Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
jólagjafa
hjálparinn
3.429 manns sögðu okkur hvað þau langar að
fá í jólagjöf. Skoðaðu niðurstöðurnar á:
aha.is/jol
ENGIN UMFERÐ, ENGIN RÖÐ, ENGIN GRÍMUSKYLDA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við bókarskrifin kynntist ég góð-
um manni; farsælum og dáðum
lækni sem lét raunar til sín taka á
fleiri sviðum samfélagsins og mark-
aði hvarvetna spor,“ segir Lýður
Pálsson, sagnfræðingur og safn-
stjóri Byggðasafns Árnesinga. Út
er komin bókin Lúðvík Norðdal
Davíðsson (1895-1955) læknir á
Eyrarbakka og Selfossi – æviágrip.
Titillinn segir flest um efni bók-
arinnar sem Lýður tók saman fyrir
nokkrum árum. Þá var hún gefin út
í einfaldri gerð og fengin fólki í
ættboga Lúðvíks. Fyrr á þessu ári
var hins vegar ákveðið að gefa
þetta efni út sem snotra bók með
myndum og ýmsum öðrum fróðleik
og standa afkomendur Lúðvíks að
því.
Útgáfa ævisögu Lúðvíks Norð-
dals á sér langan aðdraganda, en
það var í byrjun árs 2009 sem Anna
Sigríður, dóttir hans, hafði sam-
band við Lýð og bað hann um að
skrá þessa sögu. Lýður svaraði því
kalli og hófst handa nokkru síðar.
Ritaðar heimildir um manninn og
störf hans mátti líka víða finna, svo
sem í ritinu Heilbrigðisskýrslur þar
sem læknar landsins greindu frá
verkefnum sínum og aðstæðum í
héraði. Margt var sömuleiðis til-
tækt í dagblöðum og á vefnum
timarit.is auk þess sem margir
Sunnlendingar mundu Lúðvík og
gátu sagt frá honum.
Heimild um samfélag
„Lúðvík varð öllum minnisstæður
og saga hans er áhugaverð. Hún er
ekki síður merkileg heimild um
samfélag hans tíma þegar sinna
þurfti læknisverkum við erfiðar að-
stæður, að minnsta kosti á mæli-
kvarða dagsins í dag. Stundum kom
Lúðvík á sveitabæi og framkvæmdi
þar meira að segja aðgerðir eftir að
hurðir höfðu verið teknar af hjör-
um, lagðar á bríkur og notaðar
þannig sem skurðarbekkur,“ segir
Lýður.
Lúðvík Norðdal var fæddur í júlí
1895 á bænum Eyjakoti á Skaga-
strönd í Austur-Húnavatnssýslu,
sonur hjónanna Davíðs Jónatans-
sonar og Sigríðar Jónsdóttur. Þau
voru fátækt alþýðufólk. Þrátt fyrir
þær aðstæður braust Lúðvík til
mennta; fór í Menntaskólann í
Reykjavík og eftir stúdentspróf
innritaðist hann til náms við
Læknadeild Háskóla Íslands og
lauk þaðan prófi árið 1922. Það
sama ár fluttust þau Ásta Jóns-
dóttir, sem gefin höfðu verið saman
árið 1916, austur á Eyrarbakka þar
sem Lúðvík hóf læknisstörf. Hann
starfaði þar sjálfstætt lengi framan
af, auk þess að sinna þjónustu við
berklahælið á Reykjum í Ölfusi,
vinnuhælið á Litla-Hrauni og fleira
slíkt. Árið 1937 var hann svo skip-
aður héraðslæknir á Eyrarbakka.
Sinnti fæðingarhjálp
og dró jaxla
„Lúðvík fór í vitjanir út um sveit-
ir gjarnan á hestum og við mis-
jafnar aðstæður. Svo þegar bílaöld-
in gekk í garð þurfti Lúðvík oft að
sinna og gera að fólki sem lent
hafði í bílslysum. Hann var sömu-
leiðis oft kallaður til þegar konur
áttu í erfiðleikum við barnsburð og
á Eyrarbakka man sumt eldra fólk
eftir honum fyrir að hafa dregið úr
því á barnsaldri endajaxla með öll-
um þeim sársauka sem því fylgdi,“
segir Lýður.
Þegar leið fram á 20. öld fór að
fjara undan Eyrarbakka sem höf-
uðstað á Suðurlandi. Því fylgdi að
árið 1945 var Eyrarbakkalæknis-
héraði skipt upp, stofnað var til
annars embættis á Selfossi sem
Lúðvík fékk. Þar hafði þá nýlega
verið reistur læknisbústaður, þang-
að sem Lúðvík flutti með fjölskyldu
sinni og bjó þar uns hann lét af
embætti og flutti á brott árið 1954.
„Þegar Lúðvík ákvað að taka við
embætti á Selfossi voru margir af
vinum hans frá Eyrarbakka fluttir
á Selfoss sem réð sjálfsagt nokkru
um ákvörðun hans. Einnig kann að
hafa haft áhrif að hann var maður
sem lifði og hrærðist í öllum helstu
málum samtíðar sinnar og vildi
vera þar sem fólkið var. Afskipti
hans af stjórnmálum um hríð voru
eðlileg í því ljósi. Á Eyrarbakkaár-
um sínum var hann þrívegis upp úr
1930 í framboði til Alþingis fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í óhlutbundnum
kosningum. Þar náði Lúðvík tals-
verðu fylgi, þó atkvæðin dygðu hon-
um ekki til að komast á þing. Eftir
kosningar 1934 hætti hann svo af-
skiptum af stjórnmálum, þó hann
beitti sér sem fyrr að ýmsum fram-
faramálum í héraði,“ segir Lýður.
Meðal baráttumála Lúðvíks var
að byggt yrði sjúkrahús á Suður-
landi, sem reyndar gerðist ekki fyrr
en eftir hans dag þegar eftirmaður
hans, Bjarni Guðmundsson, lét
breyta læknisbústaðnum á Selfossi
í sjúkrahús.
Á sextugsaldri kenndi Lúðvík sér
vanheilsu vegna nýrnasjúkdóms,
sem ekki reyndist gerlegt að lækna.
Hann sagði sig því frá embættinu á
Selfossi og flutti til Reykjavíkur ár-
ið 1954; þar sem hann lést snemma
árs 1955.
Ljúfur maður og gott skáld
„Hlýr og ljúfur maður, útsjónar-
samur maður og gott skáld. Þetta
og ótalmargt fleira er sú mynd sem
ég fékk þegar ég leitaði heimilda og
skrifaði sögu Lúðvíks. Þetta var
skemmtilegt verkefni að sinna,“
segir Lýður sem í starfinu naut
m.a. liðsinnis barnabarns Lúðvíks,
Ólafs Barkar Þorvaldssonar hæsta-
réttardómara. Hann var meðal
þeirra sem lásu handritið yfir og
komu með góð ráð en aðrir í þeim
hópi voru dóttursynir Lúðvíks;
Lúðvík Ólafsson, fyrrverandi hér-
aðslæknir í Reykjavík, og Davíð
Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðs-
ins.
Farsæll maður og dáður læknir
Ævisaga Lúðvíks Norðdals Davíðssonar komin út Sveitapiltur braust til mennta Læknir á
Eyrarbakka og síðar á Selfossi Fór í vitjanir á hestum og var í framboði Hlýr og ljúfur maður
Skrásetjari „Merkileg heimild um samfélag hans tíma þegar sinna þurfti læknisverkum við erfiðar aðstæður, að
minnsta kosti á mælikvarða dagsins í dag,“ segir Lýður um bókina um Lúðvík lækni sem hann heldur hér á.
Rithöfundurinn Lani Yamamoto,
sem hefur um langt árabil búið og
starfað hér á landi, er einn sex al-
þjóðlegra rithöfunda sem eiga verk
á stuttlista nýrra bókmenntaverð-
launa sem verða veitt annað hvert
ár, The Novel Prize. Lani er tilnefnd
fyrir handrit nýrrar, óútgefinnar
skáldsögu, Ours and Others’.
The Novel Prize eru samstarfs-
verkefni þriggja útgáfa, Fitzcarr-
aldo Editions, Giramondo og New
Directions. Verðlaunin verða veitt
fyrir bókmenntaverk sem er skrifað
á ensku, útgefið eða óútgefið. Nærri
1.500 verk voru lögð fram, eftir höf-
unda víða að úr heiminum. Sigurveg-
arinn fær 10 þúsund dala fyrirfram-
greiðslu að útgáfusamningi og
verður verðlaunabókin gefin út á
Bretlandseyjum, í Ástralíu, á Nýja-
Sjálandi og í Bandaríkjunum.
Auk Lani eru tilnefnd á stuttlista
verðlaunanna ástralski rithöfund-
urinn Jessica Au, fyrir Cold Enough
for Snow; Glenn Diaz frá Filipps-
eyjum fyrir Yñiga; hin bandaríska
Emily Hall fyrir The Longcut; kín-
versk-kanadíski höfundurinn
Christine Lai fyrir Landscapes; og
hin bandaríska Nora Lange er til-
nefnd fyrir söguna Us Fools.
Lani hefur verið búsett á Íslandi í
aldarfjórðung. Saga hennar, Ours
and Others’, er sögð dularfull ráð-
gáta í tveimur hlutum. Í þeim fyrri
segir af barni fyrrverandi leiðtoga
sértrúarhreyfingar sem leitar í
endalausum skógi að systkini sem
hefur flúið. Í seinni hlutanum vaknar
sögumaðurinn minnislaus upp í
undarlegu eyðilandi og reynir að
átta sig á fortíðinni.
Lani hefur skrifað og mynd-
skreytt sex bækur fyrir börn og hafa
þær komið út á 14 tungumálum. Hún
hefur verið tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs og Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna.
Lani tilnefnd til
nýrra verðlauna
Nær 1.500 handrit voru send inn
Morgunblaðið/Ómar
Rithöfundurinn Lani Yamamoto
hefur skrifað og myndskreytt sex
bækur á undanförnum árum.