Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 34

Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er bæði glaður og þakklátur að hafa hlotið tilnefningu og að eftir bókinni sé tekið,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson sem fyrir skemmstu hlaut sína fyrstu til- nefningu til Íslensku bókmennta- verðlaunanna fyrir þriðju skáld- sögu sína, Dauði skógar. „Raunveruleiki rithöfundar er allt- af að vonast eftir ritlaunum,“ segir Jónas Reynir og tekur fram að hann voni að tilnefningin og góðir dómar hjálpi honum í þeim efnum svo hann eigi auðveldara með að helga sig skrifum. „Ég þyrfti að skrifa meðfram vinnu til að hafa í mig og á, en ég hef hins vegar ekki gert það held- ur helgað mig skriftunum þótt nær ógerlegt sé að skrimta af svo litlu,“ segir Jónas Reynir, sem frá því hann lauk meistaranámi í rit- list frá Háskóla Íslands 2015 hefur alfarið helgað sig skriftum en frá árinu 2018 hefur hann fengið þrjá mánuði í listamannalaun á ári. „Ef ég gæti verið að gera eitthvað annað en sinna listinni þá væri ég að því. Þetta er einhver köllun – eða bölvun eftir því hvernig á það er litið,“ segir Jónas Reynir og tekur fram að sér finnist tíminn dýrmætur og því vilji hann eyða honum í eitthvað sem sér finnist mikilvægt – eins og að skrifa. Aðspurður segist Jónas Reynir hafa verið byrjaður á Dauða skóg- ar áður en hann skrifaði og sendi frá sér fyrri skáldsögur sínar tvær sem nefnast Millilending og Kross- fiskar. „Það er sjaldan sem ég hef skýrar kveikjur að verkum mínum, en í þessu tilviki gerðist það að það féll aurskriða á skógarland sem fjölskylda mín á rétt fyrir ut- an Fellabæ fyrir austan,“ segir Jónas Reynir þegar hann er spurður um kveikjuna að Dauða skógar. Tekur hann fram að skrið- an hafi verið minni en sú sem hann skrifar um í bókinni. „Ég hrökk við þegar þetta gerðist á sínum tíma og það kveikti í mér hugmynd,“ segir Jónas Reynir sem fer ávallt heim til foreldra sinna í Fellabæ yfir jólahátíðina og á sumrin. Dauðinn yfirvofandi fyrirbæri „Eitt sinn þegar ég sat með kaffibolla á pallinum á æskuheimil- inu í Fellabæ að sumri í blíðviðri heyrði ég drunur fyrir ofan mig sem reyndist vera Nató-flugvél í eftirlitsflugi. Hávaðinn, sem hafði gert mér bilt við, var áminning um að maður tilheyrir þrátt fyrir allt veröldinni, þar sem hræðilegir hlutir gerast. Þessar andstæðu- tilfinningar sátu í mér og urðu að kjarna í aðalpersónunni sem er með sinn griðastað sem er í sífelldri hættu,“ segir Jónas Reyn- ir, en Dauði skógar fjallar um það þegar hversdagurinn fer á hvolf og dauðinn ber að dyrum. „Ég held að sú hugsun birtist skýrt í bókinni að við erum öll hluti af sama vistkerfinu á jörð- inni. Bókin fjallar um staðbundnar náttúruhamfarir, en aðalpersónan sér í sjónvarpinu hvað er að gerast annars staðar í heiminum, svo sem skógareldana í Amazon. Það er náttúrlega allt í klessu,“ segir Jón- as Reynir, sem vill þó ekki gang- ast við því að skrifa loftslags- bókmenntir. „Ég er ekkert of hrifinn af því að setja verk mín ofan í eina ákveðna skúffu. Bók er aldrei að- eins um eitthvað eitt. Þetta er líka saga um fjölskyldu og samskipti, en undiraldan snýr að því að til- heyra viðkvæmri veröld,“ segir Jónas Reynir og tekur fram að forgengileikinn sé þannig áberandi í bókinni. „Dauðinn sækir eig- inlega að aðalpersónunni úr öllum áttum og hann reynir að bægja honum frá sér og forðast að hugsa um hann. Það er áhugavert að hugsa um dauðann sem yfirvofandi fyrirbæri sem er misnálægt okk- ur.“ Ég skrifa hvar sem ég er Aðspurður segist hann þegar byrjaður á næsta verki. „Ég verð eiginlega að sjá hvernig það þróast, enda vil ég hafa skrifferlið „organískt“. Ég er að skrifa eitt- hvað sem ég sé fyrir mér að endi sem skáldsaga, en svo veit maður aldrei,“ segir Jónas Reynir og tek- ur fram að hann sé yfirleitt með mörg skjöl í tölvunni í vinnslu í einu og misjafnt hvaða skjal taki yfir. Inntur eftir því hvort gott sé að skrifa á heimaslóðum segir Jónas Reynir að honum sé næstum sama hvar hann er þegar hann skrifar. „Ég skrifa hvar sem ég er. Ég kláraði bókina á kaffihúsi vina minna á Egilsstöðum.“ Ekki er hægt að sleppa Jónasi Reyni án þess að forvitnast um bókarkápuna sem er einstaklega frumleg og skemmtileg, en Alexandra Buhl hannaði útlit bókarinnar. „Þetta er sjötta bókin mín og ég hef aldrei haft neitt fígúratíft eða hlutbundið á kápunni á bókum mínum,“ segir Jónas Reynir og tekur fram að að- eins sé unnið með letur, form og liti á kápum hans. „Fyrir mér fel- ast galdrar bókmenntanna í því að orð geta þýtt svo marga ólíka hluti fyrir mismunandi fólki. Ég vil ekki fletja merkingu orðanna út með því að búa til eitthvert eitt úr orð- unum og einskorða mig við ein- hverja eina birtingarmynd.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Galdrar „Fyrir mér felast galdrar bókmenntanna í því að orð geta þýtt svo marga ólíka hluti fyrir mismunandi fólki,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson. „Andstæðutilfinningar sátu í mér“  Dauði skógar nefnist þriðja skáldsaga Jónasar Reynis Gunnarssonar  Finnst tíminn of dýrmætur til að eyða honum í annað en að skrifa  Vill ekki setja verk sín ofan í eina ákveðna skúffu Tónlistartvíeykið Sigríður Thorlacius og Sigurður Guð- mundsson munu halda sína ár- legu jólatónleika í streymi í ár í samvinnu við HljóðX og Voda- fone. Tónleikarnir hefjast í kvöld kl. 20 og er miðaverð kr. 3.500. Hægt er að velja á milli þriggja leiða til að njóta tónleikanna, þ.e. með myndlykli Vodafone, með vefsjónvarpi Stöðvar 2 eða í gegnum netvafra og fer miðasala fram í gegnum Tix.is. Sigríður og Sigurður sendu nýverið frá sér plötuna Það eru jól sem hefur að geyma bæði jólalög, vetrarlög og jafnvel heilsárslög. Tónleikum Sigurðar og Sigríðar streymt Jólabörn Sigurður og Sigríður eru í jólaskapi og halda tónleika í kvöld. Sonur grafarans er önnurljóðabók Brynjólfs Þor-steinssonar. Sú fyrri komút í fyrra, Þetta er ekki bílastæði nefnist hún, vel mótað og býsna áhrifaríkt byrjandaverk þar sem sást að Brynjólfur er flinkur í að smíða agaðar myndir úr orðum og móta andrúmsloft inn- an tengdra mynd- ríkra ljóða. Í Syni graf- arans heldur Brynjólfur áfram að skapa heildstæðan heim. Í hátt í 50 ljóðum setur hann upp einskonar leikrit um grafir, dauða og drauga, þar sem leikarar eru listaðir upp í byrjun: það eru Sonur grafarans, hin þýska Mutter, Grafarinn (faðirinn), Evfemía – sem er skófla grafarans og gestur. Þá eru á listanum yfir leikendur 997 draugar. Svart og móskulegt útlit bókarinar, með hóp- mynd á kápu af fólki sem er að leys- ast upp, leikur skemmtilega með draugastemninguna. Bókin er í þremur hlutum og sá fyrsti, og áhrfaríkasti, nefnist „Moldarstrákur“. Hann hefst á því að „augun / moka holur / í hversdag- inn // hann er morandi í járn- smiðum …“ og þessi hversdagur er sagður „morandi í ógæfu“. Myrkur en jafnframt gáskafullur tónn- inn er strax sleg- inn í myndrænum lýsingum sem vísa í sagnir og þjóðtrú um efni- við ljóðanna. Í þriðja ljóði bók- arinar, sem er eitt það besta, segir í byrjun „andvörpurnar búa í moldinni“ og ljóðmælandinn ætlar að smíða handa þeim gleraugu: „umgjörðina bý ég til / úr fluglínu / fuglsins / sem sveimar / efra.“ Heimurinn skýrist smám saman og hver persóna fær sitt svipmót og formgerð í ljóðum. Ljóð grafarans eru til að mynda sett fram með fjölda +-tákna, sem verða krossar í framsetningu í konkretljóðastíl, sem leikið er skemmtilega með í nokkr- um ljóðanna, til að mynda undir lok- in þar sem máttur drauga er tekinn að dofna eftir 120 ár – sem er nægur tími til að „drekkja sýslumönnum // bíta kvikfé“ og sílækkandi rödd drauga er sýnd með sísmækkandi letri. Bókin er skemmtileg og einkenn- ist af frjórri úrvinnslu skáldsins og ísmeygilegum leik með sagnaminni og ævintýri af heimum drauga og grafara – eins og í fínu ljóði um söðlasmið sem gerir hnakka fyrir drauga sem ríða húsum. Ljóðin í bókinni eru þó misvel lukkuð og í miðhlutanum, „Veggjum bernsku- heimilisins“, þar sem draugar vita- skuld halda sig og pískra, er lopinn nokkuð teygður og á stundum eins og ljóðin séu samin inn í bálkinn án þeirrar sannfæringar og hugvits- semi sem einkennir sterkustu hluta bókarinnar. Hlutana sem sýna vel hvað Brynjólfur er fínt skáld. Hversdagurinn morandi í ógæfu Ljóð Sonur grafarans bbbmn Eftir Brynjólf Þorsteinsson. Una útgáfuhús, 2020. Kilja 76 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Brynjólfur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.