svo óendanlega þakklát fyrir þig. Strax varðstu ein af fjölskyldunni og allt til loka. Margar voru stundirnar okkar saman, mislangar og góðar svona eins og lífið er. Þú varst með stórt og fallegt hjarta, ávallt að gera allt fyrir alla eins mikið og þú gast. Meira jólabarn var erfitt að finna, þú elskaðir að gefa jólagjaf- ir. Þú varst mér sem dóttir, vin- kona og trúnaðarvinur og alltaf vorum við tilbúnar að hjálpa hvor annarri eins og við gátum. En all- ir hafa einhvern djöful að draga og það hafðir þú elsku Ásta mín, ég gæti skrifað svo margt um okkar samband. Þú varst enda- laust stolt af börnunum þínum, honum Gulla og Kristjönu, og þegar ömmutitillinn kom varstu að springa úr stolti. Ég sendi börnum Ástu, barna- barni, foreldrum og systkinum mínar innilegurstu samúðar- kveðjur. Ég elska þig. Þín Dagný. Þegar við sitjum hér saman fjölskylda Ástu Mörtu í Hvera- gerði og minnumst hennar er glaðværð það fyrsta sem kemur upp í hugann en ekki síður hlýja og kærleikur í garð þeirra sem henni þótti vænt um. Hún hvatti alla sem á þurftu að halda til dáða og hafði frábæran húmor, ekki síst gagnvart sjálfri sér. Ásta elskaði dýr og útiveru. Hún fór gjarnan í smölun og réttir á haustin meðan hún gat og hlakk- aði alltaf til þess sama hversu lengi smölunin átti að standa yfir, hvernig sem viðraði og hversu sár hún varð á sitjandanum. Senni- lega hefði hún orðið frábær bóndakona. Þó er ein minning sem stendur upp úr, þ.e. þegar við heimsóttum hana í Krísuvík í tengslum við afmælið hennar ný- verið. Hún tók á móti okkur mjög kát og stolt yfir því hversu vel henni hefði gengið í baráttu sinni. Hún sýndi okkur staðinn, her- bergið sitt og allt húsið. Svo fór Ásta Marta Róbertsdóttir ✝ Ásta Marta Ró-bertsdóttir fæddist 26. sept- ember 1973. Hún lést 27. nóvember 2020. Útför Ástu var gerð 15. desember 2020. hún með okkur inn í stóra skemmu sem var full af hænsnum og gæsum sem hlupu auðvitað um allt með miklu fjaðrafoki þegar við komum inn. Ásta bar ábyrgð á þess- um dýrum og hafði umsjón og eftirlit með eggjum til út- ungunar og var sú fyrsta sem fékk það verkefni til að ganga. Hún var afskaplega stolt yfir ungunum sínum og hugsaði vel um þá og hin dýrin enda sagðist hún verja löngum stundum meðal þeirra því þar liði henni vel. Sagði að dýrin dæmdu sig ekki. Ég (Helena) er afar þakklát fyrir hversu vel hún tók mér frá upphafi okkar kynna þá 16 ára gömul. Hún kallaði mig mömmu eiginlega frá fyrstu tíð. Aldrei Helenu, Helenu mömmu, stjúpu eða stjúpmömmu. Bara mömmu. Takk fyrir það elsku Ásta. Hún flutti um þetta leyti með okkur til Kanada og meiningin var að hún dveldi þar í nokkurn tíma. Sú varð ekki raunin þar sem í ljós kom að hún var orðin ófrísk af elsku Gulla og það virtist eðlilegt að fæða barnið á Íslandi. En hún kom til okkar með hann í heim- sókn yfir jól til Bandaríkjanna þegar hann var þriggja ára gam- all. Yndislegri heimsókn er varla hægt að hugsa sér. Við fjölskyldan viljum minnast Ástu á öllum yndislegu stundun- um sem við áttum saman. En auð- vitað komu tímar þegar sam- skiptin urðu stirð. En þá var það ekki Ásta heldur sjúkdómurinn sem fór á kreik. Minningar um mörg ljúf jól bæði hér í Hvera- gerði og með stórfjölskyldunni í Hafnarfirði munu ylja okkur um ókomin ár. Við þau tækifæri gisti Ásta gjarnan hjá okkur og Krist- jana Marta dóttir hennar einnig. Hún dvaldi líka oft hjá okkur um lengri og skemmri tíma m.a. þeg- ar hún kom heim frá Bretlandi. Systkini hennar sakna glaðværr- ar, hlýrrar og elskulegrar systur sem vildi öllum vel. Pabbi hennar átti langar samræður við hana til að hvetja hana til dáða hvað eftir annað. Hann á eftir að sakna þeirra stunda. Þessar góðu minn- ingar munum við halda í heiðri ásamt mörgum öðrum um elsku Ástu. Elsku Gulli og Kristjana Marta. Þið eigið erfiða tíma fram undan. Vonandi getið þið sótt styrk til hvort annars. Megi elsku Ásta okkar hvíla í friði. Heyrðu ó Guð bænir mínar Horfðu með velvild á þrautir mínar Hlustaðu og framkvæmdu Dragðu það eigi Því ég ber nafn þitt. (Bæn Joshua) Pabbi, Helena mamma, Ómar Örn, Lydia Grace og Christopher Steven. ✝ Hjördís Guð-björg Stef- ánsdóttir fæddist á Hóli á Stöðvarfirði 2. nóvember 1928. Hún lést 5. desem- ber 2020. For- reldrar hennar voru Nanna Sig- urbjörg Guð- mundsdóttir hús- móðir og Stefán Andreas Guð- mundur Carlsson kaupmaður. Systkini Hjördísar voru Guð- mundur Karl, f. 28. júlí 1919, d. 21. október 1996; Arthúr Þór, f. 20. júní 1922 d. 17. apríl 2014; Carl Pétur, f. 19. júlí 1924, d. 22. júní 2003; óskírðar tvíburastúlkur, f. og d. 11. jan- úar 1930; Berta Sigríður, f. 13. nóvember 1931, d. 13. nóv- ember 1998; Stefán Níels, f. 20. júní 1935, d. 13. janúar 2018. Frá barnæsku var Hjördís alltaf kölluð Hadda, af fjöl- skyldu og nánum vinum. Rafns er Jóhanna Bald- ursdóttir. 3) Nanna Stefanía, f. 1956, eiginmaður hennar er Baldur Björgvinsson og börn þeirra eru: Svanur, f. 1976, eig- inkona hans er Ása Fanney Ás- dísardóttir, þeirra börn eru Ísól Eir, Nathan Ari, Nanna Katrín og Heimir Steinn. b) Heiður f. 1979, eiginmaður hennar er Hafsteinn Snæland, börn þeirra eru: Hilmir Þór, Stefán, Tinna Dís og Dagur. c) Tinna, f. 1981, eiginmaður hennar er Bjarni Fritzson, þeirra börn eru: Baldur Fritz, Bjartur Fritz og Blædís Fritz. d) Blædís Kara, f. 1992, sam- býlismaður Þorsteinn Við- arsson og þeirra sonur er Við- ar Kári. 4) Hafdís, f. 1965, eiginmaður hennar var Sig- urður Vilhjálmsson, þau skildu. Dætur þeirra: Saga, f. 1987, sambýlismaður Stefán Guðjón Loftsson, þeirra dætur Thelma Rakel og Freyja Karen. Katla f. 1991, sambýlismaður James Robert Taylor. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 22. desem- ber 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður út- förin aðeins fyrir nánustu fjöl- skyldu. Hadda giftist 2. október 1948 Svani Sigurðssyni út- gerðarmanni og skipstjóra frá Ósi í Breiðdal. Hann lést 11. september 1975. Börn þeirra eru: 1) Stefán, f. 1948, d. 1950. 2) Rafn Svan, f. 1951, eiginkona hans var Aðalheiður Hauks- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, f. 1970, maki Gauti Árnason. Þeirra börn: Rafn Svan, sambýliskona Róslín Alma Valdimarsdóttir og þeirra sonur er Högni Svan, Ísar Svan, sambýliskona Adisa Mesetovic, Kári Svan og Að- alheiður Sól. b) Hjördís Svan, f. 1976, hennar börn: Sólon Svan, sambýliskona hans er Rúna Oddsdóttir, Emma Sóldís Svan, Mathilda Sóldís Svan og Mia Sóldís Svan. c) Stefán Svan, f. 1979. Núverandi sambýliskona Elsku amma mín, nú þegar komið er að kveðjustundinni leit- ar hugurinn til baka í minninga- bankann. Ég á margar góðar minningar sem tengjast þér og fyrir það er ég þakklát. Fyrst í Hellubæ og á Breiðdalsvík þar sem ég fékk að brasa hitt og þetta og man ég eftir því að sitja í eld- húsinu ásamt því að leika mér að dúkkum í skemmtilegum gler- skáp. Ég man eftir jarðarberjun- um í garðinum og ég minnist hvíta Citroen-bílsins þíns. Ég man eftir ferðum með þér til langömmu á Hóli og þótti mér það mikið sport að fá að fara með þér. Seinna þeg- ar þú varst flutt til Reykjavíkur kom ég alltaf annað slagið í heim- sókn og dvaldi hjá þér í nokkra daga í senn. Þú kenndir mér að taka strætó niður á Hlemm og þar sem þú vannst rétt hjá kom ég til þín og spásseraði svo um Lauga- veginn eins og heimskona að mér fannst. Þú keyptir handa mér fyrstu pizzuna og nenntir alltaf með mér í Vesturbæjarlaugina. Ég mátti alltaf máta alla skóna þína og elskaði að labba um í Fornhaganum í hælaskóm af þér. Mér þótti svarti síminn þinn rosa flottur og ég þreyttist ekki á að hlusta á kaffibrúsakarlana og jólaplötuna með Svanhildi. Þegar þú fluttir í Blindraheimilið kom ég oft í heimsókn og var þá komin með fyrsta barnabarnið þitt. Hann minnist þess hversu skemmtilegt dót var í skúffu í eld- húsinu sem gaman var að skoða og handfjatla. Svo liðu árin og þú fluttir á Eir þar sem þú dvaldir þín síðustu ár. Þangað heimsótti ég þig ásamt fjölskyldunni. Ég er þakklát fyrir að fá að heimsækja þig ekki löngu fyrir andlát þitt og þá kysstir þú mig á kinnina og ég vissi að þetta yrði okkar seinasta knús og kveðjustund. Já þetta eru góðar minningar sem breiða bros yfir andlitið og færa hlýju í hjart- að. Heilsunni hrakaði ört síðustu misseri og þú varst tilbúin í ferða- lagið inn í Sumarlandið þar sem ég þykist vita að beðið hafi verið eftir þér. Ég veit að nú hefur þú fengið sjónina þína sem þú misstir allt of fljótt og háði þér mikið. Elsku amma, það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért farin því þú hefur alltaf verið til. En minn- ingarnar lifa áfram í huga og hjarta og þakklætið fyrir að þitt líf fléttaðist mínu. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Við í Bjarmalandi sendum fjöl- skyldunni allri hugheilar samúð- arkveðjur. Þín Ragnheiður. Hjördís Guðbjörg Stefánsdóttir Elsku hjartans hliðstæða sálin mín, pabbi minn. Þú ert og verður alltaf sá sem leiddir mig og sá sem ég leiddi. Í blíðu og stríðu gerðir þú mig að þeirri sterku persónu sem ég er í dag. Þú gerðir mér líka grein fyrir að í vanmættinum fylgir styrkur. Tárin þin, sölt eins og salt jarðar eru ómissandi. Ef saltið dofnar, hvað þá? Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að án þín. Hermann Marinó Sigurðsson ✝ Hermann Mar-inó Sigurðsson fæddist 31. mars 1933. Hann lést 14. desember 2020. Hann var jarð- sunginn 19. desem- ber 2020. Veganestið sem þú gafst mér er full- komið, einfalt og ekta. Einhvern veg- inn svona sagðir þú við mig. Vertu trú, trygg og gerðu allt sem Jesús hafði að leiðarljósi. Gefðu heldur aldrei eftir eftir í nafni réttlæt- isins. Sama hvað. Þér er ég óendan- lega þakklát fyrir baráttuna, já baráttuna. Þú gafst aldrei eftir, hvort sem það var fyrir mig, mína og alla þína. Eins og hann Siggi frændi sagði sem ber svo innilega vott um traustið sem við bárum til þín, „Ég beið eftir að það kviknaði ljós í skúrnum, þá gat ég farið til Hadda frænda.“ (-Siggi frændi). Stína systir þín var ein af þeim sem þú kallaðir á fyrir stuttu. Þið voruð Fróðhreppingarnir sem fluttuð með ömmu og afa til Ólafs- víkur í Framtíðina okkar allra, Framtíðarbarnanna. Mér finnst ég verða að koma því á framfæri elsku blómið mitt að þegar ég full- orðin spurði hana ömmu í Fram- tíð þessarar spurningar: „Amma af hverju gerðuð þið ekki neitt þegar þið vissuð að pabbi var lagður í einelti, pissað í vasana hans, honum haldið yfir Gilinu og Stína horfði á?“ Amma svaraði um hæl: „Ef við hefðum gert eitt- hvað hefði afi þinn misst vinn- una.“ Elsku pabbi minn hafði orð, mörg orð, í langan tíma. „Maggý, ég kom til Ólafsvíkur 7 ára og var lagður í einelti. Áttatíu árum síð- ar er ég enn lagður í einelti, á ekki einu sinni lóðina mína, það á að skera hana niður við húsvegginn sagði bæjarstjórinn.“ Elsku besti pabbi minn. Ég lofa þér því að ég mun halda áfram að standa vörð um lóðina þína. Þú fluttir aldrei af henni og ég tek við keflinu. Enginn gengur vísum að og hana nú! Þegar þú sefur segja draumar þínir frá því sem enginn heyra má. Þegar þú sefur ríkir vetrarnóttin blá kólnar ást sem enginn á. En þú veist að ef þú vakir þá villist draumur þinn veglaus verður ástin enn um sinn þá bornar eru upp sakir sem herða huga þinn og lífið slær þig saklausa á kinn þegar þú sefur grætur sálin tínda þrá sem veslast upp og líður burt þegar þú sefur segja draumar þínir frá því sem enginn heyra má En þú veist að ef þú vakir þá villist draumur þinn veglaus verður ástin enn um sinn þá bornar eru upp sakir sem herða huga þinn og lífið slær þig saklausan á kinn. (Bjartmar Guðlaugsson) Maggý Hrönn Hermannsdóttir. Kæra elsku amma. Þín verður sárt saknað, mig langar að skrifa nokkur hlýleg og vel valin minningarorð um þig. Ein besta minningin um okk- ur er frá grunnskólaárum mín- um. Ég kom rosalega oft heim til þín eftir skóla, stundum einn en stundum kom vinur með mér, þú tókst alltaf á móti í góðu skapi og með húmorinn í lagi. Ég man að þú gafst mér og vinum mínum Ingibjörg Jóhanna Jónasdóttir ✝ Ingibjörg Jó-hanna Jón- asdóttir fæddist 13. febrúar 1929. Hún lést 13. desember 2020. Ingibjörg var jarðsungin 21. des- ember 2020. alltaf ristað brauð og kókómjólk, svo gátum við spilað ól- sen-ólsen í marga klukkutíma og spjallað á meðan um daginn og veg- inn. Ég á líka aðra rosalega góða minn- ingu frá því við fór- um á ættarmót hjá afa heitnum í Vatnsdalnum. Sváfum þar í flottu húsi með fallegu útsýni yf- ir dalinn og eyddum heilli helgi þar með allri fjölskyldunni. Nú á seinni árum var alltaf rosalega gaman að koma í heim- sókn til þín og setjast niður og spjalla, kom það meira segja fyr- ir að maður gleymdi tímanum hjá þér því alltaf gat maður spjallað við þig um allt saman og alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og hægt að hlæja saman að mörgu. Ég vona að þú sért nú orðin sameinuð honum afa blessuðum og henni Buggu heitinni og von- andi eruð þið núna spilandi ól- sen-ólsen hlæjandi og spjallandi eins og við tvö gerðum saman fyrir mörgum árum. Hér á bæ verður farið með bæn til þín um jólin og hugsað til þín elsku amma mín. Kær kveðja frá hjartanu, Jóhann Ingi Guðmundsson. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu. Öll ferðalögin með ömmu og afa um landið á Lödunni hans afa, allar pönnukökurnar og svo margt annað. Ég ólst svolítið upp má segja hjá afa og ömmu. Ég man eftir því sem barn að þá söng amma alltaf fyrir mig barnabænina „Ó Jesú bróðir besti“ fyrir háttinn. Á sunnudögum í hádeginu fór ég oft með ömmu og afa í mat á heilsuhælinu í Hveragerði, ég man hvað mér fannst alltaf eft- irréttirnir góðir. Þegar ég var í skólanum fór ég oft í hádeginu til ömmu og afa. Amma var þá alltaf tilbúin með ristað brauð og kakó fyrir mig. Svo líða árin. Amma og afi flytja úr Heiðmörkinni í Bjark- arheiði. Ég fór stundum til ömmu í há- deginu í vinnunni til borða. Við amma töluðum þá saman um daginn og veginn og pólitík o.fl., amma gat haft sterkar skoðanir á hlutunum og alltaf gaman að tala við hana. En tíminn líður og nú er amma horfin á braut og eftir sitja góðar minningar. Það má segja að það sé sann- leikskorn í textanum hans Bjart- mars „Þannig týnist tíminn“, sem Lay Low og Raggi Bjarna sungu. Takk fyrir allt elsku amma mín; allar góðu minningarnar, pönnukökurnar, ferðalögin og allt. Þórður Guðmundsson (Doddi). Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK HAFSTEINN GUÐJÓNSSON, framkvæmdastjóri hjá Jens Árnasyni ehf., Miðleiti 7, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Sléttuvegi, sunnudaginn 20. desember. Útför auglýst síðar. Guðbjörg Sigríður Kristjónsdóttir Sjöfn Friðriksdóttir Snorri Sigurðsson Guðríður Óskarsdóttir Sigrún Snorradóttir Hafdís Björk Jensdóttir Ívar Freyr Hafsteinsson og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.