Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 27
HANDBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Örvhenta skyttan Ragnar Jóhanns-
son hefur samið við uppeldisfélag
sitt Selfoss um að leika með liðinu í
Olísdeildinni í handknattleik næstu
fjögur leiktímabil, að meðtöldu nú-
verandi tímabili. Ragnar kemur frá
þýska fyrstudeildarliðinu Berg-
ischer, þar sem hann samdi um
starfslok sem gerði honum kleift að
semja við Selfoss frá og með jan-
úar á næsta ári.
En af hverju ákvað hinn þrítugi
Ragnar að snúa aftur heim núna?
„Það bara þróaðist þannig að ég
var ekki með stórt hlutverk í Berg-
ischer og hafði spilað lítið. Svo í
desember fóru Selfyssingar að hafa
samband við mig og spurðu mig
hvort ég væri ekki til í að koma
heim. Mér fannst bara tilvalið að
reyna að láta það ganga upp,“
sagði Ragnar í samtali við Morg-
unblaðið.
Samningur hans átti að renna út
í vor en Ragnar og forsvarsmenn
liðsins náðu að finna farsæla lausn
fyrir báða aðila. „Ég átti fund með
þeim og spurði þá hvort það væri
ekki hægt að finna sameiginlega
lausn um að rifta samningnum
núna í janúar. Þeir tóku vel í það
og við skildum í góðu.“
Ragnari líst vel á Selfossliðið.
„Þetta er vel samsett lið og flottir
strákar þarna. Mikið af ungum
strákum í bland við stráka sem
hafa mikla reynslu. Þannig að
þetta lítur vel út.“
Ragnar sagði að ekki væri búið
að fara formlega yfir markmið liðs-
ins með honum en segir þó að liðið
og hann sjálfur vilji halda áfram að
gera vel. „Þeir urðu Íslandsmeist-
arar [árið 2019] og eru það ennþá
og vilja náttúrlega halda áfram að
vera á toppnum. Ég er bara nýbú-
inn að skrifa undir en mitt mark-
mið er sömuleiðis að vera áfram á
toppnum og halda áfram að gera
vel.“
Uppgangur Selfoss á meðan
Ragnar hefur verið í atvinnu-
mennsku í Þýskalandi frá árinu
2015, fyrst með Hüttenberg og svo
Bergischer, hefur verið magnaður.
Hann segist hafa notið þess að
fylgjast með liðinu ná þessum
árangri.
„Ég fylgdist með og var mjög
stoltur þegar þeir urðu loksins Ís-
landsmeistarar. Það var bara frá-
bært fyrir klúbbinn. Ég er rosa-
lega stoltur af því hvernig Selfoss
hefur haldið utan um þetta síðast-
liðin ár og byggt félagið upp.“
Ragnar telur Olísdeildina sterk-
ari í dag en þegar hann spilaði síð-
ast í henni. „Ég held að hún sé
töluvert sterkari en hún var þá, ár-
ið 2015. Svo er umgjörðin líka orð-
in flottari og orðið skemmtilegra
að spila. Það er fullt af ungum og
efnilegum strákum sem spila á Ís-
landi og ég myndi segja að hún
væri orðin sterkari,“ sagði Ragnar
að lokum í samtali við Morg-
unblaðið.
Vill halda Selfossi á toppnum
Ragnar kominn aftur í heimahagana
Ljósmynd/Selfoss
Heimkoma Ragnar Jóhannsson í búningi uppeldisfélagsins.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
Í sumar varð ég var við umræðu
um að karlalið Gróttu í knatt-
spyrnunni ætti að fá til sín fleiri
leikmenn. Liðið tefldi að megn-
inu til leikmönnum sem höfðu
komið liðinu upp um tvær deildir
og upp í þá efstu. Leikmennirnir
fengu að njóta þess en voru ekki
nógu góðir þetta árið til að halda
sætinu í deildinni.
Þetta þótti einhverjum, alla
vega nokkrum, ekki vera góðar
tvíbökur. Ég man ekki hverjir það
voru sem viðruðu skoðanir sínar
á þessu opinberlega enda skiptir
það engu máli. Heldur end-
urspeglar þetta ákveðið viðhorf
sem er aðalmálið.
Í þessari umræðu varð ég aldrei
var við að menn veltu því fyrir
sér hvort félagið hefði efni á því
að fá til sín fleiri leikmenn og
betri en þá sem fyrir voru. Slíka
leikmenn þyrfti væntanlega að
kaupa og þeir myndu líklega vilja
fá laun en leikmenn Gróttu fengu
ekki greitt fyrir að spila.
Við slíkar aðstæður virðist
knattspyrnuáhugamönnum finn-
ast það vera eðlilegasti hlutur í
heimi að skuldsetja félagið til að
freista þess að hanga uppi í
efstu deild. Safna skuldum til að
eyða fjármunum fyrir lítinn
ávinning.
Það sem myndi vinnast með
þessu væri þá annað ár í efstu
deild sem aftur kallar á meiri út-
gjöld en tekjur enda er knatt-
spyrnuheimurinn íslenski ekki
sjálfbær bransi. Þar ná menn
endum saman (þegar það tekst)
með aðstoð fyrirtækja og nú síð-
ast skattgreiðenda.
Lýsir þetta viðhorfi sem er
kannski of algengt. Þegar menn
fara í Football Manager leik með
alvöruknattspyrnudeildir þá sé í
lagi að steypa þeim í skuldir. Þau
sem setjast í næstu stjórn deild-
arinnar geta svo séð um að vinda
ofan af skuldunum.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Samtök íþróttafréttamanna hafa
kosið íþróttamann ársins í 65. skipti
og opinbera niðurstöðuna í kvöld.
Um leið verða birt úrslit í kjöri sam-
takanna á þjálfara ársins og liði árs-
ins en kynnt var á Þorláksmessu-
morgun hverjir hefðu orðið í efstu
sætunum án þess að endanleg röð
þeirra hefði verið birt. Undanfarin ár
hefur verið haldið hóf samhliða verð-
launaafhendingum hjá sér-
samböndum ÍSÍ en vegna sótt-
varnareglna verður hófið með öðru
sniði í ár.
Íþróttafólkið sem er í tíu efstu
sætunum í ár er eftirtalið, í stafrófs-
röð: Anton Sveinn McKee (sund), Ar-
on Pálmarsson (handknattleikur),
Bjarki Már Elísson (handknatt-
leikur), Glódís Perla Viggósdóttir
(knattspyrna), Guðni Valur Guðna-
son (frjálsíþróttir), Gylfi Þór Sig-
urðsson (knattspyrna), Ingibjörg
Sigurðardóttir (knattspyrna), Mart-
in Hermannsson (körfuknattleikur),
Sara Björk Gunnarsdóttir (knatt-
spyrna), Tryggvi Snær Hlinason
(körfuknattleikur).
Í kjörinu á þjálfara ársins eru
eftirtaldir í efstu sætunum: Arnar
Þór Viðarsson (knattspyrna), El-
ísabet Gunnarsdóttir (knattspyrna),
Heimir Guðjónsson (knattspyrna).
Í kjörinu á liði ársins eru það
kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu,
U21 árs lið karla í knattspyrnu og
kvennalandsliðið í knattspyrnu sem
eru í efstu sætunum.
Í þau 63 skipti sem kjörið hefur
farið fram hefur frjálsíþróttafólk oft-
ast verið kosið, eða í 21 skipti. Hand-
knattleikur og knattspyrna hafa
fengið titilinn 12 sinnum hvor grein
og sund 9 sinnum.
Aðrar greinar sem hafa átt
íþróttamann ársins eru kraftlyft-
ingar (4), körfuknattleikur (3), júdó,
hestaíþróttir, þolfimi og golf.
Karlar hafa í 56 skipti orðið fyrir
valinu en 7 konur hafa verið kjörnar
íþróttamenn ársins. Þrjár þeirra á
síðustu fjórum árum.
Vilhjálmur Einarsson hefur oftast
verið kjörinn íþróttamaður ársins,
fimm sinnum, og Ólafur Stefánsson
kemur næstur með fjögur skipti.
Júlían J.K. Jóhannsson er núver-
andi handhafi titilsins en hann var
kjörinn íþróttamaður ársins 2019.
Alls hafa 43 íþróttamenn hreppt
titilinn á þessum 64 árum. Eftirtaldir
hafa verið kjörnir oftar en einu sinni:
5 – Vilhjálmur Einarsson, frjáls-
íþróttir (1956, 1957, 1958, 1960,
1961).
4 – Ólafur Stefánsson, handbolti
(2002, 2003, 2008, 2009).
3 – Hreinn Halldórsson, frjáls-
íþróttir (1976, 1977, 1979).
3 – Einar Vilhjálmsson, frjáls-
íþróttir (1983, 1985, 1988).
3 – Örn Arnarson, sund (1998,
1999, 2001).
2 – Valbjörn Þorláksson, frjáls-
íþróttir (1959, 1965).
2 – Guðmundur Gíslason, sund
(1962, 1969).
2 – Ásgeir Sigurvinsson, knatt-
spyrna (1974, 1984).
2 – Skúli Óskarsson, kraftlyftingar
(1978, 1980).
2 – Jón Arnar Magnússon, frjáls-
íþróttir (1995, 1996).
2 – Eiður Smári Guðjohnsen,
knattspyrna (2004, 2005).
2 – Gylfi Þór Sigurðsson, knatt-
spyrna (2013, 2016).
Morgunblaðið/Arnaldur
2006 Vilhjálmur Einarsson óskar Guðjóni Vali Sigurðssyni til hamingju
með útnefninguna árið 2006. Vilhjálmur lést sama dag og kjörið fór fram í
fyrra og Guðjón lét staðar numið sem leikmaður á árinu sem er að líða.
Kjöri SÍ lýst í 65. skipti í kvöld
43 íþróttamenn verið kjörnir á 64 árum Vilhjálmur Einarsson oftast allra
Arnór Þór
Gunnarsson,
landsliðsmaður
í handknattleik,
hefur gert nýj-
an samning við
Bergischer í
þýsku 1. deild-
inni. Er samn-
ingurinn til
tveggja ára,
eða fram á
sumar 2023, en Arnór getur þó
sagt honum upp eftir fyrra árið.
Frá þessu er greint á Akureyri.net.
Þar kemur fram að Arnór hafi
íhugað það alvarlega að snúa aftur
heim vegna þrálátra meiðsla áður
en hann hafi látið tilleiðast að
semja að nýju. „Ég var nánast
ákveðinn fyrir um það bil tveimur
mánuðum að segja þetta gott
næsta vor,“ sagði Arnór í samtali
við Akureyri.net í gær.
Breytt mataræði hefur þó gjör-
breytt líðan Arnórs. Hann ráðfærði
sig við crossfitsérfræðing sem gaf
honum góð ráð. „Ég borðaði of lítið
og hlutföllin í fæðunni voru ekki
rétt að hans mati. Ég fór að hans
ráðum og átta vikum seinna voru
verkirnir nánast horfnir. Ég hafði
verið í sjúkraþjálfun, sem breytti
litlu, en nú er mjöðmin orðin miklu
betri.“ gunnaregill@mbl.is
Arnór gældi
við flutninga
til Íslands
Arnór Þór
Gunnarsson
Knattspyrnumaðurinn Valgeir
Lunddal Friðriksson er genginn í
raðir Häcken í Svíþjóð frá Íslands-
meisturum Vals. Valgeir gerir fjög-
urra ára samning við sænska félag-
ið, en liðið hafnaði í þriðja sæti
sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu
leiktíð og spilar því í Evrópu-
deildinni á næstu leiktíð. Valgeir
hefur leikið 27 leiki í efstu deild og
skorað þrjú mörk. Þá hefur hann
leikið sjö leiki með yngri landsliðum
Íslands, en Valgeir er uppalinn hjá
Fjölni og lék ellefu deildarleiki með
liðinu áður en hann fór í Val.
Valgeir kominn til
Häcken í Svíþjóð
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Svíþjóð Valgeir Lunddal Frið-
riksson er orðinn atvinnumaður.
Naomi Osaka frá Japan og LeBron
James frá Bandaríkjunum voru
besta íþróttafólk heims á árinu sem
er að líða að mati AP-fréttastof-
unnar sem staðið hefur fyrir valinu
frá árinu 1931. Osaka sigraði í ein-
liðaleiknum á Opna bandaríska
meistaramótinu á árinu og er fyrsti
Asíubúinn sem nær efsta sæti
heimslistans í einliðaleik í tennis.
Er þetta í fyrsta skipti sem hún
verður fyrir valinu hjá AP. James
varð hins vegar fyrir valinu hjá AP
í fjórða sinn. James var lykilmaður
í sigri LA Lakers í NBA-deildinni.
Osaka og James
heiðruð af AP
AFP
Best Osaka þótti skara fram úr með
frammistöðu sinni á tennisvellinum.