Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 11

Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Þann fyrsta janúar lækka komu- gjöld á heilsugæslum úr 700 krónum í 500 krónur auk þess sem fellt verð- ur niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslu- stöð en þeir eru skráðir hjá, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Börn, öryrkjar og aldraðir hafa til þessa ekki greitt komugjald og verður það óbreytt. Þá taka heilsugæslur við skim- unum fyrir krabbameini í leghálsi um áramót og lækkar samhliða því gjald fyrir leghálsstrok úr 4.818 krónum í 500 krónur. „Gjald- skrárlækkanirnar eru liður í áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra um lækkun greiðsluþátt- töku sjúklinga,“ segir í tilkynning- unni en talið er að kostnaður ríkissjóðs vegna breytinganna verði um 135 milljónum króna á ári. Gjöld hækka almennt Landspítali og Sjúkrahúsið á Ak- ureyri taka frá áramótum við fram- kvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum. Gjald fyrir brjóstaskimun hækkar um 2,7% en sú breyting verður jafnframt gerð að gjaldið verður fellt inn í afsláttarkerfi sjúkratrygginga. Jafnframt munu gjöld almennt fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu hækka um 2,7% í samræmi við verð- bólguspá samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. október síð- astliðnum. Fram kemur í tilkynningunni að fleiri breytingar verða gerðar á starfsemi heilsugæslna. Heilsugæsl- an mun frá áramótum gefa út gjald- frjáls vottorð fyrir starfshæfnismat sem er forsenda fyrir umsókn um starfsendurhæfingu hjá VIRK. Þá verður komið á sérstökum heilsuefl- andi námskeiðum fyrir konur í yf- irvigt og einnig námskeiðum til að bæta tilfinningalega líðan á með- göngu. Auk þess verður hætt að krefjast tilvísunar frá heimilis- eða heilsu- gæslulækni fyrir börn sem fara í rannsókn í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða á bráðamóttöku sjúkrahúsa og gjöld fyrir þessar komur falla niður. Sama máli gegnir ef börn fara til sérfræðings á göngu- deild eða dagdeild sjúkrahúsa í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða bráðamóttöku. gso@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Gjald Komugjöld á heilsugæslum lækkar í 500 krónur um áramót. Lækka komugjöld á heilsugæslunni  Leghálsstrok lækkar um 4.318 kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sá tollfrjálsi kvóti til útflutnings á kindakjöti til Bretlands sem ætlunin virðist vera að setja á í upphafi dugar ekki nema fyrir helmingi þess kinda- kjöts sem þörf verður á að flytja þangað á næsta ári, að sögn for- stöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Óvissa er með tolla á skyri sem fram- leitt er fyrir Ísey í Danmörku og flutt á Bretlandsmarkað en það mál leysist með nýrri verksmiðju sem hefur framleiðslu í Wales í vetur. Bretlandsmarkaður er íslenskum kindakjötsframleiðendum mikilvæg- ur. „Breskir kaupendur eru stærstu kaupendur að kindakjötsafurðum frá Íslandi […]. Þetta er okkur mjög mikilvægur markaður þar sem hann tekur mikið af vörum sem ekki er markaður fyrir innanlands, eins og til dæmis slög og afskurð, innmat og ærkjöt,“ segir Ágúst Andrésson, for- stöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Telur hann þörf á 1.200-1.500 tonna kvóta en samkvæmt hans upplýsingum verður hægt að flytja þangað tæp 700 tonn á næsta ári. Grundvallast sú tala á upplýsingum frá bresku kaupendunum. Ágúst segir útlit fyrir að þörf verði á útflutningi í vor vegna samdráttar í sölu á innanlandsmarkaði á þessu ári. Það rýri enn frekar útflutnings- möguleika næsta haust. Hægt hafi verið að flytja út kjöt á þennan markað í og fljótlega eftir sláturtíð en þeir möguleikar verði takmark- aðir, miðað við þessar tölur. Leggur Ágúst áherslu á að samið verði sem fyrst um stærri kvóta fyrir Bret- landsmarkað. Framleiðsla hefst í vetur „Brexit hefur blasað við um nokk- urt skeið og við höfum búið okkur undir það. Aðalþátturinn í því er að flytja skyrframleiðsluna fyrir Bret- landsmarkað til Wales. Það hefur tafist vegna kórónuveirufaraldursins en nú er vélbúnaður kominn upp og tilraunaframleiðsla hafin. Við gerum ráð fyrir því að í febrúar eða mars verði hægt að sinna markaðnum með framleiðslu í Bretlandi,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey út- flutnings ehf., sem hefur verið að markaðssetja skyr á þeim markaði undanfarin ár. Skyrið fyrir Bretlandsmarkað er nú framleitt í mjólkursamlagi í Dan- mörku. Ari segir ekki ljóst hvernig tollamálum verði háttað þar til fram- leiðslan flyst til verksmiðjunnar í Wales. Það sé kannski ekki stóra málið í þeirra tilviki þar sem um skamman tíma sé að ræða en frí- verslunarsamningur sem ESB og Bretland gerðu á aðfangadag hljóti að eyða óvissu og auka líkur á að verslunin geti gengið snurðulaust fyrir sig næstu vikur og mánuði. Telur kjötkvóta til Bret- lands alls ekki duga  Skyrsala á grænni grein þegar framleiðsla hefst í Wales Morgunblaðið/RAX Birgðir Þörf fyrir útflutning hefur aukist vegna minni sölu innanlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.