Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 22

Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. með morgun- nu ✝ Valdimar Sig-urður Gunn- arsson fæddist á Búðarhóli á Kleifum í Ólafsfirði 31. júlí 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykja- nesbæ 19. desember 2020. Foreldrar hans voru Gunnar Jó- hann Baldvinsson, f. 7. október 1896, d. 1976, og Bald- vina Guðrún Valdimarsdóttir, f. 28. júní 1905, d. 1935. Systkini Valdimars eru Þorgeir, Björgvin og Jóhanna auk Sigþórs Ólasonar uppeldisbróður og lifa þau bróður sinn. Hinn 14. apríl 1963 kvæntist sinni, Sigríði Aðalsteinsdóttur, á Gunnar tvær dætur, Helgu Sig- rúnu og Guðnýju. Fyrir átti Sig- ríður Aðalsteinsdóttir son, Christian Bjarka. Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir átti fyrir tvö börn, Guðmund Eggert og Ólöfu Rut. Svein, f. 27. október 1968, eiginkona hans er Brynja Eiríks- dóttir og eiga þau tvo syni, Ívar Karl og Adam. Rúnar Gísla, f. 13. febrúar 1972, fyrrverandi kona hans er Guðrún Huld Kirstins- dóttir og eiga þau þrjár dætur, Elísabetu Rut, Rebekku Sif og Emilíu Rikku. Fyrir átti Guðrún Huld, Kristinn Héðinsson. Barna- barnabörnin eru fimm, Emma Sigríður, Valdís Júlía, Elvar Bjarki, Gunnar Steinn og Bene- dikt Bjarki. Valdimar og Jóhanna bjuggu alla tíð á Vallargötu 25 í Keflavík og var hann sjómaður í um 50 ár, lengst á Svani KE 90 Útför Valdimars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 29. des- ember 2020, kl. 13. Valdimar Jóhönnu Sæmundsdóttur, f. 23. september 1928, d. 12. júní 2017. For- eldrar hennar voru Sæmundur Guðjón Sveinsson, f. 29. júlí 1898, d. 1979, og Júl- íana Jónsdóttir, f. 27. júlí 1899, d. 1931. Valdimar og Jó- hanna eignuðust fjóra drengi. Sæ- mund Guðjón, f. 7. febrúar 1963, eiginkona hans er Herdís Ósk- arsdóttir og eiga þau þrjár dætur, Jóhönnu, Ásdísi og Margréti Þóru. Gunnar Baldvin, f. 15. ágúst 1966, eiginkona hans er Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir. Með fyrrverandi sambýliskonu Kær tengdafaðir minn, Valdi- mar Sigurður Gunnarsson, lést laugardaginn 19. desember á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Valdimar fæddist á Búðarhóli í Kleifum, utan við Ólafsfjörð þann 31. júlí árið 1931. Móðir hans dó af barnsförum þegar hann var tveggja ára en faðir hann giftist síðar henni Boggu. Valdimar fór ungur á sjó með föður sínum og seinna í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Hann sótti sjóinn í um 50 ár, en var lengst stýrimaður á Svaninum KE 90. Síðustu árin sem hann var á vinnumarkaði vann hann við ýmis fiskvinnslu- störf. Hann kynntist konu sinni, Jó- hönnu, betur þekktri sem Nönnu. Hann dáði duglegu og góðu kon- una sína og að eigin sögn var það hans gæfa í lífinu að hafa kynnst henni. Hans fyrstu kynni af henni voru að hann ætlaði í heimsókn til vinafólks frá Ólafsfirði, sem bjó á efri hæðinni á Vallargötunni. Þau voru ekki heima en stúlkan á neðri hæðinni, hún Nanna, bauð honum þess í stað í kaffi. Hann sagði síðar frá því að þegar hann settist við eldhúsborðið þá vissi hann að hann væri kominn heim því honum leið eitthvað svo vel í návist hennar. Nanna og Valdi- mar bjuggu alla tíð á Vallargöt- unni. Þau eignuðust fjóra syni á níu árum, Sæmund, Gunnar, Svein og Rúnar, og má segja að það hafi verið líf og fjör á heim- ilinu. Nanna sá um barnauppeld- ið að mestu leyti þar sem Valdi- mar var fjarverandi á sjónum. Ég kynntist Valdimari árið 1987 þegar ég fór að vera með Sæmundi. Hann kom mér fyrst fyrir sjónir sem feiminn maður og frekar óframfærinn en við frekar kynni komst ég að því að hann var mjög góður maður, kærleiksríkur og mátti ekkert aumt sjá. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá Valdimari og iðu- lega var mikið hlegið á Vallargöt- unni yfir súkkulaðikökunni henn- ar Nönnu. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á ættfræði og las mikið af ljóðum, Íslendingasögum og sjálfsögðu ævisögum. Honum þótti ekki mikið varið í bækur sem voru skrifaðar á tuttugustu öldinni og hann var ekki alveg á þeirri skoðun að bækurnar um Tinna og Kolbein kaptein ásamt sögunum um Sval og Val væru al- vörubókmenntir en strákarnir hans áttu allar þessar bækur. Þeir reyndu að fá hann til að lesa þær en hann var nú ekki aldeilis á því. Valdimar var stoltur af því að vera Ólafsfirðingur og reyndi að fara í heimahagana þegar tími gafst. Hann var góður maður, sem dáði duglegu konuna sína mikið. Það var því mikið áfall fyr- ir hann þegar hún lést of snemma í júní 2017. Blessuð sé minning hans og hans verður sárt saknað. Úr Sonatorreki eftir Egil Skallagrímsson: 25. Nú er mér torvelt. Tveggja bága njörva nift á nesi stendr. Skal eg þó glaðr með góðan vilja og óhryggr heljar bíða. Úr Völuspá (60): Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna. Falla fossar, flýgur örn yfir, sá er á fjalli fiska veiðir. Herdís Óskarsdóttir. Fyrir afa Valdimar með orðum Jóns Sigurðssonar: Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund. Kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáið jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. Ásdís og Margrét Þóra Sæmundsdætur. Elsku afi okkar er fallinn frá. Þegar komið er að kveðjustund er erfitt að koma tilfinningum í orð. Saman blandast sorg yfir því að afi sé farinn og þakklæti fyrir tímann sem við fengum með hon- um og manninn sem hann hafði að geyma. Við systur vörðum miklum tíma hjá ömmu og afa á Vallar- götunni. Hvergi var meiri ró og hlýju að finna en þar. Á heimilinu ríkti góður andi og lífið gekk sinn vanagang og flestir dagar voru eins hjá þeim hjónum. Afi var ekki maður margra orða. Við lærðum að vellíðan með sjálfum sér og öðrum er að finna í þögninni. Þótt afi segði ekki margt gat maður samt vel fundið hversu vænt honum þótti um fólkið sitt og fjölskylduna. Í hvert sinn sem hann fékk nýtt afabarn eða langafabarn í fangið ljómaði hann. Hann vildi allt fyrir fólkið sitt gera en helst vildi hann gera það orðalaust. Afi bað ekki um mikið en eina skyldu höfðum við systur þó. Á vorin skiluðum við inn einkunna- blöðum ársins til afa. Það var allt- af gott að fá þau samþykkt með örlitlu brosi, meira þurfti ekki. Það fallegasta sem afi sagði okkur frá var sagan af því hvern- ig þau amma kynntust. Hann hafði ætlað að heimsækja fólk sem bjó í húsi ömmu á Vallargöt- unni. Fólkið var ekki heima svo amma bauð honum að setjast í eldhúsið hjá sér og fá sér kaffi. Tilfinningin sem afi upplifði á þessu augnabliki var svo mikil vellíðan að hann sagði það ekki geta talist venjulegt. Ætli það megi ekki lýsa þessum kynnum sem ást við fyrstu sýn. Við trúum því að allir sem komu inn í eldhús- ið hjá þeim þekki þessa tilfinn- ingu vel. Afi elskaði ömmu heitt og þeg- ar hún féll frá slokknaði ljósið í augum hans. Hann var tilbúinn að ljúka jarðvist sinni og í hjörtum okkar erum við vissar um að nú er hann þar sem hann vildi helst vera – hjá ömmu. Ekkert sem lifir og leitar getur nokkru sinni talist fullorðið. (Sverrir Norland) Takk fyrir allt afi, Helga Sigrún og Guðný. Í ljósi þess að ég er búsett í Svíþjóð á Covid-19 tímum hef ég því miður ekki verið í miklum samskiptum við afa minn, Valdi- mar, í nokkur ár. Það var samt eitthvað ljóðrænt við að hann fann hvíldina þegar síðasta barnabarnið var komið öruggt (þó í sóttkví) á landsteinana. Hvíl í friði afi. Minningarnar eru ekki margar og hafa byrjað að fölna en ég man þó alltaf þegar ég kom í heimsókn á Vallargötuna að hann átti sitt sæti við eldhúsborðið, með kústa- skápinn í bakið og passaði að ég fengi mínar kexkökur á endann. Sama gilti um stólinn hans í stof- unni en þar áttum við ekki að sitja og oftar en ekki var bókin sem hann var að lesa nálægt. Það átt- um við sameiginlegt, það var oft bók í seilingarfjarlægð í þessum heimsóknum. Hann var mjög vandaður í mál- fari og þegar ég gerði þau mistök að nota tökuorðin „sjoppa“, „okei“, „hæ“ og „bæ“ (Yes afi, ég kom þeim fyrir hérna líka!!) þá átti maður í hættu að danglað væri í mann og hastarlega sagt að þetta væri sko ekki íslenska. Fann þetta ljóð sem mér finnst passa svo vel við hann svo ég enda á orðum Hallgríms Péturssonar: Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína. Við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: Vinna, lesa iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Hvíl í friði Jóhanna Sæmundsdóttir. Valdimar Sigurður Gunnarsson Bjarni Krist- jánsson fv. bóndi á Þorláksstöðum, sveitungi okkar söngfélagi og vinur, hefur nú horfið í betri heim. Það var bjart yfir Bjarna og hann gjarna sposkur á svip þegar maður hitti hann, hand- takið traust og hlýtt. Jarðirnar Eyjar II og Þorláksstaðir liggja saman þannig að sam- skiptin voru talsverð í roll- uragi, hrossarekstri og öðru sem upp á kom er skepnur fóru flakk. Einnig áttum við tæki saman, alltaf voru samskiptin á jákvæðum nótum og gott að hitta á Bjarna og hann ekkert nema hjálpsemin. Bjarni og Unnur höfðu af myndarskap og miklum dugn- aði byggt upp Þorláksstaði, stórt fjós ásamt hlöðu, nýtt íbúðarhús og ræktað upp mikil tún. Oft hefur vinnudagurinn verið langur og í mörg horn að líta, ekki síst þar sem þau komu líka upp myndarlegum barnahópi sem hafa borið for- eldrum sínum fagurt vitni í dugnaði. Einnig var Bjarni mikill hestamaður og átti falleg hross sem hann ræktaði sjálfur og fengum við sveitungar hans á stundum að leiða undir hesta hjá honum. Bjarni var því ávallt vel ríðandi og undi sér best á hestbaki eða hópi vina við söng og gleði. Það hefur án efa stundum tekið í að byggja upp svo myndarlegt býli og þurfa að reiða sig á rándýrt lánsfé frá íslensku fjármálakerfi og hefur það án efa oft gengið nærri Bjarna. Bjarna þekkti ég best í gegn- um sameiginlegt áhugamál okkar sönginn og var hann góð- ur söngmaður og ávallt létt yfir okkar manni og hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Einnig störfuðum við saman í sóknarnefnd Reynivallakirkju. Bjarni fékk að bragða á súru berjum lífsins og bakkus lék hann hart, en alltaf var sem birta yfir honum en það var mikið áfall er hann féll af hest- baki og lamaðist. Það var erfitt hlutskipti fyrir náttúrubarn eins og Bjarna sem undi sér best á hestbaki í faðmi ís- lenskra fjalla. Við fjölskyldan að Eyjum II sendum fjölskyldu Bjarna okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum gott nábýli, sam- Bjarni Kristjánsson ✝ Bjarni Krist-jánsson fæddist 26. júlí 1946. Hann lést 13. desember 2020. Útför Bjarna fór fram 22. desember 2020. starf og samvinnu á liðnum árum. Sérstakar kærleik- skveðjur senda faðir minn og Har- aldur bróðir minn sem áttu mest samstarf við Bjarna. Ég sannfærður um að Bjarni er nú kominn á bak fal- legum hesti og er á ferð með góðum söngfélögum á Laxárbökkum á fallegri sum- arnótt þar sem fegurðin ríkir ein. Ég vil ljúka þessum kveðju- orðum með þessum ljóðlínum. Heilög kveðjustund. Helg er komin stundin, heilög kveðjustund, herra og faðir lífsins, kallar á sinn fund. Horfinn burt af jörðu, horfinn eigi mér, himinn ávallt geymi, gleymum aldrei þér, Ljóssins englar áfram, lýsi veginn þinn, ljúfi og góði Jesú, tak í faðminn sinn. Sárt er lífið án þín, sorg í hjarta mér, sumarnóttin bjarta, vaki yfir þér. Fyrir hönd fjölskyldunnar Eyjum II, Kjós, Ólafur M. Magnússon. Ég vil minnast þessarar frábæru frænku minnar, hennar Auðar, en minningarnar eru einungis góðar. Amma og Auður voru afskaplega nánar og töluðust við daglega. Ég kynnt- ist Auði því í gegnum ömmu en í Auður Magnea Jónsdóttir ✝ Auður MagneaJónsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 21. apríl 1921. Hún andaðist 10. desember 2020. Útför Auðar var gerð 21. desember 2020. heimsóknum sínum hingað suður að fá sprautur í augun þegar henni fór að daprast sjón gisti Auður hjá ömmu og afa. Á þessum árum fór ég heim til ömmu og afa alla daga eftir skóla og fékk ég þá að eyða dýrmætum tíma með Auði. Hún hefði gjarnan mátt koma oftar í bæinn en það gerði daginn skemmtilegri fyrir okkur öllsöm- ul. Hún var alltaf vel tilhöfð og sannkölluð skvísa. Þær systur fóru saman í verslunarleiðangra um bæ allan og bættust þá gjarnan við nýjar flíkur í hennar litríka safn. Þær systur voru þó ekki einungis góðar vinkonur en þau afi voru hinir mestu mátar. Við eldhúsborðið í kaffitímanum sagði hún gjarnan skemmtilegar sögur og var mikið hlegið. Hún var algjör sælkeri og fékk sér ávallt góðan mola eða köku með kaffinu. Hún á góða setningu sem hún sagði oft rétt áður en hún stakk molanum upp í sig: mínútu í munni en mánuð á mjöðmum og hló síðan. Við von- uðumst oft til þess að Auður gæti eytt meiri tíma hér fyrir sunnan en þær systur voru frá- bærar saman. Við erum þakklát fyrir stundirnar sem við fengum með þessari yndislegu konu og eftir standa einungis góðar minningar. Agla María. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.