Tölvumál - 01.01.2017, Blaðsíða 42
42
Hlutur kvenna í námi í tæknigreinum eins og tölvunarfræði hefur lítið
breyst síðustu 20 ár þó ýmislegt hafi verið gert til að kynna námið fyrir
þeim og auka áhuga þeirra. En hvers vegna eru stúlkurnar ekki í
tækninámi? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör, en rýnum í málið og
reynum að átta okkur á stöðunni. Athugum hvað rannsóknir segja okkur.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviðið og mynd 1 gefur
nokkra hugmynd um viðfangsefnin þeirra.
Mynd 1. Dæmi um fyrirsagnir greina sem birta niðurstöður rannsókna um hvers
vegna stúlkur sækja ekki í tæknigreinar
Ef við skoðum stöðuna hér á landi þá er hlutur kvenna í verkfræði,
framleiðslu og mannvirkjagerð, raunvísindum, stærðfærði og tölvunarfræði
frá 19972014 rúm 30% samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Ef þetta
er skoðað nánar þá hafa kynjahlutföll í háskólanámi í raunvísindum,
stærðfræði og tölvunarfræði frá 1997 til 2014 sveiflast á bilinu frá 35% í
40% og árið 2014 voru konur 36% nemenda í þessum greinum. Í
verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð hafa konur talsvert unnið á en
þær voru 21% árið 1997, en voru komnar upp í 36% árið 2014. Á þessu
tímabili hefur engin aukning orðið í tölvunarfræði, en hlutafallið var 22%
árið 1997 og 21% árið 2014, mest var það 29% árið 2001 og fór niður
í 13% árið 2010.
Margir þættir hafa haft áhrif á þróunina og mörg líkön hafa komið fram
til að reyna að skýra áhrifavalda og til að skilja hvers vegna erfitt getur
verið að breyta stöðunni. Til að sýna hversu flókið þetta er þá sýni ég
hér módel Eccles og fleiri sem dæmi.
Ekki er svigrún til að skoða alla þættina sem koma fram á mynd 2, en
rannsóknir hafa leitt í ljós að konur velja tölvunarfræðinám síður en karlar,
meðal annars vegna skorts á sjálfstrausti, fyrirmyndum og hvatningu frá
kennurum og foreldrum. Það sem ég ætla að skoða aðeins nánar eru
fjórir áhrifaþættir: 1) Fjölmiðlar og dægurmenning, 2) áhrif jafningja og
fjölskyldan, 3) samfélagshópar og fyrirmyndir og 4) áhrif menntunar – bæði
formleg og óformleg áhrif.
FJÖLMIÐLAR OG DÆGURMENNING
Forritarar starfa víða í dag, enda er forritun eitt af mörgum störfum sem
fylgja hraðri þróun í upplýsingatækni. Það hafa myndast ákveðnar
staðalímyndir í kringum forritara og aðra sem starfa við tölvur, sem eru
jafnvel notaðar til að gera grín. Dæmigerðar eru persónurnar í „The Big
Bang Theory“. Við hlæjum öll að þeim. Þessar staðalímyndir þjóna sem
hliðverðir (e. gatekeepers) og geta fælt stúlkur í burtu frá ákveðnum
námsbrautum og því takmarkað námsmöguleika þeirra og starfsframa.
Mynd 3 sýnir okkur nokkur dæmi úr vinsælum bíómyndum og
sjónvarpsseríum.
Fyrirmyndir skapa ímyndir og hafa mikil áhrif og fyrir suma eru þessar
fyrirmyndir aðlaðandi en fyrir aðra eru þær fráhrindandi. Mikilvægt er að
stúlkur geri sér grein fyrir að þær þurfa ekki að vera ákveðin týpa til að
læra ákveðna grein og þú þarft ekki að vera nörd til að læra tölvunarfræði.
Til gamans læt ég einn nördabrandara fylgja: There are 10 types of people
in the world: those who understand binary, and those who don’t.
TÖKUMST Á VIÐ
STAÐALÍMYNDIR
Dr. Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík
Mynd 2. Líkan Eccles og fleiri um væntanlegt áhrif á árangur (expectancy-value
model of achievement, sjá Eccles, 1987, Eccles, Wigfield og Schiefele, 1998)
Mynd 3. Myndir fengnar af netinu og sýna persónur í ýmsum myndum og
sjónvarpsseríum