Tölvumál - 01.01.2017, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.01.2017, Blaðsíða 24
24 Á hverjum degi tengjast fleiri og fleiri „tæki“ Internetinu, allt frá brauðristum til sjálfkeyrandi bíla. Talið er að um 200 billjón tæki munu vera nettengd árið 2020[1]. Líf okkar í dag á sér stað að miklu leyti á netinu, meðal annars á samfélagsmiðlum, í afþreyingu, verslun o.fl. Samhliða þessari þróun þá hafa tölvuárásir orðið sívaxandi vandamál. Á minna en ári hefur heimsbyggðin upplifað stærstu DDoS árás allra tíma [2], tölvuþrjótar hafa tekið yfir heilbrigðiskerfi [3], og nýjar árásir eiga sér stað á hverjum degi. Tölvuöryggi er því nú þegar mikilvægur hluti af okkar daglegu lífi og verður enn mikilvægari í komandi framtíð. HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA TIL AÐ BÆTA TÖLVUÖRYGGI? Þetta er stór spurning sem er erfitt að svara á fullnægjandi hátt í stuttu máli, en við skulum einbeita okkur að rót vandans, sem má segja að liggi milli stóls og lyklaborðs. Fyrir utan mannlegan breyskleika og hversu ginnkeypt fólk virðist vera fyrir gylliboðum Internetsins þá eru tölvuárásir að miklu leyti drifnar áfram á veikleikum í hugbúnaði. Slíka öryggisveikleika má í mörgum tilfellum rekja til mannlegra mistaka í þróunarferli hugbúnaðar. Því er rétt að athuga hvað hægt sé að gera til að minnka tíðni þeirra. Ímyndum okkur bílstjóra með almenn ökuréttindi sem er látinn keyra stóran trukk. Hann kann að keyra, en ekki þungan trukk, þar sem maður þarf meðal annars að hugsa um aðrar hættur eins og t.d. lengri stöðvunarvegalengd. Væri allt í lagi að leyfa honum að setjast undir stýri öryggislega séð? Þetta er því miður staðan í dag er varðar nýútskrifaða tölvunarfræðinga hér á landi og víða erlendis. Nýútskrifaðir tölvunarfræðingar munu forrita mikilvægan hugbúnað í náinni framtíð án þess að hafa öðlast þjálfun í að verja þann hugbúnað gegn öryggisgöllum. Aðeins örfáir áfangar tengdir tölvuöryggi eru í boði á háskólastigi og er enginn þeirra skylda. Þetta er óæskileg staða eins og er, fyrst hugbúnaður geymir persónu upplýsingar í ört vaxandi magni. Glæpamenn og óvinveittar ríkisstjórnir einbeita sér einnig í auknum mæli að tölvuinnbrotum og tölvuglæpum. Því er mikilvægt að allur hugbúnaður sé varinn árásum. HVERNIG ER HÆGT AÐ ÞJÁLFA FORRITARA Í ÖRUGGARI HUGBÚNAÐARÞRÓUN? Hver og einn veit best hvernig hvernig hægt er að brjótast inn í eigið hús. Til dæmis veit maður um glugga sem eru ekki með öryggisskynjara og hvar varalykillinn er geymdur. Þetta má heimfæra á forritara. Forritari sem skrifar hugbúnað er í bestu stöðunni til að finna öryggisveikleika í eigin hugbúnaði. Þetta mótar mikilvæga aðferð til að sporna gegn öryggisgöllum, að þjálfa forritara og efla vitneskju á öryggisgöllum ásamt því að kenna þeim að rýna hugbúnað í leit að öryggisgöllum. Þar með lærir forritarinn að setja sig í spor mótherjans og hvernig best sé að brjótast inn í sinn eigin hugbúnað. Einn möguleiki til að öðlast slíka þekkingu í dag er í gegnum svokallaðar CTF (e. Capture The Flag) keppnir. Áhugasömum þátttakendum er boðið upp á allskyns þrautir sem innihalda einhvern öryggisgalla sem markmiðið er að leita uppi. Keppandinn þarf síðan að finna hvernig hægt er að nýta öryggisgallann til að stela svokölluðum “fána” sem veitir honum stig. Dæmin sem koma fyrir í þessum keppnum kynna keppandanum fyrir allskyns öryggisveikleikum, bæði nýjum sem og þekktum. Að geta leitað uppi öryggisveikleika er mikilvæg kunnátta sem keppandinn getur nýtt á sinn eigin kóða eða kóða annarra. Undanfarin tvö ár hefur keppnin IceCTF [4] verið haldin af nemendum Háskólans í Reykjavík með styrkjum frá Syndis og Háskólanum í Reykjavík, og hefur vakið mikla lukku bæði innanlands og erlendis. Markmið keppninnar er að huga að byrjendum í hugbúnaðargerð og kynna þeim fyrir einföldum öryggisgöllum, sem og að kynna nýja öryggisgalla og bjóða þeim sem hafa áhuga á að prófa sig áfram í að reyna á þessa veikleika. Fjöldi þátttakenda hefur farið vaxandi en á síðasta ári tóku 3000 manns þátt og þar af voru 300 íslenskir keppendur. Þetta er ágæt lausn til að efla öryggisvitund, en virkar einungis á þá sem hafa þekkingu og áhuga á tölvuöryggi og/eða skilja mikilvægi þess í dag. Sá hópur er því miður í minnihluta eins og er og því þarf aðra lausn til að ná til flestra. HVAÐ MEÐ ALMENNA FORRITARA? Hægt væri að taka þessa CTF hugmynd og gera hana skemmtilegri, og þar með beina henni að almennum forriturum. Þeir geta þá með einföldu móti fengið að sjá og lifa sig inn í spor tölvuþrjóts sem er að nýta sér þekkta öryggisveikleika. Samtímis er hægt að sýna þeim hvernig sá veikleiki lítur út í kóða og hvernig skal verjast honum. Þannig myndi tölvuöryggiskennsla verða skemmtilegt námskeið sem gæti meðal annars orðið hluti af skyldunámi í tölvunarfræði í háskólum landsins, annaðhvort sem hluti af öðrum námskeiðum eða sem sér námskeið innan skólans. Tölvuöryggiskennslan myndi kynna verðandi forriturum fyrir þekktum veikleikum og varnir gegn þeim, og þar með loka á þekktar aðferðir sem tölvuþrjótar nota til að brjótast inn í kerfi. Svona nám mun því gera skólunum kleift að skila betri forriturum út á vinnumarkaðinn að námi loknu. Eins og staðan er í dag þá er þetta ágæt lausn en gallinn er að þær koma eftir á, sem einskonar sérkennsla, sem þarf samt að vera til staðar, en til að ráðast að rót vandans væri best að kenna örugga hugbúnaðarþróun sem hluta af námi forritara. Þar með yrði hugsunarháttur mótherjans innbyggður í forritara framtíðarinnar. HVERNIG ER HÆGT AÐ MÓTA HUGSUN TÖLVUNARFRÆÐINGA FRAMTÍÐARINNAR? Einfölduð mynd af öryggisgöllum er að í grunninn séu flestir þeirra forsenda, sem forritarinn heldur að sé sönn, en í ljós kemur að svo var ekki. Til dæmis má nefna að í „Heartbleed“ [5] öryggisgallanum, sem var mjög útbreiddur fyrir nokkrum árum, þá var forsendan sú að enginn myndi senda rangar upplýsingar í „Heartbeat“ skilaboðum til vefþjónsins. Eins og flestir vita, þá reyndist sú forsenda ekki sönn, og því urðu margar AÐ SETJA SIG Í SPOR MÓTHERJANS James Elías Sigurðarson, security developer, Syndis

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.