Morgunblaðið - 29.12.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
✝ Jórunn FanneyÓskarsdóttir
fæddist 2. mars
1938 á Seyðisfirði.
Hún lést á dval-
arheimilinu Hrafn-
istu í Hafnarfirði
19. desember 2020.
Foreldar hennar
voru Sigrún Guð-
jónsdóttir frá Heið-
arseli á Jökuldals-
heiði, f. 24. maí
1907, d. 12. október 1997, og
Óskar Finnsson ættaður frá Ak-
ureyri, f. 22. maí 1902, d. 4.
október 1951. Fanney var þriðja
í röðinni af sjö systkinum. Eldri
eru Þórdís Jóna og Guðrún en
yngri eru Hrafnhildur, Guðjón
(látinn), Finnur (látinn) og Elín.
Hinn 30. desember 1958 gift-
ist Fanney Guðmundi Björgvins-
lín Finnssyni, f. 22. janúar 1934,
en hann fórst með togaranum
Júlí 8. febrúar 1959. Maki Sig-
urðar Péturs er Valgerður
Heimisdóttir. Afkomendur
Fanneyjar eru 52 talsins.
Fanney ólst upp á Seyðisfirði
til 15 ára aldurs en þá fór hún til
Akureyrar í leit að atvinnu og
eftir nokkurra mánaða dvöl þar
hélt hún til Reykjavíkur. Þar
vann hún á ýmsum stöðum eins
og á Kleppi, Álafossi, kaffihúsi á
Laugavegi 11 og í vist hjá Birni
Hallgrímssyni og konu hans.
Eftir að hún eignaðist Sigurð
Pétur réð hún sig sem ráðskonu
að Hörgslandi á Síðu og flutti
þangað í lok apríl 1957. Þar bjó
Fanney ásamt Guðmundi eig-
inmanni sínum og börnum þar
til þau fluttu til Hafnarfjarðar í
lok nóvember 1969 þar sem þau
bjuggu alla tíð síðan.
Útför Jórunnar Fanneyjar fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 29. desember 2020, klukk-
an 13. Í ljósi aðstæðna verða ein-
ungis nánustu ættingjar við-
staddir.
syni, f. 30. desem-
ber 1933, d. 16.
apríl 2018. Þau
eignuðust sjö börn
sem eru: 1) Einar
Páll, f. 30. júní
1958. Maki: Lára
Halldórsdóttir. 2)
Óskar Hrafn, f. 29.
október 1959. Maki:
Berglind Hallmars-
dóttir. 3) Björgvin
Smári, f. 15. febr-
úar 1962. Maki: Þóra Hallgríms-
dóttir. 4) Sigrún Birgitta, f. 26.
júní 1963. 5) Elín Þuríður, f. 2.
nóvember 1965. 6) Guðmundur
Finnur, f. 15. október 1969.
Maki: Kolbrún Magnúsdóttir. 6)
Klara Guðrún, f. 14. ágúst 1972.
Maki: Miles Boarder. Fyrir átti
Fanney Sigurð Pétur, f. 28. febr-
úar 1957, með Sigmundi Haga-
Elskuleg móðir mín var sann-
kölluð hvunndagshetja. Ól upp
átta börn, oft við erfiðar aðstæð-
ur. Mikið eldað, bakað, skúrað og
þvegið. Við systkinin vorum fjör-
mikil. Man að það voru oft mikil
ærsl í gangi – stofan á Hring-
braut 65 notuð sem handbolta-
leikvangur og margir aðrir leikir
í gangi og stundum slagsmál.
Mamma hélt ró sinni og tókst að
halda öllu í gangi svo vel væri.
Eftir að börnin fluttu að heiman
var Hringbrautin eftir sem áður
eins konar félagsmiðstöð. Börn
og barnabörn vöndu komur sínar
svo og gestir. Það var því í nógu
að snúast hjá mömmu enda lagði
hún mikið upp úr því að fylgjast
með gangi mála hjá öllum. Hún
hafði á sumum málum sterkar
skoðanir og gat átt það til að vera
hvöss í tilsvörum. Það risti þó
ekki djúpt enda hjartalagið gott.
Var alltaf að kaupa eitthvað, oft í
Kolaportinu, til að gefa öðrum.
Sankaði að sér alls konar dóti en
glysgjörn var hún. Seinni árin tók
heilsunni að hraka en það var
seigla í henni. Þannig héldum við
systkinin að hún færi í febrúar á
þessu ári þegar hún fékk slæma
lungnabólgu og þurfti að vera á
gjörgæslu í nokkra sólarhringa.
Lét það ekki á sig fá frekar en
krabbameinið sem hún fékk í
annað augað fyrir nokkrum ár-
um. Því tengt er saga sem lýsir
dálítið persónu mömmu. Þannig
var að skömmu eftir að hún fékk
gerviaugað sat hún í matarboði
heima hjá mér ásamt fleira fólki.
Ég þurfti að bregða mér fram í
eldhús og er ég kom til baka varð
mér litið á hana og við blasti tóm
augntóftin. Mér brá en aðspurð
sagði hún að sig hefði klæjað und-
an auganu og tekið það úr og sett
í jakkavasann. Ekki vandamálið –
gera það sem þarf að gera og ekki
hræðast álit annarra.
Elsku mamma, takk fyrir þitt
mikla framlag.
Sigurður Pétur.
Mig langar að minnast móður
minnar í fáeinum orðum er lést
19. desember síðastliðinn. Margs
er að minnast og ótal minningar
koma í hugann. Það sem mér er
efst í huga eru þau kaflaskil sem
urðu í mínu lífi þegar ég eignaðist
mitt fyrsta barn. Það vildi svo til
að sonur minn fæddist á afmæl-
isdegi móður minnar, 2. mars,
1983. Hann fékk nafnið Birgir
Fannar á skírnardegi og afmæl-
isdegi mínum, 26. júní. Birgir
Fannar mætti ómældri gleði for-
eldra minna á margan hátt.
Mamma var stór partur af
bernskuárum sonar míns og það
vildi til að hún var einstaklega
þolinmóð þegar ung börn áttu í
hlut. Mitt lán var að hún gat gætt
hans á meðan ég fór að vinna, þar
stóðum við saman og sýndum
hvor annarri mikla samvinnu.
Þegar heim var komið á kvöldin
var oft spjallað yfir góðum kaffi-
bolla og farið yfir erfiði dagsins.
Mamma kenndi mér ýmislegt.
Ég man eftir að þegar ég var 16
ára bökuðum við saman á hverj-
um laugardegi. Þá lærði ég góð
ráð hvað varðaði eldamennsku og
voru það lærdómsríkar samveru-
stundir.
Mamma var ætíð gjafmild og
vildi gleðja sem flesta, þá sér-
staklega börn og barnabörn. Þess
ber að minnast að hún hafði alltaf
auga fyrir glitrandi skartgripum,
fatnaði, fallegum munum og stof-
ustássi.
Að lokum dvaldi mamma síð-
astliðna mánuði á Hrafnistu í
Hafnarfirði, þar sem hún naut
hjúkrunar og aðhlynningar.
Elsku mamma, nú ert þú farin,
söknuður og minningar um þig
munu alltaf dvelja í huga mér og
huga þinna nánustu. Megi Drott-
inn Guð taka á móti þér og um-
vefja þig hlýju í himnaríki og
megi Guðs englar syngja yfir þér
elsku mamma mín.
Þín dóttir,
Sigrún Birgitta
Guðmundsdóttir.
Elsku mamma kvaddi rétt fyr-
ir jól, mikið hefði nú verið gott að
hafa hana lengur, en hún var orð-
in þreytt og líkaminn og lífsvilj-
inn gaf sig.
Mamma var litríkur persónu-
leiki, mikið fyrir glys og glingur,
sterka liti og fallega hluti. Það
var gaman að gefa henni gjafir
sem ég keypti fyrir hana úti um
allan heim, það fannst henni ein-
staklega spennandi. Ég lét smíða
fyrir hana stóran hring með
stórum bleikum steini sem hún
bar alltaf og hélt mikið upp á því
hann var táknrænn fyrir móður
og börn. Heimilli mömmu var
einstaklega vel skreytt og var
ekki mikið pláss á milli hluta og
svo auðvitað myndir af öllum
börnum, eigin barnabörnum og
langömmubörnum sem voru orð-
in ansi mörg. Mamma safnaði alls
kyns stofustássi sem ekki þurfti
endilega að vera keypt í verslun
því við vildum líka gera góð kaup.
Við fórum margar ferðir saman í
antikverslanir, nytjamarkaði,
Góða hirðinn og Kolaportið þar
sem henni fannst mannlífið
skemmtilegt og forvitnilegt og
þekkti hún þar vel til.
Gjafmildi mömmu var einstök
og gaf hún börnum, barnabörn-
um og langömmubörnum afmæl-
is- og jólagjafir lengi vel, það kom
sér vel að mamma hafði gott lag á
að muna tölur því hópurinn var
stór. Til gamans má nefna að hún
mundi alltaf öll símanúmer.
Mamma var mikill húmoristi
og fannst gaman að hlæja og gera
grín, það var líka stutt í kald-
hæðni sem var oft mjög fyndin
hjá henni. Hún talaði oft undir
rós en gat líka verið mjög bein-
skeytt þegar þannig lá á henni.
Það sem ég sakna mest er
Hringbrautin, æskuheimilli mitt,
þar sem mamma bjó í 50 ár. Þetta
var miðpunkturinn, þarna kom
maður á hverjum degi í kaffisopa,
þarna voru málin rædd, stundum
rifist en þarna var hjartað í fjöl-
skyldunni. Elsku mamma er
komin til pabba og vona ég að þar
fáir þú frið og ró og óska ég þess
að allir þínir draumar rætist.
Vertu guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(HP)
Þín dóttir,
Klara og fjölskylda.
Móðurkveðja
Að sitja við
dánarbeð móður sinnar
reyna að ná til hennar
hvíslandi uppörvandi orðum
kveðja þig í hinsta sinn.
Líkaminn svo
fíngerður og smár
visinn getur ekki meir.
Hugsa til þess
er snauð þú
fórst svo ung
úr borg
í gamla sveit.
Komst til baka
ríkust allra af börnum
og nú formóðir
svo margra.
Í stórum systkinahóp
ærslagang miklum
var allt svo sjálfsagt
þó var hönd að baki sem
öllu stýrði.
Sit við rúmið hennar
varir og augu
bærast ekki.
Innra með mér heyrist þó
glaðvær ómur bernsku
fullur af ást og hlýju
„ertu kominn ljósið mitt“
„blómadrengurinn minn“
„hnoðri litli“.
Í gegnum súrt og sætt
ég þig kveð með söknuði
þig sem
vaktir og nærðir
huggaðir og svæfðir
– elsku mamma.
Björgvin Smári.
Elsku mamma mín.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Þinn sonur,
Óskar Hrafn.
Fanney systir mín er dáin.
Hún er þriðja systkinið af okkur
sjö sem hverfur yfir móðuna.
Við systkinin fæddumst öll á
Seyðisfirði á árunum 1934-1949.
Það eru svo breyttir tímar síðan
það var, það er hreint með ólík-
indum.
Fanney fór ung að heiman,
alltof ung, aðeins 15 ára. Hún fór
til þess að vinna fyrir sér og sjá
um sig sjálf. Þetta þótti eðlilegt,
því enga vinnu var að fá á Seyð-
isfirði á þessum tíma.
Mamma var ein með okkur frá
1951 en þá lést pabbi okkar
snögglega. Fanney eignaðist son
þegar hún var á nítjánda ári, með
þáverandi kærasta sínum, Sig-
mundi. Hún fór með soninn fjög-
urra mánaða gamlan sem ráðs-
kona að Hörgslandi á Síðu, til að
vinna fyrir sér og framfleyta syn-
inum. Var þetta algengt í þá
daga, þegar aðstæður voru með
þessum hætti.
Á Hörgslandi kynntist hún
Guðmundi Björgvinssyni, ungum
og myndarlegum bónda þar á bæ,
og fljótlega felldu þau hugi sam-
an. Bjuggu þau um árabil eystra
og voru börnin orðin sjö þegar
þau fluttu í Hafnarfjörð, þar sem
það áttunda bættist við hópinn.
Það var ekki einfalt mál að ala
upp átta börn og halda þeim
heimili en þau voru hraust og
Guðmundur vann mikið.
Fanney hefur þurft að glíma
við vanheilsu í langan tíma.
Vegna Covid hefur sambandið
verið lítið seinustu misserin en
við systurnar þrjár fengum að
koma að rúminu hennar daginn
sem hún kvaddi. Við náðum því
að kveðja og þakka henni allar
góðu stundirnar sem höfðum átt
saman í þessari svokölluðu jarð-
vist, sem er um margt merkilegt
ferðalag. Við munum glaðar
stundir, prakkarastrik og hlátra-
sköll í litla húsinu okkar á Seyð-
isfirði, við minnumst atvika, sorg-
ar- og ánægjustunda úr þessari
löngu ferð sem nú er á enda kom-
in.
Ég votta öllum börnum henn-
ar, mökum þeirra og barnahópn-
um öllum mína dýpstu samúð.
Hrafnhildur systir.
Í dag er hún Fanney systir mín
borin til hinstu hvílu.
Hún flutti ung að heiman frá
Seyðisfirði. Í Reykjavík vann hún
við ýmis störf, þar til hún réð sig
sem ráðskona í sveit á Hörgsland
á Síðu. Þar kynnist hún Guð-
mundi sem varð eiginmaður
hennar. Á Hörgslandi bjuggu þau
saman í 13 ár, en fluttu þá til
Hafnarfjarðar þar sem þau
kunnu mjög vel við sig. Það hefur
verið mikið verk að flytja með
stóran barnahóp, en allt tókst
þetta með mikilli vinnu og Hring-
braut 65 tók vel á móti þeim.
Fanney var flutt að heiman
þegar ég fór að muna eftir mér
þannig að ég á engar minningar
um okkar uppvöxt saman. Í nokk-
ur skipti kom hún og gisti hjá
mér á Seyðisfirði og náðum við
vel saman og finnst mér gott að
hugsa til þessara stunda. Í einni
slíkri ferð fórum við út í Brimnes,
en þar hafði hún dvalið oft sem
stelpa hjá Sollu frænku okkar.
Þessi ferð var svo skemmtileg og
mikið hlegið og rifjað upp, en það
verða víst ekki fleiri ferðir sem
við förum saman.
Hér læt ég inn vísu eftir Sollu
en þarna er mikil speki:
Heyrðum seiðmjúkan tón þegar lífið
leið hjá,
þetta líf með sinn sorgþunga nið.
Svo leggjum við öll út á ljósvakans haf,
gefðu frið, gefðu frið, gefðu frið.
Í mörg ár átti Fanney við veik-
indi að stríða og smám saman
hafði hún lítinn kraft til að
blanda sér saman við aðra eða
fara á mannamót. En í áttræð-
isafmæli hennar var vel mætt,
enda afkomendur orðnir mjög
margir, þrír ættliðir af myndar-
legu fólki.
Nú er hún komin í sumarland-
ið og þar hefur verið vel tekið á
móti henni. Það er gott að hugsa
um það að nú eru allir verkir og
veikindi að baki og við eigum
góðar minningar um Fanneyju
systur.
Ég sendi öllum afkomendum
hennar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Elín Óskarsdóttir.
Litrík, dökk, „frönsk“ og
kvenleg. Þetta eru þau orð sem
koma fyrst upp í hugann þegar
ég hugsa um Fanneyju, mína
fyrrverandi tengdamóður. Ég
kynntist henni þegar ég var tæp-
lega 18 ára og hún tók mér opn-
um örmum og var alla tíð góð við
mig.
Hún lagði mikla áherslu á að
maður liti vel út og sjálf passaði
hún vel upp á línurnar. En per-
sónuleikinn risti dýpra en bara
það að líta vel út. Hún var næm á
fólk og laus við dómhörku eða
hroka. Hún vissi stundum meira
en maður hélt og skildi meira.
Ég man hún talaði stundum
um að henni fyndist hún ekki
passa hér á Íslandi – hefði frekar
átt að eiga heima í Frakklandi –
og ég held hún hafi haft rétt fyrir
sér þar. Ég held a.m.k. að grám-
inn og kuldinn hafi ekki átt vel
við hana. Ég sé hana fyrir mér
núna, labbandi um götur Parísar
í flottum og litríkum kjól og á
hælaskóm.
Þegar maður er yngri hefur
maður ekki þroska til að „sjá“
fólk. Maður skilur ekki alveg
hvað mótar persónuleika þess.
Það bara er þarna. Fanney fór
ung að heiman eins og algengt
var á þeim tíma. Hún eignaðist
kærasta og þau eignuðust barn
saman, en eins og gengur slitnaði
upp úr því sambandi. Hún ákvað
að ráða sig sem ráðskonu í sveit
og hafði son sinn, kornungan,
með sér. Hvað varð til þess að
hún tók þá ákvörðun veit ég
reyndar ekki en í þá daga voru
úrræði fyrir einstæða útivinn-
andi móður örugglega af skorn-
um skammti. Það þarf a.m.k.
kjark til að fara ein á ókunnar
slóðir og byrja nýtt líf fyrir sig og
barnið sitt. Tæplega tveimur ár-
um seinna dó barnsfaðir hennar í
sjóslysi og ég hugsa að það hafi
kannski sett meira mark á hana
en maður gerði sér grein fyrir.
En í sveitinni kynntist hún
Mumma sínum og bjó með hon-
um þar. Börnin fæddust ört og
þau fluttu seinna til Hafnarfjarð-
ar. Lífið var svo sem ekki alltaf
dans á rósum þótt á mölina væri
komið og örugglega lítil fjárráð
til að byrja með. En á hinn bóg-
inn var líf og fjör á Hringbraut-
inni – annað er ekki hægt að
segja. Og ég man að Pétur, sonur
hennar, sagði að á aðfangadag
hefði alltaf verið borðað á slaginu
klukkan 18. Geri aðrir betur með
fullt hús af börnum.
Eins og oft vill verða slitnuðu
tengslin hjá okkur Fanneyju,
fyrir utan jólakortaskrif og ein-
stöku hitting. En ég minnist
hennar með hlýhug og þakka fyr-
ir góða og fallega viðkynningu.
Hennar stóru fjölskyldu votta
ég mína innilegustu samúð og
þau geta verið stolt af ættmóð-
urinni sem var litríkur karakter.
Ágústa S. Þórðardóttir.
Jórunn Fanney
Óskarsdóttir
Ástkær sonur minn, bróðir, mágur
og frændi,
SVERRIR ODDUR GUNNARSSON,
Svöluási 40, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn
19. desember. Útför fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. desember klukkan 13.
Vegna takmarkana í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Ás styrktarfélag.
Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/JuByerO3YS4
Sigríður Oddný Oddsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Gústaf Adolf Björnsson
Valgerður J. Gunnarsdóttir Stefán Snær Konráðsson
Jakobína Cronin
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐBJÖRG SVAVA EYSTEINSDÓTTIR
frá Broddadalsá,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn
22. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Gunnhildur Halldórsdóttir Sigurkarl Ásmundsson
Ásdís Halldórsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir Már Sveinbjörnsson
Torfi Halldórsson Unnur Þorgrímsdóttir
Jón Halldórsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar