Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 1

Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  305. tölublað  108. árgangur  GÓMSÆTT Á VEISLUBORÐIÐ Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 29.—31. desember Rauð vínber 599KR/KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG 0%GOTT VERÐ!Franskur kalkúnnHeill 1.198KR/KG Nauta rib-eye Í heilu 2.759KR/KG ÁÐUR: 4.599 KR/KG -40% -5 Á SÝNINGUNNI ER FJÁRSJÓÐUR ÚR FJÖRU EINEGGJA VÉLSTJÓRAR SKOÐAR MANNINN SEM SKEPNU MUNAÐI 0,05 Í LOKAEINKUNN, 2 BESTU BÆKUR ÁRSINS 29HRAFN JÖKULSSON 10  Davíð Lúther Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, telur að Íslendingar hafi stokkið fjögur ár fram í tímann stafrænt séð á árinu 2020. Þar vísar hann t.d. til þess að fyrirtæki sem litu á það sem þriggja til fjögurra ára verkefni að koma sér upp net- verslun og laga sig að stafrænni tækni, hafi tekið stökkið núna. Þá hafi almenningur orðið óhræddari við netverslun í faraldrinum. Ragnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Brandenburg segir mælingar sýna að Íslendingar hafi lagt sig fram um að kaupa vöru og þjónustu innanlands á árinu. Heilt yfir segir Ragnar að ræst hafi ótrú- lega vel úr árinu þrátt fyrir allt. „Til dæmis höfum við sjaldan gert jafn margar leiknar auglýsingar.“ Hjá Datera hefur veltan tvöfald- ast á árinu en fyrirtækið sérhæfir sig í stafrænum birtingum. »12 Viðskipti Netverslun hefur verið mikið notuð á árinu. Fyrirtækin tóku við sér. Stukku fjögur ár fram í tímann  Ýmis gjöld hjá hinu op- inbera hækka um áramótin. Í flestum til- vikum er um gjöld að ræða sem hækka í takt við vísitölu neysluverðs. Þannig hækka gjöld á áfengi, tóbaki og eldsneyti um 2,5%. Gjaldskrá Sorpu mun að jafnaði hækka um 24% um áramótin og Pósturinn hækkar póstburðar- gjöldin um 15%, á bréfum upp að tveimur kílóum. Reykjavíkurborg hækkar aðgangseyri að sundlaug- um, söfnum og skíðasvæðum. Þá hækkar útvarpsgjaldið um 2,5% og fer upp í 18.350 kr. Einnig hækka leikskólagjöld og mat- aráskriftir. »4 Dýrara að drekka, reykja og hlusta Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5%. Aron Þórður Albertsson Andrés Magnússon Hugmyndir um að hingað til lands komi nokkur hundruð þúsund skammtar af bóluefni Pfizer er nú á viðræðustigi. Málið er mjög við- kvæmt sem stendur, að því er heim- ildir Morgunblaðsins herma. Sömuleiðis herma heimildir blaðsins að verið sé að falast eftir allt að 600 þúsund skömmtum. Ef af verður eru það nægilega margir skammtar til að bólusetja um 82% þjóðarinnar. Fram til þessa hefur verið miðað við að bólusetja um 60% fullorðinna til að ná hjarðónæmi hér á landi. Hins vegar er viðbúið að spurn eftir bóluefninu verði umfram það. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins áttu Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreining- ar, fund með aðilum frá Pfizer í gær. Gera má ráð fyrir að annar fund- ur verði haldinn í vikunni. Hvorki náðist í Kára né Þórólf við vinnslu fréttarinnar. Eins og fyrr segir er málið á mjög viðkvæmu stigi, en óljóst er hvenær draga mun til tíð- inda. Ef af verður er um tilrauna- verkefni að ræða þar sem kannað er hvort hægt er að skapa nægilegt hjarðónæmi til þess að kveða niður kórónuveiruna hjá heilli þjóð á skömmum tíma. Aðspurð segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, að ekki verði vandamál að koma skömmtunum á rétta staði þrátt fyrir stóra sendingu. Hins vegar hafi enginn rætt við fyrir- tækið um hvernig haga eigi dreif- ingu ef samningar um tilraunaverk- efnið nást við Pfizer. Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer var sem kunnugt er fyrst lyfjafyrirtækja til þess að fá bráðaleyfi til notkunar á bóluefninu, sem það þróaði í sam- starfi við hið þýska BioNTech. Framlínufólk bólusett fyrst Bólusetning gegn kórónuveirunni hefst í dag. Klukkan 9:00 verða fyrstu skammtarnir veittir í húsa- kynnum landlæknis, sóttvarnalækn- is og almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra. Í hópi þeirra sem bólusettir verða eru fjórir heilbrigð- isstarfsmenn úr fyrsta forgangs- hópi. Skammtarnir í fyrstu send- ingu eru 12 þúsund talsins og duga því fyrir sex þúsund manns. Ríflega sextugur íbúi á hjúkrun- arheimilinu Seljahlíð verður fyrstur utan heilbrigðisstéttarinnar til að verða sprautaður með bóluefni Pfi- zer. Maðurinn heitir Þorleifur Hauksson, en hann kvaðst í gær vera spenntur fyrir deginum. Í dag verður jafnframt farið á milli hjúkr- unarheimila og heimilismenn bólu- settir. BÓLUSETNING HEFST Í DAG  Viðræður við lyfjarisann Pfizer á afar viðkvæmu stigi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sögulegt Alma Möller landlæknir tók mynd af fyrsta skammti bóluefnisins. Til vinstri er Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins. MBóluefni »6, 13, 14  Verið er að falast eftir allt að 600 þúsund skömmtum  Fyrstu bólusetningarnar verða veittar klukkan 9:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.