Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Almenn bólusetning er nú hafin í um
20 ríkjum heims og er að komast á
nokkurn skrið víða. Slík bólusetning
krefst gríðarlegrar skipulagningar,
bæði við flutning, forgangsröðun og
sjálfa bólusetninguna.
Bretar og Bandaríkjamenn voru
fyrstir til þess að hefja bólusetningu
og hafa náð nokkru forskoti að því
leyti. Evrópusambandið (ESB) var
mun seinna til, aðallega vegna þess að
þar hefur leyfisveiting tekið lengri
tíma, en í gær hófst bólusetning á
þess vegum. Af þeim sökum koma
ríki ESB varla við sögu í myndritun-
um hér að ofan. Ungverjar þjófstört-
uðu raunar í fyrradag, en í gær hófst
bólusetning í Þýskalandi, Frakklandi,
Belgíu, Lúxemborg, Austurríki,
Spáni og Búlgaríu. Í dag á Írlandi og
fleiri fylgja á eftir næstu daga, sum
þó ekki fyrr en á nýju ári, sem hefur
ekki vakið mikla gleði í viðkomandi
ríkjum, eins og Ítalíu, Hollandi og
Sviss.
Reiði í Evrópu vegna seina-
gangs við bólusetningu
Víða um álfuna gætir mikillar
gremju vegna þess hve seint er af
stað farið og eins vegna seinagangs
við bólusetninguna þegar hún loks er
hafin.
Þar kenna flestir Evrópusamstarf-
inu á þessu sviði um. Hið þýska Der
Spiegel, útbreiddasta og áhrifamesta
tímarit Evrópu, birti um helgina
harðorða ádrepu, þar sem fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
og þá ekki síður Lyfjastofnun Evrópu
voru sökuð um vanhæfni og van-
rækslu.
Sem kunnugt er kusu íslensk
stjórnvöld að fylgja Evrópusamband-
inu í þessum efnum.
Vestanhafs gengur bólusetningin
betur. Bandaríkin hafa náð miklum
árangri á aðeins viku. Þar hafa verið
gefnar um tvær milljónir skammta,
sem er ögn undir væntingum. Kan-
ada byrjaði snemma en smátt og
Mexíkó og Chile hafa nýlega bæst við.
Enginn kemst þó með tærnar þar
sem Ísraelar hafa hælana, en þeir
hafa nú þegar bólusett um 4% þjóð-
arinnar og vonast til að henni geti lok-
ið í apríl.
Bólusetning við kórónuveirunni
Eftir löndum, miðað við höfðatölu og í heildina Heimild: OurWorldinData.org
0 1 2 3 4 5
Costa Rica
Mexíkó
Þýskaland
Rússland
Chile
Heimurinn allur
Kína
Danmörk
Kanada
Bandaríkin
Bretland
Bahrein
Ísrael
0 1 2 3 4 5
Costa Rica
Danmörk
Mexíkó
Chile
Þýskaland
Rússland
Kanada
Bahrein
Ísrael
Bretland
Kína
Bandaríkin
Heimurinn allur
Skammtar á hverja 100 íbúa Milljónir skammta
Sk
a
m
m
ta
r
á
h
ve
rj
a
10
0
íb
ú
a
Bóluefnisskammtar á hverja 100 íbúa
Eftir löndum, athugið að yfirleitt þarf tvo skammta á hvern
Bóluefnisskammtar alls
Eftir löndum, athugið að yfirleitt þarf tvo skammta á hvern
Gefnir skammtar
Uppsafnað á heimsvísu nú í desember
0
0,8
1,6
2,4
3,2
>4
Bandaríkin
Kanada Bretland
Þýskaland
Danmörk Rússland
Kína
Bahrein
Ísrael
Costa Rica
Mexíkó
Chile
0
1
2
3
4
5 milljónir
27.21.14.Bóluefnisskammtar á hverja 100 íbúa
Eftir löndum, athugið að yfirleitt þarf tvo skammta á hvern DESEMBER
Látnir af kórónuveiru
Uppsafnað á heimsvísu á árinu 2020
Athugið að tölur hér að baki eru flestar frá 27. desember, en sumar þó allt að viku eldri.
0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
1,6
1,8 milljónir manna
J F M A M J J Á S O N D
H
e
im
ild
:J
o
h
n
s
H
o
p
ki
n
s
U
,C
SS
E
4,32
milljón
skammtar
1,77
milljón
látinna
Bólusetningar að komast á skrið
ESB hefur loks bólusetningu Flestir skammtar gefnir í Bandaríkjunum Ísraelar lengst komnir