Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 2

Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 2
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aðeins munaði 0,05 á lokaeinkunn sem tvíburarnir Anton Proppé og Brynjar Proppé Hjaltasynir frá Þingeyri fengu við brautskráningu frá Tækniskólanum nú skömmu fyr- ir jól. Bræðurnir brautskráðust af vélstjórnarbraut véltækniskólans, sem er ein af námsleiðum Tækni- skólans, og mega nú stýra vélum stórskipa, virkjana, verksmiðja og margs annars. Fóru heim á Þingeyri flestar helgar „Við bræðurnir höfum alltaf haft gaman af vélum, viðgerðum og járnsmíði. Því kom eiginlega af sjálfu sér að við færum í vélstjórnar- nám, en fyrstu tvo vetur þess gátum við tekið í framhaldsskólanum á Ísa- firði og aflað okkur réttinda til að stýra vélum sem eru allt að 750 Kw. Haustið 2017 fórum við svo í Tækni- skólann fyrir sunnan. Annirnar í skólanum í Reykjavík voru fimm og því er ekkert að leyna að námið er ansi stíft á köflum. Rafmagns- og vélfræði, stillingar, rökrásir og kæli- tæki – svo ég nefni dæmi – eru fög sem þarf að leggja sig fram við til að ná árangri,“ segir Anton og heldur áfram: „Við bræðurnir veittum hvor öðrum aðhald meðan á náminu stóð, settum kraft í þetta á virkum dögum til þess að komast heim um helgar. Við fórum heim flestar helgar og auðvitað er drjúgur spotti frá Reykjavík vestur á Þingeyri, eða um 500 kílómetrar. Samt var alveg þess virði að komast heim, þótt ferðalagið taki um sex klukkustundir hvora leið og lengri tíma sé eitthvað að færð. Á góðum jeppa var þetta þó yfirleitt vandræðalaust.“ Lokaeinkunn Antons og Brynj- ars við brautskráningu úr véltækni- skólanum var um átta og sem fyrr segir var munurinn milli þeirra í ein- kunnagjöf aðeins brotabrot. „Bræðurnir hafa sinnt námi sínu afskaplega vel og ljúka því ung- ir. Því var viðurkenning til þeirra fyrir ástundun og elju við hæfi,“ seg- ir Hildur Ingvarsdóttir skólameist- ari Tækniskólans. Svara fyrir báða Hjalti Proppé Andrason og Erna Höskuldsdóttir eru foreldrar tvíburanna, sem eru elstir sex barna þeirra. Þau yngri eru 15, 12, sjö og eins árs. „Já, við bræðurnir erum eineggja tvíburar, höfum alltaf fylgst að og verið nánir. Mig hendir oft aðspurður að segja við en ekki ég. Ósjálfrátt svara ég fyrir okkur báða,“ segir Brynjar og bætir við að þeir Anton hafi snemma farið að vinna. Fjórtán ára unnið við að salta grásleppu og svo starfað við fisk- eldið á Dýrafirði. Þeir hafi ánægju af veiðiskap og útiveru upp um fjöll og dali. Einnig fást bræðurnir við skóg- rækt og hafa gróðursett þúsundir plantna í Dýrafirði, meðal annars í Haukadal við utanverðan fjörðinn. Einnig gróðursettu þeir í Sandafell ofan við Þingeyrarkauptún beyki, hlyn og linditré sem dafna vel og bera bræðrunum gott vitni. Brotabroti munaði á einkunnum tvíbura Ljósmynd/Aðsend Tvíburarnir Brynjar, til vinstri, og Anton Proppé Hjaltasynir á heimaslóð, hér með Þingeyri og Sandafell í baksýn.  Eineggja vélstjórar að vestan  Ástundun og elja 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Faraldur kórónuveirunnar hefur sett allt úr skorðum á Íslandi eins og alls staðar í heiminum. Nú er bólusetning að hefjast og þá vakn- ar sú spurning hvort hægt verði að bjarga þorrablótunum á næsta ári? „Þetta er allt í mikilli óvissu, því miður,“ segir þorrakóngurinn Jó- hannes Stefánsson í Múlakaffi, þegar blaðið leitaði álits hans. Jóhannes hefur verið veitinga- maður í meira en 40 ár og boðið upp á þorramat öll árin. Jóhannes og hans fólk hafa í ár- anna rás þjónustað íþróttafélög og félagasamtök sem haldið hafa fjöl- menn þorrablót, og skipta þau þús- undum. Það fjölmennasta var í Kópavogi í fyrra, 2.600 manns, sem er heimsmet að sögn Jóhannesar. Hann hefur verið í sambandi við stærstu félögin undanfarið. „Það ætla allir að halda þorra- blót, enda er þetta gífurlega mikil- væg tekjulind,“ segir Jóhannes. „Menn hafa verið að skoða það að halda blótin jafnvel í apríl í þeirri von að búið verði að bólusetja nógu marga þá. Aðrir eru að hugsa um fjarblót en þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Kokkarnir í Múlakaffi lögðu matinn í súr í september, jafn- mikið og venjulega, eða um 10 tonn. Múlakaffi á 65 ára afmæli á þessu ári og hefur selt þorramat í 62 ár, alltaf á veitingastaðnum sjálfum. En nú verður breyting á. „Í fyrsta skipti í sögunni fer ég með hjónabakkana vinsælu út í verslanir. Við gerðum samning við Krónuna og bakkarnir verða á boðstólum í verslunum þeirra frá og með 8. janúar, hálfum mánuði áður en þorrinn hefst,“ segir Jó- hannes. Hann segist á löngum ferli í veitingamennsku aldrei áður hafa kynnst jafn ömurlegu ári og 2020. „Það eina jákvæða sem ég sé í þessu er að næsta ár getur ekki orðið ömurlegra. Og svo er þorrinn handan við hornið og Íslendingar geta farið að hlakka til,“ segir þorrakóngurinn að lokum. Ekki eru nema rétt rúmar þrjár vikur þangað til þorrinn gengur í garð. Verða þorrablótin haldin í apríl?  Þorrakóngurinn segir mikla óvissu  Selur matinn í búðum í fyrsta sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorrakóngurinn Jóhannes Stefánsson og hans fólk lögðu 10 tonn í súr í haust. Nú er allt að verða tilbúið og maturinn verður á boðstólum frá 8. janúar. Það var mikið fjör og mikið gaman í síðasta bingói K100, mbl.is og Morgunblaðsins sem var í beinni út- sendingu á mbl.is í gær. „Manni er fyrst og fremst þakk- læti efst í huga til þeirra tuga þús- unda sem hafa spilað með okkur bingó frá því að við hófum leik und- ir lok október. Þetta er búinn að vera mikill rússíbani en nú látum við staðar numið, að minnsta kosti í bili en hver veit nema við förum aft- ur af stað á nýju ári,“ segir Sig- urður Þorri Gunnarsson bingó- stjóri. „Áramótabingóið gekk gríð- arlega vel. Við gáfum 65 tommu sjónvarp frá Samsung í aðalvinning ásamt því að gefa fullt af flugeldum og öðru góssi,“ svarar hann spurð- ur um hvernig hafi gengið. „El- ísabet Ormslev hljóp í skarðið fyrir Sölku Sól sem forfallaðist á síðustu stundu og algerlega geislaði. Gam- an að fá hana í heimsókn,“ bæti Sig- urður Þorri við. „Svo er vert að hvetja fólk til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr á áramótunum og passa sig með flug- eldana. Ég lenti í því að gölluð con- fetti-sprengja sprakk í höndunum á mér í beinni og mátti litlu muna að illa færi. Svo í guðanna bænum far- ið varlega á næstu dögum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuð Það var aldeilis fjör í gærkvöldi og fengu fjölmargir vinninga. Flugeldar runnu út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.