Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 32

Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 32
Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og þökkum öll viðskiptin á árinu - starfsfólk Svefns og heilsu Við tökum vel á móti þér bæði í verslunum okkar og á vefnum Söngvasveigurinn „Stjarnan í austri – Mæja mey á norð- urslóðum“ verður fluttur í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, þriðjudag, klukkan 20. Verkið er eftir Geirr Lystrup og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ís- lenskaði. Flytjendur eru Aðalsteinn Ás- berg, Þorgerður Ása, Ásgeir Ágeirsson, Gunnar Gunnarsson, Tómas R. Einarsson og Sönghópurinn við Tjörnina. Verkið er „frumleg og falleg saga sem tekur í senn mið af jólaguðpjallinu og gömlum helgisögnum“ og er þetta fjölskylduvænn við- burður. Vegna samkomutakmarkana eru fáir miðar í boði. Söngvasveigurinn „Stjarnan í austri“ fluttur í Fríkirkjunni ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur gert þriggja og hálfs árs samning við Þýskalands- meistara Wolfsburg. Wolfsburg er eitt allra sterkasta lið Evrópu og því um stærðarinnar félagsskipti að ræða. Sveindís, sem er 19 ára gömul, verður lánuð til Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í eitt ár, þar sem Elísabet Gunnarsdóttir mun þjálfa hana. Sveindís kveðst hæstánægð með vistaskiptin og telur að lánið muni koma til með að hjálpa henni að vera reiðubúin þegar kallið kemur frá Wolfsburg. »26 Samdi við eitt sterkasta lið Evrópu ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margar skemmtilegar sögur eru til í tengslum við íslenska flugsögu og Atli Unnsteinsson, fyrrverandi flug- stjóri, sem er efstur á starfsaldurs- lista flugmanna Icelandair, minnist ýmissa liðinna atvika í bókinni Sem minnir mig á það. „Ég ætlaði ekki að skrifa bók heldur bjarga sögunum frá því að glatast,“ segir hann um útgáfuna, sem Sökkólfur gefur út. Þegar Atli var fjögurra ára var hann sendur í sveit í fyrsta sinn og flugið til Húsavíkur markaði hann til lífstíðar. „Ég man þennan dag 1960 eins og hann hefði verið í gær,“ rifj- ar hann upp. „Ég var uppábúinn í matrósarfötum og upplifunin í vél- inni og fluginu var ást við fyrstu sýn. Ég fékk þennan ólæknandi vír- us.“ Eftir að hafa lært að fljúga og starfað við flugkennslu varð Atli flugmaður hjá Flugleiðum, síðar Icelandair, og vann þar næstu 39 ár- in fyrir utan eitt ár hjá Arnarflugi og þrjú ár hjá þýska félaginu Ger- man Cargo Services. Samhliða flug- inu kenndi hann bóklegt nám í Flug- skóla Íslands í 18 ár. Hann flaug nánast öllum tegundum flugvéla nema herflugvélum og þyrlum og segir að flug fyrir Landgræðslu Ís- lands, sem hann hafi sinnt í sjálf- boðavinnu í 18 sumur, og innan- landsflugið standi upp úr. Landgræðslan eftirminnileg Fyrsta flugferð Atla var í Douglas DC-3-vél og Flugfélag Íslands gaf Landgræðslunni Gljáfaxa, annan „þrist“ sinn, 1973 og fékk hann þá nafnið Páll Sveinsson. „Þetta var frægasta flugvélategund heims og það var engu líkt að fljúga ekki hærra en í 200 feta hæð í góðu sum- arveðri með fínum mannskap,“ segir Atli. Sérstaklega eftirminnilegt hafi verið að byrja að dreifa fræi og áburði í grennd við Húsavík, þar sem hann hafi verið í sveit og þekkt hverja þúfu og hvern stein. Innanlandsflugið er stutt og engin dauð stund. Atli segir það helsta kostinn, að vera alltaf að gera eitt- hvað, fljúga niður í dali og firði og hugsa stöðugt um veðrið, ekki síst á veturna. „Þetta er mjög lifandi starf og síbreytilegt, meira við mitt hæfi en utanlandsflugið, en kannski er ég bara sveitamaður,“ segir hann. Tek- ur samt fram að hann hafi ekkert á móti utanlandsfluginu sem slíku. „Stórir strákar vilja fljúga langt og ég skil það vel, en eftir að hafa próf- að margt komst ég yfir það vegna þess að flugið, fyrir utan kennslu- flugið, snýst um starfsskilyrði frek- ar en stærð á flugvélum.“ Ýmislegt hefur komið upp á í flug- inu, en Atli segist aldrei hafa lent í alvarlegum áföllum, þótt vissulega hafi stundum verið teflt á tæpasta vað. Veturinn í Nígeríu hafi verið tóm vitleysa og ekki alltaf farið að settum reglum. „Ég myndi ekki taka svona áhættu núna,“ staðhæfir hann. Skondnu atvikin eru mörg og Atli segist aldrei hafa upplifað annað eins og fyrir um 22 árum þegar hann þurfti að hætta við lendingu á Akureyrarflugvelli vegna óverulegr- ar bilunar. Vængbörðin voru föst uppi. Ákveðið hafi verið að lenda í Keflavík í staðinn og á leiðinni hafi komið fyrirspurn frá flugstjórn um fjölda farþega og eldsneytismagn. Í Keflavík hafi verið mikill viðbúnaður slökkviliðs og sjúkrabíla við flug- brautina. „Öll þjóðin „vissi“ að við værum að farast nema við, en mis- skilningurinn var vegna þess að flugumferðarstjóri hafði óvart ýtt á rauða takkann án þess að láta okkur vita, en hættan var engin.“ Með ólæknandi vírus Douglas DC-3 Atli Unnsteinsson glaður í landgræðsluvélinni.  Flugið snýst um starfsskilyrði frekar en stærð flugvéla Stoltir Ingþór Ingólfsson teiknari, Atli og Kjartan Jónsson útgefandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.