Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
Volkswagen ID.3 Family að verðmæti 5.890.000 kr.
48141
Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr.
85810 106744 123495
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 100.000 kr.
1895
2947
3287
4747
6081
6122
8068
8629
9815
10470
12132
12910
13438
15219
15844
17447
18257
19432
21718
22809
25411
27823
30134
30966
31370
32777
34376
37448
37752
38538
38592
39995
41386
42455
44103
47144
48809
49822
51754
52095
52098
52670
52927
54695
55591
57839
59016
59814
60161
61689
61767
62396
64154
64681
67028
67193
69430
70931
72663
73416
74120
74470
74507
74941
75367
75442
76471
76922
78454
79121
79570
81033
81764
82788
84341
84394
85458
85698
85944
86913
87499
88419
89266
90577
90667
92006
94596
95076
96356
96903
97267
97416
100331
102361
102502
103091
103458
104374
106722
108745
109050
109333
109379
110676
110786
110876
111113
111145
111287
111980
112208
113147
113663
113843
114001
114880
117587
118165
118965
119848
121542
122942
123783
124739
124854
125150
125657
127070
128431
128488
130157
130254
133066
133800
137768
138098
138170
139210
140538
141757
145057
145820
147894
148098
148934
149282
149540
150992
151247
152699
157040
157305
157408
Bi
rt
án
áb
yr
g›
ar
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 200.000 kr.
676
940
2656
4352
8831
16143
17713
17829
23624
23677
25218
26105
26842
29407
30579
31001
31979
32291
32640
32927
33960
36022
36459
38450
40396
41049
42072
42226
42699
43319
47078
49754
50623
52468
53600
57071
59437
59601
59692
59711
61785
61929
64432
65727
66167
67608
67730
69881
72304
72628
72653
73314
74638
77699
78970
78989
84727
85910
86007
86320
88632
88732
89379
90576
92993
94402
96738
97861
98408
98582
99502
99677
99811
99967
101179
101411
102966
103343
103572
107944
108390
108673
108777
108976
110733
111124
111579
112066
114077
115572
115986
116397
117015
119467
121435
122924
123689
126445
127606
129095
131010
132222
133826
138070
141445
149362
149676
151105
153897
155599
Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum
veittan stu›ning.
Krabbameinsfélagsins
VINNINGAR
Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu
Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900.
Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 8. janúar nk.
útdráttur 24. desember 2020
Jólahappdrætti
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Fyrsta sending af bóluefni lyfjafyr-
irtækjanna Pfizer og BioNTech kom
til landsins í gær. Svandís Svav-
arsdóttir heilbrigðisráðherra og
þríeyki almannavarna voru viðstödd
ásamt fjölmiðlum þegar bóluefnið
kom á áfangastað í vöruskemmu
dreifingarfyrirtækisins Distica í
Garðabæ. Efnið lætur ekki mikið yfir
sér, tíu þúsund skammtar í tveimur
litlum kössum. En þeir eru sögulegir,
sagði Svandís þegar hún ávarpaði
samkomuna. Þeir væru til marks um
að bjartari tímar eru fram undan.
Fimm þúsund bólusettir
„Það er alveg rétt að kassarnir láta
ekki mikið yfir sér, en innihaldið er
þeim mun merkilegra og áhrifa-
ríkara,“ segir Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir. Nú sé hægt að hefj-
ast handa við að bólusetja viðkvæm-
ustu hópa samfélagsins.
Bólusetningarnar hefjast í dag. Sá
fyrsti til að fá bólusetningu verður
ríflega sextugur íbúi á hjúkr-
unarheimilinu Seljahlíð klukkan 10.
Því næst verður hafist handa við að
bólusetja ríflega þúsund heilbrigð-
isstarfsmenn og á fjórða þúsund íbúa
hjúkrunarheimila, en skammturinn
dugar fyrir 5.000 manns enda þarf
hver tvo skammta.
Vonandi tilslakanir í janúar
Spurður hve marga þarf að bólu-
setja áður en hægt er að slaka á sótt-
varnaaðgerðum segir Þórólfur: „Það
er erfitt að segja nákvæmlega til um
það, en það er eitt af því sem við höf-
um mikinn áhuga á að rannsaka og
svara: hvað þarf að bólusetja marga
til að ná þessu svokallaða hjarð-
ónæmi?“
Þórólfur segir að í upphafi verði
áhersla lögð á þá sem viðkvæmastir
eru fyrir Covid-sýkingu og að von-
andi verði hægt að slaka á aðgerðum
þegar sá hópur hefur verið bólusett-
ur. Núgildandi reglugerð um sam-
komutakmarkanir fellur úr gildi 12.
janúar og bindur Þórólfur vonir við
að þá verði hægt að slaka nokkuð á
takmörkunum.
Ísland hefur þegar tryggt sér
250.000 skammta af bóluefni Pfizer
eftir að samið var um kaup á 80.000
skömmtum í gær. Næstu þrjá mán-
uði munu 3-4.000 skammtar af efninu
berast vikulega eða alls 50.000
skammtar út mars. Ekkert liggur
fyrir um tímaáætlun afhendingar eft-
ir það.
Viðræður við Pfizer í vikunni
Þórólfur og Kári Stefánsson, for-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
hafa hins vegar gefið út að þeir muni
ræða við stjórnendur Pfizer með það
fyrir augum að fá þá til að flýta af-
hendingaráætluninni fyrir Ísland.
Þannig mætti bólusetja allt sam-
félagið á stuttum tíma og ná hér
hjarðónæmi sem nýta mætti til rann-
sókna.
Aðspurður segir Þórólfur að með
því fengjust verðmæt svör við ýms-
um spurningum sem brenna á fyrir-
tækinu sem öðrum, svo sem hvað
þurfi til að ná hjarðónæmi, hversu vel
bóluefnið virki gegn mismunandi
veirustofnum og hvað myndi gerast
ef aðgerðum á landamærum væri af-
létt eftir að hjarðónæmi er náð.
Telur Þórólfur að Íslendingar séu í
sterkri stöðu til að rannsaka þessa
þætti. „Við erum með mjög sterka
innviði, við fylgjumst með öllum hlut-
um í tengslum við þessa bólusetn-
ingu, erum með mjög góða skráningu
og höldum utan um allar nauðsyn-
legar upplýsingar. Þá er engin þjóð
sem raðgreinir jafnmikið og við. Við
höfum alla burði til að gera þessa
rannsókn og svara þessum mik-
ilvægu spurningum,“ segir Þórólfur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bóluefni Tekið var á móti bóluefninu í vörumóttöku Distica í Garðabæ í gærmorgun.
Bólusetningar hefjast
um landið allt í dag
10.000 skammtar komu til landsins með flugi í gær
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Enn er ákveðinn hluti húsa á Seyð-
isfirði rýmdur,“ sagði Björn Ingi-
marsson sveitarstjóri Múlaþings en
Seyðisfjörður er í sveitarfélaginu.
Hann sagði að rýmingar ættu t.d.
við um öll húsin við Botnahlíð, næst
fjallinu nálægt þar sem fyrstu
skriðurnar féllu. Einnig er hluti
húsa við Austurveg og öll Fossgata
rýmd.
„Þetta verður áfram til skoðunar.
Ég geri mér vonir um að það verði
fleiri rýmingum aflétt fyrir áramót-
in,“ sagði Björn. Það verður skoðað
frekar í dag og á morgun.
Rýmingu húsa á Seyðisfirði var
aflétt að hluta á fundi almanna-
varnanefndar, viðbragðsaðila og
Veðurstofu í gær. Áfram var í gildi
hættustig almannavarna á Seyðis-
firði. Veðurstofan og samstarfs-
menn mátu aðstæður í gær og
mældu hugsanlegar hreyfingar á
upptakasvæðum skriðufalla. Stöð-
ugleiki virtist vera að vaxa og hafði
úrkoma síðustu sólarhringa ekki
haft neikvæð áhrif á hann, sam-
kvæmt tilkynningu. Engin hreyfing
hafði verið á svæðinu síðasta sólar-
hring samkvæmt mælingum. Vatns-
hæð í borholum var stöðug og ekki
varð vart aukinna hreyfinga í hlý-
indum á aðfangadag og jóladag.
Ákveðið var að aflétta rýmingu á
Austurvegi 32, 47, 49, 51 og 53,
Brekkuvegi 3, 5 og 7, Baugsvegi 1
og 4, Bröttuhlíð 1, 2, 3, 4 og 5, í öll-
um húsum ofan Múlavegar, það er
númer 1-41, 53, 57 og 59 og hús-
unum á Hafnargötu 2, 4 og 4A.
Íbúar í húsum þar sem rýmingu
hafði ekki verið aflétt máttu fara í
hús sín og ná þar í nauðsynjar. Þeir
eiga að gefa sig fram við fulltrúa
vettvangsstjórnar og fá fylgd. Gæta
skal að því að fara í slíkar heim-
sóknir í björtu og er miðað við að
það sé gert milli klukkan 11 og 17.
Birta átti ítarlegri upplýsingar
um afléttingu rýminga á vef al-
mannvarnanefndar og fésbókarsíðu
Sveitarfélagsins Múlaþings.
Óvissustigi á Austurlandi aflétt
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra og lögreglustjórinn á Austur-
landi aflýstu í gær óvissustigi vegna
skriðuhættu á Austurlandi. Í til-
kynningu segir að eftir umhleyp-
inga hafi vetraraðstæður tekið við
og því ekki lengur talin vera víðtæk
hætta á skriðuföllum á Austurlandi.
Áfram verður fylgst vel með að-
stæðum á Eskifirði.
Hættustig enn í gildi á Seyðisfirði
Rýming gilti enn í nokkrum húsum í gær næst skriðunum sem féllu fyrir jól Sveitarstjóri
Múlaþings vonast eftir frekari afléttingu fyrir áramót Fólk fær fylgd vilji það fara í rýmd hús
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Enn eru nokkur hús rýmd í bænum. Veðurstofan mun meta stöðuna á núgildandi rýmingarsvæði í
dag og á morgun. Tilkynning um niðurstöður þess mats verður send út um leið og hún liggur fyrir.